Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Heillastjörnur stýra eldflaugavarnakerfi í biðstöðu Eftir brösugt gengi, tæknileg vandamál og alþjóðleg mótmæli, tilkynnti Bill Clmton Banda- ríkjaforseti 1. september að hann hygðist láta eftir- mann sinn um að ákveða hvort haldið yrði áfram að ____þróa hátæknieldflaugavarnakerfi._ Margrét Björgúlfsdóttir í Washington skoðar ástæðurnar á bak við frestunina. Reuters Tilraunaútgáfa af skotflaug sem ætluð er sem hluti af stjörnustríðsáætl- un Bandaríkjamanna sést hér hefja sig á loft. Clinton Bandaríkjaforseti frestaði nýlega frekari ákvörðunartöku um stjömustríðsáætlunina. VORT byggja ætti nýtt eldflaugavamarkerfi virtist stefna í að verða ein erfiðasta ákvörðun Bill Clintons Banda- ríkjaforseta. Með kosningar á næsta leiti og undir þrýstingi frá repúblik- önum, gátu demókratar ekki gefið þann höggstað á sér að þeir væru veiklundaðir í vamarmálum. Clinton gat heldur ekki virst gefa eftir vegna mótmæla Rússa og bandamanna Bandaríkjanna í Evrópu. Kaldhæðni örlaganna er sú að tæknilegir erfið- leikar hjá þeirri þjóð sem stærir sig af því að vera fremst í þróun hátækni- búnaðar í heiminum voru á endanum besta undankomuleiðin. Ákvörðunin um að slá á frest upp- byggingu eldflaugayamarkerfisins kom ekki á óvart. Ýmis tæknileg vandræði hafa angrað þróunardeild vamarmálaráðuneytisins í Pentagon og nú síðast í júlí mistókst hrapallega flugpróf sem ætlað var að koma eld- flaug á loft. Það lá því ljóst fyrir seinni part sumars, að uppmnaleg áætlun um að kerfið yrði tilbúið til Eldhústæki Neve eldhústæki kr. 5.678 Feliu elhústæki kr. 7.038 Grohe eldhústæki kr. 9.696 Mora eldhústæki kr. 8.765 Tveggja handa eldhústæki frá kr. 2.801 Heildsala/smásala VA TNSVIRKINN ehf. Ármúla 21, sími: 533 2020. notkunar árið 2005 myndi ekki stand- ast. Þar með fékk Clinton tækifæri til að fresta umdeildum aðgerðum án þess þó að sýna veikleika heima fyrir og á sama tíma skapa meira svigrúm til að sannfæra umheiminn um ágæti þessa kerfis. Tímasetningin á tilkynningu for- setans, sem fram fór í gamla háskól- anum hans í Georgetown í Washing- ton sl. föstudagsmorgun, var heldur engin tilviljun. Löng helgi var fram- undan, sumarleyfum að ljúka og því lítið fréttaáhorf. Því var reyndar lek- ið í fjölmiðla að háttsettir starfsmenn vamarmálaráðuneytisins hefðu mátt lesa fréttatilkynninguna um leið og almenningur og því ekki getað hafið neinn áróður gegn áformum forset- ans. Innan Pentagon eru menn áfjáð- ir í að fá tækifæri til að sanna kosti eldflaugavama og Richard Cohen vamarmálai'áðherra er sagður hafa reynt til hins ítrasta að halda öllum kostum opnum. Því má heldur ekki gleyma að í þessari viku mun Clinton hitta marga helstu andmælendur vamarkerfisins, þ.e. Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fleiri ráðamenn á sérlegu alda- mótaþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem að öðru óbreyttu hefði mátti búast við harðri gagnrýni á eldflaugavamarkerfið. Bandaríkjamenn hafa sagt að fjór- ir þættir skiptu meginmáli um fram- vindu áætlunarinnar. Þeir em í fyrsta lagi mat á hættunni á árás, síðan tæknilega hliðin, í þriðja lagi kostnað- ur og síðast en ekki síst, áhrifin á heildaröryggi þjóðarinnar. A blaða- mannafundi í kjölfar ræðu Clintons fór Sandy Berger, öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, yfir þessa þætti. Það er því við hæfi að skoða fram- haldið í ljósi þessara forsendna. Raunveruleg ógnun Mikið vatn hefur mnnið til sjávar frá því á kaldastríðsárunum, þegar umræðan snerist um ógnarjafnvægi risaveldanna. Samningar við Rússa um takmörkun vígbúnaðar eru enn hátt á lista í forgangsröðinni. I dag standa bandarísk yfirvöld hins vegar bjargföst í þeirri trú að landinu muni í náinni framtíð stafa mest ógn frá löndum á borð við Norður-Kóreu, Ir- an og Irak. Samkvæmt upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar standa þessi lönd að tilraunum til út- búa langdrægar kjamaflaugar sem gert gætu árás á Bandaríkin og að slíkum tilraunum gæti verið lokið fyr- ir 2005. Berger tók fram á fundinum að varnar- stefna bandarískra stjómvalda byggist enn á þeirri staðreynd að skyndiárás af þessu tagi yrði mætt með svo öflugri gagnárás að óvinin- um yrði tortímt. Engu að síður benti hann á að ríki sem búa yfir kjama- flaugum gætu liðast í sundur og kjamorkuvopn lent í höndum ótryggra aðili sem myndu svífast einskis til að ná fram markmiðum sínum. Þar að auki em alltaf ein- hveijar líkur á að hryðjuverkamenn komist yfir slík vopn. Ógnin er sem sagt talin raunveru- leg. Bandaríkjamenn hafa tekið þessi mál nógu alvarlega til þess að koma fram með gagnáætlanir um hvemig best sé að bregðast við slíkum árás- um og þar hefur eldflaugavarnar- kerfið umdeilda verið efst á baugi. Bætt samskipti Norður- og Suður- Kóreu, samanber leiðtogafundinn í sumar, virðast þó draga úr hættu á árás. Þessi þíða auðveldaði reyndar ákvörðun forsetans, því Norður-Kór- ea er talið það óvinaríki sem hvað lengst er komið í þróun langdrægra kjamaflauga. Tæknilega mögulegt? í stuttu máli, er hugmyndin á bak við kerfið sú að byggja eldflauga- stöðvar sem geta skotið niður óvina- flugskeyti áður en þau ná til Banda- ríkjanna. Háþróaðar ratsjárstöðvar eiga að sjá til þess að nægilegur tími gefist til að staðsetja óvinaflaugar og granda þeim áður en þær hæfa tilætl- uð skotmörk. Til stóð að 20 flugskeyti og tilheyrandi ratsjárbúnaður yrðu tilbúin til notkunar í Alaska 2005. Fyrstu tilraunir til að skjóta niður gervikjamaodda, sem framkvæmdar voru fyrir tæpu ári lofuðu góðu, en síðan hefur aÚt gengið á afturfótun- um. Tilraunir í janúar og svo aftur í júh' mistókust og vísindamenn vam- armálaráðuneytisins viðurkenndu í ágúst að þeir þyrftu meiri tíma áður en unnt yrði að sýna fram á að kerfið virkaði. Ræða Clintons þarf því engum að koma á óvart. „Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við höfum í dag get ég ekki dregið þá ályktun að við búum yfir nægilegri vissu um að tæknin sé til staðar og að kerfið verði tilbúið til notkunar svo halda megi áfram með áætlunina," sagði Clinton. Frestun fram í janúar þarf þó ekki endilega að þýða umtalsverða seinkun. Næsti forseti getur tekið af skarið fljótlega eftir að hann tekur við embætti og þá ætti búnaðurinn „ef allt gengur sam- kvæmt áætlun“ að vera tilbúinn 2006 eða 2007. Þó að máhnu hafi verið slegið á frest, var kerfið ekki sett í salt. Tals- menn stjómarinnar hafa lagt áherslu á að eldflaugavarnarkerfið sé enn besti mögulegi vamarkosturinn gegn óvinaflugskeytum og að stöðugar framfarir eigi sér stað í þróun þess. „Óreynt, en lofar góðu“ eins og Clint- on forseti orðaði það. Rannsóknum og tilraunum verður því haldið áfram. Forsetaframbjóðandi repúblikana, George W. Bush, sem er hlynntur mun víðtækara kerfi, sendi frá sér til- kynningu strax á föstudaginn þar sem hann gagnrýndi Clinton og sak- aði stjóm hans um linkind. Bush hef- ur lýst sig reiðubúinn að leggja fram mun stórtækara kerfi, sem að öllum líkindum næði einnig til skipa og gervitungla án þess þó að tala nánar um tæknileg vandkvæði því fylgjandi sem enn á eftir að leysa. A1 Gore, varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins, hefur varið gerðir stjómarinnar. Hann sendi þó einnig frá sér yfirlýsingu samdægurs þar sem hann sagðist fylgjandi „áfram- haldandi tilraunum til að þróa kerfi sem virkar, sem svarar kostnaði og er ásættanlegt fyrir bandamenn Banda- ríkjanna." Repúblikanar ætla sér að gera kosningamál úr þessari ákvörðun og sýna fram á að demókratar séu ekki í stakk búnir til að fara með vamir landsins. Dick Cheney, varaforseta- efni flokksins og fyrrverandi vamar- málaráðherra í ríkdsstjóm föður Bush, hefur ásakað demókrata um að veikja herinn. En eldflaugavamir eru þó ólíklegar til að skipa stóran sess í kosningabaráttunni. A friðartímum, þar sem bandarískum almenningi finnst sér ekki ógnað, eru aukin út- gjöld til hermála og óvinaflugskeyti einfaldlega ekki þau málefni sem höfða mest til þeirra kjósenda sem enn hafa ekki gert up hug sinn. Yfirstíganlegur kostnaður Samkvæmt upplýsingum frá yfir- völdum hefúr stjómin þegar eytt 5,7 milljörðum Bandaríkjadala til þróun- ar á kerfinu og auk þess sett á fjárlög 2001-2005 alls 10,4 miHjarða til áframhaldandi rannsókna og hugsan- legra framkvæmda. Varnarmálaráðuneytið hefur áætl- að að það muni kosta 25 milljarða dala (fjárlög 2001-2009) að fram- kvæma fyrsta stig áætlunarinnar, þ.e. að koma upp 100 varnarflaugum í Alaska og endumýja ratsjárviðvör- unarkerfið á heimsvísu. Til þess að setja hlutina í samhengi benti Berger á að þetta samsvaraði minna en einu prósenti af fjárlögum til vamarmála á næstu sex árum. Aðrir aðilar hafa nefnt að talan gæti hækkað í 60 milljarða dollara fyrir allt kerfið. Engu að síður ætti það að vera ljóst að kostnaður einn og sér mun ekki koma til með að standa áætluninni fyrir þrifum. Öryggismál og afvopnun Sú spuming sem Bandaríkjamenn hljóta að spyija er hvort eldflauga- vamarkerfið auki eða minnki öryggi landsins. Ráðamenn í Washington gera sér fulla grein fyrir því að vamir iandsins koma aldrei til með að byggjast eingöngu á þessum eld- flaugum og Clinton gerði áframhaldandi afvopnun- arumræður, samhliða því sem samráð værí haft við bandamenn og Rússa um framvindu kerfisins, að umtalsefni í ræðu sinni. Rússar, sem hafa mótmælt áform- unum harðlega, og Evrópulönd innan Atlantshafsbandalagsins, sem hafa látið uppi efasemdir um gagnsemi kerfisins, fögnuðu ákvörðun forset- ans um frestun. Það gæti þó orðið skammgóður vermir því Clinton og forsetaframbjóðendurnir tveir hafa allir sagt að þegar á hólminn sé komið muni hvorld Rússar né aðrar þjóðir koma til með að hafa neitunarvald yf- ir vamarstefnu Bandaríkjanna. Rússar halda því fram að eld- flaugavamimar brjóti gegn samningnum um bann við gagnflaug- um frá 1972 og Bandaríkjamenn hafa reynt án árangurs að fá rússnesk yf- irvöld til að samþykkja breytingar á samningnum. Rússar benda þá enn- fremur á að kerfið raski valdajafn- vægi stórveldanna, stefni frekari af- vopnunarviðræðum í hættu og geti leitt til nýs vígbúnaðarkapphlaups með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kínverjar em ekki síður óánægðir með þessa þróun og hafa tekið í sama streng. Bandaríkjamenn hafa leitast við að sannfæra Rússa og Kínverja um að kerfinu sé ekki beint gegn þeim og Berger notaði tækifærið á föstudag- inn til að benda á að landfræðilega sé Rússland alls ekki undanþegið þeirri hættu sem gæti stafað af svokölluð- um „þrjótaríkjum“. Eftir misheppnuðu tilraunaskotin í sumar vom embættismenn banda- ríska utanríkisráðuneytisins fljótir að benda á að nú gæfist kærkomið tæki- færi til að ráðgast frekar við banda- menn og vinna að diplómatískri lausn málsins. Ólíkt vonbrigðunum í vam- armálaráðuneytinu, sjá Madeleine Aibright utanríkisráðherra og aðrir háttsettir embættismenn þessa töf opna möguleika á frekari viðræðum við Pútín Rússlandsforsesta. En ná- ist samkomulag við Rússa er talið að Evrópuþjóðirnar fylgi í kjölfarið. Rússar hafa enga burði til að hefja nýtt vígbúnaðarkapphlaup og vonast Pútín til að notfæra sér aðstæðurnar og knýja fram frekari afvopnunarvið- ræður. Hann hefur lagt til meirí niðurskurð en Bandaríkjamenn era til- búnfr að samþykkja, en gæti hugsanlega viljað nota svigrúmið sem hefur skapast til að ná fram samningum við núverandi ríkisstjóm Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn ættu að mati sumra sérfræðinga að fagna slíku frumkvæði og ljúka START III samningunum sem fyrst. Clinton er að láta af embætti og er farinn að velta því fyrir sér hvemig hans verð- ur minnst. Nýr afvopnunarsamning- ur myndi vega þungt á vogarskálam- ar í þeim efnum. Erlend ríki gagnrýna kerfið Auki eða minnki öryggi landsíns?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.