Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjaraviðræður stéttarfélaga opinberra starfsmanna hafnar Stefnt er að gerð nýrra samninga fyrir októberlok UNDIRBÚNINGUR fyrir gerð nýrra kjarasamn- inga opinberra starfsmanna hjá ríki og sveitarfélög- um er nú kominn í fullan gang. Að sögn Gunnars Bjömssonar, formanns samninganefndar ríkisins, er búið að ganga frá viðræðuáætlunum við nær öll félög og samtök starfsmanna hjá rílrinu en þar er alls um að ræða rúmlega 60 stéttarfélög. Fólu flest aðildarfélög BSRB og BHM heildar- samtökunum að annast gerð samræmdra viðræðu- áætlana fyrir sína hönd. Einnig hefur verið gerð viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg skv. upplýs- ingum Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB. Samningar stéttarfélaga ríldsstarfsmanna renna út 31. október en samningar hjá sveitarfélögum losna um áramót. Hafa samningsaðilar sett sér það markmið að endumýjun kjarasamninga verði lokið þegar eldri samningar renna úr gildi. Kjarasamningar framhaldsskólakennara, sem semja við ríkið, renna út í lok októbermánaðar en samningar grunnskólakennara, sem semja við sveitarfélögin, losna um áramót. Byrjað á viðræðum um réttindamál Skv. viðræðuáætlunum er að því stefnt að á fyrstu stigum verði rætt um réttindamál og önnur atriði sem ekki snerta launamál s.s. fæðingarorlofs- mál, veikindarétt, tryggingamál o.fl. Er að því stefnt að þessum viðræðum verði lokið fyrir lok þessa mánaðar og að eiginlegar kjaraviðræður hefj- ist um næstu mánaðamót. „Þetta er allt í fullum gangi. Félögin hafa verið að koma saman til að funda og móta sínar kröfur,“ sagði Ögmundur Jónasson. Hann sagði að áherslur félaganna í réttindamálunum væru svipaðar og hefðu félögin ákveðið að ganga frá sumum atriðum þeirra sameiginlega. Aðildarfélögin fara hins vegar sjálf með launa- málin og vinna þessa dagana að frágangi kröfu- gerða. Að sögn Gunnars Bjömssonar er stefnt að því að samningum hjá ríkinu verði lokið fyrir 31. október. Þó sé gert ráð fyrir fyrir því að eftir miðjan október geti samningsaðilar endurmetið stöðuna og ákveðið hvort ástæða sé til að framlengja viðræðuáætlanir eða vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Segir samninga á almenna markaðinum ekki leggja línu Aðspurður hvort samningar sem gerðir hafa ver- ið á almenna vinnumarkaðinum legðu línumar fyiir opinbera starfsmenn sagði Ögmundur svo ekki vera. „Hvert félag hlýtur að skoða þetta á eigin gmnni. Það var aldrei gerð nein tilraun til að fara í að móta heildstæða línu,“ sagði hann. Harpa Ingólfsdóttir og Jón Viktor Gunnarsson Islandsmeistarar í skák Morgunblaðið/Kristján Örn Harpa Ingólfsdóttir og Jón Viktor Gunnarsson urðu íslandsmeistarar í skák 2000. Hörð barátta í báðum flokkum Island 33 stigum undir gegn Póllandi ÍSLENSKA liðið á Ólympíu- mótinu í brids er 33 stigum und- ir í leik gegn Pólverjum í átta liða úrslitum þegar 16 spilum af 80 er ólokið. Síðasta lotan verð- ur spiluð í dag en sigurvegarinn í leiknum kemst í undanúrslit sem heíjast síðdegis. Atta liða úrslitin hófust í gær- morgun og byrjaði íslenska liðið mjög illa, tapaði fyrstu 16 spila lptunni 4-68. Næstu lotu unnu íslendingar 24-20 og þá þriðju 57-36 og höfðu þá náð að minnka muninn í 28 stig. Pólveijar unnu fjórðu lotuna 40-34 og hafa for- ustu í leiknum, 153-120. Staðan í öðmm viðureignum er sú að Italar hafa ömgga for- ustu gegn Brasillumönnum, Englendingar em yfir gegn Noregi og Bandaríkin hafa yfir gegn Austurríki. ■ Erfið staða/32 Leik frestað vegna slagsmála BLÁSA varð af leik Breiða- bliks og utandeildarliðs þegar kom til slagsmála tveggja leik- manna á sandgrasvellinum í Smáranum í Kópavogi I gær- kvöldi. Lögregla var kvödd til en þegar hún kom á vettvang hafði leikmönnunum að mestu mnnið reiðin og því þurfti ekki að hafa afskipti af þeim. Ekki er ljóst hvað olli deilunum en samkvæmt upplýsingum lög- reglu var leiknum ekki haldið áfram eftir stimpingarnar. HARPA Ingólfsdóttir og Jón Viktor Gunnarsson urðu Islandsmeistarar í skák en Skákþingi íslands lauk í fyrradag. Keppni var hörð og spennandi í báðum flokkum. Harpa Ingólfsdóttir sagði í við- tali við Morgunblaðið að baráttan hefði verið talsvert hörð í kvenna- flokki. Hún mætti of seint til leiks í fyrstu umferð og tapaði þeirri skák. „Ég féll á tíma af því ég hélt að taflið ætti ekki að byrja fyrr en klukkan fimm en það hafði byxjað klukkan fjögur. En þá reyndi ég bara að vanda mig uppfrá því og tapaði engri skák en einu sinni varð jafntefli,“ segir Harpa. Á loka- sprettinum var einvígi milli Hörpu og Áslaugar Kristinsdóttur sem stóðu jafnar að vígi. Voru tefldar tvær skákir í senn og alltaf voru þær jafnar. Næst var ein skák látin nægja og þar náði Harpa sigri. Harpa stundar nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og kvaðst hún aðspurð hafa teflt frá því hún var 10 ára og tekið þátt í mótum hérlendis, þrisvar í heimsmeistara- mótum og einu sinni í Evrópumeist- aramóti. Framundan er síðan Ól- ympiuskákmótið í Istanbúl en þangað fara þrír keppendur úr kvennaflokki og einn til vara og verður Harpa ein þeirra. Hún sagði stífar æfingar framundan vegna mótsins og þegar að því kæmi yrði hún að sleppa þremur vikum úr skólanum. Þröstur með aðra hönd á bikarnum Jón Viktor Gunnarsson segir að þeir Þröstur Þórhallsson hafi háð hálfgert maraþoneinvígi og stóð Jón Viktor uppi með fjóra og hálfan vinning á móti þremur og hálfum Þrastar. „Þröstur vai' kominn tvisv- ar með aðra höndina á bikarinn því hann var yfir og honum hefði dug- að jafntefli," segir Jón Viktor. Hann kveðst hafa byrjað sjö ára kringum 1987 á laugardagsæfing- um og síðan hefði hann bara haldið áfram. Hann er í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla en tekur sér frí þessa önn, m.a. til að taka þátt í Ól- ympíuskákmótinu í Istanbúl. I karlasveitinni eru fjórir og tveir varamenn. Jón Viktor sagði því framundan að æfa stíft og heldur hann næstu daga til Færeyja á mót í hálfan mánuð og síðan ætlar hann að halda áfram undirbúningi fram eftir hausti. ■ Jón Viktor/52 Embætti hæsta- réttardómara Tillaga um Arna Kol- beinsson GERÐ hefur verið tillaga um skipan Arna Kolbeinssonar, ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu, sem hæstaréttardóm- ara. Sólveig Pét- ursdóttir, dóms- og kirkjumála- ráðherra, kynnti það á sérstökum ríkisstjómar- fundi sem boðað var til klukkan hálfsex í gær. Arnljótur Björnsson hæstaréttardómari lét af störfum um mánaðamótin og sóttu fjórir um stöðuna, Ingibjörg Bene- diktsdóttir héraðsdómari, Ólöf Pét- ursdóttir dómstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari auk Áma Kolbeinssonar. Forseti íslands skipar í stöðuna. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur og að henni feng- inni ákvað dómsmálaráðherra, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, að leggja til að Árni yrði skipaður. -------------------- Forseti Kína á boð um Islands- heimsokn FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðið Jiang Zemin, forseta Kína, í opinbera heimsókn hingað til lands. Var boðið rifjað upp í opinberri heimsókn Li Peng, for- seta kínverska þingsins, til íslands og jafnframt getið um það í Dagblaði alþýðunnarí Kína. Vigdís Finnbogadóttir forseti fór í opinbera heimsókn til Kína fyrir um fimm ámm. Ólafur Ragnar skrifaði kínverska forsetanum bréf fyrir tæpum tveimur áram og bauð hon- um í opinbera heimsókn til íslands, meðal annars til að endurgjalda heimsókn Vigdísar. Á fundinum með forseta íslands þakkaði Li Peng boð- ið fyrir hönd Jiang Zemin. Ekki mun hafa komið fram staðfesting á að kín- verski forsetinn hefði þegið boðið. -------------------- Vinmislys í Vogum HÁLFSEXTUGUR karlmaður féll um þrjá metra, klukkan rúmlega sex í gær, er hann var við vinnu við stál- grindahús sem verið er að reisa í Vogum á Vatnsleysuströnd. Að sögn lögreglu í Keflavík féll maðurinn aft- ur fyrir sig en óljóst er um orsakir slyssins. Maðurinn kenndi til eymsla í mjöðm og var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahús Suðurnesja í Keflavík. Þaðan var hann fluttur á Landspítal- ann-Háskólasjúkrahús í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn vakthafandi læknis á bækl- unardeild var líðan mannsins eftir atvikum góð í gærkvöldi. Sérblöð í dag 4©Stollli Á ÞRIÐJUD Heimili Morgunblað- inu í dagfylglr augiýslnga- blaðfrá ACO. Blaðinu verð- ur dralft á höf- uðborgar- svæðinu. Guðrún Arnardóttir í áttunda sæti á heimslistanum / B1 Brenton Birmingham á ný tii Njarðvíkur / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.