Morgunblaðið - 09.09.2000, Side 2

Morgunblaðið - 09.09.2000, Side 2
2 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ BOKMENNTAHATIÐ Nóbelsverölaunahafinn Gunter Grass hefur notaö list sína til aö halda á loft þeirri staöreynd aö einn sannleikur getur ekki veriö öörum æöri og aö allar sögur eru þess viröi aö vera sagóar, sama hversu áleitnar eöa krefjandi þær eru. Fríóa Björk Ingvarsdóttir stiklar á stóru í umfjöllun um þennan merka rithöfund og þjóðfélagsgagnrýn- anda, sem vildi „ná gæsaganginum úr þýskri tungu“. Bækurgeta valdið hneykslan og hamslausri bræði Giinter Grass. Blikktromman Það var einu sinni blikktrommari sem hét Óskar. Þegar leik- fangakaupmaöurinn hans var tekinn burt frá honum og verslun leikfangakaupmannsins lögð í rúst renndi hann grun í aö nú væri að skapast neyðarástand hjá dvergvöxnum blikktrommurum á borð við hann sjálfan. Þess vegna hafði hann eina heila og tvær skemmdartrommur á brott með sér um leiö og hann yfirgaf rúst- irnar, kom út úr Týhússundinu með þær hangandi á sér og fór að leita fööur síns sem ef til vill var aö leita að honum á Kolamark- aöinum. Úti var langt liðið á nóvembermorguninn. Hjá borgar- leikhúsinu, ekki langt frá þeim staó þar sem sporvagnarnir stönsuðu, stóðu trúaðar konur og skjálfandi Ijótar stelpur sem dreifðu frómum ritum, söfnuðu peningum í dósir og höfðu strengt dúk á milli tveggja stanga, þar sem sjá mátti tilvitnun í fyrsta Kórintubréf, þrettánda kafla. „Trú - Von - Kærleikur" las Óskar og lék sér að orðunum eins og fjöllistamaður: Auðtrúa, vonarglæta, kærleiksperlur, Góðravonarhöfði, hálfkæringur, tfúnaðarmál. Trúir þú því að hann rigni á morgun? Öll þjóðin var auðtrúa og trúði á jólasveininn. En í rauninni var þessi jólasveinn gasmaður- inn. Ég tel mér bara trú um að ég hafi fundið ilm af hnetum, ilm af möndlum. Þetta vargasþefur. Nú líður brátt að fyrsta sunnu- degi í aöventu, er ég að hugsa. Og þá var skrúfað frá fyrsta, öðr- um og fjórða sunnudegi í aðventu, eins og þegar skrúfaö er frá gasi, og þá átti maður að trúa því að í loftinu lægi ilmur af hnet- um og möndlum, allir hnetubrjótarnir áttu að hugga sig við það: Hann kemur! Hann kemur! Og hver kom? Jólabarnið, Frelsar- inn? Eða var það gasmaðurinn himneski, með gasmælinn sem gefur frá sér tikktikk? Og hann sagði: Ég er frelsarinn, þið getið ekki eldað án mín. Og það var hægt að semja við hann, hann bauö gott verð, skrúfaði frá gljáfægöum gaskrönum og hleypti út heilögum anda svo það væri hægt að steikja dúfuna. (Brot úr Blikktrommunni eftir Gunter Grass í þýðingu Bjarna Jónssonar sem kom út 1998) ÝSKI rithöfundurinn Gunter Grass hefur hlotið marg- vísleg verölaun fyrir verk sín, nú síöast Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1999. Hann er af þýskum og kasjúb- ískum uppruna, fæddist í borginni Danzig sem nú heitir Gdansk og til- heyrir Póllandi. Þráttfyrir að fjölskyld- an hafi alist upp við fremur þröngan kost var bernskuheimili hans mikiö menningarheimili þar sem bóklestur var hluti af daglegu lífi. Móðir hans sá til þess að börnin hefðu aögang að heimsbókmenntunum og Grass las allt sem hann kom höndum yfir, meöal annarra höfunda á borð við Dostojevskí, Tolstoj, Hamsun og Lag- erlöf. Gunter Grass er einn þeirra rithöf- unda sem trúir á töframátt sagnaþul- arins og gildi munnlegrar frásagnar- hefðar. Til marks um það hefur hann hverja einustu setningu yfir upphátt, veltir henni f munni sér, áður en hann skrifar hana niður, standandi við púlt eins og Laxness. Hann hefur enga trú á fulltingi tölvunnar við ritstörfin, segir þær hannaðar til að flýta fyrir fóiki. Sjálfur telur hann ritstörfin þvert á móti krefjast þess að í þau fari ómældurtími ogyfirlega. Við afhendingu Nóbelsverölaun- anna sagði hann frá því hvemig hann varö að rithöfundi, skáldi og mynd- listarmanni, „ - allt í senn og allt á ógnvekjandi hvítan pappír". Hann var einungis tólf ára þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann vildi helga siglistum. Það varvið upphaf heims- styrjaldarinnar síðari. í tímariti Hitlersæskunnar sá Grass auglýst freistandi tækifæri til að vinna sam- keppni um bestu frumsömdu sög- una. Þar með hófst ritferill hans þó ekki hafi sagan sem hann skrifaói birst á prenti, því að hans sögn ent- ist söguhetjum hans ekki nógu lengi líf til að sagan gæti tekið á sig eitt- hvertform. Bernska hans tók þó skjótan endi því fimmtán ára var Gúnter Grass kvaddur í herinn, klæddur í ein- kennisbúning og gerður að virkum þátttakanda í hildarleik heimsstyrjaldarinnar. Hann fór ekki varhluta af ógnvænlegum atburöum stríðsátakanna frekar en aðrir og særðist í átökum árið 1945, þar sem stór hluti hersveitar hans lét líf- ið. Stuttu seinna, aðeins sautján ára gamall, var hann tekinn höndum af Bandaríkjamönnum og sendur í fangabúóir sem stríðsfangi. Fyrsta bókin vakti mikla eftir- tekt bæði fyrir stíl og efnistök Eftir að stríöinu lauk sá Grass um skeið fyrir sér með svartamarkaðs- braski, sem landbúnaðarverkamað- ur og sem aöstoðarmaöur stein- smiðs, jafnframt því aö undirbúa sig undir nám í listaskóla. Árið 1928 hóf Grass nám í listaakademíunni í Dússeldorf, en hann stundaöi einnig nám í ríkislistaskólanum í vestur- hluta Berlínar árin 1953-55. Gúnter Grass hefur ekki verið viö Forsíðumynd/Kristinn Ingvarsson. eina fjölina felldur á listasviðinu þvf auk skáldsagnagerðar hefur hann lagt stund á Ijóöagerö og leikritun. Samhliða skriftunum hefur hann einnig unniö við myndlist, einkum grafík, og iöulega skreytt kápur bóka sinna auk þess að halda mynd- listarsýningar. Að loknu námi feröaöist Grass um Evrópu, til Ítalíu, Spánar og Frakk- lands, en það var einmitt meðan á dvöl hans í Paris stóð sem hann hófst handa við fyrstu og jafnframt þekktustu skáldsögu sína, Blikk- trommuna (1959). Þessi fyrsta bók hans vakti strax mikla eftirtekt, bæði fyrir stíl og efnistök. í Þýskalandi varö hún þó fyrst og fremst til þess að kalla fram heiftúöug viðbrögð, en mörgum fannst Grass ganga óþægi- lega nærri brothættri sjálfsímynd nýs Sambandslýðveldis Þjóðverja með lýsingum á upþgangi nasism- ans. Aðalsöguhetja bókarinnar er Ósk- ar Matzerath og rifjar hann upp ævi- sögu sínu á geðsjúkrahúsi. Á þriggja ára afmælisdegi sínum ákvað hann að hætta að vaxa í mótmælaskyni við hræsni og firringu samfélags hinna fullorönu. Þaðan í frá notar hann smæð sína sem hlífiskjöld til þess að skilja á milli sín og um- heimsins. Uppáhaldsleikfangið sitt, blikktrommuna, notar Óskar til að sýna viðbrögð sín við því sem er að gerast í kringum hann og ber hana óspart. Ef tromman er fjarlægð öskr- ar hann þannig að gler splundrast. Vegna smæðar Óskars og hegðun- ar draga hinir fullorðnu þá ályktun að hann sé vangefinn og hætta að vera á varðbergi gagnvart honum. Óskar verður því áskynja um ýmislegt sem annars hefði verið farið með í laun- kofa gagnvart honum. Hann fylgist bæði með því sem er að gerast f sinni eigin fjölskyldu, t.d. ástarsamb- andi móður sinnar og frænda undir boröstofuborðinu, og einnig því sem er að gerast í víðara samhengi úti í samfélaginu sjálfu. Blikktromman kom út árið 1959 og var strax útnefnd til bókmennta- verðlauna í borginni Bremen. Verð- launin féllu þó ekki Grass í skaut í það sinn þar sem borgaryfirvöld kom- ust að þeirri nióurstöðu að ýmislegt í bókinni væri miður viðurkvæmilegt. Þessi uppákoma varö þó til þess að beina athygli almennings að bókinni og naut hún strax mikillar hylli. Ræturnar má rekja til skálkasagna „Rætur mínar sem rithöfundar," sagði Grass í Nóbelsræöu sinni, „má rekja til skálkasagna spænsku og márísku skáldsagnahefðarinnar. í gegnum aldirnar hefur hefðbundiö þema þeirra sagna verið baráttan við vindmyllur, því eiginleg tilvist skálks- ins byggir á broslegu eðli þess sem er sigraður. Skálkurinn mígur á mátt- arstólpa valdsins og reynir að saga í sundur veldisstólinn þó hann viti full- vel að ekki muni sjá högg á vatni. Þegar hann heldur á brott má vera að upphafinn helgistaðurinn sé svolítiö subbulegur, eða að veldisstóllinn velti örlítið, en það er allt og sumt. Hið broslega er þáttur í örvæntingu skálksins." í kjölfar Blikktrommunnar komu verkin Köttur og mús og Hundaárin, en þessar þrjár bækur mynda „Danzig-trílógíuna" og byggjast allar á reynslu hans frá upþvaxtarárunum í Danzig. Sem heild lögðu þærgrunn- inn að oröspori Gúnter Grass sem þjóöfélagsgagnrýnanda og málsvara þeirra sem minna mega sín. Sú meistaralega frásagnargáfa sem Gúnter Grass sýndi strax í fyrstu bókum sínum mótaðist öðru fremur af ögrandi persónusköpun, óvenju- legu tungutaki og hnitmiðaðri þjóðfé- lagsgagnrýni. Á eftirstriösárunum áttu þýskir rithöfundar talsvert erfitt uppdráttar. Bókmenntahefðin og tungumáliö var mótað af slagorðum og spillingu nasismans og í kjölfar stríðslokanna, af tilraunum eftir- stríðsskálda til að draga fram ákveð- ið hlutleysi í þýskri tungu. Litskrúóug- ur stíll Grass kom því nokkuö á óvart á þessum tíma. í viðtali sem birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1998 minnist Grass á þessa örðug- leika: „Sumir mér eldri höfundar, þeirra á meðal Heinrich Böll og Gúnt- er Eich, reyndu að skrifa afar fábrot- inn, knappan stíl. Þar sem þýsk tunga haföi oröiö fyrir skaða vegna hugmyndafræði nasista ætluðu þessir rithöfundar að hreinsa til í bókmenntunum. Ég þoldi ekki þessi siðvöndunarviðbrögð gegn þýskri tungu. Ég var þeirrar skoðunar að ekki væri rétt að refsa tungumálinu fýrir aö hafa verið misþyrmt, þaó væri út í hött. Mér fannst mikilvægt aö enduruppgötva þann auö sem tungumálið býr yfir og nýta hann í þágu bókmenntanna." Hugmyndafræðileg uppbygging eftirstríðsáranna í kjölfar „Danzig-trílógíunnar" hóf Grass bein afskipti af stjórnmálum, en hann skrifaöi meðal annars fyrir Willy Brandt, formann sósíaldemó- krata, sem var kanslari árin 1969- 74. Á þann máta, sem og með þeim bókum sem fýlgdu á eftir, tókst hon- um aö halda áfram að þjóna sem samviska sinnar kynslóðar og taka virkan þátt í hugmyndafræðilegri uppbyggingu Þýskalands eftir stríðið. Eftir trílógíuna hættir Grass að grafa eingöngu f fortíðinni í bókum sínum ogfer að beina sjónum sínum að sinni eigin samtíð. Hann hvikaði þó hvergi frá þeim pólitíska undirtóni sem einkennir höfundarverk hans, því í Staðdeyflngu (1969) beinir hann sjónum sínum að stríðinu í Ví- etnam. í næstu bók þar á eftir, Úr dagbók snigils (1972), samþættar hann for- tíð og samtíó og í Flyðrunni (1977) gengur hann enn lengra í þeim frá- sagnarmáta því sú saga spannar tímabil allt frá forsögulegum tíma til samtímans. í Flyðrunni fjallar hann um þróun siömenningarinnar, ólík sjónarmiö karla og kvenna og glímu þeirra í gegnum aldirnar. í stuttu verki frá árinu 1980 heldur hann áfram að rannsaka tímahugtakið og býr til sitt eigiö tímahugtak „forsam- tíðina", þar sem heföbundin lögmál tíma og rúms raskast og einungis framvinda frásagnarinnar ræður ríkj- um. Greiningu sinni á siömenningunni heldur Grass áfram í bókinni Rottan (1986) en hún afhjúparekki síst hug- myndir hans um mikilvægi friðarferl- isins í heiminum og þau umhverfis- legu sjónarmið sem hann aöhyllist. Bókin Fundurinn í Telgte (1979), markar nokkra sérstöðu en hún fjall- ar um ímyndaöan fund rithöfunda sem bera saman bækur sínar undir lok þrjátíu ára stríðsins, árið 1647. Vfsar Grass þar til hóps rithöfunda sem hann starfaöi með á mótunarár- um sínum á sjötta áratugnum, en þeir hittust undir nafninu Gruppe 47. Bókin er skrifuö til heiöurs Hans Werner Richter sem kynnti Grass fýr- ir þessum hópi manna og gerði hann að þátttakanda í þeim mikilvægu umræöum um tunguna og bókmenntirnar sem þar áttu sér stað. Grass segirífyrrnefndu viótali í TMM að með Fundinum í Telgte hafi hann vonast til „að geta tengt þá erf- iðu stöðu sem ungir höfundar voru í rétt eftir stríð við jafn erfiöa stöðu rit- höfunda og menntamanna í þrjátíu *spron 'élag íslenskra bókaútgefenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.