Morgunblaðið - 09.09.2000, Qupperneq 4
4 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Monika Fagerholm er margbrotinn og stefnumarkandi rithöfundur. Hún er sænsku-
mælandi Finni og skrifar verk sín á sænsku. Ef til vill á þaö nokkurn þáttí því aö þau
hafa áttgreiða leiðtil Svíþjóöar segirSkafti P. Halldórsson bókmenntafræðingurí
grein sinni.
Tilraun
RAUNAR hafa verk Fagerholms fariö
vföar sem og orðspor höfundar-
ins, enda er hún einn fremsti
skáidsagnahöfundur Finna. Fager-
hoffn er fædd í Helsinki 1961.
Hún stundaði háskólanðm í bókmenntum,
starfaöi sem blaðamaður og tók þátt á sfnum
tíma í að gefa út bókmenntatímaritið KLÁ.
Auk fagurfræðilegra verka hefur hún unnið
fræðileg verk um Runeberg og Mirjam Toum-
inen og bréfasafn, Leva skrivande (1998).
Monika Fagerhoim býr í Ekenás í Finnlandi.
Fyrsta bók Moniku Fagerholm var Sham
sem út kom 1987. Sham er smásagnasafn
sem einkennist af ýmsum stíl- og formtilraun-
um. Hið sama má raunar segja um næstu
bók Moniku sem nefndist Patricia og kom út
árið 1990. í þeirri bók eru átta frásagnir af
konum sem hafa það sameiginlegt vera í litl-
um tengslum viö veruleikann. Það var þó ekki
fyrr en með skáldsögunni Underþara kvinnor
vid vatten sem út kom 1994 að nafn hennar
varð þekkt f bókmenntaheiminum. Sú bók var
tilnefnd til finnsku bókmenntaverðlaunanna.
Hún hefur verið þýdd á a.m.k. 10 tungumál
og var kvikmynduö undir stjórn Claes Olsson.
Yndislegar konur við vatnið
Underbara kvinnor vid vatten gerist að
miklu leyti á sumarleyfiseyju í finnska skerja-
garðinum. Sögutími er sjöundi áratugurinn og
hluti hins áttunda en þó aöllega árin 1963-
1965. Sagan gerist að mestu leyti aö sumar-
lagi. Aðallega er sagt frá tveimur fjölskyldum.
í sögumiðju eru börnin Thomas og Reneé og
við fylgjumst með bernskubrekum þeirra. í
lok bókar eru þau komin á unglingsár og
skynja aö lífið er ekki eins og þau áttu von á.
Með því að velja skerjagarðseyjuna sem
sögusvið tekst höfundinum að tefla saman
fólki með ólíkan félagslegan bakgrunn sem
meö málið sjálft
hefur annars engin önnur tengsl
sín á milli. Á skerjagarðseyjunni
hverfa hin félagslegu skil. Hand-
an sögu barnanna er í raun meg-
inefni sögunnar. Fagerholm er
nefnilega umfram allt annaö að
taka út tíðarandann og ekki síst
Iffssýn kvenna sögunnar. Hún
byggir söguna á nákvæmri og
smáatriðasamri skoðun á
kvennablaðaheimi tímabilsins.
Isabella og Rosa eru mæður
barnanna, meö túberingu, sól-
gleraugu, líkastar Elfsabeth Tayl-
or eða Jaqueline Kennedy, í
sólbaöi sumar eftir sumar á
stað sem tengist fremur lífs-
flótta en veruleika. Konurnar eru ávallt að
koma sér í stellingar sem eru teknar beint úr
auglýsingaheiminum og fmynda sér aö veröld
þeirra sé fögur Ifkt og þær sjálfar, alltént er
hún full með ný tæki og tól. Efnishyggja ára-
tugarins kemst vel til skila. Þótt skáldsagan
miðli einhvers konar uppreisn gegn hinu leið-
inlega og kyrrstæða húsmóðurlífi kvennanna
hefur sú uppreisn enga lífsvon. Tuperware-
heimur kvennanna veitir þeim ekki lífsfyll-
ingu. Sumarparadísin er jafnvel andleg dýfl-
issa og sagan einkennist af spennu þeirra,
stefnuleysi og endalokaskynjun eins og tími
draumsins sé á enda.
Samband móður og dóttur
Nýjasta skáldsaga Moniku Fagerholm,
Diva, sem út kom 1998 er þroskasaga ungl-
ingsstúlku f úthverfi Helsinki á áttunda ára-
tugnum. Diva eða Lillabjörn eins og hún nefn-
ist býr með Guldlock móður sinni og tveimur
bræðrum, Mellanbjörn og Storabjörn. Með
þessari þók þykir Fagerholm hafa skaþað
sérstaka veröld. Raunar hefur hún sjálf sagt
að hún vildi skrifa bók á jákvæð-
um nótum um samband móður
og dóttur. Þótt litatónar allir séu
grárri í úthverfislýsingu Moniku
en einkenndu fýrri skáldsögu
hennar nær hún anda tímabils-
ins býsna vel. Mikill hluti af
galdri verksins er fólginn í stíl
bókarinnar. Segja má að form-
gerð bókarinnar sé póstmód-
ernísk og tími og rúm hvirflist
um dagbókarkennda lýsingu
aðalpersónunnar. Hægt er
skoöa söguna sem magnaða til-
raun til að kanna undirvitundina
með stuðningi málsins. I tungut-
aki Divu birtist tvíræöni því hún
er í senn gædd félagslegum og andlegum
þroska fulloröins einstaklings og talar mál
sem hæfir slíkum þroska f aöra röndina en
bregður sér jafnóöum í hlutverk hins tilfinn-
ingasama unglings sem ekki er alltaf að
fegra málið. Jafnframt er stíllinn tilraun meö
málið sjálft. Fagerholm rýfur málhefðir og
skapar nýjungar. Þótt bókin sé á vissan hátt
andóf gegn raunsæislegum formúlum eins og
sjá má t.d. á nöfnum persónanna og ýmsu í
frásagnarhættinum sem gjarnan byggist á
innra flæði er hún markvisst byggð upp með
eigin innri lögmálum. Orð móður Divu um
skáldskap, að hann eigi að vera eins konar
tengsl milli raunveruleikans, þess sem virðist
vera raunverulegt og draumanna um hiö
raunverulega, segja okkur kannski svolítiö
um innihald verksins. Diva er hlaðin margvís-
legum undirtexta og margt f orðfæri höfuðper-
sónunnar og lífssýn er margrætt. Þetta er
bók sem bersýnilega hefur höfðað til fólks,
jafnt gagnrýnenda og almennings, enda var
Fagerholm tilnefnd til bókmenntaverðlauna
Noröurlandaráðs fyrir verkiö.
Monika Fagerholm
Yndislegar konur
viö vatniö
Frú Engill kemur gangandi yfir túnið með
desilítramál í hendinni. Þetta er desilítra-
mál með mynd af Mikka mús og það er úr
plasti. Þetta er alveg í lok sumarsins og
Marilyn Monroe erlátin fyrirtveimurvikum
ogfrú Engill kemur inn í eldhús hvítu vill-
unnar og segir að hún hafi hugsað sér að
baka köku en hún hafi gleymt að kaupa
hveiti ogfrú Jóhansson veigri sérviö þvf aö
kaupa kíló handa henni hjá verslunarbátn-
um því þaö vegi of mikið og akkúrat þenn-
an dag hefur Maj Jóhansson lofað bæði
Maggi og Erkki Jóhansson að koma með
svo það veröur allt of þungt að róa - og frú
Engill stendur á dökkbláa eldhúsgólfinu og
segir þetta ailt saman og svo þagnar hún
og lætur fingurna iða til áherslu f loftinu
um stund svo ísabella skilur án þess að
segja orð að veriö er að herma eftir kjaft-
æðinu í Maj Jóhansson. ísabella segir að
auðvitað eigi hún hveiti en desilítramál
nægi ekki í heila köku. Þá brosir frú Engill
á þann hátt sem Tómas hefur bara séð
móður sína ísabellu hafmeyju brosa þegar
talað er um hafmeyjarnar og hið Ijúfa Iff og
svarar „aldeilis rétt, og ég býst við að ég
hefði getað beðiö Gabbe iíka að sækja en
nú er það svo að ég baka aldrei kökur og í
þau fáu skiþti sem ég baka nota ég alltaf
tiibúna þurrblöndu," og hún snýrhendinni f
loftinu eins og þeytari og svo hlær hún aft-
ur og kemur og sest við borðið og segir að
hún heiti Rósa.
„Ef égtala með amerískum hreim stafar
það af þvf að í vor komum við heim eftir
þriggja ára dvöl í Washington DC. Marilyn
Monroe er látin. Vissirðu það?
„Marilyn Monroe," hlærísabella, hjarta-
lausum hlátri þeirrar brúnleitu.
„Marilyn Monroe," hlær Rósa, hjarta-
lausum hlátri þeirrar brúnleitu.
Þegar þær eru saman eru þær næstum
því eins og Elizabeth Taylor og Jacqueline
Kennedy.
Úr skáldsögunni Yndislegar konur viö
vatniö íþýöingu Trausta Einarssonar. Þýö-
ingin er væntanleg hjá Kiljuklúbbi Máls og
menningar.
Ef Svíar yrðu spurðir að því hver væri þeirra fremsti rithöfundur nú um stundir, er ekki aö efa að margir myndu
svara að það væri Kerstin Ekman segir Páll Valsson bókmenntafræðingur.
Fjölhæfur metsöluhöfundur
ÞESSI hógværa og geð-
þekka kona frá Katrine-
holm hefur notið slíkrar
velgengni og vinsælda
sfðasta áratug að þess
em fá dæmi í sænskum bókmennt-
um. Og ekki einskorðast vinsældir
hennar viö heimalandið því Kerstin
Ekman er án nokkurs vafa einn þeirra
norrænu rithöfunda samtímans sem
hvað mestri útbreiðslu hafa náð utan
Norðurlanda. Það er því mikiö fagn-
aðarefni að hún skuli nú koma á bók-
menntahátíö í Reykjavík.
Kerstin Ekman er fædd árið 1933
og lauk prófi í bókmenntasögu frá
Uppsalaháskóla árið 1957. Síðan
starfaði hún m.a. sem kennari, en
sendi árið 1959 frá sér sína fyrstu
bók, glæpasöguna 30 meter mord.
Þetta er reyfari með sálfræðilegu
ívafi um rannsóknarlögreglu sem flýr
glæpaeril stórborgarinnar til fallegs
smábæjar við hafið, en kemst aö því
að bakviö friðsælt yfirbragðið er ekki
allt sem sýnist. Næstu fjórar bækur
hennar voru sömuleiðis glæpasögur
sem urðu vinsælar og þóttu afbragö f
þeirri grein. Gagnrýnendur hrósuðu
nákvæmum ogvönduðum stfl hennar
og sömuleiðis þóttu persónulýsingar
hennar dýpri og meira sannfærandi
en flestra annarra glæpasagnahöf-
unda. Það er svo með skáldsögunni
Dödsklockan árið 1963, sem segja
má að Kerstin Ekman hafi endanlega
sprengt af sér viðjar glæpasagna-
formsins og uppskorið athygli og lof
Kerstin Ekman
langt út fyrir raðir les-
enda slíkra bókmennta.
Þess ber þó að geta að
flestar síðari skáldsögur
hennarfjalla um afbrotaf
einhverjutagi.
Á árunum 1974-1983
sendi Kerstin Ekman frá
sér fjórar samtengdar
skáldsögur, eins konar
svftu sem síðar fengu
samheitið Kvinnorna og
staden (Konurnar og
borgin), og með þeim
hófst frásagnarlist henn-
ar í nýjar víddir. I þessum
sögum er þjóðfélags-
breytingum tuttugustu aldar lýst frá
sjónarhóli kvenna af nokkrum kyn-
slóöum, og hrósuðu gagnrýnendur
ekki síst nærfærnum lýsingum höf-
undar á atvinnu kvenna og sambandi
þeirra við börn sfn. Þannig nær hún
að lýsa því hvemigtveir heimar byggj-
ast í senn; borgin hið ytra en inn á við
heimur kvenna og barna. Aðalsmerki
Kerstinar Ekman er einkum hnitmiö-
aður stíll og nákvæmur, sem nýtur
sín vel í lýsingum á innra lífi persóna,
og þar nær hún oft fágætri dýpt. Rík
frásagnargáfa hennar helst svo í
hendur við afar vandaða fléttu, enda
veit hún sem gamall glæpasagnahöf-
undur hversu mikilvæg sögufléttan
er í hverri skáldsögu. Með árunum
hefur svo samband manns og nátt-
úru oröiö sífellt áleitnara stef í bók-
um hennar, og víða má greina uggyfir
því að aukin tækni og
iðnvæöing hafi skað-
leg áhrif á tilfinningu
manna fyrir náttúr-
unni. Sagnaflokkurinn
Kvinnorna og staden
naut mikilla vinsælda
og hlaut fjölda viður-
kenninga og má segja
að meó sögunum hafi
Kerstin Ekman ekki
einungis unnið sér
hylli afar breiðs hóps
lesenda heldur náði
hún jafnframt að
heilla sænsku bók-
menntaelítuna.
Áriö 1993 kom svo út eina bók
hennar sem þýdd hefur veriö á ís-
lensku, Hándelser vid vatten, sem
kallaóist Atburöir við vatn í þýöingu
Sverris Hólmarssonar sem birtist ár-
ið 1995. Hún seldist fljótlega upp en
er væntanleg í endurútgáfu á næstu
dögum. Sú bók fjallar um hrottalegt
morð á tveimur ferðalöngum í tjaldi
skammt frá smábæ í Noröur-Svíþjóð
árið 1974. En leitin að morðingjan-
um er ekki nema eitt stef í þeirri
breiðu og víðfeðmu lýsingu á samfé-
lagi og hugmyndum sjöunda og átt-
unda áratugarins sem þessi mikla
skáldsaga geymir. Þá er mjög athygl-
isverð og frumleg sú gagnrýna um-
ræða sem fram fer í sögunni um
samband móður og barns. Og eins
og vera ber með góðar morögátur er
sagan svo vel fléttuö að þaö er ekki
fyrr en á síöustu þlaösíðu sem morð-
inginn er afhjúpaður. Þessi saga fór
sannkallaða sigurför í Svíþjóö og
sóþaði að sér flestum bókmennta-
verðlaunum það árið. Hún fékk Aug-
ust-verðlaunin (kennd við August
Strindþerg og eru e.k. ígildi íslensku
bókmenntaverðlaunanna) í flokki fag-
urbókmennta, verðlaun sænsku
glæpaakademíunnar sem besta
glæpasagan, verðlaun sænska ríkis-
útvarpsins og að lokum bókmennta-
verðlaun Noröurlandaráðs árið
1994. AllargötursTðan hefurhún ver-
ið á metsölulistum og er einhver
mest selda skáldsaga aldarinnar í
Svíþjóð. Þá hefur hún fengið afargóð-
ar viðtökur á hinum Norðurlöndun-
um, sem og í Englandi og Þýskalandi,
svodæmiséutekin.
Síðan hefur Kerstin Ekman sent
frá sér tvær skáldsögur. Gör mig lev-
ande igen (Færðu mér lífiö aftur) kom
út árið 1996 og er mikil saga um sjö
vinkonur sem eiga sameiginlegan
áhuga á bókmenntum og ein þeirra
vinnur að ritgerö um sænska nóbels-
verðlaunahöfundinn Eyvind Johnson
og svokallaðar Krilon-bækur hans
sem gerðust á stríösárunum. Ekman
fléttar snilldarlega saman samtölum
kvennanna um lífið á vorum dögum
og ástandið á þeim erfiðu tímum sem
lýst er í bókum Eyvindar Johnson.
Þessari skáldsögu Kerstinar Ekman
var einnig feiknarlega vel tekið.
í fyrra, árið 1999, kom svo út
skáldsagan Guds barmhartighet
(Miskunnsemi Guðs) sem gerist í
Norður-Svíþjóð, á svipuöum slóðum
og Atburðir viö vatn, í byrjun aldarinn-
ar og lýsir ungri konu sem flyst norður
í fásinnið árið 1916 frá Uppsala til
þess að verða Ijósmóðir. Sagan er
hugsuð sem fyrsta bókin í þríleik sem
ber samheitið Vargskinnet. Þegar
Harry Martinsson lést árið 1978
losnaöi stóll númer 15 (af 18) í
Sænsku akademíunni, hinni valda-
miklu stofnun sem þekktust er fyrir
að velja ár hvert nöbelsverðlauna-
hafa í bókmenntum. Kerstin Ekman
hafði þá náð þeirri virðingarstöðu að
henni var boöið sætið. Frá árinu
1989 hefur þó sæti hennar verið autt
vegna ágreinings við meðlimi
akademíunnar í máli Salmans Rus-
hdie. Henni þótti akademían bregð-
ast Rushdie, og ganga of skammt í
stuöningi sínum í því prinsippmáli,
sem henni þótti mál Rushdies vera,
og hvatti til þess að gengið yrði
lengra og stóðu aörir tveir meðlimir
akademíunnar með henni í því efni.
Hún skrifaði m.a. bók um þetta sem
heitir Rátten att háda (Rétturinn til að
guölasta) sem kom út 1994. Hefur
síðan verið grunnt á því góða milli
hennar og ýmissa meðlima akadem-
íunnar, m.a. vegna þess að ekki er
hægt að segja sig úr Sænsku aka-
demíunni. Stóll hennar blasir því enn
auður við öðrum meðlimum akadem-
Tunnar þegar þeir ráða ráðum sTnum
um það hverjum beri næstu Nóbels-
verðlaun í bókmenntum.
skMöd
mmm