Morgunblaðið - 09.09.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 09.09.2000, Síða 12
12 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000 > Sveinbjörn I. Baldvinsson Margrét Lóa Jónsdóttir Andri Snær Magnason Matthías Johannessen Einar Már Guómundsson Guðrún Eva Mínervudóttir Thor Viihjálmsson Einar Kárason Dagskrá bókmennta- hátíöar 10. -16. september 2000 10. september - sunnudagur Norræna húsið, kl. 15-16: Setn- ing hátíðarinnar: Ávarp: Riitta Heinamaa, forstjóri Nor- ræna hússins og formaður fram- kvæmdanefndar. Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar. Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, sem setur hátíðina. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. Gunter Grass, nóbelsverðlauna- hafi í bókmenntum 1999. Tónlist: Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir. Aðeins fyrir boðsgesti. Iðnó, kl. 20.30: Bókmennta- kvöld - upplestur: Gunter Grass, Erlend Loe, Ólafur Jóhann Ólafsson, Kristín Ómars- dóttir og Thor Vilhjálmsson. 11. september - mánudagur Norræna húsið, kl. 12: Hádegis- spjall Efni: Bókmenntir, tjáningarfrelsi - almennt hádegisspjall. Þátttakendur: Gúnter Grass, Slawomir Mrozek og Matthías Johannessen sem einnig stjórnar umræóum. Norræna húsið, kl. 13: Fundur ís- lenskra og norrænna útgefenda í samvinnu við Félag íslenskra bókaútgefenda. Efni: Kynning á tilhögun bóksölu á Norðurlöndum og breytingum á henni. Tungumál: Norðurlandamál. Norræna húsið, kl. 15: Norrænn umræðufundur í samvinnu viö norræna lektora við Háskóla ís- lands. Efni: Norrænar samtímabók- menntir. Þátttakendur: Kerstin Ekman, Jógvan Isaksen, Monika Fager- holm, Linn Ullmann og Erlend Loe. Stjórnandi: Dagný Kristjánsdóttir. Tungumál: Norðurlandamál. Iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Linn Ullmann, Ingo Schulze, Didda og Ingibjörg Haraldsdóttir. 12. september - þriðjudagur Norræna húsið, kl. 10-14: Mál- þing útgefenda í samvinnu við Fé- lag fslenskra bókaútgefenda Framtlö prentaðra bóka. Hlutverk þýddra fagurbókmennta. Möguleikar íslenskra bókmennta erlendis. Stjórnandi: Sigurður Svavarsson. Norræna húsið, kl. 15: Pallborðs- umræður Efni: Bókmenntir og kvikmyndir. Þátttakendur: Hallgrímur Helga- son, Einar Már Guðmundsson, Monika Fagerholm og Linn Ull- mann. Stjórnandi: Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Tungumál: Norðurlandamál. iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Jógvan Isaksen, Nora Ikstena, Iv- an Klima, Sjón og Pétur Gunnars- son. 13. september - miðvikudagur Iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Kerstin Ekman, André Brink, A.S. Byatt, Margrét Lóa Jónsdóttir og Einar Kárason. 14. september - fimmtudagur Norræna húsið, ki. 12: Hádegis- spjall Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við A.S. Byatt um höfundarverk hennar. Norræna húsið, kl. 15: Pall- borðsumræður Efni: Arfurinn og Netið - músin sem læðist: Framtíð evrópskra bókmennta. Þátttakendur: Nora Ikstena, Ib Michael og Andri Snær Magna- son sem stjórnar umræðum. Iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Monika Fagerholm, Edward Bunk- er, Slawomir Mrozek, Bragi Ólafs- son og Guðrún Eva Mínervudóttir. 15. september - föstudagur Norræna húsið, kl. 10: Dagskrá útgefenda I samvinnu við Félag íslenskra bókaútgefenda Efni: Kynning á íslenskum nú- tímabókmenntum. Norræna húsið kl. 12: Hádegis- spjall Óttarr Proppé ræðir við Edward Bunker. Norræna húsið, kl. 15: Pallborðs- umræður Efni: Kúlt eða klassík? Ungir evrópskir höfundar ræða verk sín. Þátttakendur: Ingo Schulze, Er- lend Loe og Huldar Breiðfjörð. Stjórnandi: Úlfhildur Dagsdóttir. Norræna húsið, kl. 20.30: Bók- menntakvöld - upplestur: Tahar Ben Jelloun, Ib Michael, Magnus Mills, Einar Bragi og Þórarinn Eldjárn. 16. september - laugardagur Norræna húsið, kl. 12: Hádegis- spjall Efni: Bókmenntir og samfélag í Afríku. Þátttakendur: Tahar Ben Jelloun og André Brink . Stjórnandi: Torfi H. Tulinius. Norræna húsið, kl. 15: Jógvan Isaksen heldur tyrirlestur um William Heinesen í anddyri Norræna hússins er einnig sýning á myndum Edwards Fugld við smásögu Heinesens, Vængjað myrkur. Tungumál: Danska. Erlendu rithöfundarnir lesa upp á eigin tungumáli. Þýðing á ís- lensku verður sýnd samtímis á tjaldi. Ef annað er ekki tekiö fram fer dagskráin fram á ensku. Aðgangur er ókeypis á öll dag- skráratriði. REYKJAVÍK MlNttiNóAHten* ivnoi»o Ana« xooo Ottarr Proppé Hallgrímur Helgason Sllja Aðalsteinsdóttir ingibjörg Haraldsdóttir Sjón Dagný Krfstjánsdóttir Huldar Breiðfjörð Didda Bragi Ólafsson Skylda og ástríða í bókmenntaumræóunni á Norðurlöndum er oft rætt um það hvernig bókmenntirnar endurspegli enn samfélag okkar, hver staða bókarinnar sé sem miðils og hvernig megi auka þekkingu á bókmenntum grannlandanna. Að sögn menningarritstjóra Dagens Ny- heter, Ingrid Elam, eru allir sammála um að vekja skuli athygli á norrænum bókmennt- um en það verkefni hvíli stundum á sem skylda - dálítið eins og þegar menn halda vin- um sínum veislu en bjóða líka nánustu ættingjum af skyldurækni. En hví ekki að bjóða einnig gestum víða að úr heiminum? Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík fer fram dagana 10.-16. seþtember og er nú haldin í fimmta sinn. Meginmarkmið hátíðarinnar er að veita íslendingum beinan að- gang að því besta sem býðst í alþjóðlegum bókmenntum nú um stundir en einnig að gefa þátttakendum kost á að hittast og bera saman bækur sínar. Bókmenntahátíðin er viðameiri en nokkru sinni fyrr og margir heimsþekktir rithöfundartaka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar ásamt íslenskum rithöfundum. Að þessu sinni eru einnig boðnir útgefendurogfulltrúarfrá alþjóólegum bókaútgáfum sem hafagefið útverk íslenskra rithöfunda á síðustu árum. Forseti fslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari Alþjóðlegu bókmenntahátíð- arinnar í ár sem telur yfir 50 þátttakendur frá 16 þjóðlöndum. í framkvæmdanefnd Bókmenntahátíðarinnar eru: Einar Kárason rithöfundur, Friðrik Rafnsson ritstjóri, HalldórGuðmundsson útgáfustjóri, Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri, Sigurður Valgeirsson bókmenntafræðingur, ThorVilhjálmsson rithöfundur, Ömólfur Thorsson íslenskufræðingur, Riitta Heinámaa forstjóri, Andrea Jóhannsdóttiryfir- bókavörður, Ingibjörg Björnsdóttirdagskrárritari. Susanne Torpe er verkefnisstjóri hátíð- arinnar. Bókmenntahátíðin er haldin í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 og styrkt af Norræna menningarsjóðnum. Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félagíslenskra bókaútgefenda, sendiráð Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Frakklands á íslandi og fleiri styrktaraðilar hafa einnig veitt fé til Bókmenntahátíðar. Færðar eru bestu þakkír fyrir þeirra framlag. Norræna húsió er hreykið af að hafa átt þátt í að skapa þessa hefð og þróa hana áfram. Sem formaður framkvæmdanefndar býð ég alla velkomna til þessarar bókmenntaveislu, sem er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir, þar sem fólki gefst kostur á að upplifa margt nýtt, sækja fundi og hlusta á umræöur í Norræna húsinu á daginn og hlusta á höf- undana lesa úr verkum sínum í Iðnó á kvöldin. Og það ekki af skyldu, heldur af ástríðu! Riitta Heinámaa formaður framkvæmdanefndar og forstjóri Norræna hússins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.