Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 1
ESAB
Forysta ESAB er
trygging fyrir gæðum
og góðri þjónustu!
Danfoss hf.
SKÚTUVOGI 6 SÍMI 5104100
SERBLAÐ UM SJAVARUTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MIOVIKUDAGUR13. SEPTEMBER 2000
BLAÐ
Viötal
Rodrigues Bila
ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsmála
í Mósambík
Aflabrögd
Af layfirlit og stað-
setning fiskiskip-
anna
Markadsmál
| Aukning á fram-
leiðslu fiskimjöls
fylgir vaxandi eldi
tlmhverfismál
Umhverfismerk-
ingar á fisk og
fiskafurðir komn-
ar á rekspöl
VEIÐIEFTIRLITIÐ AÐ STÖRFUM
Morgunblaðið/B. Eggerteson
tittir, en veiðieftirlitsmenn sinna
mjög margþættum störfum um borð
í fiskiskipum. Ef of mikið af smáfiski
reynist í aflanum er svæðinu lokað.
ÞÓRHALLUR Ottesen frá Fiskistofu
við veiðieftirlit um borð í Harðbak
EA 3. Þeir eru lfklega oftast, stærri
fískamir sem hann skoðar en þessir
íslendingar taka við
framkvæmdum af Bretum
í NÆR áratug hafa Bretar
unnið að því að koma upp
sérhæfðri rannsóknastofu í
gæðaeftirliti i fiskiðnaði í
Quelimane í Mósambík fyr-
ir heimamenn. Þegar þeir
sáu hvað Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands gekk vel við sambærilegt verkefni í höfuðborginni Maputo leituðu
þeir til íslendinga um að sjá um framkvæmdina norður frá. ÞSSÍ tók vel í það og er
gert ráð fyrir að rannsóknastofan í Quelimane verði tilbúin í lok næsta árs en hin á
að vera búin í ársbyrjun 2001. Bretar greiða allan kostnað í Quelimane en íslending-
ar í höfuðborginni.
ÞSSI kemur upp tveimur
rannsóknastofnunum í
fiskiðnaði í Mósambík
Þessar rannsóknastofur eiga að sjá um
gæðaeftirlit - taka sýni um borð í skip-
um og í fiksvinnslustöðvum - sem er
nauðsynlegt til að fá útflutningsleyfi á
sjávarafurðum til landa Evrópusam-
bandsins. Rannsóknastofurnar koma
því til með að uppfylla allar gæðakröfur
sem Evrópusambandið setur.
Verkefnin mikilvæg
Gísli Pálsson, verkefnisstjóri ÞSSI í
Mósambík, segir að þessi verkefni hafi
mjög mikið að segja fyrir heimamenn
því útfiutningur á fiski, einkum rækju,
vegi mjög þungt í útflutningstekjum
landsins. „An þessa efttrlits fengju þeir
ekki leyfi til útflutningsins en þarna eru
gerðar sömu kröfur og á íslandi varð-
andi útflutning á sjávarafurðum. Við ís-
lendingar höfum aðlagað okkur að
reglum Evrópusambandsins og það er
það sem verið er að gera í Mósambík."
Verkefnið felst ekki einungis í að
reisa byggingarnar heldur að skila þeim
tilbúnum með öllum nauðsynlegum
tækjum og tólum en gert er ráð fyrir að
heildarkostnaður á hvorum stað verði
um 250.000 dollarar, um 20 milljónir
króna.
Ennfremur þarf að þjálfa starfsfólk
og kemur ÞSSI að þeirri þjálfun auk
annarra verka.
Mikils metið
Mósambík hefur notið aðstoðar ým-
issa þjóða. Norðmenn hafa til dæmis
mikið látið til sín taka varðandi upp-
byggingu í Mósambík og Danir, Frakk-
ar og Evrópusambandið hafa líka unnið
að verkefnum í landinu auk annarra.
„Þó við séum ekki stórir hvað varðar
heildarupphæðir í peningum fer ekki á
milli mála að heimamenn meta mjög vel
það sem við gerum. Við höfum náð góð-
um árangri í því sem við höfum verið að
gera og það að Bretar skuli hafa leitað
til okkar hvað varðar framkvæmd á
verkefni sem þeim tókst ekki að fylgja
úr hlaði sýnir það vel,“ segir Gísli.
Fréttir Markaðir
Hreinlæti í
fyrirrúmi
• SKYLDA er að vinna eftir
ákveðnum hreinlætiskerfum
um borð í frystitogurum og nú
hefur útgerðarfyrirtækið
Bergur-Huginn í Vestmanna-
eyjum tekið upp slíkt kerfi um
borð í ísfiskbátum sínum.
Bergur-Huginn selur mikið af
fiski í gámum á markaði í Eng-
landi og Þýskalandi og vonast
framkvæmdastjórinn, Magnús
Kristinsson, til þess að þetta
liðki fyrir sölu á fiski af bátun-
um./2
Varúðarleið
við stjórn veiða
• TÆKNINEFND norrænu
ráðherranefndarinnar, undir
stjórn Krisljáns Þórarinsson-
ar, stofnvistfræðings LÍÚ,
leggur m.a. til að við ákvörðun
á heildarafla verði byggt á
hugmyndum um varúðarleið-
ina sem er að finna í siðaregl-
um FAO um ábyrgar fiskveið-
ar. Þetta kemur fram í skýrslu
nefndarinnar um umhverfis-
merkingar á fiski en fljótlega
kynnir Island skýrsluna hjá
Evrópusambandinu./7
Rússar ógna
stjórn veiða
• ÓHEFT tilraunaveiði Rússa
á verndarsvæðinu við Sval-
barða ógnar nú fiskveiði-
stjórnun Norðmanna á svæð-
inu. Norska utanríkisráðuneyt-
ið telur málið sérlega flókið, en
rússnesk fiskiskip hafa sam-
kvæmt eigin fískveiðisljórn
fengið kvóta upp á 200 tonn á
mánuði vegna rannsókna./8
Innflutningur til
Bretlands í janúar-maí
Mjöl og lýsi
----------------þús. tonn
Island L 26.51
Perú L 26,4|
NoregurL ~2Ul
Þýskaland L | 14,2
Chile □ srra 4,6
írland □ 4,4
Danmörkn ffm 4,0
Aörir LZ 22|.8
Samtals 129,3
Bretar kaupa
mikið af mjöli
• BRETAR flytja inn mikið af
fiskimjöli og lýsi. Fyrstu fimm
mánuði ársins fluttu þeir inn
129.300 tonn, sem er lítilshátt-
araukning frá árinu áður. Fyr-
ir mjölið þetta tímabil greiddu
þeir um 41 milljón punda. Á
sama tíma árið áður greiddu
þeir 47 milljónir punda fyrir
minna magn. Þannig sést
greinilega hve mikið verðið á
mjölinu hefur lækkað. Lang-
mest af mjölinu kaupa Bretar
af þremur þjóðum, Islandi,
Noregi og Perú, rúmlega
26.000 tonn frá hveiju fyrir
sig, en Island hefur þó vinn-
inginn. Hlutur Norðmanna
fellur um 10.000 tonn frá árinu
áður og hlutur okkar dregst
saman um 6.500 tonn. Hlutur
Perú eykst uin 6.000 tonn, en
mesta breytingin er innflutn-
ingur frá Þýzkalandi. Þaðan
kaupa Bretar nú 14.200 tonn,
en á sama tíma í fyrra aðeins
348 tonn. Hæsta verðið á mjöl-
inu fáum við íslendingar en
Norðmenn næsthæst./6
Isuzu Crew Cab
Lipur og kraftmikill
109 hestöfl 3.1 Itr dísil
Túrbó - Beinskiptur 5 gíra
Útvarp/segulband
Vökvastýri - Litað gler
Samlæsingar BílheÍITiar ehf.
Sœvarhöfða 2a Sími: 525 9000
www. bilheimar. is