Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 8
 > fr MIÐVIKUDAGUR13. SEPTEMBER 2000 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG LITILL BATUR - STORT NAFN MIKIL hugmyndaauðgi ríkir jafnan í nafngiftum á bátum á Islandi, einkum þeim smærri. Frá Stykkis- hólmi er trillan Titanic notuð til að fiska í soðið. Varla er hægt að segja að hún beri nafn með rentu, því tröllaukin telst hún varla. Það fer því vel um hana í Maðkavík í Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Hólminum og víst er að útgerð hennar er farsælli en forverans mikla, sem lét í minni pokann fyrir borgarís á sínum tíma. Deila um veiðar á vernd- arsvæðinu við Svalbarða ÓHEFT tilraunaveiði Rússa á verndar- svæðinu við Svalbarða ógnar nú fiskveiðistjómun Norðmanna á svæðinu að mati Geirs Honneland hjá stofnun Friðþjófs Nansens. Norska utanríkis- ráðuneytið telur málið sérlega flókið. Rússnesk fiskiskip hafa samkvæmt eigin fisk- veiðistjórn fengið kvóta upp á 200 tonn á mánuði vegna rannsókna á verndarsvæð- inu. Nú hefur fjöldi þeirra skipa, sem svokallaðar rannsóknh- stunda, aukizt verulega, en það kemur fram í eftirliti strandgæzlunnar. Rússar taka mikið í tilraunaveiðum Jafnframt hafa skip frá EB byrjað að stunda veiðar á verndarsvæðinu þar sem norska strandgæzlan virðist ekk- ert gera vegna veiða Rússanna. Sam- kvæmt upplýsingum strandgæzlunnar hafa 16 rússnesk fiskiskip verið skráð við veiðar á verndarsvæðinu frá 26. maí til 16. júní á þessu ári. Nú eru að minnsta kosti níu veiðiskip á svæðinu og gefa öll út að þau séu að stunda rannsóknir. „Þetta getur veikt trúverðugleika okkar og ógnað þeirri stöðu sem Norð- menn hafa haldið síðan verndarsvæðinu var komið á árið 1977,“ segir Honne- land. Flókin staða „Noregur hefur tekið upp samband við Rússa til að fá upplýst hvað sé í raun og veru í gangi í rússnesku rannsóknar- veiðunum," segir Karsten Kleppsvik, talsmaður norska utanríkisráðuneytis- ins. „Við stöndum frammi fyrir flókinni stöðu. Við fáum misvísandi upplýsingar frá mismunandi stjórnsýslustigum í ðílússlandi, en af ábyrgum aðilum er því haldið fram að afli rannsóknarskipanna sé hluti af heildarkvóta Rússa í Bar- entshafi," segir Kleppsvik. Norskum yfirvöldum hefur verið heitið frekari upplýsingum frá Rússum og vonast Kleppsvik til að þær komi fljótlega. Mikil grálúduveiði Það sem ekki fellur undir neitt sam- komulag um veiðar er grálúðuveiði rússnesku skipanna. Veiðar úr stofnin- um eru bannaðar öllum nema strand- veiðiflotanum í mjög takmörkuðum mæli. „Grálúðuveiðin er ekki innan þess ramma, sem þjóðirnar komu sér saman um um veiðar í Barentshafi í fyrra- haust. Veiðin er miklu meiri en telja má að falli undir svokallaðar rannsóknar- veiðar," segir Jörn Krog í norska sjáv- arútvegsráðuneytinu. „Þetta var tekið upp á fundi okkar með Rússum í Pét- ursborg nýlega og þeir lofuðu að gera eitthvað í rnálinu," segir Krog. Verndarsvæðið umhverfis Svalbarða var tekið upp í kjölfar útfærslu land- helgi Rússa og Norðmanna í 200 mílur árið 1976. „Hefðu Norðmenn tekið upp slíka landhelgi umhverfis Svalbarða hefði það þýtt gífurleg mótmæli ann- arra þjóða. Þess vegna var farið bil beggja og verndarsvæðið ákveðið. En það eru bara Kanada og Finnland, sem hafa viðurkennt það,“ segir hann. Norðmenn hafa samþykkt að þær þjóðir, sem hafa veiðiheimildir í Bar- entshafi, megi stunda veiðar jafnt inni á verndarsvæðinu sem utan þess. Það hefur gengið árekstralaust að því frá- töldu að 1994 var íslenzkur togari tek- inn við veiðar þar, að sögn Honnelands. Gefa ekki upp afia Hvernig hafa Rússar hagað sér þarna? „Þeir hafa ekki viljað gefa upp afla sinn til fiskistofu Noregs eins og öll veiðiskip innan lögsögu Noregs eru skyldug til að gera. Þeir vilja heldur ekki undirrita skýrslu norsku strand- gæzlunnar, en það hefur verið reynt að gera gott úr öllu saman. Þess vegna hafa menn orðið sammála um að vera ósammála um ákveðin gi-undvallar- atriði. En við erum sammála um skynsamlega nýtingu," segir hann. „Það þýðir að þegar Norðmenn loka svæðum vegna of mikils smáfisks í afl- anum virða Rússar það. Hafið umhverf- is Svalbarða er mikilvæg uppeldisstöð fyrir þorskinn, meðal annars, og það þjónar því heldur ekki hagsmunum Rússa að stunda rányrkju sem leiðir til þess að fiskveiðar okkar verða ekki arð- bærar. Stóra spurningin er aftur á móti hvort þessi mikla veiði Rússa í rann- sóknarkyni teljist vera innan kvóta Rússa eða hvort hún er hrein viðbót. Það skiptir öllu máli,“ segir Hpnneland. FÓLK Rögnvaldur heiðraður • ALÞJÓÐLEG samtök fiski- hagfræðinga, The Internation- al Institute of Fisheries Econ- omics and Trade (IIFET), heiðruðu nýverið Rögnvald Hannesson, prófessor í fiski- hagfræði við Verzlunarháskól- ann í Bergen, fyrir fram- úrskarandi framlag hans í þágu greinarinnar og IIFET. Samtökin voru stofnuð 1980 og var Rögnvaldur forseti þeirra 1986 til 1990. Samtökin gefa m.a. út fréttabréf og halda ráð- stefnu annað hvert ár en Rögnvaldur var heiðrað- ur á ráð- stefnu í Or- egon í Banda- ríkjunum. Til að eiga möguleika á um- ræddri viðurkenningu þurfa menn að uppfylla tvö skilyrði; annars vegar að hafa þjónað samtökunum og í öðru lagi að hafa látið til sín taka í fiskihag- fræði. Trond Björndal var forseti samtakanna undanfarin tvö ár en Lee Anderson tók við á þinginu. Rögnvaldur Hannesson Strangar reglur í fískeldi NORSK yfírvöld hafa ákveðið að herða reglur um staðsetn- ingar fiskeldisstöðva með það að markmiði að hámarka nýt- ingu strandlengjunnar. Félag norskra fiskeldisbænda hefur lýst yfir ánægju með nýju reglurnar þar sem þær hafa það í för með sér að aðeins þeir sem eru með alvörueldi í huga fá leyfi en talsvert hefur verið um það undanfarið að menn hafa verið að reyna að verða sér úti um leyfi aðeins til að hagnast á því með því að selja það á nýjan leik. Kjell Maroni, hjá félagi norskra eld- isbænda, segir að reglurnar séu setfar til að gera alvöru eldi kleift að komast á legg og jafnframt að hindra þá sem eru aðeins á höttunum eftir skjótfengnum gróða. Norska fiskistofan mun hér eftir ekki veita leyfi til eldis nema að umsækjandinn geti sýnt fram á að hann hafi gert samning um kaup á seiðum. SOÐNINGIN Austurlenzkur karrífiskur ÞAÐ er víst fyrir löngu sannað að fiskur er bæði hollur og eykur gáfur. Þess vegna er gott að borða fisk. Það er líka gott að borða hann vegna þess að íjölbreytni í inatseld er nánast óendanleg. Við erum væntanlega mikið til hætt að borða þverskonia ýsu, þótt hún sé herramannsmatur þann- ig. Fleiri leiðir eru til og hér kemur til sögunnar austur- lenzkur karrífiskur og er uppskriftin fengin af heimasiðu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Uppskriftin er fyrir fjóra til sex. Slóðin á heimasíðu Rf er: www.rfisk.is/is/ uppskrift UPPSKRIFTIN 1 kg ýsuflök lOOgrækjur 30 g smjör 1 laukur, smátt saxaður hvítlauksgeirar, pressað- ir 1 tsk. rifin engiferrót 2 stk. chilipipar, þurrkað- ur og mulinn 2 tsk. malað cumin (ekki sama og kúmen) 2 tsk. turmeric 4 tómatar, afhýddir og pressaðir 115 g kókóshnetumassi fæst t.d. í Kryddkofanum og Hagkaup 31/2 dl heitt vatn 110 g hreinn ijómaostur safi úr tveimur lime- ávöxtum 1 tsk. salt AÐFERÐIN Hitið smjörið í þykkbotna pönnu og látið laukinn krauma í þvf ásamt, hvítlauk, engifer, chilipipar og cumin í 10 mfn. Skerið fiskinn í jafna bita. Takið laukblönduna af pönnunni og setjið fiskinn í staðinn. Látið krauma í 2-3 inín. á hvorri hlið. Takið fískinn af pönn- unni og setjið rækjurnar í staðinn og látið þær krauma í 1-2 mín. Takið þær af pönnunni. Setjið nú Iaukinn aftur á pönnuna, kryddið með turmeric og látið krauma í 1 mín. Setjið tómatana út, á. Blandið saman kókosmassa og heitu vatni, saltið og hellið þessu út á pönn- una ásamt helmingi limesafans. Látið suðuna koma upp og bætið þá rjómaostinuin út í. Látið malla þar til blandan þykknar, eða í 8-10 mín. Blandið fiski og rækjum varlega saman við sósuna . Látið hitna vel og hellið því sem eftir er af limesafanum yfir. Ber- ið fram með hrísgrjónum og grænmetissalati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.