Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 B 7^ FRÉTTIR fsland kynnir skýrslu um umhverfísmerkingar á físki hjá Evrópusambandinu innaii skamms Byg^t á siðareglum FAO um ábyrgar fískveiðar INNAN skamms kynnir ísland skýrslu um umhverflsmerkingar á fiski hjá Evrópusambandinu. Tækninefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar vann skýrsluna en í nefndinni voru Kristján Þórarinsson formaður, Poul Degnbol, Dorothea Jóhanns- dóttir, Staffan Larsson, Armin Lindquist og Johan H. Williams. Á fundi sjávarútvegsráðherra Norðurlanda, sem haldinn var á Svalbarða í ágúst, var lögð fram skýrsla tækninefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um um- hverfismerkingar á fiski. Staðan í Norður-Atlantshafi höfð til hliðsjónar „Við lögðum fram tillögur um viðmið sem byggja má umhverfis- merkingar á,“ segir Kristján Pór- arinsson, stofnvistfræðingur LIÚ, og formaður umræddrar sérfræðinefndar. Hann segir að umræðan eigi sér töluverðan að- draganda. Frá 1996 til 1999 hafi menn úr greininni og frá stjórn- völdum á Norðurlöndum haft samráð og fylgst saman með því sem hafi verið að gerast í um- ræddum málum. Akveðið hafi verið að koma hlutunum í fastar skorður með það að leiðarljósi að koma á samræmdum kröfum sem víðast í heiminum, kröfum sem byggðust á vísindalegum grunni. í kjölfarið hafi fylgt umræða hjá FAO og í október 1998 hafi Norð- urlöndin kostað sérstakan tækni- fund um málið hjá FAO í Róm. Þar hafi ekki enn náðst samstaða en þróunarlöndin hafi lagt sér- staklega mikla áherslu á að þetta yrði ekki að tæknilegum við- skiptahindrunum. „Þau vilja auð- vitað geta haft eðlilegar reglur sem gera þeim kleift að flytja út fisk,“ segir Kristján og bætir við að vandinn snúist um það hvernig hægt sé að standa að umhverfis- merkingum fyrir ólík svæði þar sem fiskveiðar séu ólíkar, svo og tegundirnar, veiðarfærin, þekk- ingin á fiskstofnum og svo fram- vegis. „í þessum tillögum byggj- um við fyrst og fremst á eigin þekkingu á stöðunni í Norður- Atlantshafinu en leggjum mikla áherslu á að þróa þarf hliðstæðar reglur fyrir önnur svæði. Það ætti í sjálfu sér ekki að vera svo erfitt. Hægt er að byggja á sama grunni og við gerum, á siða- reglum FAO um ábyrgar fisk- veiðar." Varúðarleið við stjórn fiskveiða Verkefni tækninefndarinnar var að hugsa um viðmiðin og seg- ir Kristján að í tillögum nefndar- innar hafi þeim verið skipt í tvo Kristján Þórarinsson, stofn- vistfræðingur hjá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna. kafla. Annars vegar um veiðarnar sjálfar og hins vegar um áhrif þeirra á vistkerfið. Huga hafi þurft að því að setja fram kröfur sem nytu trúverðugleika hjá neytendum vegna þess að um væri að ræða raunverulegar kröf- ur. Þær hafi þurft að vera þannig að það væri áskorun fyrir sjávar- útveginn og stjórnvöld að upp- fylla þær en ekki mátt vera svo miklar að enginn hefði getað upp- fyllt þær því þá fengist enginn fiskur með umhverfismerki og leikurinn væri til einskis. „Varðandi fiskistofnana leggj- um við fyrst og fremst áherslu á aðferðina við stjórnunina, aðferð- ina við ákvörðun á heildarafla, en ekki hvort stofninn sé stór eða lít- ill,“ segir Kristján. „Ástæðan er sú að fiskistofnar hafa náttúru- legar sveiflur og ef náttúrulegar sveiflur geta leitt til þess að um- hverfismerkið fáist eða ekki er enginn stöðugleiki. Ef byggt er á hugmyndum um varúðarleiðina sem er að finna í þessum siða- reglum FAO er hægt að stjórna fiskveiðunum samkvæmt varúðar- leið og meðan það er gert upp- fylla menn kröfurnar.“ Draga úr sókninni Varðandi vistkerfisáhrifin legg- ur nefndin áherslu á að stöðva beri ofveiði. „Um leið og dregið er úr sókninni minnka öll önnur neikvæð áhrif af veiðunum, hver svo sem þau kunna að vera,“ seg- ir Kristján og nefnir m.a. auka- afla og rask fyrir sjófugla og sjávarspendýr. „Að þessu sögðu bættum við því svo við að beinlín- is skaðlegar aðferðir við veiðar, eins og að nota eitur og spreng- iefni, sem er gert sumsstaðar en ekki á Norðurlöndum, eru ekki leyfðar. Brottkasti skal haldið í lágmarki með bestu fáanlegri tækni fyrir kjörhæfni veiðarfær- anna. Fyrir öll önnur vistkerfis- vandamál, sem bent er á í vís- indalegri ráðgjöf að séu alvarlegs eðlis í viðkomandi veiðum, skal setja upp sérstaka áætlun hvern- ig eigi að taka á því. Þessi leið er valin vegna þess að í sjálfu sér eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að ímynda sér mörg vandamál. Hins vegar eru fæst þeirra raunveruleg og af þeim raunverulegu eru aðeins sum al- varleg. En þar sem eru alvarleg vandamál er ástæða til að bregð- ast við.“ Reynt á Norðurlöndum Að sögn Kristjáns hefur verið rætt um að útfærslan verði reynd á Norðurlöndunum og hafa vott- unarsamtök í Svíþjóð og Noregi verið nefnd í því sambandi. „Enn- fremur þarf að kynna skýrsluna hjá alþjóðastofnunum og samtök- um í sjávarútvegi og það er næsta skref,“ segir Kristján. ATVIMMA Sjávarútvegur — Ráðningarstofa — Friðjón Vigfússon, sími og fax 552 9006, gsm 861 3514. Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveg- inn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands. Sími 898 3518. ______KVÓTI KV^TABANKINN Sími 5757 400 Fax 5757 401 Jón Itarlsson Þorskur — Aflahlutdeild til sölu Þorskaflahámark til sölu postur@kvotabankinn.is www.kvotabankinn.is textavarp 624 BÁTAR/SKIP Önnumst sölu á öllum stærðum og teg. fiskiskipa. Einnig sölu og leigu á aflaheimildum Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554. fax 552 6726. Til sölu Völusteinn ÍS 89 Gáski 800d árg. 1993, vél 250 hp. Cummins, árg. 1998. Vel tækjum búinn með línuspili og rennu. Báturinn er í þorskaflahámarkskerfi. Til sölu Guðmundur Einarsson ÍS 155 Víkingur800 árg. 1997, vél 360 hp. Volvó Penta árg. 1999. Báturinn er í þorskaflahámarkskerfi og er útbúinn á línu. Til greina kemur að skipta á Sóma 860 í sama kerfi. Til sölu Sortland-bátur Smíðaður í Noregi árið 1990. Brl 6 (brt 9). Lengd 9,56, vél 171 hp. Ford Mermaid árg. 1995. Báturinn er í þorskaflahámarkskerfi og er útbúinn á línu. Selst með eða án kvóta. Skipti hugsanleg. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg, sími 562 2554, fax 552 6726. Tll_ SÖLU Stálbátur smíðaður 1970/4 á Seyðisfirði. 58 brúttótonn. Vélin Caterpiliar 408 ha. frá 1994. Ljósavélin er alveg ný og ekki skráð í virðingar- gerðina sem og höfuðlínumælir og einn afla- mælir. Tvö ný fótreipistroll og toghlerar, að- gerðaraðstaða, þvottakar, móttaka. Báturinn er mikið endurnýjaður, í góðu ásigkomulagi. Báturinn selst með veiðileyfi. Nánari upplýsingar: Jóhann Pétursson hdl., Lögmannsstofan Bárustíg 15, Vestmannaeyjum. Netfang ls@eyjar.is Veffang ls.eyjar.is Sími 488 6010. augl@mbl.is Bjarmi VE 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.