Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 6
^6 B MIÐVIKUDAGUR13. SEPTEMBER 2000 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ F'skverc he/ma Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Faxamarkaður Fiskmarkaður Suðurnesja Jl___ Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru alls 31,8 tonn af þorski I síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 300 kíló og meðalverðið var 171,00 kr./kg., um Faxamarkað fónj 14,0 tonn á 181,58 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 17,5 tonn á 176,4 kr./kg. Af karfa voru seld 32,8 tonn. I Hafnarfirði á 36,00 kr./kg. (30 kg), á Faxamarkaði á 51,66 kr/kg (1,21) og á Fiskmarkaði Suðurnesja á 59,32 kr./kg (31,71). Af ufsa voru seld 31,8 tonn. í Hafnarfirði á 34,71 kr./kg (545 kíló), á Faxamarkaði á 42,68 kr./kg (6,31), en á 42,99 kr./kg (25,01) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru alls seld 44,8 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 150,38 kr./kg (855 kíló), á Faxamarkaði á 145,62 kr./kg (20,61) og á 145,94 kr./kg (23,41) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja. Fiskverð ytra Alls voru seld 557 tonn af fiski á fiskmörkuðum í Grimsby í 36. viku. Meðalverð á þorski var 271,58 kr./kg, 200,74 kr./kg á ýsu og 253,87 kr./kg á kola. Fiskverðvar sem hér segir... Þorskur*""* Karfi«"«» Ýsa•■■■*' Skarkoli* Alls voru seld 127,4 tonn á fiskmarkaði í Bremerhafen í síðustu viku. Þar af voru seld 114,4 tonn af karfa á 132,48 kr./kg að meðaltali. Fiskverð Þorskur kr./kg Stór 331 Meðal 272 Lítill 213 Ýsa Stór 201 Meðal Lítil Koli Stór Meðal 295 Lítill 213 Aukning á fískimjölsframleiðslu samtvinnuð vaxandi fiskeldi Fiskimjölsframleiðslan í jafnvægi á nýjan leik Á SAMA tíma og fiski- mjöl verður sífellt ódýr- ara í framleiðslu vakna spurningar um notkun framleiðslunnar. Menn hafa undanfarið vakið máls á því hvort fiskimjöl eitt og sér standi undir þeirri miklu aukningu fóðurs sem fylgir auknu fiskeldi og eins hvort hráefnið standi undir auknum heilnæmiskröfum yfirvalda sem neytenda. Samkvæmt mati IFOMA, Aiþjóðasamtaka fiskimjölsframleiðenda, fer eftirspurn eftir fiski- mjöli vaxandi fyrst og fremst vegna mikillar aukningar í fiskeldi en sam- kvæmt mati IFOMA kemur þessi þróun til með að halda áfram næstu tíu ár- in. -.Mikil aukning er fyrirsjáanleg í mörgum eldistegundum en talið er að árið 2010 verði ársframleiðslan á karfa komin í rúmlega 36 milljónir tonna, ársframleiðslan á tilapiu 2,5 milljónir tonna, ársframleiðslan á rækju 1,7 milljónir tonna og árs- framleiðsla á laxi verður orðin 1,6 milljónir tonna. Samhliða þessari miklu eldisaukningu fer mikil aukn- ing í fóðurframleiðslu. Talið er að um 13,1 milljón tonna af fóðri fari í fisk- eldi í ár en sú tala kemur til með að þrefaldast á næstu tíu árum ef fram heldur sem horfir og verður þá fóð- urþörfin orðin 37 milljónir tonna árið 2010. Fiskimjö! nauðsynlegt i fóður Á síðasta ári var meðalþyngd eld- islax í Noregi 5,5 kíló við slátrun en fóðurstuðull fisksins var um 0.85 og byggðist fóður hans fyrst og fremst á fiskimjöli og lýsi. Vonir manna standa þó til að þessi stuðull komi til með að verða enn betri í framtíðinni með bættum eldisaðferðum. Hágæða fiskimjöl og lýsi koma til með að vera stór þáttur í þessari þróun þar sem erfitt er að nota aðrar uppsprettur próteins í eldi á fiski. Aukið framboð er á öðrum mjöltegundum en fiski- mjöli, en það mjöl hentar þó aðeins til eldis í ferskvatni þar sem eldistími er langur. Reiknað er með því að hægt verði að finna eitthvað sem geti komið í staðinn fyrir fiskimjöl í aukn- ' um mæli í framtíðinni en það kemur þá fyrst og fremst til með að vera í eldi á ferskvatnstegundum. Mikill og hraður vöxtur sjávartegundanna kemur hins vegar til með að krefjast þess að fiskimjöl verði notað í fóður þeirra. Samkvæmt mati IFOMA verða 2,83 milljónir tonna af fiskimjöli og 0,96 milljónir tonna af lýsi notuð til fiskeldis árið 2010 og er það tæplega þriðjungs aukning en í ár mun fisk- eldið nota 2,1 milljónir tonna af fiski- mjöli og 0,7 milljónir tonna af lýsi. Framleiðslan í jafnvægi á nýjan leik Árlega eru 33 milljónir tonna af uppsjávarfiski veidd og unnin í mjöl þar sem fiskurinn þykir ekki góður til manneldis. í framtíðinni mun þó verða meiri eftirspurn eftir þessum tegundum til manneldis, sérstaklega sardínum og síld, en eftirspurn eftir þeim hefur aukist í Asíu samhliða auknum kaupmætti. Það kemur til með að hafa þau áhrif að framboð af bræðslufiski kemur til með að drag- ast saman en menn vonast til að mæta því með minnkandi brottkasti. Samkvæmt mati FAO er 25 millj- ónum tonna af fiski hent í sjóinn ár- lega vegna ýmissa ástæðna. Reiknað er með því að með hertum reglugerð- um og auknu eftirliti komi meira af þessum fiski í Iand þar sem stór hluti hans verður unninn í mjöl og kemur því að stórum hluta í stað þeirra upp- sjávartegunda sem í auknu mæli eru unnar til manneldis. Fiskimjöl hefur verið mikið notað í fóður fyrir ali- fugla og svín og reiknað er með því að svo verði áfram. Þessar tegundir hafa haft mikið að segja um verð- myndun á mjöli og reikna má með því að verðið verði ekki hærra en það að þessi iðnaður geti nýtt sér mjölið. Á síðasta ári og stórum hluta þessa Umhverfismal Olía skaðleg löxum NÝ RANNSÓKN sem birtist á dögunum sýnir að olía sem lak út í hafið við Exxon Valdez-slysið er skaðleg löxum, andstætt því sem vísinda- menn olíufélaganna segja. Árum saman hafa vísindamenn blásið á þær hugmyndir að olíulekinn hafi átt þátt í slæmu ástandi laxastofnanna f ám nærri slysinu. Þeir sögðu að harla ólfldegt væri að olían kæmist upp í árnar þar sem hún gæti unnið skaða. í sumar fóru rannsóknarmenn í sex ár á svæðinu þar sem óvepju lítið hefur verið um lax síðan slysið varð og sýna niðurstöður þeirra að olíunni er um að kenna. Dr. Stanley Rice segir að vísindamennirnir hafi fundið umtalsvert magn af olíu í tveimur ánna. „Olían var greind og kom í ljós að hún var ekki eingöngu úr Exxon Valdez, þó svo að hún hafi að mestu komið þaðan. Rice segir að nú sé verið að greina laxaegg til að sjá hvort þau innihaldi tiltekin ensfm sem gefa til kynna hvort þau hafi komist í snertingu við olíu. 01- ían sem eftir er á svæðinu er veðruð olía sem vísindamenn hafa hingað til haldið fram að væri meinlaus. Rannsóknin núna sýnir hið gagnstæða því í henni kom í (jós að þegar olian brotnaði niður urðu þyngri og þrávirkari efni eftir í sjónum. Þau eftii tengjast síðan fitu, eins og er að finna í laxaeggjum, og valda dauða þeirra. Fram kom í rannsókninni að ákaflega lítið magn olíu þarf til að valda dauða eggjanna og eggin þurfa ekki alltaf að komast í beina snertingu við olíuna til að skaði hljótist af. árs hefur fiskimjölsframleiðsla verið undir miklum áhrifum frá E1 nino. Á síðasta ári voru 4,8 milljónir tonna af fiskimjöli framleiddar og 832 þúsund tonn af lýsi. Reiknað er með því að 6 milljónir tonna af fiskimjöli verði framleiddar í ár og 1,1 milljón tonn af lýsi og framleiðslan verði á nýjan leik komin í jafnvægi eftir E1 nino. Fiskimjöl eldisfisknum mikilvægt Fiskimjöl og lýsi eru besta hráefni sem völ er á í fóður fyrir eldisfisk þar sem það er unnið úr náttúrulegum afurðum og þar af leiðandi engin hætta vegna erfðabreytinga. Auk þess að sjá eldisfisknum fyrir hinum mikilvægu omega-3 fitusýrum þá er einnig í fiskimjölinu að finna ýmis efni sem gera fiskinn hraustari og minnka þörf á lyfjagjöf vegna ýmissa kvilla. Fyrir skömmu var rannsókn framkvæmd með stuðningi Evrópu- sambandsins í Bretlandi og Italíu sem sýndi fram á að með því að gefa fisknum fóður sem inniheldur fjöl- ómettaðar fitusýrur, eins og om- ega-3 fitusýrurnar, jókst hreyfing hans og efnaskipti. Það bendir til þess að eldisfiskur sem alinn er á fóðri sem byggir á fiskimjöli er sterkari og þolir betur hið mikla álag sem eldinu fylgir. Fóðurframleið- endur vinna nú hörðum höndum að því að þróa fóður sem ýtir undir vaxtarhraða og bætir fóðurstuðla. Til að stuðla að því telur IFOMA að fóðuriðnaðurinn verði að notast við fiskimjöl í framleiðslu sína. Fiski- mjölsiðnaðurinn hefur mikla mögu- leika til þess að bæta gæði fram- leiðslu sinnar, fyrst og fremst með tilliti til hráefnismeðhöndlunar. Auk þess verða auknar kröfur gerðar í framtíðinni til öryggis og gæða fram- leiðslunnar. IFOMA telur að fiski- mjöl og lýsi verði mikilvægur þáttur í fóðurframleiðslu á komandi árum og samkvæmt nýjustu framleiðsluspám stefnir í að aukning á heimsfram- leiðslu á fiskimjöli komi til með að verða nærri eftirspurn sem kemur til með að skapast með auknu fiskeldi. < Heildar útflutningur frá íslandi og þróun á markaðshlutde 1999 janúar-júní 2000 janúar-júní ild SÍF hf. milli ára Breyting á hlutdeiid Alls SÍF Hlutdeild Alls SÍF Hlutdeild Heildar vöruútflutninqur FOB 72.595,5 16,0% 71.031,6 18,3% □ +2,2% Útflutningur sjávarafurða FOB 50.902,7 11.622,5 22,8% 47.135,7 12.965,0 27,5% □ +4,7% - Saltaðar bolfisk afuröir 10.463,6 4.545,0 43,4% 10.460,2 5.971,9 57,1% I 2 +13,7% Skreið og hausar 477,5 161,0 33,7% 486,5 132,2 27,2% I I -6,5% Frystur fiskur 22.265,2 4.265,9 19,2% 18.724,9 4.202,8 22,4% I I +3,3% Fryst rækja 4.832,4 1.583,1 32,8% 4.014,5 933,5 23,3% C I -9,5% Ferskur fiskur 4.760,2 375,5 7,9% 5.546,0 715,5 12,9% I": "I +5,0% Fiskimjöl 4.402,1 624,0 14,2% 3.990,1 760,3 19,1% \ ■: i +4,9% 4 r - Lýsi 1.140,3 28,4 2,5% 780,7 94,8 12,1% I : I +9,7% Tegundir Fiskeldi í heiminum - framleiðsla árið 1996 og áætlanir fyrir árin 2000 og 2010 pus. tonn 1996 2000 2010 Vatnakarfi 11.504 13.983 36.268 Beitarfiskur 801 974 2.526 Rækja, krabbi 1.034 1.034 1.684 Lax 644 876 1.569 Siávarfiskar 629 856 1.394 Urriði 400 450 733 Leirgedda 330 371 604 Mjólkurfiskur 364 379 462 Aðrir sjávarf. 60 105 650 All 216 216 263 Samtals: 15.982 19.244 46.153 Mest alið af vatnakarfa FISKELDI í heiminum eykst stöð- ugt. Árið 1996 skilaði það tæpum 16 milljónum tonna, áætluð framleiðsla á þessu ári er rúmlega 19 milljónir tonna og árið 2010 er framleiðslan talin geta orðið rúmlega 46 milljónir tonna. Langmest er alið af vatna- karfa. Árið 1996 nam eldi hans um 11.5 milljónum tonna og er áætlað að það geti skilað allt að 36,3 millj- ónum tonna árið 2010, eða bróður- partinum af öllu fiskeldi. Næstmest er alið af rækju, ríflega milljón tonn, og gert er ráð fyrir að það geti auk- ist upp í 1,7 milljónir tonna. Beitar- fiskurinn er næstur og er gert ráð fyrir að eftir 10 ár nemi eldi hans 2.5 milljónum tonna. Áætlað er að laxeldi á þessu ári skili tæplega 900.000 tonnum og það geti innan 10 ára náð 1,6 miHjónum tonna. Mjölþörf Áætluð notkun á fiskimjöli og lýsi í heiminum - vegna fiskeldis árin 2000 og 2010 MJÖL LYSI B* þús. tonn 2000 2010 2000 2010 Vatnakarfi 350 675 70 135 Beitarfiskur 55 74 8 11 Rækia, krabbi 372 485 29 73 Lax 454 377 283 251 Siávarfiskar 415 668 185 251 Urriði 176 147 88 117 Leirgedda 15 - 5 8 Mjólkurfiskur 36 28 10 11 Aðrir sjávarf. 69 263' Í3 70 Áll 173 114 17 28 Samtals: 2.115 2.831 708 955 HINN mikli vöxtur í fiskeldinu kall- ar á aukna þörf fyrir fiskimjöl og lýsi, en hvorttveggja er nauðsyn- legt í eldinu, einkum eldi sjávar- fiska. Mjölþörf í fiskeldi á þcssu ári er talin nema 2,1 milljón tonna og 2,8 milljónum tonna árið 2010. Ár- leg framleiðsla á fiski mjöli er um 6 milljónir tonna á meðalári, en hún getur fallið verulega, þau ár sem hlýsjávarstraumurinn E1 Nino heij- ar á ríki Suður-Ameríku. Það er því Ijóst að eftirspurn eftir mjöli, eink- um hágæðamjöli til fiskeldis, mun aukast verulega á næstu árum, en auk þess er mikil eftirspurn eftir injöli í húsdýrafóður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.