Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hart deilt um
erfðabreytingar
á eldislaxinum
TALSVERT er um að verið sé að breyta
erfðaefni dýra sem ætluð eru til manneldis
og telja margir að erfðabreyttur lax verði
fyrsta slíka varan sem gæti ratað í hillur
verslana. Byrjað er að ala erfðabreyttan
lax í Kanada sem vex fjórum sinnum hraðar en villtur lax en þær tilraunir
hafa ekki vakið hrifningu allra.
Kanadamenn
rækta risalax
Veiðimenn, fulltrúar hins opinbera
og umhverfisvemdarsinnar em full-
ir efa þegar kemur að eldi fisksins
sem þeir hafa kosið að nefna
skrímslafískinn. I Washington era
menn einnig að reyna að átta sig á
hver hefur lögsögu yfir þessu eldi en
menn hafa miklar áhyggjur af nýja
skrímslafiskinum.
Enginn veit með vissu hver lang-
tíma líffræðileg og umhverfisleg
áhrif það hefði ef skepna sem þessi
erfðabreytti lax slyppi úr eldinu og
blandaðist við villta stofna.
Unnid að erfðabreytingum í
meira en áratug
Vísindamenn í Bandaríkjunum,
Kanada, Japan, Kína og Nýja-Sjá-
landi hafa unnið að erfðabreytingum
í meira en áratug og era sumar þess-
ara rannsókna við það að verða lok-
ið. Fyrirtæki í Massachusetts í
Bandaríkjunum, A/F Proteins Inc.,
hefur pantað 15 milljón egg úr erfða-
breyttum Atlantshafslaxi, sem alinn
hefur verið við Prins Edwardseyju,
og hefur sótt um leyfi til yfirvalda
um að selja þau til fiskeldisstöðva.
Fiskurinn getur náð markaðsstærð
á aðeins 18 mánuðum sem er helm-
ingi styttri tími en venjulegur Atl-
antshafslax vex á. Vísindamenn hjá
A/F Protein fundu það út að með því
að koma próteini úr flyðra fyrir í lax-
inum frameliddi hann vaxtarhormón
allt árið í stað þess að framleiða það
aðeins yfir hlýja sumarmánuðina.
Vísindamenn á Nýja-Sjálandi hafa
undanfarið unnið að erfðabreytingu
á risalaxi en þeir telja að hann geti
orðið allt að 550 pund sem er sex
sinnum þyngra heldur en þyngsti lax
sem veiðst hefur.
Risalax á Nýja-Sjálandi
Samkvæmt fréttum frá Nýja-Sjá-
landi hefur þróun hins nýja risalax
ekki gengið hnökralaust fyrir sig þar
sem fyrstu laxarnir vora alvarlega
vanskapaðir. Tilraunirnar vöktu
mikla reiði á Nýja-Sjálandi og á end-
anum var þeim hætt og fiskunum
slátrað. Fyrirtækið á þó enn frosna
erfðavísa í geymslum sínum ef til
þess skyldi koma að þeir tækju upp
tilraunir sínar að nýju.
Þrátt fyrir að sumir hafa viljað
gera lítið úr tilraunum eins og þeirri
sem framkvæmd var á Nýja-Sjá-
landi er ótti við erfðabreytt matvæli
ekki ástæðulaus. Rebecca Goldburg,
vísindamaður hjá Vamarsamtökum
umhverfisins, segir að sífellt sé verið
að breyta fiski til eldis og það geti
haft slæm áhrif á villtu stofnana.
Menn hafa hvað mestar áhyggjur af
því að Atlantshafslax, sem mikið er
notaður til eldis, sleppi og blandist
saman við Kyrrahafslaxinn. Líffræð-
ingar segja að það séu litlar líkur á
því að stofnarnir blandist þó svo að
þeir séu ekki alveg tilbúnir að úti-
loka það þar sem tekist hefur að
blanda stofnunum saman á tilraun-
astofum. Raunveralega hættan er
frekar sú segja vísindamenn að Atl-
antshafslaxinn keppi við Kyrrahafs-
laxinn og gæti hann verið skæður
sem slíkur þar sem hann vex mun
hraðar heldur en bróðir hans í
vestri.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
• ÞVI hefur verið fleygt að
Rúna ÍS, sem hann Eyjólfur
Guðmundur Ólafsson rær á, sé
eina fjölvciðiskipið á Vcstfjörð-
um. Gummi Eyjólfs, eins og
hann er kallaður, vildi nú láta
ósagt um það en segir að hann
veiði á handfæri og eins hjifi
hann prófað að leggja sfldarnet.
„Ég fékk nú lítið sem ckkert í
netið og hef tekið það upp. Það
kemur þó oft hingað tiltölulega
blönduð sfld undir lok ágúst."
Eyjólfur segir að hann rói
mest út undir Dalina og þá
helst. ekki nema í góðu veðri
þar sem Rúna er opinn bátur.
„Mér líkar það alveg ágætlega
að róa aðeins þegar gott er veð-
ur. Það er hollt veður þarna
frammi hjá manni þó maður fái
lítið, enda má maður ekki fá
neitt.“
Eyjólfur segir að sumarið
hafi annars verið gott hjá línu-
og færabátunum. „Það hefur
verið mjög gott hjá þeim enda
fara þeir alveg út að Reitnum.
Þetta eru ungir og hraustir
menn og það er óhætt að segja
að við hin Iifum á þessum dugn-
aðarmönnum.“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Skips(jómarmenn á skipum Bergs Hugins í Vestmannaeyjum ásamt framkvæmdastjóranum Magnúsi Kristins-
syni, sem er lengst til vinstri í fremri röð.
Nýtt hreinlætiskerfí
fyrir ferskfísktogara
Bergur-Huginn líklega
fyrstur til að gera svo
Utgerðarfyrirtækið
Bergur-Huginn í Vest-
mannaeyjum hefur nú
tekið upp ákveðið hrein-
lætiskerfi fyrir skip sín.
Skylda er að vinna eftir slíkum kerfum um borð í frystitogurum, en fyrirtæk-
ið mun vera það fyrsta sem tekur upp slíkt kerfi um borð í ísfiskbátum. Berg-
ur-Huginn selur mikið af fiski í gámum á markaði í Englandi og Þýzkalandi
og vonast framkvæmdastjórinn, Magnús Kristinsson, til þess að þetta liðki
fyrir sölu á fiski af bátunum.
„Fyrir um tveimur áram vora allir
frystitogarar skyldaðir til að taka
upp staðlað hreinlætiskerfi til að
hægt væri að selja afurðirnar á
markaði innan Evrópusambandsins
og í Bandaríkjunum,“ segir Magnús.
„Þá fór ég að skoða þessi hreinlætis-
mál nánar og sú skoðun þróaðist út í
það að ég fékk skipstjórann og stýri-
manninn á frystitogaranum Vest-
mannaey til að byggja upp slíkt
kerfi fyrir ísfiskbátana okkar líka.
Nú höfum við afhent skipstjórnar-
mönnunum á Háey og Smáey hrein-
lætisáætlun fyrir báða bátana, sem
er byggð á hreinlætiskerfum, sem
til eru. Ég veit það ekki fyrir víst en
mér þykir líklegt að þetta séu fyrstu
ferskfiskskipin, sem taka slíkt kerfi
í notkun hér á landi.
Þetta byggist meðal annars á því
að tryggt sé að fiskikörin komi alveg
hrein um borð, þau séu geymd innan
dyra og aldrei sé farið með illa út-
lítandi kör um borð í skipin. Þá
verða allar hreinlætisáætlanir um
borð að vera með þeim hætti að
hægt sé að hafa eftirlit með því að
eftir þeim sé unnið. Það þarf að þrífa
alla króka og kima með ákveðnu
millibili. Þetta nær einnig yfir það
hvar má reykja og hvar ekki og tek-
ur til sérstakrar nýliðafræðslu fyrir
þá sem koma nýir um borð.
Það er líka mikilvægt að allt sé
hreint þegar komið er með körin að
landi. Því höfum við haft samráð við
fulltrúa flutningafyrirtækjanna,
Samskips og Eimskips, og hafnar-
stjóra. Við óskuðum þar eftir því að
bryggjan væri alltaf hrein og við
fengjum hreina og góða gáma og
lyftara og önnur tæki, sem þarf til.
Við teljum okkur búna að loka
ákveðnum hring með því að tryggja
hreinlæti og gæði. Háey fór út í síð-
ustu viku og var þá byrjað að vinna
eftir þessu kerfi og Smáey fer vænt-
anlega að vinna eftir þessu í næstu
viku. Að þessu loknu teljum við okk-
ur vera komna með heilsteypt hrein-
lætiskerfi fyrir allan okkar flota."
Vonast eftir ákvedinni
viðurkenningu
Hvaða þýðingu hefur þetta?
„Það er svo minn draumur að er-
lendir kaupendur fái vitneskju um
þetta og hagi kaupum eftir því. Það
er ljóst að verslanakeðjur erlendis
hafa viðurkennt framleiðslu ákveð-
inna frystihúsa og vilja helst ekki
fisk frá öðram. Við eram að vona að
bátarnir frá okkur fái slíka viður-
kenningu. Ég lít að minnsta kosti
björtum augum á að svo verði,“ seg-
ir Magnús Kristinsson.
Lýsisafurðir og hreyfing
draga úr áhrifum hvort annars
LYSISAFURÐIR og hreyf-
ing minnka hvort um sig fitu
í blóði og hafa því góð áhrif á
hjarta- og æðakerfi lík-
amans. Maður skyldi því
ætla að ef maður neytti lýs-
isafurða og hreyfði sig fengi
maður enn betri árangur en ef maður vendi sig aðeins á annað hvort en svo er
ekki.
Bandarískir vísinda-
menn kynna niður-
stöður sínar
Rannsóknarmenn við háskólann í
Missouri - Columbia segja að niður-
stöður rannsóknar sinnar, sem birt-
ist í Journal of Applied Physiology,
gefi til kynna að áhrifin séu ekki tvö-
föld þegar hreyfing er stunduð jafn-
framt því sem lýsisafurða er neytt
heldur hafi þau engin áhrif á magn
fitu í blóði þegar hvors tveggja er
neytt. Læknar fylgjast með magni
fitu í blóði þar sem mikið magn henn-
ar leiðir til mikils kólesterólmagns,
en það eykur hættu á hjarta- og æða-
sjúkdómum. Ef einstaklingur hefur
of mikið magn fitu í blóði hafa lækn-
ar gjaman mælt með lýsisafurðum
og hreyfingu sem lausn á vandanum
en rannsóknin sýnir að svo er ekki.
„Ef þú hreyfir þig minnkar þú
blóðfitu. Ef þú neytir lýsisafurða
minnkar þú blóðfitu. En ef þú gerir
hvort tveggja helst blóðfita óbreytt.
Það er líkt og hreyfing og lýsisafurð-
ir jafni hvort annað út og það er ekki
niðurstaðan sem við reiknuðum
með,“ segir Tom Thomas prófessor
og segir hann að niðurstöðurnar
verði að túlka þannig að stundum sé
tvennt ekki betra en eitthvað eitt.
Thomas leggur þó áherslu á að fólk
eigi ekki að grípa til aðgerða og
hætta meðferð sem það hefur þegar
hafið þar sem hreyfing og lýsisafurð-
ir bæti heilsu á ýmsan annan hátt en
að minnka blóðfitu. „Þessir þættir
hjálpa engu að síður til með margt
annað. Hreyfing eykur styrk og
blóðrás og lýsisafurðir minnka
hættu á blóðkekki og óreglulegum
hjartslætti. Við viljum ekki að fólk
missi af þessum góðu áhrifum fyrr
en við höfum gert frekari rannsókn-
ir.“ Thomas segir að næsta skref í
rannsóknunum sé að finna af hverju
þessi neikvæðu áhrif stafa. Þegar sú
ástæða er fundin, sem Thomas telur
að sé tengd ensímvirkni, segir hann
að hægt sé að vinna í því að bæta úr
vandanum.
SINDRI
Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is