Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 B 3 VIÐTAL Fulltrúar frá sjávarútvegsráðuneytinu í Mósambík í heimsókn hér á landi 1 TBht*'’ ~ J i r \ ’ i • Y- / - i Þremeniiingarnir við komuna á Hótel Reykjavík í fyrrakvöld. Frá vinstri: Herminin Tembe, Gísli Pálsson og Roderigues Bila. Morgunblaðið/Kristinn • • Oflugt þróunarsamstarf Islendinga í Mósambík UM síðustu áramót var nýtt sjávar- útvegsráðuneyti sett á laggirnar í Mósambík en áður hafði eitt ráðu- neyti séð um iandbúnaðar- og sjáv- arútvegsmál. Roderigues Bila, ráð- uneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, og Herminin Tembe, fyrrverandi físki- málastjóri en nú deildarstjóri í ráð- uneytinu, komu til íslands í fyrra- kvöld til að kynna sér íslensk sjávarútvegsmál en heimsóknin, sem er á vegum Þróunarsamvinn- ustofnunar íslands, er liður í að efla þróunarsamstarf landanna á sviði sjávarútvegs sem hefur staðið yfir síðan 1995. Fiskveiðar hafa mjög mikið að segja í Mósambík sem er í suðvest- urhluta Afríku. Um 16 milljónir manna búa í landinu sem er um 700.000 ferkílómetrar. Strandlengj- an er um 2.700 km löng og innan 200 mílna landhelginnar eru auðug fisk- imið en rækja er helsta útflutnings- afurðin. Um 40% útflutnings- verðmætisins „Sjávarútvegurinn er mikilvægur þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar,“ segir Bila, „og á það bæði við um neyslu innanlands og útflutning. Heildarveiðin er um 115.000 tonn á ári og greinin veitir um 60.000 manns atvinnu. Fyrir utan smá- bátaflotann eru þrjú stór sjávarút- vegsfyrirtæki í landinu og um 250 fiskiskip stærri en 10 metrar að lengd. Flest eru á bilinu 35 til 40 metrar að lengd en mörg eru í kringum 20 metrana. Við flytjum út um 9.000 tonn af rækju á ári en út- flutningsverðmæti sjávarafurða er um 90 milljónir dollara (um 750 milljónir kr.) sem er um 40% af heildarútflutningi landsins." Bila segir að ekki megi ganga á fiskistofnana og því sé ekki hægt að auka rækjuveiðarnar frá því sem nú er en veiðin er takmörkuð við 10 mánuði á ári. „Við leggjum áherslu á sjálfbæra nýtingu og það sem við viljum gera í samvinnu við önnur lönd eins og ísland er að koma á til- raunaveiðum á öðrum svæðum í þeim tilgangi að komast að því hvort önnur fiskimið séu til staðar innan landhelginnar. Fyrir tveimur til þremur árum var verkefni í gangi í þessa veru í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Islands og var notað skip frá íslandi við veiðarnar. Verkefnið skilaði árangri og þegar endanleg skýrsla liggur fyrir getum við betur gert okkur grein fyrir hvernig við eigum að haga okkur í þessu sambandi í framtíðinni en stefna okkar er að auka framboð fisks á innanlands- markaði.“ I þessu sambandi bendir hann á að rækja sé mjög dýr afurð og því fyrst og fremst til útflutnings en hugað sé að öðrum tegundum fyrir smábátaflotann með neyslu innan- lands í huga. Kvótinn leigður frá ári til árs Kvótakerfi er í gildi í Mósambík. Kvótinn er leigður til eins árs í senn og er engin trygging fyrir þvi að leigjandi kvóta fái sama magn að ári. „Þegar búið er að ákveða hvað mikið má veiða á tilteknu ári er kvótanum skipt á milli fyrirtækj- anna og borga þau um 300 til 360 dollara fyrir hvert tonn,“ segir Bila. Hann segir að gæðastjómunhafi mikið að segja og ljóst sé að Mós- ambík verði að fullnægja alþjóðleg- um kröfum eins og aðrar þjóðir. „Þetta hefur verið vandamál hjá okkur og eins eftirlit með veiðunum en erlend skip hafa valdið okkur vandræðum með ólöglegum veiðum. Við þurfum að endurskipuleggja gæsluna vegna þess að núverandi kerfi kemur ekki í veg fyrir ólögleg- ar veiðar. Stjórn á hafsvæðinu er háð samstarfi við nágrannalöndin en helsta málið er að stjórna veiðun- um innan 12 mílnanna og hafa eftir- lit með þeim.“ íslendingar veita mikla aðstoð Samstarf íslendinga og heima- manna í Mósambík byrjaði 1995 en það sem gerði það mögulegt var að friður komst á í landinu 1992. Fmm íslendingar eru í föstu starfi í Mósambík og vinna að verk- efnum sem tengjast Þróunarsam- vinnustofnun íslands en ennfremur koma ráðgjafar til skemmri tíma að málum. Auk þess að koma upp rannsóknastofum í fiskiðnaði og þjálfa starfsfólk til verka þar vinnur ÞSSI að því að setja upp upplýs- inga- og fræðslumiðstöð í sjávarút- vegsráðuneytinu, sem gert er ráð fyrir að setja 500.000 dollara í, um 40 milljónir króna. Upplýsingahlut- inn á að halda utan um allt sem tengist sjávarútvegi, allar skýrslur, rit sem tengjast útveginum og nýt- ast ráðuneytinu í sambandi við gæð- astjórnun og tengir það við fyrir- tækin. Fræðsluhlutinn snýr að þjálfun starfsmanna í sjávarútvegi í samvinnu við iðnaðinn. „Við erum í samstarfi við Þróun- arasamvinnustofnun íslands og eitt helsta verkefnið tengist gæða- stjórnun sjávarafurða," segir Bila. „Islendingarnir veita okkur tækni- lega ráðgjöf og rannsóknastofurn- ar, sem þeir eru að aðstoða okkur við að koma upp, hafa mjög mikið að segja. I nóvember í fyrra var hafist handa við upplýsinga- og fræðslu- miðstöð í sjávarútvegsráðuneytinu með aðstoð Islendinga. Þeir bjóða líka skólastyrki vegna náms við sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á íslandi og núna erum við með einn nemanda í skólanum.“ Við þetta má bæta að í kjölfar flóðanna í Mósambík í byrjun árs ákveð ÞSSÍ að styrkja sjávarútveg- inn um 300 til 500 þús. dollara til að bæta einkum veiðarfæratjón sjó- manna sem urðu illa út úr flóðunum. Veiðieftirlitid mikilvægt Gestirnir fara til baka á föstudag en Bila segir að mikilvægt sé að fá tækifæri til að sjá hvernig staðið er að málum hér. „Við viljum fara yfir það sem við höfum gert með íslend- ingum og hvernig það gagnast okk- ur best í framtíðinni. Við þurfum að skilgreina vel þarfir okkar og ræða við Islendinga hvernig þeir geta stutt okkur sem best í framtíðinni. Veikleiki okkar liggur í veiðieftirlit- inu og geti íslendingar stutt okkur í þvi að bæta kerfið yrðum við mjög ánægðir." Stefnir í 10% aukningu útflutningsverðmæta VERÐMÆTI útfluttra norskra sjáv- arafurða eru sífellt að aukast og sam- kvæmt Jan Trollvik, yftrmanni töl- fræði- og greiningardeildar norska sjávarútvegsútflutningráðsins, verð- ur verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári um 300 milljarðar íslenskra króna. Þetta er aukning um 10% frá fyrra ári og stafar það fyrst og fremst af hærra verði á laxi sem vegur á móti lækkandi verði á öðrum tegundum og gott betur. Norðmenn flytja stöðugt meira út Útflutningur á bolfiski, sér í lagi þorski, hefur dregist saman á fyrri helmingi ársins og stafar það fyrst og fremst af litlu framboði og stöð- ugu verði. Veiðarnar eru þó að glæðast og reiknað er með þvi að útflutningur á saltfiski taki við sér á síðari hluta ársins. Markaðir í Austur-Evrópu eru að kaupa meira magn sjávarafurða frá Noregi en nokkru sinni fyrr. I júh'- lok höfðu sjávarafurðir að andvirði þriggja milljarða íslenskra króna verið fluttar til Póllands en það er aukning um 500 milljónir. Að sama skapi hefur útflutningur til Rúss- lands aukist gífurlega eða úr 1,8 milljörðum króna í 2,3 milljarða króna. Markaðir á svæði Evrópusam- bandsins hafa hins vegar valdið mönnum áhyggjum en verðmæti sjávarafurða sem þangað eru flutt- ar hækkaði um tvo milljarða ís- lenskra króna, úr 64 milljörðum í 66 milljarða króna á fyrstu sjö mánuð- um ársins. Sú aukning stafar fyrst og fremst af hærra verði á eldislaxi. Mikill samdráttur hefur verið á út- flutningi á saltfiski og öðrum þurrk- uðum þorskafurðum til Portúgal en útflutningur til Portúgal hefur dregist saman úr 10 milljörðum ís- lenskra króna niður í 6 milljarða. 107 milljarðar í lok júlí Ef hærra verð fæst fyrir bolfisk- afurðir á seinni hluta ársins eru góðar líkur á því að spá Trollviks standist. í lok júlímánaðar var and- virði útfluttra sjávarafurða 107 milljarðar íslenskra króna saman- borið við 104 milljarða í fyrra. Betra verð fæst venjulega á síðari hluta ársins fyrir lax og því má reikna með að verðmæti útfluttra norskra sjávarafurða komi til með að aukast jafnt og þétt fram að jólum. Rafmagns- stjornfæki Nákvæm • Einföld • Viðurkennd af helstu flokkunarfélögum m.a. Lloyd og DNV Örugg þjónusta við sjávarútveginn :r • mi ‘/M,:rg.rr fa fsuðu vélar-rafsuðuvi r SDMDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.