Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 1
279. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Verslunarhús í Kína hrundi Látnir lík- lega á ann- að hundrað Peking. Reuters. ÓTTAST er, að á annað hundrað manns hafi látið lífið er verslunar- miðstöð hrundi til grunna í borginni Dongguan í Suður-Kína í gær. Verið var að byggja tvær hæðir ofan á hús- ið í trássi við lög og reglur. Ólíklegt var talið, að nokkur hefði lifað af er húsið hrundi enda stendur þar ekki steinn yfir steini. Ekki er vitað hve margir voru í versluninni en sumir nefna allt að 200. Leit að lif- andi eða látnum hófst strax og búið var að finna lík nokkurra tuga manna. Embættismenn í Dongguan sögðu í gær, að verið væri að yfirheyra verktakana en engin leyfi voru fyrir framkvæmdunum. Haft er eftir eig- anda einnar verslunar í miðstöðinni, að hann hefði sagt verktökunum frá því fyrir nokkrum dögum, að húsið væri að síga en ekki hefði verið hlustað á hann. Hann og kona hans forðuðu sér út rétt áður en bygging- in hrundi en þá hafði húsið sigið enn meira og vatn var farið að vætla upp úr sprungum í gólfi. Haft er eftir öðrum, að veggir hússins hafi verið farnir að springa í fyrradag án þess, að nokkuð væri um það skeytt. Húsið hrundi í gær er stór flutningabifreið ók framhjá því. AÐ minnsta kosti 36 manns týndu lifí og um 130 slösuðust er far- þegalest rakst á vöruflutningalest í Punjab-ríki á Indlandi í gær. Var síðarnefnda lestin á röngu spori er áreksturinn varð og tðkst ekki að láta vita af því í tíma. Voru sex stórir kranar notaðir við að Iyfta lestarvögnunum, sem hlóðust upp við áreksturinn, og var farið með slasað fólk á sjúkrahús í nálægum Alvarlegt lestarslys á Indlandi bæjum. Maður, sem kom fyrstur á vettvang, segir, að gífurlegur hvellur og skruðningar hafi orðið er lestirnar rákust saman á fullri ferð og strax á eftir hafí hann heyrt kvalaópin í slösuðu fólki. Sagði hann, að margir hefðu dáið í örmum hans. Við áreksturinn hlóðust vagnarnir upp hver ofan á annan og brak úr Iestinni og látið fólk og lífshættulega slasað lá úti um allt. Um 800 manns hafa látist í lestarslysum á Indlandi síðastlið- in fjögur ár. * Urskurður dómara í Tallahassee í Flórida getur skipt sköpum Demókratar binda vonir við 14.000 vafaatkvæði Tallahassee, Washington. Reuters, AP. DÓMARI í Tallahassee í Flórída tók í gær fyrir kröfu demókrata um taln- ingu 14.000 vafaatkvæða en þeir telja, að þau geti hugsanlega ráðið úrslitum um niðurstöðu forsetakosn- inganna. Áður hafði Hæstiréttur Flórída hafnað að skipa fyrir um taln- inguna og vísað málinu tU dómarans í Tallahassee. Enn er beðið úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um þá kröfu repúblikana, að handtalningin í Flórída verði dæmd ólögleg. í dómshúsinu í Leon County í Flórída hefur verið safnað saman meira en 1,1 milljón atkvæða og er nú beðið úrskurðar dómstóla um það hvort þau skuli handtalin. Demókrat- ar leggja þó mesta áherslu á þá kröfu, að 14.000 vafaatkvæði verði metin gild, en þau voru greidd í Miami- Dade og Palm Beach þar sem demó- kratar hafa jafnan haft mikið fylgi. Kosningavélamar flokkuðu þau þannig, að hvorugur forsetafram- bjóðandinn hefði fengið atkvæðið, en þó má sjá með berum augum, að á mörgum atkvæðaseðlanna hefur ver- ið merkt eða reynt að merkja við ann- an hvorn frambjóðandann. Telja demókratar, að verði þessi atkvæði dæmd gild geti það hugsanlega ráðið úrslitum hvað sem líður endurtaln- ingu að öðru leyti. I fyrradag hafnaði Hæstiréttur Flórída, að þessi umdeildu atkvæði yrðu talin strax og vísaði úrskurði um það til Sauls, dómara í Tallahassee. Hann tók síðan kröfuna fyrir í gær og kvaðst ætla sér hálfan sólarhring til að meta hana. „Fiðrildavængirnir“ gildir Hæstiréttur Flórída hafnaði einnig í fyrradag kröfu nokkurra borgara í Palm Beach um að atkvæðaseðlamir þar, „fiðrildavængirnir", sem svo hafa verið kallaðir, yrðu dæmdir ógildir. Skoðanakannanir í Bandaríkjun- um sýna, að 66% telja líklegt, að George W. Bush, frambjóðandi repúblikana, verði forseti og hann er þegar farinn að þreifa fyrir sér um skipan ráðherra í næstu ríkisstjórn. Meðal þeirra, sem eru nefndir, era Colin Powell hershöfðingi sem utan- ríkisráðherra og Marc Racicot, ríkis- stjóri í Montana, er nefndur sem hugsanlegur dómsmálaráðherra. Hjá Gore era nefndir tii sögunnar Will- iam Daley, kosningastjóri hans, sem starfsmannastjóri í Hvíta húsinu; sem utanríkisráðherra þeir George Mitchell og Richard Holbrooke og sem varnarmálaráðherra Sam Nunn og Bob Kerry. Ur því var skorið á föstudagskvöld, að demókratinn Maria Cantwell hefði hreppt annað öldungadeildarþingsæti Washing- tonríkis, og niðurstaðan er því sú, að skipting þingsæta í deildinni er jöfn á milli flokka. IINDIR [ SAUÐFIÐLUR OG SMÆL- INGJAR Á JÓLABORÐIÐ 30 Þekktasti kokk- ur Frakka breyt- ir matseðlinum Lamba- kjöt í stað nauta- kjöts NAUTAKJÖT hefur verið fjarlægt af matseðli nýjasta veitingahúss Alain Ducasse sem er þekktasti matreiðslu- meistari Frakklands. Gestum staðarins verður þess í stað boðið upp á lambakjöt matreitt eftir kúnstarinnar reglum. Ducasse hafði greint frá því, í kjölfar þess að kúariðufárið reið yfir, að hann væri að hug- leiða að hætta með öllu að bjóða upp á nautakjöt á veit- ingahúsum sínum. Ducasse sér um rekstur á á annan tug veit- ingahúsa í Frakklandi og víð- ar. The Herald Tribune hefur það eftir fjölmiðlafulltrúum Ducasse að ákvörðunin um að hafa ekkert nautakjöt á boð- stólum á nýja veitingastaðnum hafi hins vegar verið tekin um miðjan október, rétt áður en kúariðan blossaði upp. Nýi veitingastaðurinn, sem bera mun nafnið „58 Poin- care“, verður opnaður innan tíðar. Hann verður til húsa á sama stað og veitingastaður þar sem Ducasse var yfírmat- reiðslumeistari á áram áður. Ducasse er einn virtasti mat- reiðslumeistari Frakklands og sá eini, sem Michelin-leiðarvís- irinn um veitingahús hefur út- hlutað þremur stjörnum fyrir tvö veitingahús. Fákafeni 9 Sími 568 2866 Opið í dag frá 13 -17 MORGUNBLAÐK) 3. DESEMBER 2000 5 690900 090000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.