Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARGEIR SIGURJÓN VAGNSSON, Bæjartúni 11, Ólafsvík, sem lést laugardaginn 25. nóvember, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkur- kirkju mióvikudaginn 6. desember kl. 14.00. Sigríður Elín Eggertsdóttir, Hafsteinn Margeirsson, Sólveig J. Adamsdóttir, Sólveig Margeirsdóttir, Viiberg Margeirsson, Jóhanna Scheving, Margeir Lárusson og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR frá Hesteyri, Reynimel 43, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavamadeild kvenna, Reykjavík. Jón Helgi Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Arndís Eva Bjarnadóttir, Katrín Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Vilbergsson, Elísabet J. Guðmundsdóttir, Jóhannes Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, MARGEIR SIGURJÓN VAGNSSON, Bæjartúni 11, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju mið- vikudaginn 6. desember kl. 14.00. Sigríður Elín Eggertsdóttir, Hafsteinn Margeirsson, Sólveig J. Adamsdóttir, Sólveig Margeirsdóttir, Vilberg Margeirsson, Jóhanna Scheving, Margeir Lárusson og barnabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, SESSELJA VALDEMARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 4. desember kl. 13.30. Valdemar Gunnarsson, Brit Mari Gunnarsson, Kristín Irene Valdemarsdóttir, Jón Marinó Sævarsson, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Jón Halldór Arnfinnsson, Berglind Mari Vaidemarsdóttir og barnabarnabörn, Benedikt Valdemarsson. + Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður og afa, PÉTURS WILHELMS BERNBURG JÓHANNSSONAR skipstjóra, Grænási 3b, Njarðvík. Sérstakar þakkir viljum við færa þeim læknum og hjúkrunarfólki sem hjálpuðu honum í veikindum hans fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Harpa Hansen, Ólafur I. Brandsson, Halldóra S. Brandsdóttir, Anna Katrín Pétursdóttir, Andrés Pétursson, Pétur Brim Þórarinsson. GESTUR KRISTJÁNSSON + Gestur Krist- jánsson fæddist í Tungu í Hörðudals- hreppi í Dalasýslu 3. nóvember 1910. Hann lést á Land- spitalanum við Hringbraut 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Eggert Gestsson, bóndi í Tungu, sfðar á Hreðavatni, Norður- árdalshr. Mýr., f. 21.12. 1880, d. 22.9. 1949, og k.h. Sigur- laug Daníelsdóttir, f. 6.2. 1877, d. 8.2. 1974. Bræður Gests voru Daníel, f. 25.8. 1908, d. 24.4. 1982; Ingimundur Hörðdal, f. 24.5. 1912, d. 7.4. 2000; Haukur, f. 3.9. 1913; Magnús Kristinn, f. 28.6. 1916 og Þórður, f. 8.6. 1921. Upp- eldisbróðir Gests er Reynir Ás- berg Níelsson, f. 26.4.1931. Gestur kvæntist 14. október 1944 Guðríði Helgadóttur, f. 3. desember 1923 í Un- aðsdal, SnæQallahr., N-Isafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Helgi Guð- mundsson, bóndi í Un- aðsdal, f. 18.9. 1891 og k.h. Guðrún Ólafs- dóttir, f. 3.7. 1897. Börn Gests og Guðríð- ar: 1) Guðrún Helga, f. 12.4. 1945, gift Við- ari Þorsteinssyni. Börn þeirra eru Gest- ur, Dagmar og Þor- steinn. 2) Sigurlaug, f. 17.10. 1945. Sonur hennar er Snorri Guðbrandsson. 3) Fanney, f. 12.9. 1950, gift Páli Pálmasyni. Synir þeirra eru Pálmi, Víðir, Torfi og Daníel. 4) Krisfján, f. 11.9. 1952. Fyrri maki var Jóhanna Leópoldsdóttir. Börn þeirra eru Leópold og Þorbjörg. Seinni maki er Hjördís Matthildur Agnarsdóttir. Börn hennar eru Þóra, Rúnar Snæland og Agnar Þór Jósefsbörn. Barn þeirra er Svo vel þekkti ég Gest tengdaföð- ur minn að ég veit að að ekkert myndi hafa verið honum meira á móti skapi en að kastljósið beindist að honum í orðmörgu lofi að honum látnum. En sá sem nær níutíu ára aldri, á öld mestu umbreytinga í sögu einnar þjóðar, hefur eigi að síður frá mörgu að segja þeim sem yngri eru. Svo var einnig um Gest þó að hans meðfædda hógværð gerði lítið úr slíku. Tveggja ára var hann reiddur á hnakknefinu hjá föður sínum frá Tungu í Hörðudal um Sópandaskarð, suður Langa- vatnsdal og um ása að Hreðavatni í Borgarfirði er fjölskyldan flutti þangað. Móðir hans Sigurlaug Daníelsdóttir, var fædd og uppalin í Stórugröf í Borgarfirði en faðirinn Kristján Gestsson var ættaður úr Dölum. Þau hófu búskap þar vestra en fljótt var ljóst að móðirin, sem vissi ávallt hvað hún vildi, þráði aft- ur borgfirska dali og þar sem ábúandinn á Hreðavatni, sem var Dalamaður, vildi hafa makaskipti á jörð þeirra í Hörðudal réðst framtíð fjölskyldunnar og hún flutti að Hreðavatni. Þrír synir voru þá fæddir, þeir Daníel, Gestur og Ingi- mundur þeirra yngstur og búið um hann í meis í flutningunum. Fegurð umhverfisins á Hreðavatni er víð- rómuð en jörðin landlítil til ræktun- ar heima fyrir. Leita þurfti slægna upp á ásana í stararflóa og jafnvel upp í fjall. Slíkur heyskapur krafð- ist dugnaðar og útsjónarsemi. Slægjur voru auðveldari í Tungu og því fóru makaskipti á jörðunum fram á forsendum mats á undir- lendi en ekki umhverfis eins og nú gengur. Tímarnir breytast og mennú-nir með. Það var ekki fyrr en síðari hluta aldarinnar sem Is- lendingar litu upp frá endalausu striti og fóru að sjá og meta fegurð landsins. A Hreðavatni á Gestur sín upp- vaxtar- og manndómsár ásamt bræðrum sínum og fósturbróður að undanskildum Ingimundi sem ung- ur fór í fóstur að Svignaskarði til móðurbróður síns. Mikil uppbygg- ing fór fram á jörðinni og m.a. byggt eitt glæsilegasta íbúðarhús í sveit á þeim tíma. Kreppan kom nokkrum árum síðar og litlu mun- aði að illa færi. Heimilið var stórt og gestkvæmt á sumrin. A þessum árum var brugðið á það ráð að selja ferðamönnum gistingu og beina. Oft er sagt að umhverfið móti ein- staklinginn eða að fjórðungi bregði til fósturs. Laxinn i Norðurá og fiskurinn í vatninu gerðu Gest að slyngum veiðimanni á unglingsár- um. Þá var veiðin einungis fyrir bænduma sjálfa og einstaka út- lendinga sem slæddust hingað. Hann sagði örsjaldan frá há- stemmdum veiðiferðum, en nokkrar veiðiferðir á unglingsárunum nefndi hann af og til og þá eingöngu svo fáir heyrðu. Laxinn gat tekið vel við fossinn Glanna og varð Gest- ur stundum mjög fengsæll á þeim Blómaskreytingar viö öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Vesturhlíð 2 Fossvogi j Sími 551 1266 I www.utfor.is : Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki meö þjónustu allan ^ T sólarhringinn. \ É ÚTFARARSTOFA **aa^ KIRKJUGARÐANNA EHF. Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja Katrín. 5) Heiða, f. 28.9. 1961, gift Jóni Kára Jónssyni. Synir þeirra eru Arnór og Kolbeinn. Langafa- bömin eru sjö. Gestur var við nám við Alþýðu- skólann á Hvítárbakka 1923-1925 og lauk prófi frá Samvinnuskólan- um árið 1929. Frá þeim tíma vann Gestur á búi foreldra sinna á Hreðavatni og stundaði kennslu frá árinu 1933 til 1940. Allt frá ár- inu 1937 til 1962 var hann veið- ieftirlitsmaður með laxveiðiám í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Ár- in 1940 til 1943 starfaði hann sem lögreglumaður í Borgarnesi en réðst síðan til Kaupfélags Borg- firðinga við verslunarstörf og síð- ar deildarstjóm. Gestur sat í hreppsnefnd Borgarneshrepps 1961 til 1962 og átti sæti í skóla- nefnd í Borgamesi í nokkur ár. Þá hafði hann með höndum fram- kvæmdastjórn Ræktunarsam- bands Mýramanna frá árinu 1955 og fram á áttunda áratuginn. Gestur var einn af stofnfélögum Kirkjukórs Borgarness og söng með kómum þar til hann fluttist fráBorgarnesi um 1990. Útför Gests fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. desember og hefst athöfnin klukk- an 13.30. slóðum. Einu sinni dró hann tólf laxa á land í „beit“ úr Hreðavatns- kvörninni. Ekki var síður ævintýra- ljómi yfir rjúpnaveiðinni svo að segja við bæjardyrnar, á árunum fyrir stríð. Gestur stundaði fugla- veiði ásamt bræðrum sínum og al- gilt var að veiðimenn frá öðrum bæjum í Borgarfirði stunduðu veiði frá bænum. Á þessum árum var rjúpa flutt út til Bretlands, skotið kostaði 10 aura en 20 aurar fengust fyrir fuglinn. Dýrmætra króna var aflað en ég trúi að tímakaupið hafi verið lágt. Þetta umhverfi bjó Gesti óvenjulegt innsæi á náttúruna og umhverfið. Um árabil starfaði hann við veiðieftirlit með netaveiði á Hvítá og stangveiðiám á Mýrum. Því starfi bætti hann við venjulegan vinnudag og oft var til hans leitað með gerð arðskráa fyrir laxveiðiár víða um land. Gestur fór alltaf vel með hlutina og báturinn sem hann notaði á Hvítánni gegnir enn hlut- verki á Hreðavatni. Það átti ekki fyrir Gesti að liggja að gerast bóndi. Eftir ágæta grunn- menntun þess tíma og nokkur störf við kennslu o.fl. bjó hann og starf- aði í Borgarnesi og þjónaði héraðs- mönnum í starfi deildarstjóra hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Einnig var hann framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Mýramanna um ára- bil. Með þessum hætti var hann þátttakandi í uppbyggingu sveit- anna í Borgarfirði og á Mýrum og fylgdist náið með fólki og fénaði. Vinnudagurinn var oft mjög langur og minni tími fyrir fjölskylduna en hann hefði kosið. Eins og oft á þess- um árum var verkaskiptingin skýr á heimilinu. Uppeldi barnanna fimm hvíldi á Guju, eiginkonunni, sem kom sem kaupakona að Hreða- vatni vestan úr ísafjarðardjúpi 1 lok stríðsins. Þar réðist hennar fram- tíð. Þau Gestur felldu hugi saman, gengu í hjónaband og stofnuðu heimili sitt í Borgarnesi. Þar var þeirra heimili allt þar til þau fluttu til Reykjavíkur um 1990. Ég var hálfklæddur í biðilsbux- urnar, eins og gengur, þegar ég hitti tengdaforeldra mína fyrst fyr- ir 35 árum. Gestur bauð mér til stofu og fjótlega upphófst ein af okkar mörgu þjóðmálaumræðum þar sem fátt var undanskilið. Skipti engu hvort hæst bar innlend stjóm- mál, stríðandi fylkingar einhvers staðar í heiminum eða kapphlaup stórveldanna og kalda stríðið. Ég játaði mig í hljóði oftar en ekki sigr- aðan því á engan hátt hafði ég lagt eins djúpt mat á hlutina og hann eða fylgst eins með fréttum. I sjálfu sér var hver fréttatími útvarps og sjónvarps hans helgistund sem ekki mátti rjúfa. Síðustu árin var þó oft kærkomið að fá sér dúr undir fréttalestri. Þá stóðst maður ekki mátið að spyrja hvað hefði verið í fréttum. Þegar stóð á svari gat hann ekki annað en játað að sér hefði runnið í brjóst. Gestur var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.