Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 33
32 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 33 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BANASLYS VEKJA ÓHUG s FIMMTUDAG varð bana- slys á Reykjanesbraut þeg- ar tveir bílar skullu saman með þeim afleiðingum að hjón og ungur maður dóu en lítil stúlka bjargaðist. A þessu ári hafa 28 manns látizt í umferðarslysum. Þessi dauðsföll í umferðinni vekja óhug. Þau sýna, að enginn er óhult- ur. Ekki heldur sá, sem ekur á lög- legum hraða og fylgir öllum reglum. Athyglin í umræðum um umferð- armál hefur beinzt mjög að ökum- önnunum sjálfum og framkomu þeirra í umferðinni. Það er skiljan- legt og eðlilegt en sú spurning verður æ áleitnari að hve miklu leyti umferðarmannvirkin sjálf eigi sök á slysunum. I Morgunblaðinu í gær er sagt frá því, að frá því að Reykjan- esbraut var opnuð árið 1965 hafí 52 látið lífíð á þeirri braut. Flest þess- ara slysa hafa orðið á 8 km löngum kafla við Kúagerði. Það er ekki hægt annað en komast að þeirri niðurstöðu, að í þessu tilviki eigi umferðarmannvirkin sjálf og hönn- un þeirra mikla sök á þessum ósköpum. Þá kemur fram, að sífellt fleiri slys verða í þéttbýli í Hafnar- firði, þar sem götur bæjarins tengjast Reykjanesbraut. Það fer ekki á milli mála, að Reykjanesbraut er stórhættuleg; Þar aka menn tiltölulega hratt. í myrkri og misjöfnu veðri að vetri til er mikil hætta á ferðum. En að- alatriði málsins er auðvitað það að við getum ekki lengur búið við eina akrein á Reykjanesbraut. Það verður að leggja alla áherzlu á að byggja upp aðra akrein á þessari leið og flýta framkvæmdum á þeim köflum, sem reynslan sýnir að eru lífshættulegir. Það eru mörg dæmi um að hönn- un umferðarmannvirkja eða að- stæður, sem tengjast þessum mannvirkjum, leiða til árekstra og slysa. Það er farið of hægt í að breyta umferðarmannvirkjum, sem reynslan hefur sýnt að eru slysa- valdar. Allt kostar þetta peninga og skiljanlegt að yfirvöld veigri sér við að leggja mikla fjármuni í breytingar á tiltölulega nýjum mannvirkjum. Hins vegar er það rétt, sem Sig- urður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs, segir í Morgunblað- inu í gær: „Það sem er sífellt að komast sterkar inn í umræðuna alls staðar er sú staðreynd að við sættum okkur ekki við þessi bana- slys. Siðmenntaðar þjóðir sætta sig ekki við að svo margir láti lífið og ég held, að það sé nákvæmlega sú hugsun, sem við þurfum að fá í rík- ara mæli inn í umræðuna um um- ferðarmál.“ Þetta eru orð að sönnu. Sið- menntaðar þjóðir sætta sig ekki við svona slys. Þau eru svo ástæðulaus. Það er búið að tala mikið um þessi mál á þessu ári. Virðingar- verð markmið hafa verið sett og yf- irvöld hafa virkjað bæði lögreglu- sveitir og aðra aðila svo sem kostur er í þeirri baráttu. Engu síður er eins og ekkert lát sé á óhugnanleg- um slysum. Svo virðist sem hver og einn öku- maður reyni að bæta framkomu sína í umferðinni á meðan umræð- ur standa yfir og athyglinni er beint að vandanum. En um leið og frá líður og dregur úr umræðum fer allt í sama farið aftur. Það hlýtur að verða verkefni yf- irvalda nú að hraða svo sem kostur er framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. En á meðan það hefur ekki verið gert er ekkert annað ráð en að stórauka löggæzlu á þessari leið, taka hart á akstri umfram löglegan hraða og beita slíkum aga á þessari fjölförnu leið að ökumenn komizt engan veginn undan því að hlíta settum reglum í einu og öllu. Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins 2. desember 1990: „Frá því að bráðabirgðalögin voru sett hefur forsætisráðherra hvað eftir annað lýst þeirri skoðun sinni, að þau hefðu meirihlutastuðning á Alþingi og er ekki ástæða til að ætla annað en að hann hafí verið í góðri trú, þegar hann gaf þæryfirlýsingar. Sú staðreynd blasir hins vegar við, að ríkisstjómin hefur ekki getað tryggt stuðning þingmanna stjóm- arflokkanna við bráða- birgðalögin og augljóst, að veikleikinn er í þingflokki Al- þýðubandalagsins. Af því til- efni spurði Morgunblaðið Ól- af Ragnar Grímsson, formann Alþýðubandalag- sins, hvort hann hefði gefið forsætisráðherra rangar upplýsingar um afstöðu þing- manna Alþýðubandalagsins til bráðabirgðalaganna. Svar Ólafs Ragnars Grímssonar var á þessa leið: „Nei, ég gaf Steingrími ekki rangar upplýsingar. Það hefur alltaf verið Ijóst, að einstakir þingmenn í Al- þýðubandalaginu myndu ekki geta stutt bráða- birgðalögin af persónulegum ástæðum, en afstaða flokks- ins var afar skýr. Stofnanir flokksins tóku afdráttarlausa afstöðu með bráðabirgðalög- unum, þjóðarsáttinni og efnahagsstefnunni. Við höf- um hins vegar aldrei lagst á þá menn, sem treysta sér ekki til að ganga þá leið. Það er mikill munur á því og stefnu flokksins.“ 3. desember 1985: „Eitt land, ein þjóð og ein tunga. Þessi þríeina staðreynd, sem full- veldi okkar er reist á, kom skýrt fram í máli manna á ráðstefnu um vemdun og efl- ingu íslenzkrar tungu, sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra efndi til á fullveldisdaginn, fyrsta desember síðastiðinn. Erlend máláhrif fara vaxandi hér á landi, ekki síst með nýrri fjölmiðlatækni, það er er- lendu útvarps-, sjónvarps- og myndbandaefni, sem flæðir inn í íslenzkt samfélag. Gervihnettir, sem færa heimsbyggðina senn saman í eina fjölmiðlafjölskyldu, samskiptaþjóðfélag í stað neyzluþjóðfélags eins og á var bent á ráðstefnunni, auka enn á ásókn og áhrif stærri og sterkari menningarsvæða að sérkennum og menningar- legu sjálfstæði hinna smærri. Það er því meir en tímabært að efla þjóðtungu okkar, sem geymir dýrmætan menning- ararf og er homsteinn full- veldis okkar.“ REYKJAVÍKURBRÉF VIÐ spyrjum okkur oft - og ekki að ástæðulausu - hvort við höfum gengið of langt í uppbyggingu og út- þenslu utanríkisþjónustu okkar. Sendiráðum í öðr- um löndum hefur smátt og smátt fjölgað og til stend- ur að fjölga þeim enn, þar sem gert er ráð fyrir að opna ný sendiráð í Kanada og Japan. Auk fjölgunar sendiráða hefur orðið aukning á starfsmannafjölda einstakra sendiráða og á það ekki sízt við um Brussel, þar sem rekin eru tvö sendiráð. Þá hafa margir spurt, hvort nauðsynlegt væri að leggja í svo mikinn kostnað, sem raun ber vitni við húsakost sendiráða og starfsmanna þeirra. Það er ekki oft, sem íslenzka utanríkisþjón- ustan fær tækifæri til að sanna með ótvíræðum hætti réttmæti þessara miklu umsvifa og að sá kostnaður, sem í hana er lagður skili sér til baka. Það hefur þó gerzt tvisvar sinnum á þess- um áratug. í fyrra skiptið í samningaviðræðun- um um EES, sem leiddu til jákvæðrar niður- stöðu og tryggðu hagsmuni okkar á vettvangi Evrópusambandsins, þótt við stöndum utan við það. I síðara skiptið nú undanfarna sólarhringa, þegar öllum kröftum utanríkisþjónustunnar hefur verið beint að því marki að koma í veg fyr- ir bann við innflutningi á fiskimjöli til aðildar- ríkja Evrópusambandsins. Atburðarás síðustu daga sýnir nauðsyn þess fyrir okkur að reka öfluga utanríkisþjónustu og hún sýnir líka mikilvægi þess, að íslenzkir stjórnmálamenn og embættismenn, í þessu til- viki sendiherrar, rækti stöðugt og reglulega samskipti sín við stjómmálamenn og embættis- menn í helztu viðskiptalöndum okkar. Fiskimjölsmálið sýnir hvað hægt er að skaða hagsmuni okkar og annarra með afdrifaríkum hætti á ótrúlega skömmum tíma. Kúariðan og allmörg tilvik um hinn svo- nefnda Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóm hafa valdið skelfingu í Evrópulöndum og það er skiljanlegt. Skelfing almennings hefur orðið til þess að stjórnmálamenn grípa til skjótra ráðstafana til þess að slá áþá útbreiddu hræðslu. Sigríður A. Snævarr, sendiherra íslands í París, lýsir þessu vel í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, þegar hún segir að staðan í Frakklandi sé ákaflega viðkvæm og erfið. Kúar- iðutilfelli í Frakklandi hafi tvöfaldazt frá því í fyrra og franskir stjórnmálamenn væru undir miklum þrýstingi almennings að grípa til ein- hverra aðgerða. Sendiherrann segir: „Frakkar eru fyrst og fremst að hugsa um að loka öllum gáttum, sem geta aukið möguleika á að kúariða breiðist út. Fólk vill geta treyst sínum stjórn- völdum til að setja öflugar reglur varðandi mat- væli.“ Svipuð lýsing á ástandinu í Þýzkalandi kemur fram í samtali Morgunblaðsins í dag, laugardag, við Ulrike Höfken, þingmann Græningja, sem er talsmaður þingflokks þeirra í þessum mála- flokki. Hún segir: „Það voru neytendur, sem gerðu skilyrðislausa kröfu um, að dýramjöl yrði tekið úr umferð, eftir að í Ijós kom að það væri smitleiðin fyrir kúariðu.“ Það er ósanngjarnt að tala um múgsefjun í þessu sambandi, því að við íslendingar eins og aðrir hljótum að skilja ótta almennings af þessu tilefni. Sá ótti getur líka gripið um sig hjá ís- lendingum, sem hafa ferðast um Evrópulönd og borðað þar nautakjöt. Þeir hafa með því tekið jafn mikla áhættu og íbúar þessara landa og þess vegna alls ekki óhugsandi að slík sjúk- dómstilfelli geti komið upp í fólki af íslenzku bergi brotnu, sem dvalizt hefur lengur eða skemur í þessum löndum. En þótt ósanngjarnt sé að tala um múgsefjun er jafn ljóst, að stjórnvöld í þessum ríkjum hafa ákveðið að keyra í gegn lagasetningar og ákvarðanir án þess að doka við og íhuga ýmsa efnisþætti þeirra. Það hafa nákvæmlega engar vísbendingar komið fram um að fiskimjöl komi hér við sögu á einn eða annan veg. En ákvarðanir sem þessar geta hins vegar á skömmum tíma lagt í rúst, ekki eingöngu mikilvæga grein sjávarútvegsins heldur heil byggðarlög á Islandi. Hvaða mögu- leika telja menn að Raufarhöfn hafi á að lifa af, ef innflutningur á fiskimjöli verður bannaður tií ESB-landa, svo að dæmi sé nefnt? Mál af þessu tagi sýna hversu mikilvægt hagsmunamál það er fyrir okkur Islendinga að hafa yfir að ráða tækjum til þess að berjast gegn ákvörðunum sem þessum. Utanríkisþjón- ustan er slíkt tæki eins og nú er að koma í Ijós með skýrum hætti. Þegar Morgunblaðið hafði spurnir af þessu Laugardagur 2. desember. Brim við Blönduós Morgunblaðið/RAX máli á fimmtudagskvöld og skýrði frá því fyrst fjölmiðla á föstudagsmorgni, höfðu sendiherrar Islands í Evrópu verið að störfum klukkutímum saman við að koma á framfæri upplýsingum við stjórnvöld í viðkomandi löndum um að fiskimjöl kæmi hér hvergi við sögu og um hvers konar hagsmuni væri að ræða fyrir okkur íslendinga. Yiðbrögð utanríkis- Viðbröffð utan- þjónustunnar voru mjög ríkishiónnst- snörp' Annars vegar rutlspjonuSL- voru allir sendiherrar í Ulinar aðildarríkjum Evrópu- sambandsins sendir af stað. Hins vegar voru sendiherrar ESB-ríkja á íslandi kallaðir til sérstaks fundar í utanríkis- ráðuneytinu, þar sem þeir fengu upplýsingar um stöðu mála. Jafnframt er ljóst, að Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra hefur setzt við símann og talað við fjölmarga aðila innan ESB og átti m.a. mik- ilvægt samtal við Ritt Bjerregaard, hinn um- deilda ráðherra matvælamála í Danmörku og fyrrverandi meðlim framkvæmdastjórnar ESB í gær, föstudag. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsir þess- um ráðstöfunum íslenzkra stjórnvalda með þessum orðum í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „Eg held, að málið standi betur en það stóð áður en við fórum í þessar aðgerðir en það er þó ekki alveg séð fyrir endann á þessu. Málið er rekið á tilfinningalegum nótum í Evrópu, því miður, en ekki faglegum. Þess utan eru einhver öfl sem eru að reyna að smeygja sér inn í vandræðaganginn með kjötmjölið, með því að blanda fiskimjöli inn í hann, sem engar efnis- legar eða vísindalegar ástæður eru til.“ Bretland er mikilvægasti markaður okkar fyrir fiskimjöl innan Evrópusambandsins. í samtali við Morgunblaðið segir Þorsteinn Páls- son, sendiherra í London, um viðhorfið í Bret- landi eftir að hafa átt viðræður við brezka emb- ættismenn í ráðuneytum utanríkismála, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála: „Sjálfir hafa þeir tekizt á við þetta kúariðuvandamál með því að banna kjöt- og beinamjöl. Þeir hafa ekki frekar en við, séð vísindaleg rök fyrir þvi að bannið eigi að ná til fiskimjöls. Þetta er í grundvallaratriðum þeirra afstaða. Hins vegar hafa þeir ítrekað að það sé með öllu óljóst hver niðurstaða ráðherraráðsins verði í Brussel á mánudaginn. Þeir hafa ekki fullyrt um hver endanleg afstaða þeirra verður til málsins í ráðherraráðinu.“ Danmörk er einnig einn af stærstu mörkuð- um okkar fyrir fiskimjöl innan ESB. Um þá af- stöðu Dana í dýralæknanefndinni í Brussel að sitja hjá, sagði Helgi Ágústsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, í samtali við Morgunblaðið, að danskir stjórnmálamenn yrðu að horfast í augu við almenningsálitið. Þeir gætu ekki tekið ákvörðun í málinu í einu stökki. Hins vegar er ljóst, að Ritt Bjerregaard hef- ur gefið Halldóri Ásgrímssyni fyrirheit um að Danir berjist gegn banni á fiskimjöli í ráðherra- ráðinu, sem er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir okkur íslendinga. Við getum líka búizt við að eiga hauka í horni, þar sem Svíar eru. Hörður H. Bjarnason, sendi- herra okkar í Stokkhólmi, kom sjónarmiðum ís- lendinga á framfæri við landbúnaðarráðherra Svía, sem fer með sjávarútvegsmál þar í landi. Sendiherrann lýsir viðhorfi Svía á þennan veg: „Svíum hefur fundizt afgreiðsluháttur málsins fljótfærnislegur. Þeirra afstaða er sú að taka þurfi slíkar ákvarðanir byggðar á staðreyndum og vísindalegum grunni. Þeir eru því jákvæðir í okkar garð en síðan er annað mál hvernig hin pólitíska umræða fer fram í Brussel. Frakkland er áhrifamikið og hefur stuðning meirihluta ríkja við sína tillögu en ekki meirihluta at- kvæða, þannig að erfitt er að segja til um hvern- ig þetta fer á endanum.“ Kornelíus Sigmundsson, sendiherra íslands í Finnlandi, lýsir afstöðu Finna með þessum orð- um: „Finnar hafa fullan skilning á hvað þetta er alvarlegt mál fyrir okkur bæði sem grundvall- aratriði og viðskiptamál. Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða fyrir útflutning íslendinga til Evrópusambandsins og einnig til Finnlands, því við flytjum talsvert af fiskimjöli og lýsi hingað." Þýzkaland er eitt áhrifamesta ríkið innan Evrópusambandsins. Þar tókst Ingimundi Sig- fússyni, sendiherra í Berlín, að ná tali af tveim- ur ráðherrum og nokkrum þingmönnum. Sendi- herrann segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé hápólitískt og afar viðkvæmt en hann hafi fengið góð viðbrögð frá þingmönnum og ráðherrum við sjónarmiðum Islands. Ulrike Höfken, þingmaður Græningja á þýzka þinginu, lýsti viðbrögðum sínum eftir samtal við íslenzka sendiherrann á þennan veg: „Eftir að sendiherrann hafði samband við mig reyndi ég að fá því framgengt að það yrði tekið fram í frumvarpinu að áfram mætti nota fiski- mjöl í fóður handa svínum og alifuglum. Eg hefði talið það skynsamlegt." Þingmaðurinn segir síðan, að þessi viðleitni hafi strandað á til- lögu framkvæmdastjórnar ESB, sem gerir ekki ráð fyrir neinum undanþágum. Niðurstaðan í þýzka þinginu varð hins vegar sú, að lögfest var heimild til að veita undan- þágur, sem getur reynzt okkur mikilvæg. Jafnhliða þessum samtölum íslenzku sendi- herranna hafa Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra íslands hjá ESB, og starfslið hans unnið af miklum krafti við að kynna íslenzk sjónarmið í höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Utanríkisráðuneytið sendi svo á föstudag fréttatilkynningu til allra helztu fjölmiðla í Evrópu, þar sem sjónarmið íslands voru kynnt. Evrópskir fjölmiðlar hafa eins og við er að búast fjallað mikið um þetta mál og kannski undirstrikar málið mikilvægi þess, að íslenzka utanríkisþjónustan taki upp kerfisbundnar að- gerðir til þess að rækta tengsl við áhrifamenn á fjölmiðlum í ESB-ríkjum til þess að hafa meiri möguleika en ella á að koma slíkum upplýsing- um á framfæri. Sjálfsagt hefur það verið gert að einhverju leyti. Það á eftir að koma í ÁrangTlrinn •jós. hver árangurinn verður af þessum að- gerðum. Þó fer ekki á milli mála, að tvennt hef- ur áunnizt síðustu daga. í fyrsta lagi það að ágreiningur varð innan dýralæknanefndarinnar og í öðru lagi verður að telja að ákvæðið í þýzku lögunum, sem veitir heimild til þess að gefa út reglugerð með undanþágum geti orðið afar mikilvægt fyrir okkur, ekki sízt ef það getur orðið fordæmi fyrir sambærilegum ákvörðun- um annars staðar. Það breytir hins vegar ekki því, að enginn getur fullyrt neitt um hver niðurstaða ráðherra- ráðsins verður í Brussel á mánudag. Hvaða lærdóma getum við dregið af þessu máli það sem af er? Fyrst ber að nefna, að málið sýnir hvað hægt er með skjótum hætti að skaða viðskiptahags- muni okkar gífurlega með lokun markaða. Við höfum svo sem áður orðið fyrir því, að mörkuð- um hefur verið lokað fyrir íslenzkar sjávara- furðir í Evrópu. Það gerðist í fyrsta sinn á lýð- veldistímanum með hinu fræga löndunarbanni í Bretlandi í kjölfar útfærslu okkar í 4 sjómílur. Þá varð brezki brotajárnssalinn Dawson fræg- ur á íslandi vegna viðleitni hans til þess að brjóta löndunarbannið á bak aftur. Afleiðingin af því varð hins vegar sú, að við fundum mikil- væga markaði annars staðar. I annan stað undirstrika skjót viðbrögð Hall- dórs Ásgrímssonar utaniíkisráðherra, Sverris Hauks Gunnlaugssonar, ráðuneytisstjóra og samstarfsmanna þeirra, þá staðreynd, að ís- lenzka utanríkisþjónustan er orðin mjög virkt tæki til þess að halda fram íslenzkum sjónar- miðum í málum sem þessum. í þriðja lagi er fiskimjölsmálið til marks um þýðingu þess, að íslenzkir stjórnmálamenn og embættismenn rækti reglulega tengsl við áhrifamenn í helztu viðskiptalöndum okkar, hvort sem um er að ræða í stjórnmálum, stjórn- kerfinu, viðskiptum eða á fjölmiðlum. I fjórða lagi vekur fiskimjölsmálið auðvitað upp spurningar um, hvort við værum betur staddir til þess að gæta hagsmuna okkar í mál- um sem þessum innan ESB en utan. I ljósi þeirra áhrifa, sem almenningsálitið í Evrópu hefur á stjórnmálamenn í málinu má spyrja, hvort það hefði skipt nokkru máli, þótt Island hefði verið innan veggja ESB í stað þess að standa í dyragættinni með EES-samninginn í höndunum. Engu að síður er þetta gild spurn- ing. I fimmta lagi sýnir fiskimjölsmálið enn einu sinni hversu háðir við íslendingar erum sjávar- útvegi okkar og útflutningsmörkuðum. Bann við innflutningi fiskimjöls til ESB-ríkja mundi þýða hrun loðnuveiðanna, fall nokkurra byggð- arlaga og hafa keðjuverkandi áhrif út í þjóðfé- lagið með minni tekjum, lækkandi verði hluta- bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrir- tækjum, sem þeim eru tengd. í þessu máli hljótum við fyrst og fremst að treysta á stuðning Norðurlandaþjóðanna þriggja, sem eru innan ESB. Þó er skynsamlegt að vera við öllu búnir. Inn- an framkvæmdastjórnar ESB fara fram mjög háþróuð hrossakaup. Þrátt fyrir góð orð í okkar garð er aldrei hægt að útiloka, að í þeim hrossa- kaupum hunzi Norðurlandaþjóðirnar þrjár okk- ar hagsmuni ef þau geta tryggt einhverja aðra hagsmuni sína. Hið sama á að sjálfsögðu við um Breta og Þjóðverja. En það mundu verða okkur íslendingum mikil vonbrigði, ef svo færi og vekja upp spurningar um framhaldið. Stað- reyndin er sú, að alltaf þegar á hefur reynt í ut- anríkismálum okkar hafa Bandaríkjamenn stutt við bakið á okkur en deilur okkar hafa allt- af verið við Evrópuþjóðir. Vonandi á sú saga ekki eftir að endurtaka sig í þessu máli. Málstaður okkar er algerlega á hreinu. Engin Evrópuþjóð getur sýnt fram á það með nokkr- um rökum, að fiskimjöl eigi heima undir sama hatti og dýramjöl. Verði það niðurstaða Evrópusambandsins er um að ræða rakalausar geðþóttaákvarðanir, sem valda okkur gífurlegu tjóni og mundu skapa mikla stífni og stirðleika í samskiptum okkar við þessar sömu þjóðir. „Atburðarás síðustu daga sýnir nauðsyn þess fyrir okkur að reka öfluga utanrík- isþjónustu og hún sýnir líka mikilvægi þess, að íslenzkir sljómmálamenn og embættismenn, í þessu tilviki sendi- herrar, rækti stöð- ugt og reglulega samskipti súi við stjómmálamenn og embættismenn í helztu viðskipta- löndum okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.