Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNPBONP Makalaus mark- aðsblekking Aðskellaá (Hanging Up)______ Gamanmynd/Drania ★% Loikstjóri Diane Keaton. Handrit Delia og Nora Ephron. Aðal- hlutverk Meg Ryan, Walter Matt- hau, Lisa Kudrow og Diane Keaton. (94 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. ÞEGAR setja þarf niður nokkrar h'nur um þessa mynd kemur fyrst upp í hugann hvers konar alls herjar markaðsblekking hér er á ferð. Af allri auglýsingaher- ferð, veggspjöldum og myndbandskápu að dæma var manni gefin sú mynd að hér væri á ferð létt og hressileg gam- anmynd þar sem á kostum færu þijár annálaðar gamanleikkonur og það sem meira er einn af konungum grínsins - hinn aldni Walter Matthau. Það var síðan ekki íyrr en ég hafði lokið við að horfa á hana til enda sem ég áttaði mig á því hvers vegna grípa þurfti til slíkra aðgerða. Framleið- endumir gerðu sér einfaldlega fulla grein fyrir hvers konar gallagrip þeir höfðu í höndunum og gripu því til ör- þrifaráða til þessa að reyna að tendra áhuga - narra fólk á mynd sem ann- ars átti vafalítið eftir að spyrjast iila út, sem hún gerði. Málið er að þegar rykið hefur verið dustað úr augunum þá birtist í gegnum tárbólgin augun þunglyndislegt og þumbaralegt drama um óhamingjusama miðaldra konu (Ryan) sem á allt til alls, góðan eiginmann, yndisleg böm, frama og veraldlegan auð. Málið er að faðir hennar (Matthau) liggur á dánarbeð- inum, faðir sem fælt hefur burt alla aðra nákomna ættingja vegna óbæri- legra leiðinda og drykkju. Og vandinn er að honum tekst líka að fæla burt áhorfendur. Vissulega er Matthau magnaður í sínu hinsta hlutverki og Ryan þolanleg en ég fæ bara ekki skilið hvað hin hæfileikum gædda Keaton er að gera í slagtogi við þær Ephron-systur. Skarphéðinn Guðmundsson „FRÁBÆRT, vá, [hlátur] það er al- veg rosalegt," þannig brást Jonny Buckland, gítarleikari Coldplay, við þeim fréttum að nýjasta smáskífu- lag þeirra „Trouble" hefði náð toppi íslenska listans. Það er þá annað lag sveitarinnar til þessa sem nær þeim árangri. „Það var búið að segja okkur að við væram vinsælir þama og ef ég segi þér alveg eins og er þá dauð- langar okkur að koma.“ Þegar ég hlusta á Coldplay, skypja ég áhrif frá gömlu góðu „Indie“-rokk senunni sem gekk yfir Bretland fyrir tíu árum. Er eitthvað til í því? „Já, kannski. Hljómsveitir á borð við My Bloody Valentine, Boo Radl- ey’s eða Ride höfðu vissulega áhrif á okkur. Ég hlusta nú ekki mikið á þessa tónlist í dag. Ég skelli þessu stundum á þegar við eram að djamma. Þá enduruppgvötar maður þessar plötur.“ Voru þetta hljómsveitirnar sem þið hlustuðuð mest á sem ungling- ar? „Já, fyrsta alvöra hljómsveitin sem ég var í spiiaði líka svona tón- list.“ Hvað eruð þið að hlusta á í dag? „Núna er ég mest að hlusta á Gram Parsons, Grandaddy og svo er ég stórhrifinn af Sigur Rósar plötunni. Hún er ótrúleg.“ Heldur þú að þeir séu að hafa áhrif á einhverjar hljómsveitir þarna í Bretlandi? „Já, alveg bókað mál.“ Eg las líka einhverstaðar að þú hefðir ekki byrjað að taka þig al- varlega sem gítarleikara fyrr en þú heyrðir í Stone Roses. „Ég spilaði eiginlega aldrei á gítarinn. Ég kunni að spila „Desire" með U2 en ekki mikið meira en það.“ Eru ekki bara þrír hljómar í því lagi? „Jú.“ [hlátur] Það er nú ekki mikill Stone Roses keimur yfír ykkur. „Nei, í rauninni ekki. Stundum heyri ég smávægileg áhrif. Það er öragglega allt komið frá mér samt. Ég held reyndar að Will trommari hafi líka verið hrifinn af þeim.“ Á túr með Bellatrix Eruð þið ekki vinahljómsveit Bellatrix (Kolrassa Krókríðandi)? „Jú, við fórum saman í hljóm- leikaferð í nóvember í fyrra.“ Myndir þú segja að þið væruð frá svipaðri tónlistarsenu og þau? A MYNDBANDI5. DESEMBER LAUGAVEGUR 164 SIMI: 552-8333 ÆGISSÍÐU 123 SÍMI: 551-9292 HAFNARFIRÐI SIMI: 585-4460 FURUGRUND 3 KÓP. SlMI: 554-1817 MOSFELLSBÆ SÍMI: 586-8043 NÚPALIND 1 KÓP. SlMI: 564*5680 ÞAR SEM NÝJUSTU MYNDIRNAR FÁST „Halló íslendingar, við erum alveg á leiðinni!" „Otrúlegt að eiga vinsælasta lagið á Islandi‘ ✓ Islendingar hafa tekið vel á móti tónum bresku sveitarinnar Coldplay. Birgir Öm Steinarsson hringdi í gítarleikara sveitar- innar Jonny Buckland og spurði hann m.a. hvort þeir ætluðu ekki að fara drífa sig hingað á klakann. SímaviötaJ víd gítarleikaara Coldplay „Já, ætli það ekki. Ég er samt ekki viss, það er frekar erfitt að skilgreina þetta svona nákvæmlega. Sérstaklega þegar þú ert í miðri senunni. Það er örugglega auðveld- ara fyrir utanaðkomandi." Kynntust þið vel? „Já, ég myndi segja það. Tón- leikaferðalagið stóð yfir í þrjár vik- ur eða svo. Við fylgdumst oft með þeim spila, en við höfum ekki hitt þau í einhvern tíma núna.“ Þið í Coldplay eruð allir hver frá sínum landshlutanum. „Já, við kynntumst allir í mennta- skóla í London." Mér hefur alltaf fundist eins og það skipti miklu máli þarna í Bret- landi hvaðan hljómsveitirnar eru. „Já, stundum skiptir það máli. En ég held að það skipti ekki máli í okkar tilviki. Við eram héðan og þaðan þannig að það tengir okkur enginn við einhvem ákveðin stað. Við ólumst allir upp á mismunandi stöðum við mismunandi aðstæður." Finnst þér það hafa komið sér vel fyrir ykkur? „Ég hef ekki hugmynd það, en það hefur náttúrlega mikil áhrif á það hvemig við eram. Við höfum allir upplifað svo mismunandi hluti. Við ólumst t.d. allir upp við mis- munandi tónlist en samt voram við allir komnir í svipaðar pælingar þegar við kynntumst. Ég myndi al- gjörlega skrifa undir það að það hafi sitt að segja. Við komum allir með mismunandi hugmyndir inn í tónlistina." Skyndifrægð og framhaldið Þið hafíð risið til frægðar á nokk- uð skömmum tíma. Eruð þið eitt- hvað smeykir við það? „Við eram í rauninni bara hissa. Það er t.d. alveg ótrúlegt að við eig- um vinsælasta lagið á Islandi." Hvað eruð þið komnir langt við vinnsluna við næstu plötu? „Ekki mjög langt. Við eram með fullt af hugmyndum en við þurfum að fá tíma til þess að klára þær. Við eram reyndar byijaðir að spila nokkur ný lög á tónleikum en við þurfum líka að vinna meira í þeim. Þannig að við eigum langa leið eftir en ég er að vonast til þess að við verðum búnir að taka upp um 20 lög fyrir lok næsta árs.“ Hvernig er vinnuferlið hjá ykk- ur? „Það er mjög mismunandi. Stundum kemur Chris söngvari með einhverja litla hugmynd að lagi sem ég og hann prafum þá að spila saman til þess að sjá hvemig hún virkar. Stundum era lögin frá hon- um nokkuð tilbúin. En þau þróast alltaf þegar við byrjum að æfa þau. Þetta virkar ekki þannig að hann komi með lag og segi; „héma er lagið, spilið þetta svona!“. Þetta ein- hvem veginn bara vex og þrosk- ast.“ Finnið þið fyrir pressu við laga- smíðamar út af vinsældunum? „Já, ætli það ekki. Við eram samt ekld með áhyggjur yfir því að þetta verði ekki nægilega mikið vinsælda- popp. Þetta er miklu meiri pressa innan hljómsveitarinnar því okkur langar til þess að gera betri plötu.“ Hvernig er tónlistin að þróast? „Það verður eitthvað um önnur hljóðfæri, en ég get eiginlega ekk- ert sagt hvemig platan verður. Við eram ekkert búnir að ákveða hvort hún eigi að innihalda þyngra rokk eða eitthvað svoleiðis. Við ætlum bara að bíða og sjá hvert lögin leiða okkur, heyra hvemig þau hljóma og útsetja þau eins vel og við mögu- lega getum.“ Þið útsetjið þá lögin ykkar sjálfír. „Bæði og, við vinnum með öðram manni sem heitir Ken Nelson.“ Kemur hann snemma inn í ferlið, eða eftir að þið klárið lögin? „Ég held reyndar að þú hafir aldrei klárað lag fyrr en þú ert búinn að taka upp lokaútgáfu þess. Lögin era alltaf að breytast í hljóð- verinu. Áferðin á þeim og tilfinning- in er alltaf að breytast hjá okkur. Við útsetjum lögin mjög mikið bara í hljóðverinu, það er svo auðvelt, því þá er alltaf hægt að halla sér aftur og hlusta á það sem maður er búinn að gera.“ Þá er komið að þessari sígildu síðustu spumingu, hvenær á svo að kíkja á klakann til þess að spila? „Það era einhverjar þreifingar í gangi varðandi tónleikahald í Reykjavík á næsta ári, ég get stað- fest það, en ég er bara ekki viss um hvernig þær ganga,“ segir Jonny Buckland sáttfús að lokum. nafngylling fylgir Atson leðurvörum Drangey Laugavegi Penninn Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.