Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 5
HAlendiÐ í NÁTTÚRU ÍSLANÐS Guðmundur Páll Ólafsson^ Hálendið í náttúru íslands Þessi glæsilega bók er fræðirit handa almenningi, tilraun til að opna sýn á náttúru hálendis- ins í allri sinni dýrð og örva menn til óbyggðaferða. Frá smæsta blómi til hæstu fjalla lifnar íslenska hálendið á síðum bókarinnar í einstæðu samspili fróðleiks og myndefnis. Höfundur fléttar saman náttúrufræði, bókmenntir, þjóðtrú og sagnfræði og sýnir hvílíkan þjóðararf íslendingar eiga í ósnortnum víðernum landsins. Þegar við bætast frábærar Ijósmyndir, kort og töflur verður til ein stórkostlegasta bók sem nokkru sinni hefur komið út á íslensku. „Mikill fróðleikur er hér saman kominn og heildarmyndin er skýr. Höfundi hefur tekist að hrífa lesandann með sér og hann hefur lætt að honum þvi viðhorfi að hér sé fjársjóður sem standa berí vörð um. Ágúst H. Bjarnason, Mbl. „Meistaraverk sem lengi mun lifa með þjóðinni." Björgvin G. Sigurðsson, strik.is Kristján Eldjárn Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi Ný og endurskoðuð útgáfa á þessu undirstöðuriti Kristjáns Eldjárns. Heimildarrit fornleifafræðinga um íslenskar minjar vikingaaldar og fróðleikslestur fyrir almenning. Grundvallarrit um upphafssögu þjóðarinnar, nauðsynleg handbók og fræðirit öllu áhugafólki um fornmenningu íslendinga. Bókina prýða um 400 mynd- ir, Ijósmyndir, teikningar og kort. Ritstjóri er Adolf Frið- riksson fornleifafræðingur. Árni Björnsson Wagner og Völsungar Niflungahringurinn og islenskar bókmenntir Lengi hafa menn talið að Wagner sækti efnivið Niflungahringsins í þýskan miðaldakveðskap. Árni Björnsson sýnir hins vegar fram á að langstærstur hluti af aðfengnum hugmyndum hans er sóttur í íslenskar bókmenntir. Einnig segir frá ævi og samtíma Wagners og sögu norrænna fræða 1 Þýskalandi til að varpa Ijósi á tengsl Wagners við íslenskan menningararf. J.R. Porter Jesús Krístur Jesús sögunnar - Kristur trúarínnar í þessari bók er fjallað um líf og starf Jesú, gyðinglegar rætur hans og samfélagið sem hann Lifði og hrærðist i. Greint er frá ævi hans, boðskap og kennitíð samkvæmt frásögnum guðspjallanna, og vísað er tiL merkra heimilda í sagnfræði og fornleifafræði. Loks er fjallaó um túlkunarleiðir: Hvaða augum leit Jesús sjáLfan sig og hvernig hafá menn kosið að nálgast og skilja persónu hans og boðskap? Bókina prýða rúmlega 180 litmyndir og landakort af sögustöðum. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. „Aðalpersóna bókarínnar hefur veríð og mun verða óendanleg uppspretta pælinga, tilfinninga og sköpunar. Bók Porters er verðug viðbðt við þá auðugu flóru, og ég mæli hiklaust með henni, jafnt fyrir þá sem þekkja efnið vel og hina sem vilja kynnast því betur." Ármann Halldórsson, Mbl. Mál og menning Siðumúla 7-9 * laugavegi 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.