Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Vicente Fox, hinn nýi forseti Mexíkó, ásamt dóttur sinni, Paulinu, og syni, Rodrigo, á leið til
þinghússins í Mexikóborg þar sem hann sór embættiseiðinn.
Nýir tímar í
Mexíkó
BAKSVIÐ
Þáttaskil urðu í stjórnmálum Mexíkó er stjórn
Vicente Fox tók við völdum á föstudag. Stefán
Á. Guðmundsson fjallar um málið.
NÝR forseti Mexíkó, Vicente Fox
Quesada, tók við völdum á föstudag.
Nýtt tímabil er því hafið í sögu
Mexíkó því Fox er fyrsti forsetinn í 71 ár
sem ekki kemur úr röðum gamla einræðis-
flokksins PRI. Margir þjóðhöfðingjar voru
viðstaddir athöfnina, þ.á m. Femando
Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, og Fidel
Castro, forseti Kúbu. Madeline Albright, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, kom sem
fulltrúi Bills Clintons. Fox, sem var fylkis-
stjóri í Guanajato áður en hann vann for-
setakosningamar 2. júlí síðastliðinn, bauð
yfir 1.200 manns í veislu eftir setningar-
athöfnina þar sem hann lofaði í ræðu sinni
m.a. áframhaldandi lýðræðisþróun.
Mikil spenna og eftirvænting hefur ein-
kennt þjóðfélagið í Mexíkó undanfamar vik-
ur en hinn nýi forseti landsins dró það nán-
ast fram á síðasta dag að tilkynna hverjir
myndu sitja í ríkisstjóm hans næstu sex ár-
in. Misjöfn viðbrögð urðu þegar þessir ein-
staklingar vom kynntir, en megnið af þeim
kemur úr viðskiptageiranum og er með litla
reynslu úr opinberam störfum. Þetta val
endurspeglar það sem hefur jafnan verið
sagt um Fox síðustu árin, þ.e.a.s. að hann sé
meiri kaupsýslumaður en pólitíkus. Áður
var hann forstjóri Kóka Kóla í Rómönsku
Ameríku, Fox er sjálfur hluthafi og eigandi
nokkurra fyrirtækja í landinu, þ.á m.
verksmiðju sem framleiðir kúrekastígvél, en
það er jafnan skótauið sem hann kýs að
ganga í. Margir hafa gagnrýnt Fox fyrir val
sitt á ráðherrum og líkti einn þingmaður
PRD, vinstriflokks landsins, því við helgi-
spjölí; að láta einstaklinga úr viðskiptalífinu
sem sjaldan hafa borið virðingu fyrir ríkinu
taka við stjórn landsins væri eins og að láta
mótmælendur stjórna kaþólsku kirkjunni í
Mexíkó.
Heitir raunsæi og skilvirkni
Fox hefur varið ríkisstjórn sína og látið
það koma skýrt fram að hennar helstu ein-
kenni muni vera raunsæi og skilvirkni.
Hann hefur einnig ítrekað að ríkisstjórn sín
muni ekki eyða tíma í að velta sér upp úr
hugmyndafræðiiegum hugtökum eins og
hinir gömlu stjórnmálamenn einræðisflokks-
ins og þess vegna hafi hann valið ýmsa ein-
staklinga úr viðskiptalífinu sem hann þekkir
og treystir til að taka af raunsæi á hinum
ýmsu vandamálum sem hrjá þjóðina, ein-
staklinga sem séu heiðarlegir, reynslumikl-
ir, fagmannlegir og sem bera mikla ást til
föðurlandsins. Til að sýna fram á heiðarleika
þessara einstaklinga hefur forsetinn gefið út
þá tilskipun að hverju og einu embætti inn-
an ríkisstjórnar sinnar beri skylda til þess
að opinbera alla reikninga, nokkuð sem
gamli einræðisflokkurinn gerði sjaldan.
En hver era helstu baráttumál Fox? For-
setinn hefur í ræðum sínum síðastliðnar vik-
ur ítrekað nokkra punkta, þ.á m. að hann
muni berjast gegn fátækt og spillingu í
landinu, beita sér fyrir auknum mannrétt-
indum og efla lýðræðisþróun. Einnig er á
dagskrá að endurbæta stjórnkerfi landsins
og sérstaklega vinna meira að valddreifingu
innan kerfisins, en miðstjómarvald ríkisins,
þ.e.a.s. forsetaembættið, hefur löngum þótt
heldur ólýðræðislegt. í efnahagsmálum hef-
ur Fox sagt að nauðsynlegt sé að halda
áfram frjálslyndisstefnu undanfarinna ára
og auka erlendar fjárfestingar.
Val á fjármálaráðherra
vekur ánægju
Til að viðhalda hagvexti landsins hefur
forsetinn fengið í lið með sér gamlan ref
sem hefur gegnt ýmsum stöðum innan
bankakerfis landsins svo og innan fyrrver-
andi ríkisstjómar Carlos Salinas. Francisco
Gil Días heitir hann en tilnefning hans í
stöðu fjármálaráðherra vakti mikla ánægju
á alþjóðléga fjármálamarkaðinum þar sem
hann er vel þekktur fyrir að stjórna með
harðri hendi. Að sögn Fox er fyrsta verkefni
Gil Díaz að tryggja að fjárlagahallinn fari
ekki yfir 0,5% á næsta ári sem þýðir að
hann verður skorinn niður um helming frá
árinu 2000.
í utanríkismálum stefnir Fox m.a. að því
að auka viðskipti við Evrópu en með tilkomu
fríverslunarsamninga við Evrópusambandið
og EFTA-ríkin vill hann þannig reyna að
draga úr því að vera alfarið háður Banda-
ríkjamarkaði. Það kemur I hlut ungs og
kraftmikils fræðimanns, Jorge G. Castan-
eda, að sjá um að þessu verði framfylgt en
hann er vel þekktur í vesturheimi fyrir rit-
störf sín og þekkingu á alþjóðastjórnmálum
með áherslu á málefni Mexíkó og Banda-
ríkjanna. Útnefning hans olli nokkram titr-
ingi í Washington vegna bakgranns hans, en
auk þess að hafa verið mikill vinstrimaður á
yngri áram gagnrýndi hann harkalega
hvemig Mexíkó stóð að fríverslunarsamn-
ingnum við Bandaríkin og Kanada.
Miklar væntingar era gerðar til Fox um
að betrambæta ýmsa þætti þjóðfélagsins
þar sem þetta er tími umbreytinga frá ein-
ræði til lýðræðis. Það er því mikill þrýsting-
ur á ríkisstjórn forsetans, sérstaklega af
hálfu landsmanna, að gera mikið á stuttum
tíma. Fox hefur lofað mörgu síðustu mánuði
en ekki þykir fræðimönnum hann geta leyst
úr öllum þeim málum sem hann hefur gefið
fyrirheit um á aðeins sex áram, jafnvel þótt
fiillur vilji sé fyrir hendi. Fátækt og ójöfn-
uður era gífurleg í landinu, um 40% lands-
manna eða um 40 milljónir lifa á mörkum fá-
tæktar, þ.e.a.s. hafa ekki aðgang að
rafmagni eða rennandi vatni. Zapatista-deil-
an, baráttan um réttindi índíána í fylkinu
Chiapas, er enn óleyst og flóknari en nokkru
sinni fyrr. Embættismannakerfinu og skrif-
ræðinu er ennþá stjórnað af gamla einræðis-
flokknum PRI og er spilling mikil. Gríðar-
lega spillingu er einnig að finna innan
dómskerfisins svo og í verkalýðsfélögunum.
Varðandi fátæktina hefur Fox sagt að
jafnvel þó að stefna sín sé að láta markaðinn
ráða ferðinni í efnahagsmálum sé hann mjög
meðvitaður um að ríkið þarf að koma til
móts við þá sem minnst mega sín. Ein af
þeim hugmyndum sem hann vill að verði
skoðaðar nánar er að flytja þau fjölmörgu
litlu samfélög sem lifa í einangran og hafa
ekki aðgang að rafmagni og rennandi vatni
saman á stað þar sem hægt er að bjóða upp
á þessa þjónustu, ásamt skólaþjónustu,
heilsugæslu o.s.frv. Þar með væri hægt að
innlima þessi samfélög í efnahag landsins,
en mikið af þeim er enn fyrir utan hagkerf-
ið. Um zapatista-deiluna hafði Fox margsagt
á blaðamannafundum fyrir forsetakosning-
amar í júlí að hann myndi leysa þá deilu á
15 mínútum. Eftir að hafa verið kosinn hef-
ur hins vegar verið fátt um yfírlýsingar,
sem gefur til kynna að hann hafi áttað sig á
að deilan sé flóknari en hann hafi gert sér
grein fyrir.
Umdeildur
innan eigin flokks
Það verður ekki auðvelt fyrir Fox að
hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd því
hægriflokkur hans, PAN, hefur hvorki
meirihluta í öldungadeildinni né á þinginu.
Fox getur heldur ekki gengið út frá því að
PAN-flokkurinn styðji við bak hans í einu
og öllu því forsetinn hefur mætt ákveðinni
andstöðu innan hans. Margir flokksmenn
hafa látið í ljós óánægju sína með hve lítið
Fox leitaði til þeirra þegar hann útnefndi
ríkisstjórn sína, því þó svo að hann noti
ákveðna einstaklinga sem koma úr PAN-
fylkisstjórn hans frá Guanajato hefur hann
hunsað aðra flokksmenn, þ.á m. þá valda-
menn innan flokksins sem Fox hefur jafnan
átt í útistöðum við. Helsta andstöðuaflið
kemur þó frá vinstriflokknum PRD og
gamla einræðisflokknum PRI. Fox reyndi
að fá PRD til að vinna með sér en eftir
nokkra fundi við leiðtoga þess varð ekkert
úr því. Gamli einræðisflokkurinn PRI, sem
er að ganga í gegnum erfiða tíma, hefur
klofnað niður í nokkrar fylkingar sem allar
telja sig standa fyrir hinum einu og sönnu
umbótum sem flokkurinn þarfnast. Þessar
fylkingar hafa þó ekki slitið sig frá flokkn-
um opinberlega og verður hann því enn að
teljast sterkur á þingi. En á meðan flokks-
menn PRI berjast um völdin hefur Fox tek-
ist að velja ákveðna einstaklinga og hópa
sem era tilbúnir að vinna að nýju og betra
Mexíkó. En breytt Mexíkó er einmitt það
sem þjóðin vill og verður það án efa stærsta
verkefni nýja forsetans.
Stefán Á. Guðmundsson er fyrrverandi
fréttaritari Morgunbiaðsins í Mexíkó.
Hann er með BA- og MA-gráðu ímenningar-
sögu Rómönsku Ameríku.
BÓK30%
Ríkulega myndskreytt
bók sem inniheldur
skemmtilegan fróðleik
um algengustu krydd-
jurtirnar, uppruna og
notkun. Falleg, fróðleg
og hagnýt bók fyrir
almenning og fagmenn.
iká
Mát og mennínglwl
m&ogmenníng.ís Inl
I
Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500
Lögreglumenn mótmæla
HUNDRUÐ lögreglumanna gengu fyrir nokkrum dög-
um um götur Helsinki til að krefjast hærri launa. Lög-
reglumennirnir afhentu stjóminni bænaskrá þar sem
þeir segjast vera stoltir af starfí sínu en það sé nú erfið-
ara en áður og launin of lág. 5.100 af 8.000 lög-
reglumönnum Finnlands undirrituðu skjalið.