Morgunblaðið - 03.12.2000, Side 8
8 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Baráttan um Hvíta húsið heldur áfram:
Gore vill endurtalningu en
Bush undirbýr valdatóku
Bæ, bæ, Ameríka.
*
Jóla hvað, annað en..
0
Helmlllslegar
Jólagjafir
SHARP. Örbylgjuofn R-202
Ódýr
skyndibitastaður
l |
12.900
Innigrill
Aö elda á Racklettgrilli er
óvenjulega skemmtileg
og vinaleg aðferð við
matargerö.
5.990
QT-CD210
Hvert sem liggur leið
fer það með þér
og heldur uppi fjörinu
Feröataeki meö útvarpi og geislaspilara FM/AM
9.900
Reiknaðu með SHARR
.650
SHARR
Rafrænn skipulcggjari
Skipuleggöu tímann og
þú kemur meiru í verk
16.900
Nú er lag
DV-535
DVD- spilari, Pal/NTSC afspilun/
DTS/Dolby digital/ spilar alla diska
39.900
SHARR
Lítil, en öflug!
XL-30 hljómtækjasamstæða
„Þetta er náttúrulega ekkert verð“
16.900
Eldklárar
og
litríkar
Þessar leirvörur
eru eldföst mót
þegar svo ber
undir.
Sérstaklega
litrikarog
skemmtilegar
vörur.
Potturinn og pannan í
eldhúsinu
Alvöm áhöld í eldhúsið meö
viðloðunarfrium botni.
Hugsaöu þór muninn!
Á vinsælasta
heimilistölvan í Evrópu
erindi á þitt heíniili? - J f
r*
JplóV.
as
,;q f. Packard Bell
Verðfrá 119.900
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Kvöldvaka Kvennasögusafnsins
Stríðsár í tali
o g tónum
Erla Hulda Halldórsdóttir
Kvoldvaka
Kvennasögu-
safnsins verður
haldin á þriðjudagskvöldið
nk. klukkan 20.00 í Þjóðar-
bókhlöðu. Á dagskránni
eru tveir fyrirlestrar,
þeirra Herdísar Helga-
dóttur mannfræðings og
Báru Baldursdóttur sagn-
fræðings, og Ellen Krist-
jánsdóttir og Eyþór Gunn-
arsson ætla að flytja þekkt
stríðsáralög. Erla Hulda
Halldórsdóttir, forstöðu-
maður Kvennasögusafns,
var spurð hvort fyrirlestr-
arnir væru eitthvað í takt
við lagaval þeirra Ellenar
og Eyþórs?
„Já, þetta er eins og ég
kalla það „stríðsárakvöld-
vaka“.“ Bæði Herdís og
Bára luku meistaraprófsritgerð-
um á þessu ári, þar sem þær tóku
fyrir hlutskipti kvenna á hern-
ámsárunum á íslandi. Ritgerð
Herdísar kallast: „Konur í her-
setnu landi. ísland á árunum 1940
til 1947.“ Fyririesturinn hennar
ber sama titil. í ritgerð sinni er
Herdís að fjalla um sögu kvenna á
þessum tíma, um viðhorf kvenna
til hemámsins, ástandsins og
fleira, einnig viðhorf samfélagsins
almennt til þessara mála. Hún tók
viðtöl við sextán konur sem lifðu
þennan tíma. Nokkrar þeirra
lentu „í ástandinu", þannig að hún
er vafalaust með nýtt sjónarhorn
á þessu umtalaða málefni."
- Fjallarhún um stöðu kvenna í
samfélagi þessara tíma í ritgerð
sinni?
„Já, hún er í ritgerðinni að
varpa ljósi á almenna stöðu
kvenna á stríðsárunum og gerir
það bæði með viðtölunum og öðr-
um heimildum, svo sem blaða-
greinum, bókum og fleira."
- Til hvaða niðurstöðu leiddu
rannsóknirnar?
„Herdís heldur fram í ritgerð-
inni að vegna þess að konur voru
svo valdalausar á þessum tíma í
samfélaginu hafi hemámið skipt
þær tiltölulega litlu máli. Þær litu
ekki svo á að verið væri að taka
vald frá þeim, eins og kannski
karlamir hafa gert í ríkari mæli.“
- En hvert er sjónarhorn Báru
á þetta málefni?
„Bára nýtir í sinni ritgerð, sem
hún lauk frá háskólanum í Mary-
land í nóvember sl., heimildir sem
enn em lokaðar á Þjóðskjalasafni.
Hún fékk undanþágu til að nota
þær í þessu skyni með vissum
takmörkunum. Þetta eru skjöl
sem tilheyrðu svokölluðu Ung-
mennaeftirliti og Ungmenna-
dómi, sem var starfræktur á ár-
unum 1942 til 1943 og var settur á
stofn í kjölfar ástandsskýrslunn-
ar frægu sem varð til þess að lög
vom sett til að takmarka sam-
skipti ungmenna við hermenn.
Þessar fyrrnefndu stofnanir eru
afrakstur þessara laga. Ung-
mennaeftirlitið fylgdist með ung-
um stúlkum og þær vom dregnar
fyrir Ungmennadóm ef ástæða
þótti til vegna sam-
bands þeirra við her-
menn. Þær fóm í gegn-
um mjög strangar
yfirheyrslur, voru
skoðaðar af lækni til að
ganga úr skugga um hvort þær
væru spjallaðar og þær voru þá
dæmdar til dvalar úti í sveit og í
versta falli á Kleppjárnsreykjum,
þar sem var hæli fyrir afvega-
leiddar stúlkur. Fyrir nútímafólki
er þessi dómur líkastur spænska
rannsóknarréttinum, því jafnvel
þótt allir geti fallist á að ástæða sé
til að spoma við að barnungar
stúlkur hafi kynferðislegt samn-
► Erla Hulda Halldórsdóttir
fæddist 1. maí 19661 Reykjavík
en er uppalin á Snæfelisnesi.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Laugarvatni,
BA-prófi frá Háskóla íslands í
sagnfræði 1989 og MA-prófi f
sagnfræði frá HÍ 1996. Hún hef-
ur starfað með skóla og fyrst á
eftir námi var hún við verslunar-
og þjónustustörf en vann svo á
sýslusafninu á Höfn í Hornafirði
í tæp Qögur ár. Frá 1996 hefur
hún verið forstöðumaður
Kvennasögusafns Islands. Hún
er gift Amþóri Gunnarssyni
sagnfræðingi og eiga þau tvö
böra.
eyti við fullorðna karlmenn, þá
gekk þessi dómstóll mjög langt,
raunar bæði eftirlitið og dómstóll-
inn. Kvenlögregla var í bíl að elt-
ast við stúlkur og skrifa skýrslur
um athuganir sínar. Hún fylgdist
t.d. með bílum jafnvel í nokkra
klukkutíma vegna þess að í þeim
vom stúlkur og hermenn."
- Náði þessi umhyggja fyrir
ungu stúlkunum aðeins til af-
skipta hermanna af þeim ?
„Já, afstaða yfirvalda og al-
mennings líka, þ.e. þeirra sem
fordæmdu, einkenndist mjög af
þjóðemiskennd. Konur sem vom
með hermönnum vom að svíkja
land og þjóð, það var hætta á kyn-
blöndun og þetta viðhorf virðist
hafa ráðið miklu og verið notað
gegn samböndum hermanna og
íslenskra kvenna á öllum aldri
raunar." Það er athyglisvert og
þær Herdís og Bára benda á það
báðar að þetta viðhorf hafi líka
þekkst í öðmm löndum, hræðslan
við kynblöndun. „„Ástandið" er
hreint ekki séríslenskt fyrir-
brigði. í Bretlandi höfðu yfirvöld
á þessum tfma miklar áhyggjur af
sambandi breskra kvenna og lit-
aðra Bandaríkjamanna. Bretar
mæltust til þess að hömndsdökk-
um konum yrði fjölgað í Banda-
ríkjaher til þess að blökkuher-
mennirnir fengju konur við sitt
hæfi. Bandarísk hervöld neituðu
þessu og samtök litaðs fólks mót-
mæltu þessu harðlega og bentu á
að hörundsdökkar kon-
ur byðu sig ekki fram
til herþjónustu til þess
að uppfylla kynlífsþarf-
ir karlmanna í hernum.
Sú umræða heyrðist
hér að herstjórnin ætti að sjá her-
mönnum sínum fyrir öllum nauð-
synjum og var mælst til þess að
herinn flytti inn vændiskonur fyr-
ir hermennina.“
Kvöldvaka Kvennasögusafns
hefur verið haldin 5. des. frá 1996,
sem var afmælisdagur Önnu Sig-
urðardóttur. Vökunni er ætlað að
miðla þekkingu um sögu kvenna á
ýmsum tímabilum."
Nýtt sjónar-
horn á
„ástandið"