Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fátt skelfi en Ivrirliv!! framtaksse Miklar umræöur og jafnframt deilur standa nú yfir vegna áforma um stórfellt sjókvíaeldi á laxi á Aust- fjöröum. Nýjasta innleggió í umræðuna var álit tveggja virtra erlendra vísindamanna sem telja að slíkt eldi geti verió stórskaðlegtfyriríslenska laxa- stofna. Er þaö eitt af megindeiluefnunum. Guðmundur Guðjónsson ræddi viö Orra Vigfússon laxverndarmann, formann NASF, Noróur-Atlants- hafslaxsjóösins, og innti hann eftirýmsum upp- lýsingum varðandi máliö. ÞAÐ ER ekki von að venju- legt fólk viti hvað um er að vera. Til skiptis koma mætir menn fram i greinaskrifum og fjðl- miðlaviðtölum og halda fram gersamlega ólíkum skoðunum. Sumir segja sjókvíaeld- ið stórhættulegt, ekki aðeins villt- um laxastofnum, heldur ekki síður umhverfmu í heild. Aðrir segja hættuna enga og þriðji hópurinn heldur því jafnvel fram að sjókvía- eldi geti verið beinlínis hvetjandi fyrir umhverfíð og villta laxastofna. „Framlag þessara virtu vísinda- manna og prýðisgóðu fyrirlesara á ráðstefnunni í vikunni var afar mik- ilvægt og tímabært. Þeir staðfestu allt það sem við höfum verið að segja um hættuna sem stafar af sjókvíaeldinu og studdu það með fjölda gagna sem öll voru byggð á vísindalegum rannsóknum. Hættan er umtalsverð. Það er hætta á erfðamengun í villtum laxastofnum, frárennslismengun og sjúkdómum, veirusýkingum og sníkjudýrum sem geta borist í villta stofna. Það var fískeldismaður þama í salnum sem spurði um svokallað skiptieldi, þar sem eldislaxarnir eru ekki allan uppvaxtartímann í kvíunum. Vís- indamennimir staðfestu þá einnig, að þótt skiptieldi geti verið illskárri kostur í einhveijum tilvikum, þá er það einnig hættulegt," segir Orri. Og hann heldur áfram: „Það kom fram á dögunum, í greinum í Morgunblaðinu eftir Vig- fús Jóhannsson, formann fiskeldis- og hafbeitarstöðva, og í viðtali við hann í sama blaði, að fiskeldismenn hafi í fórum sínum hvatningu frá NASCO, laxverndarsamtökum rík- isstjóma laxalanda beggja vegna Atlantsála fyrir fyrir því að fjölga megi fiskeldisstöðvum með sjókvíar hér á landi. NASCO er stofnun sem hefur vemd villtra laxastofna á dagskrá sinni og kom þetta því verulega á óvart. Þegar að var gáð kom enda í ljós að þetta er hrein- lega ósatt. Þegar eftir var leitað bámst þau svör frá NASCO, að þar á bæ hefðu menn heyrt af þessu, þ.e.a.s. að aðilar í fiskeldi héldu þessu fram, en að ekkert slíkt mat hefði farið fram og því síður hafi borist hvatning frá stofnuninni. Það væri gaman að vita hvað vakti fyrir Vigfúsi með því að draga NASCO á þennan hátt inn í umræðuna.“ Umhverfísráðherra hafði úr- skurðað að fískeldi í Mjóafírði þyrfti ekki í umhverfísmat, en nú hefur skipulagsstjóri úrskurðað að væntanlegt fískeldi í Reyðarfírði þurfí í slíka meðferð. Hvaða þýð- ingu hefur þessi ákvörðun fyrir framhaldið? „Þetta hlýtur að vekja alla til umhugsunar. Embættismenn em að byrja að átta sig á því hve gríð- arleg áhrif fiskeldið getur haft á umhverfið. Ég er bjartsýnn á að hinar eldisstöðvamar endi í um- hverfismati vegna þessa úrskurðar. Dómstólaleiðin verður farin með Mjóafjarðarmálið, en NASF hefur nú ásamt Landssambandi veiðifé- laga og veiðifélögum Hofsár og Sunnudalsár, Selár, Vesturdalsár og Haffjarðarár kært úrskurð um- hverfisráðherra til Eftirlitsstofnun- ar EFTA. Þar ætlum við að láta reyna á það hvort úrskurðurinn brjóti í bága við EES-samninginn, einkum tilskipanir um mat á um- hverfisáhrifum. Það er við ramman reip að draga hér heima fyrir, því öll rök hníga að því að þegar hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að úthluta þessum fiskeldisleyfum og einmitt að keyra málin í gegn áður en ís- lendingar hafa náð að undirbúa sig fyrir slíka starfsemi með þeim hætti að gagn geti orðið af. í krafti þess úrskurðaði Siv Friðleifsdóttir eins og hún gerði og ég fullyrði að aldrei fyrr hafi jafn illa grundaður úrskurður verið kveðinn upp í um- hverfísmáli á Islandi heldur en þegar hún úrskurðaði í Mjóa- fjarðarmálinu. Hvað varðar alþjóðlegar skuld- bindingar er stefnubreyting um- hverfisráðherra af tvennum toga. Annars vegar á ekki lengur að nota skort á vísindalegum sönnunum sem rök fyrír því að koma í veg fyrir viðráðanlegar varúðaraðgerðir og hins vegar eiga íslendingar ekki lengur frumkvæði að forvörnum gagnvart hættu af mengun í norð- urhöfum. Umhverfisráðherra ber að sanna málflutning sinn fyrir hlunnindabændum á íslandi, ekki öfugt. Umhverfisráðuneytið og meng- unarsvið Hollustuverndar ríkisins segja annars vegar að áhrif laxeldis á villta laxastofna sé lítið sem ekk- ert og hins vegar að áhrifin séu of víðtækt úrlausnarefni til að rétt- læta að einstakt laxeldi verði ( og sér látið sæta mati á umhverl áhrifum. Veiðimálastjóri segir ei: júlí og annað í september. Með ö um orðum, opinberir aðilar ( ófærir um að vernda náttúruna nágrannaréttur er að engu hafðu Þá er rétt að nefna þátttöku anríkisráðherra, en hann er h uðpersóna í þessu máli. Utanríl ráðuneytið fer með forræði laxverndarsamtökum NASCO gt vilja íslenskra hagsmunaaðila. I er mjög óheppilegt að forræði ábyrgð fari ekki saman. I ölli öðrum löndum eru það viðkomai fagráðuneyti sem fara með forr; í NASCO og við teljum að með i verandi fyrirkomulagi miðist þátt- taka íslands við hagsmuni fiskeld- isins en ekki hagsmuni villtra laxastofna. Islenskir hagsmuna- aðilar hafa farið þess á leit við Halldór Ásgrímsson að hann skili forræðinu yfir til landbúnaðarráðu- neytisins, en við því hefur ekki ver- ið orðið. Fjölmargar varúðarálykt- anir hafa verið samþykktar ár eftir ár í NASCO án þess að þær hafi verið kynntar innlendum aðilum eða lagaðar að íslenskum aðstæð- um. “ Rúmlega hálfdrættingur Orri réttir nú fram íslandskort sem NASF hefur látið hanna og vísar til þess að á íslandi hafi 1860 lögbýli tekjur af laxveiðihlunnind- um. Þetta væru umhverfisvæn og sjálfbær hlunnindi sem skiluðu gíf- urlegum skatttekjum til hins opin: bera og nytu engra styrkja. í stuttu máli væri villti laxinn dýr- mætasti fiskur landsins. „Það er eins og ráðamenn vilji ekki taka með í reikninginn að á þessum svæðum býr fólk,“ heldur Orri áfram, „fólk sem byggir afkomu sína á þessum laxveiðihlunnindum. Fólk sem gæti ekki haldið út á jörðum sínum ef það missti auð- lindina. Við hjá NASF höfum reiknað saman að heildartekjur af laxveiðihlunnindum á ári eru um 2 milljarðar, en til samanburðar eru 3,5 milljarðar af sauðfjárræktinni og öllu sem henni fylgir. Laxinn er því ríflega hálfdrættingur á við sauðkindina. Margir bændur sem ég hef sýnt þetta hafa hreinlega misst andiitið. Menn gera sér ekki grein fyrir hvað auðlindin er mikil- væg. Fólk í sveitum reynir eins og það getur, en lífið er mikil barátta. Einn er kannski með hrossarækt til að drýgja tekjumar, annar á veg- hefil, sá þriðji á reykhús og sá fjórði keyrir kannski sjúkrabílinn eða skólabflinn. En 1.860 lögbýli hafa tekjur af villtum laxastofnum." Lögbýlin borgi Hvernig skýrir þú ákvörðun um- hverfísráðherra? „Hér er verið að velta kostnaðar- byrðinni á íslensk lögbýli. Úrskurð- ur umhverfisráðherra er á skjön við meginsjónarmið vísindamanna um allan heim. Allir vísindamenn á vegum Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins, ICES, eru sammála um meng- Það er við ramman reip að draga hér heima fyrir, því öll rök hníga að því að þegar hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að úthluta þessum fiskeldisleyfum og einmitt að keyra málin í gegn. unarhættu af laxeldi. Það á einnig við um langflesta íslenska vísinda- menn. Ef ekkert væri að, hvers vegna hafa þá verið settar í gang fjölmargar neyðaráætlanir og opin- berar rannsóknir í Noregi, Skot- landi, írlandi og í Kanada? Það er til að takast á við vandann sem menn standa nú frammi fyrir. Þetta hefur kostað þarlenda skatt- greiðendur milljarða króna og ekki sér fyrir endann enn. íslenskir veiðiréttareigendur standa í kostn- aðarsamri baráttu við að vernda vistkerfi villta laxins og standa höllum fæti. En með öguðum vinnubrögðum hefur íslenskum bændum og vemdarsinnum tekist að skapa dýrmætar perlur í þjóðfé- laginu, eftirsóttar laxveiðiár, og viðhalda óspilltum og villtum laxa- stofnum. Islenski laxinn skapar þjóðarbúinu um tvo milljarða króna árlega í tekjur eins og ég gat um áðan. Allir njóta góðs af. Ekki að- eins veiðiréttareigendur heldur einnig fjöldi fólks sem hefur at- vinnu af ferðamennsku. Islenskar laxveiðiár laða til sín innlenda og erlenda veiðimenn, fiskurinn er umhverfisvænn og sjálfbær. Ríkis- sjóður nýtur góðs af, hver lax sem veiðist skilar 5 þúsund krónum í ríkiskassann í formi beinna tekju- skatta. Þess utan eru tekjur veiði- bænda tífaldaðar í fasteignagjalds- stofni. En þetta kostar fómir. Árlega verja íslenskir aðilar sjálfir um 150 milljónum í aukaútgjöld, nýja búsvæðagerð, ræktun, leigu, uppkaup neta á fæðuslóð og stjóm- un. Allt kemur þetta þjóðarbúinu í heild til góða. Með markvissum stjórnunaraðgerðum hefur tekist, á aðeins 10 ámm, 1990-2000, að tvö- falda tekjur þjóðarinnar af villtum laxastofnum. Fjárfestingarverð- mæti greinarinnar er þannig um 25 milljarðar króna og vaxtarmögu- leikar em góðir. Áfram skal haldið og ekki er ólíklegt, ef markmið okkar um stjórnun laxveiða í Atlantshafi ná fram að ganga, að aftur megi margfalda tekjur ís- lendinga af þessari auðlind, með frekari friðun á fæðuslóð, aukinni búsvæðagerð og meiri sér- fræðiþjónustu. Á móti þessari upp- byggingu verður að teljast óþolandi að þurfa að standa i eilífu stríði við ráðuneytin. Skilaboð umhverfisráð- herra em hins vegar þau að veiði- réttareigendur eigi einir að kosta baráttuna gegn áreiti fiskeldis en óspillt náttúra tryggir að öðm jöfnu búsetu þeirra í strjálbýlum sveitum landsins. Er einhver ástæða til að rengja að búnaður og þekking, að ekki sé talað um markaðshorfur í fískeldi, séu nú miklu mun betri og meiri heldur en fyrr er fískeldi var reynt á Islandi með litlum árangri? „Eina reynslan sem til er af fisk- eldi á Austfjörðum er eitraður þör- ungablómi og stórfelldur taprekst- ur. Margar fjölskyldur þar sitja enn eftir með sárt ennið. Vel má vera að búnaður sé betri en fyrr og þekking manna einnig, en það er enn ekkert sem bendir til að þetta muni ganga betur nú en áður, auk þess sem nettóáhættan er mun meiri þar sem áformin öll em miklu stærri. Þá er ekki vitað til þess að nokkurs staðar í heiminum sé nauðsynleg tækniþekking til staðar sem gerir stórar sjókvíaeld- isstöðvar ömggar. Venjulegar kvíar, litlar eða meðalstórar, em allar reyndar að óöryggi og að halda ekki laxi. Miðað við þá þekk- ingu sem til er í dag telst engin eldiskví nægilega ömgg og þá síður það stórvirki sem fjárfestar hug- leiða að reisa við Austfirði. Ekki liggja heldur fyrir nein gögn frá sjálfstæðum verkfræðingum eða óháðum aðilum með sérþekkingu á tæknisviðinu né t.d. Siglingamál-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.