Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 11 En ég vil sjá vandaðri vinnubrögð. Endurskoðun á lax- og silungsveiðilögum þar sem allir hagsmunaaðilar eiga aðild. Forræði er út og suður, stundum hjá umhverfisráðherra, stundum hjá land- búnaðarráðherra, en þó oftast hjá utanríkisráðherra. astx>fnun, t.d. hvað varðar umferð og öryggi skipaferða, legufæri og fleira.“ Sjókvíaeldi hefur verið fundið fleira til foráttu en að strokulaxar geti erfðamengað villta laxa og bor- ið í þá sjúkdóma og sníkjudýr. Mik- ið hefur einnig verið rætt um mengun af völdum slíkra stöðva. Þvi hefur og verið varpað fram að frárennsli frá slíku fískeldi geti verið örvandi og hressandi fyrir líf- ríki fjarðanna. Orri segir þetta hlægilegt og heldur áfram: „Þetta er mikil þrætubókarlist. Við höldum okkar fram og þeir svara með sínum meiningum. Fisk- eldismennirnir hafa reynt að gera lítið úr mengun af völdum stöðv- anna, en það er varla tilviljun að 57 af 65 neyðarlokunum á veiðihólfum smábátasjómanna í Skotlandi síð- ustu tvö árin eru í námunda við fiskeldisstöðvar. Skotar þekkja þörungablómann vel og þegar sjó- kvíaeldið var reynt fyrir austan á sínum tíma reyndist blóminn eldinu skæðari heldur en vatnskuldinn. En varðandi mengunina þá hefur komið í Ijós að lífræn mengun úr þremur fyrirhuguðum fiskeldis- stöðvum á Austfjörðum, 8 þúsund tonna í Berufirði og Mjóafirði og 6 þúsund tonna í Reyðarfirði yrði á við 120 þúsund manna byggðarlag á hverjum einasta degi. Tökum Mjóafjörð út úr. Þetta er mjósti fjörður landsins og daglega færi í hann frárennsli sem svaraði til 40 þúsund manna byggðar. Jafnvel lít- il fiskeldisstöð hefur ögrandi áhrif á vistkerfið og breytir því og fjarð- arbotnar geta beðið mikinn skaða þrátt fyrir hafstrauma. Þessi meng- unarmál eru þannig vaxin að allar Evrópuþjóðimar hafa á undaníom- um áram hraðað í gegn margvís- legum reglugerðum til að vernda umhverfið fyrir vá fiskeldis. í lönd- um eins og í Skotlandi er í gildi Evróputilskipun um umhverfismat (85/337/EC amended by directive 97/U/EC) sem beinlínis staðfestir að fiskeldi sem annað hvort er ætl- að fyrir 100 tonna lífsmassa eða meira, eða nær yfir 1/10 hektara svæðis eða er staðsett á viðkvæmu svæði beri skilyrðislaust að sæta umhverfismati. Það gildir einu hvað pólitíkusar segja þar um. Á sama tíma hunsar umhverfisráðherra að láta sérfræðinga fjalla um mál eld- isstöðvar sem er áttatíu sinnum stærri. Ekki má, undir neinum kringumstæðum, koma í veg fyrir að aflað verði með sjálfstæðum hætti álits óháðra sérfræðinga á sviði fisksjúkdóma og erfðablönd- unar villtra laxfiska með tilliti til umfangsmikillar eldisstarfsemi. Gefa verður hlutlausum aðilum tækifæri til að segja skoðun sína. Umhverfisráðuneytið má ekki leyfa sér ótakmarkað eigið mat á stærð og umfangi risaframkvæmda sem skulu vera undanþegnar umhverfis- mati. Enginn getur tekið sér slíkt vald og stærð framkvæmda er eitt af gmndvallarviðmiðunum sem ber að skoða eitt og sér til að tryggja markmið laganna um hvar pólitísku mati lýkur og óháð fagmennska tekur við. Annað er beinlínis í and- stöðu við vönduð vinnubrögð og eðli þeirra alþjóðasamþykkta sem ísland hefur gengist undir.“ Hvaða stefnu viltu sjá mótaða í þessum málum? „Fyrst vil ég nefna að mér þykir fiskeldi áhugaverður atvinnuvegur og vel má vera að íslendingar geti í framtíðinni haft miklar tekjur af því. Þá myndi ég vfija sjá lands- menn gera það gott í eldi á lúðu, þorski, steinbít, hlýra og bleikju, en slíkt eldi fellur mun betur að ís- lenskri náttúm. En ég vil sjá vand- aðri vinnubrögð. Endurskoðun á lax- og silungsveiðilögum þar sem allir hagsmunaaðilar eiga aðild. Forræði er út og suður, stundum hjá umhverfisráðherra, stundum hjá landbúnaðarráðherra, en þó oftast hjá utanríkisráðherra. Það getur ekki gengið lengur. Þá mætti nefna að áhugavert væri að meta stöðu íslands í sambandi við rekst- ur fiskeldisfyrirtækja. í upphafi er þá nauðsynlegt að skoða kosti og galla hinna ýmsu þátta fiskeldis í samanburði við sjávarútveg og veiði á villtum göngufiskum. Til dæmis mætti gera samanburð á þjóðhagslegri hagkvæmni, ímynd og umhverfissjónarmiðum. Metin yrði reynsla Islands af fiskeldi, kannað hvernig öryggismálum væri best háttað, staðið að rannsóknum, hvar þeim sé helst ábótavant, skoð- að samband fiskeldis og vistfræði- þátta. í heild þyrfti að undirbúa greinargerð sem nýst gæti Alþingi og ráðuneytum við mótun opinberr- ar stefnu. Sem sagt að vinna heimavinnuna. Eins og landið liggur núna er sýnt að það á að reyna að æða af stað og keyra þessar stöðvar af stað áður en mönnum gefst ráðrúm til að undirbúa nokkum skapaðan hlut. Engin opinber undirbúningsvinna hefur verið unnin og ekkert starfs- fólk verið þjálfað hjá opinberum stofnunum, lagarammi er varla til, reglugerðir era af skomum skammti og aðlögun að þeim al- þjóðasamþykktum sem ísland hef- ur tekist á hendur hefur ekki farið fram. Ef í ljós kemur að stórrekst- ur á sviði fiskeldis er áhugaverður vettvangur fyrir íslendinga er nauðsynlegt að allir íslendingar standi jafnt að vígi, en í dag virðist sem nokkur fyrirtæki ætli að nýta sér vanmátt umhverfis- og land- búnaðarráðuneytis til að tryggja sér kvótaréttindi í gegnum utanrík- isráðuneytið áður en nauðsynlegur undirbúningur og takmörkun hefur farið fram. Sé tekið mið af reynslu Norðmanna má ætla að hvert út- hlutað leyfi til fiskeldis sé mörg hundrað milljóna virði. Varla getur talist eðlilegt að ríkið færi nokkram velunnurum sínum þessi leyfi á silf- urfati og sitji sjálft uppi með allan kostnað. Alla þessa heimavinnu þarf að hefja strax, því hún er meira og minria öll óunnin og fátt er skelfi- legra en fyrirhyggjulaus framtaks- semi. Dæmi um það er tilraunaeld; ið sem hafið er við Vogastapa. í undanþáguplaggi, m.a. frá dýra- lækni fisksjúkdóma á Keldum, dag- sett 14. mars síðastliðinn, er ekki stafkrókur um tilkynningaskyldu. Það er enginn óháður aðili sem fylgist með því hvaða magn fer inn í og út úr stöðinni. Fyrir vikið verða allar tölur marklausar síðar meir vegna þess að menn kunna ekki að búa til reglur hér á landi. Stjómvöld verða að ganga hér á undan með góðu fordæmi. Fá hing- að virta sérfræðinga og vísinda- menn til að skoða aðstæður. Nýta enn fremur þekkingu þeirra sér- fræðinga sem hér era fyrir. Kanna allt sem málefnið varðar í ná- grannalöndunum, nýta sér reynslu manna þar á bæjum. Marka stefnu. Þegar það er búið þá er kominn tími til að taka næsta skref. Fyrr ekki.“ Heiðursmanna- samkomulagið Orri hugsar sig um og rifjar upp atvik sem geri stöðu mála í dag enn sérkennilegri. í framhaldi af deil- um um fiskeldi á áranum 1986-88 var sett upp nefnd til að móta framtíðartillögur um fiskeldismál á íslandi og sérstaklega hvað varðaði framandi laxastofna. Var mönnum þá þegar ljóst að þeir gætu valdið búsifjum á villtum stofnum. Orri rifjar upp, að í nefndinni hafi verið Guðmundur G. Þórarinsson, þáver- andi formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, Ámi ísaksson veiðimálastjóri, Böðvar Sigvaldason, formaður Landssam- bands veiðifélaga, og Rafn Hafn- fjörð, þáverandi formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga. .^AJlir nefndarmenn komust einróma að sameiginlegri niðurstöðu og undir- rituðu heiðursmannasamkomulag hinn 25. október 1988. Samkomu- lagið var um að norskættuð hrogn, seiði eða lax færa aldrei í hafbeit eða til eldis í sjókvíum við strendur íslands, aðeins með tilteknum skil- yrðum í strandeldisstöðvar. Nú reynir á þetta heiðursmannasam- komulag.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.