Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ Ríkisstjórn Yoshiros Mori í Japan heldur velli um sim Stjórn Yoshiros Mori riöaöi til falls á dögur um einungis fimm mánuöum eftir aö hún tók viö völdum í Japan. Hulda Sveinsdótti fréttaritari í Japan, rekur ástæóur þess og hvernig tókst aö bjarga stjórninni fyrir horn. Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, sést hér í þungum þönkum meðan hann bíður eftir að heyra úrslitin i atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á þingi fyrir skömmu. Mori hélt velli en staða hans er talin veik. Reuters Frekari innan I I möguleí YOSHIRO Mori komst til valda í Japan í apríl síðast- liðnum þegar þáverandi for- sætisráðherra landsins, Keizo Obuchi, veiktist skyndilega og dó. Tveimur mánuðum síðar leiddi Mori svo samsteypustjóm flokks síns, Frjálslynda lýðræðisflokksins (FLF), Komei og Nýja íhaldsflokksins til sig- urs í kosningum til neðri deildar jap- anska þingsins. En þó Mori hafi þannig hlotið visst umboð kjósenda þá hefur hann aldrei notið mildlla vin- sælda eða mikils trausts meðal þeirra. Ymsar yfírlýsingar hans hafa þótt vægast sagt glannalegar og frammistaða hans í umræðum í þing- inu þykir heldur slök. I skoðanakönn- un sem fram fór í byrjun nóvember kom svo í Ijós að ríkisstjóm Mori naut stuðnings aðeins 20% kjósenda á meðan 70% lýstu sig andvíga henni. Stjómarandstaða Lýðræðisflokks, Frjálslynda flokks, Kommúnista- flokks og Sósíaldemókrataflokks hót- aði þá að leggja fram vantrauststil- lögu á rfldsstjómina. Það gerist reyndar ósjaldan í japönskum stjóm- málum að stjómarandstaðan leggi fram vantrauststillögur. Oftast vekja þær litla athygli því FLF hefur haft það góða stöðu í þinginu að engin leið hefur verið fyrir stjómarandstöðuna að fa sínu fram. Nú bar hins vegar svo við að útlit var fyrir að tillagan yrði samþykkt og um tveggja vikna skeið töluðu Japanir varla um annað en framtíðjapanskrastjómmála. Fjölm- iðlar vora undirlagðir af þessu eina máli og var sagt að ef rfldsstjómin félli gætu orðið breytingar á japönsk- um stjómmálum engu minni en þær sem urðu árið 1993 þegar 39 þing- menn FLF greiddu atkvæði gegn rík- isstjóm Miyazawa og felldu hana. Það var í fyrsta sinn í 38 ár að FLF missti völdin. Nú gerðist það að einn af helstu frammámönnum FLF, Koichi Kato, lýsti því yfir að hann myndi hugsan- lega sitja hjá, og jafnvel styðja van- trauststillögu stjómarandstöðunnar. Sagt er að Kato hafi lengi haft auga- stað á forsætisráðherraembættinu. Hann hefur alla tíð haldið ákveðinni fjarlægð frá Mori og uppá síðkastið gerst þó nokkuð gagnrýninn á for- sætisráðherrann. Kato hélt því fram að hann nyti í þessu stuðning almenn- ings. Þrátt fyrir það hefði atkvæði Kato eins auðvitað ekki skipt máli þar sem rfldsstjómin hefur tryggan meiri- hluta. Það sem hér spilar inn í er að FLF skiptist í nokkrar klíkur sem eru um margt sjálfstæðar. Er Kato leiðtogi næststærstu klíkunnar innan flokksins og gerðu stjómmálaskýr- endur ráð fyrir því að meðlimir henn- ar myndu fylgja leiðtoga sínum. Kato tókst svo að fá annan áhrifamikinn klíkuforingja innan FLF, Taku Yamasaki að nafni, í lið með sér. Sam- an hafa Kato- og Yamazaki-klíkurnar 64 þingmenn, nógu marga til þess að fella stjórn Mori. Tóku nú við miklir fundir þar sem forystumenn FLF reyndu eftir megni að telja um fyrir Kato og félögum hans. Fjölmiðlar spáðu því allt fram á síðustu stundu að stjómin myndi falla. Svo fór þó að lokum að Kato og félagar hans gengu úr skaftinu, báru fyrir sig veikindum og mættu ekki til þingfundar frekar en að greiða atkvæði með tillögunni. Mori hélt því velli en stjórnarand- stöðuflokkarnir og almenningur undu þessum málalokum illa og fannst sem Kato hefði svikið sig. Valdabarátta Hvemig kom til þess að stjórn Mori féll nærri því aðeins fimm mán- uðum eftir að hún hélt meirihluta sín- um í kosningum til neðri deildar þingsins? Hér er fyrst til að taka að þó Mori hafi haft ákveðið umboð frá kjósendum þá hefur hann aldrei notið trausts eða virðingar japansks al- mennings. Kosningasigur stjómar- innar í júní má mest rekja til þess að kjósendur vantreysta stjómarand- stöðunni, sem er sundruð og hefur ekki tekist að skýra stefnu sína. Það hefur svo komið sífellt betur í Ijós eft- ir því sem liðið hefur á haustið að Jap- anir treysta Mori ekki til þess að leiða þjóðina út úr þeim efnahagsörðug- leikum sem hún stendur frammi fyr- ir. Þá telja margir Japanir að Mori sé ekki líklegur til þess að auka hróður landsins á alþjóðavettvangi, nema síður sé. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá verða kosningar til efri deildar jap- anska þingsins næsta sumar. Margir þingmenn FLF hafa áhyggjur af því að stjómin tapi þar meirihluta sínum vegna óvinsælda Mori. Þá einkennist skipulag FLF mjög af klíkum sem era um margt sjálfstæðar einingar innan flokksms. I FLF era nú um sjö klíkur og eru nánast allir þingmenn flokksins meðlimir í einni af þessum klíkum. Skipulag hópanna er slíkt að meðlimimir tengjast foringja kl£k- unnar sterkari böndum en formanni flokksins. Flokksagi er þannig frekar lítill og þó að Mori njóti stuðnings þriggja stórra klíkna og tveggja minni þá eru klíkur þeirra Kato og Yamasaki nánast óopinber stjórnar- andstaða innan flokksins sjálfs. Þegar ljóst var að þeir Kato og Yamasaki hugðust veita vantrausts- tillögu stjómarandstöðunnar fylgi sitt bjuggust þannig flestir við því að stjórn Mori væri fallin. Gerðu menn ráð fyrir því að félagar þeirra Kato og Yamasaki myndu fylgja foringjum sínum og að þar með væru komin nógu mörg atkvæði til að tryggja framgang tillögunnar. Svo fór þó ekki. Kato klíkan klofnaði og tals- verður hluti hennar, aðallega eldri þingmenn, fylgdi fyrrum leiðtoga klíkunnar og núverandi fjámiálaráð- herra, Kiichi Miyazawa, og greiddi at- kvæði gegn vantrauststillögunni. Valdajafnvægi milli fylkinga En hvemig stóð á því að svo fór sem fór? Og hvers vegna í ósköpun- um leyfðu framámenn FLF ekki til- lögunni fram að ganga, ýttu Mori til hliðar og gerðu Kato, sem naut stuðn- ings almennings, að forsætisráð- herra? Hér er fyrst til að taka að Mori var tilnefndur sem eftirmaður Obuchi á lokuðum fundi fimm valdamestu manna FLF. Það hefði óumdeilan- lega verið álitshnekkir fyrir þá, og orðið til þess að draga úr tiltrú manna á dómgreind þeirra, að þurfa að við- urkenna að Mori væri óhæfur forsæt- isráðherra eftir aðeins hálft ár á vald- astóli. Margt bendir reyndar til þess að framámenn FLF hafi misst alla til- trú á Mori. En áður en þeir leyfa Mori að falla verða þeir þó að koma á ákveðinni fjarlægð milli sín og hans. í öðru lagi hefði hallarbylting á við þá sem Kato stefndi að líka getað klofið flokkinn sem hefði veikt hann verulega i kosningunum næsta sum- ar. Þá má geta eins sérkenna jap- anskra stjómmála. Það er stundum haft á orði að á bak við mikla menn standi miklar konur. I Japan er það annar maður, en það hefur lengi ein- kennt japönsk stjórnmál, og reyndar stjómskipulag allt, að valdamesti maðurinn er oft ekki sá sem skipar hæsta embættið heldur maðurinn sem stendur honum við hlið. Það vakti athygli að Mori sjálfur kom op- inberlega mjög lítið að þessu máli en sá sem fremst gekk í því að telja um fyrir þeim Kato og félögum var Hir- omu Nonaka, aðalritari FLF, sem er nú sennilega valdamesti maðurinn í japönskum stjómmálum. Hann lagði hart að Kato og fylgismönnum hans að styðja stjómina eða segja sig úr flokknum ella. Hann hótaði því jafn- vel að þeir flokksmenn sem greiddu atkvæði með vantrauststillögunni yrðu reknir úr flokknum fyrir brot á flokksaga. Þegar Ijóst var hvert stefndi sagðist Kato ekki geta farið fram á það við fylgismenn sína að þeir fylgdu honum í gegn um þessa at- kvæðagreiðslu þar sem þar væri um pólitískt sjálfsmorð að ræða, allir yrðu þeir að lfldndum reknir úr flokknum. Nonaka lýsti því afdráttarlaust yfir að ef vantrauststillagan yrði sam- þykkt yrði þingi slitið og boðað til nýrra kosninga til neðri deildar þingsins. Hér var sennilega full al- vara á ferðum því blaðamanni er kunnugt um að allt fram á síðustu stundu vora liðsmenn FLF í héraði að búa sig undir kosningar. Nú er að- eins hálft ár frá síðustu kosningum. Kosningabaráttan í Japan kostar mikla peninga og það var alveg ljóst að slíkt yrði mjög erfitt fyrir marga óbreytta þingmenn. Fyrir uppreisn- armenn yrði það enn erfiðara vegna þess að þeir hefðu ekki fengið neinn styrk fra flokknum sjálfum. Þó að stjóm Mori sé óvinsæl og gera hefði mátt ráð fyrir því að flokkurinn myndi tapa einhveiju fylgi kæmi til kosninga þá er talsverður hluti af fylgi flokksins frekar traustur. Upp- reisnarmenn innan flokksins hefðu hins vegar staðið frammi fyrir því að berjast um fylgi þeirra sem era á móti stjóminni við fjóra stjómarandstöðu- flokka og það án þess að hafa aðgang að þeim fjármunum sem þingmenn FLF era vanir að hafa í kosningum. Hér virðist Kato hafa misreiknað sig eitthvað. Hann hefur sennilega ætlað sér að knýja FLF forystuna til þess að afhenda sér forsætisembætt- ið í skiptum fyrir einingu flokksins. En þó klofningur hefði auðvitað reynst flokknum erfiður höfðu Kato og félagar hans þó á endanum meiru að tapa. Ef þeir hefðu greitt atkvæði gegn stjóminni hefðu þeir án efa ver- ið reknir úr flokknum og með því hefði endi líka verið bundinn á póli- tískan frama þeirra. Þó FLF hafi klofnað og missti völdin árið 1993 þá komst flokkurinn mjög fljótt til valda aftur. Maðurinn sem stóð að klofn- ingnum, Ozawa, er nú formaður lítils og valdalauss stjómarandstöðu- flokks. Þó klofningur hefði að sjálf- sögðu veikt FLF þá hefði flokkurinn samt staðið eftir sem langstærsti stjórnmálaflokkur landsins. Efb'rmálar Það er alveg Ijóst að Kato hefur með þessum málalokum beðið tals- verðan álitshnekki meðal almenn- ings. Hann segir sjálfur að hann hafi flýtt sér of hratt og ekki undirbúið jarðveginn nógu vel. Ljóst er að hann hefur ekki gengið fyllilega úr skugga um að hann nyti stuðnings allra klíku- manna sinna áður en hann reis upp gegn stjórn Mori. Kiichi Miyazawa fyrram forsætisráðherra Japan og fyrrum leiðtogi Kato klíkunnar lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja vantrauststillöguna. Það var hinsveg- ar athyglisvert að ástæðan sem Miy- azawa gaf var ekki sú að hann styddi Mori, heldur hitt að hann gæti ekki stutt vantrauststillögu gegn eigin flokki sem væri studd af Kommún- istaflokknum. En ef Kato hefur þannig tapað áliti almennings virðist Nonaka hafa styrkt sig enn frekar í sessi. Mori á honum pólitískt líf sitt að launa og flokkurinn allur honum það að þakka að líf stjórnarinnar hefur fengist framlengt og eining flokksins tryggð um hríð. Fjölmiðlar eru ekki á einu máli um aðgerðir Kato. Hægri sinnaða dag- blaðið Nihon Keizai Shimbun gagn- rýndi hann mjög og sagði óljóst hvers vegna hann hefði ákveðið að hætta að styðja stjóm Mori nú og hvað hann ætlaðist fyrir ef hann fengi sitt fram og Mori segði af sér. Önnur blöð voru Kato hliðhollari. Yomiuri Shimbun sagði til dæmis að Mori sjálfur bæri ábyrgð á því hvemig komið væri og að nauðsynlegt væri fyrir flokkinn að enðurskoða skipulag sitt og stjómar- hætti. Ólíklegt er að flokkurinn muni refsa Kato fyrir uppreisn hans en ljóst er að margir innan flokksins era ekki á því að fyrirgefa Kato í bráð. Kato hópurinn er nú klofinn í tvennt, þá sem studdu Kato og þá sem ákváðu að styðja ríkisstjómina, og er enn óljóst hvort takast muni að halda klíkunni saman. Það er hinsvegar líka ljóst að margir þeirra sem greiddu at- kvæði gegn vantrauststillögunni vilja samt sem áður að Mori segi af sér sem fyrst. Til þess að græða sárin hefur Kato lýst því yfir að hann muni ekid taka þátt í opinberam uppákom- um á vegum FLF tO þess að taka ábyrgð á gerðum sínum. Yamasaki hefur hins vegar sagt að ef stuðning- ur við stjómina verði áfram fyrir neð- an 30% þá muni flokkurinn tapa í kosningunum til efri deildarinnar næsta sumar. Hann segist því munu halda afram að kreijast afsagnar Mori ef vinsældir stjómar hans vaxi ekki. Mesta athygli hafa þó vakið um- mæli sem Nonaka lét falla nýlega. Hann lét svo um mælt að Mori væri hollt að hafa í huga að þó vantraust- stillagan hefði verið felld þá fælist í því ekki sjálfkrafa traustsyfirlýsing á Mori og stjóm hans. Sumir hafa viljað skilja þessi ummæli sem svo að koma eigi Mori frá í uppstokkun í rflds- stjóminni sem fyrirætluð er í byijun desember. Hefur því jafnvel verið haldið fram Nonaka hafi gert sam- komulag við Kato um að hann myndi draga andstöðu sína til baka í bili gegn því að verða forsætisráðherra síðar. Þetta verður að teljast vafa- samt. Allt látbragð Kato var á þann veg að ráða má að málalok voru hon- um mikið áfall. Þá virðist ljóst að það vora stuðningsmenn Kato sem yfir- gáfu hann en eklri öfugt. Með þessum málalokum hefur Kato líka beðið álitshnekki meðal almennings og það væri tæpast í samræmi við hagsmuni FLF að gera hann að forsætisráð- herra síðar. Frekar er að líta á orð Nonaka sem áminningu til Mori um það hverjir það eru sem fara með hin raunverulegu völd. Einnig má af þeim ráða að Nonaka sé að kom á nokkurri fjarlægð á milli sín og Mori. Þó svo að Mori verði forsætisráðherra Japan enn um sinn era allir sammála um að það verði þó ekki nema eitthvað fram á næsta ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.