Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR yon-2000 Sunnudagur 3. desember HÁSKÓLABÍÓ KL. 14 Reykjavík vorra daga Hin merka heimildarmynd Óskars Gíslasonar frá 1947 hefurnú verið endurgerð og verður sýnd í fullri lengd. Liður í Stjörnuhátíö Menning- arborgarinnar. IÐNÓ KL. 15 Perlan Perlur og skínandi gull er leik- og danssýning Perlunnar- Leikfélags þroskaheftra, sem fagnar íár 17 ára afmæli sínu. Dagskráin samans- tendur afsex atrióum íleikstjórn Sig- ríðar Eyþórsdóttur og í dansstjórn Láru Stefánsdóttur. Liðurí Stjörnu- hátíð Menningarborgarinnar. BORGARBÓKASAFN OG GRÓFAR- HÚS FRÁ KL. 14.30 Bókasveifla I Bækur eftir unga höfunda verða kynntar kl. 15 og á undan, eöa kl. 14.30, munu Magga Stína ogKristín Björk Kristjánsdóttir leika og syngja fyrirgesti oggangandi. Sjón flytur stutt inngangserindi að lestri þeirra Hjartar Magnússonar, Steinars Braga, Mikaels Torfasonar og höf- unda skáldsögunnar Dísar, þeirra Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýjar Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Auk þess verður lesiö úr þýðingu El- ísu Bjargar Þorsteinsdóttur á skáld- söguJudith Hermann, Sumarhús seinna. IÐNÓKL20 Medea - Lokasýning Magnþrunginn fjölskylduharmleikur um blinda ást, botnlaust hatur, svik, afbrýði, hefndogmorö. Nýleikgerð eftir Ingu Lísu Middleton, Þóreyju Sigþórsdóttur og Hilmar Oddsson, byggð á samnefndum harmleik eftir gríska skáldið Evrípídes. Hópurlista- manna úr ólíkum áttum sameinar krafta sína í nýstáriegri glímu við leik- hús í Ijósi margmiðlunar. Leikstjóri er HilmarOddsson. Mánudagur 4. desember LISTAHÁSKÓLINN SÖLVHÓLSGÖTU 13 í LEIKLISTARSAL KL. 15-17 Listamenn í skólum Uppskeruhátíð verkefnis Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur. Á menn- ingarborgarári hafa margir litlir listamenn í grunnskólum borgar- innar fengið að njóta sín við fjöl- breytta skapandi list undir leið- sögn fullorðinna listamanna. Árangurinn af starfinu verður sýni- legur í skóium borgarinnar um ókomna framtíö. Þátttakendur í þessu stóra verkefni skipta hundr- uðum þegar allt er talið, lista- menn, kennarar og nemendur. Stuttmyndir, leikþættir og teikni- myndir sem nemendur hafa unnið með listamönnum verða kynnt á uppskeruhátíðinni. Liður í Stjörnu- hátíð Menningarborgarinnar. BORGARLEIKHÚSIÐ KL. 20.30 Megas - söngskemmtun Megas, ásamt hljómsveit, flytur úr- val afbestu lögum sínum auk laga af nýútkominni hljómplötu. Hljóm- sveitin er skipuð þeim Jóni Ólafs- syni, Guðmundi Péturssyni, Har- aldi Þorsteinssyni, Birgi Baldurssyni, Stefáni Má Magnús- syni og gestum. Liður f Stjörnuhá- tíð Menningarborgarinnar. J ólasýning Smiðjunnar Gunnlaugur Blöndal Karólína Lárusdóttir Jóhann Briem Þorvaldur Skúlason Einnig verk eftir: Kjarval Karl Kvaran Jón Engilberts Mugg Hafstein Austmann Valgarð Gunnarsson Sigurbjörn Jónsson Tolia Hauk Dór Pétur Gaut Hörpu Björnsdóttur SMIÐJAN INNRÖMMUN Innrömmun - Art gallery Ármúla 36, sími 568 3890 Opið í dag sunnudag kl. 15.00 til 18.00 Myndlistarsýning í Listhúsinu MYNDLISTARSÝNING Sigurrósar Stefánsdóttur verður opnuð í VeisluGalleríinu í Listhúsinu í Laugardal, á morgun, mánudag. Yfirskrift sýningarinnar er „Góð- ur farvegur" og á að lýsa sýn mynd- listamannsins á tengingu mannsins við hina ýmsu farvegi nátturunnar. Flest málverkin eru unnin sumarið 2000 og einnig nú í haust og tengist sýningin afmæli lista- mannsins sem var 30. nóvember s.l. Sigurrós útskrifaðist úr málun- ardeild Myndlistaskólans á Akur- eyri vorið 1997 og frá þeim tíma hefur hún unnið við listsköpun og haldið nokkrar einkasýningar. Heimasíða Sigurrósar er: www.simnet.is/bjornsson Opið alla daga kl. 9-19. Lokað á sunnudögum. Sýningin stendur til 27. desem- ber. Sigpirrós Stefánsdóttir við eitt verka sinna. Þóra Einarsdóttir. Tdnleikar í Kristskirkju CARITAS á íslandi heldur styrktartónleika í Kristskirkju, Landakoti, í dag, sunnudag, kl. 16.30. Flytjendur eru Þóra Einars- dóttir, sópransöngkona, Gunn- ar Kvaran, sellóleikari, Daði Kolbeinsson, óbóleikari, Úlrik Ólason, orgelleikari, og Vox Feminae undir stjórn Margrét- ar J. Pálmadóttur. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Orlando di Lasso, Franz Schu- bert, J.S. Bach, W.A. Mozart, Sigvalda Kaldalóns o.fl. Caritas á íslandi hefur um árabil staðið fyrir tveimur fjár- söfnunum á ári, löngufostu og aðventu. Á lönguföstu hefur Caritas verið með fjáröflun fyr- ir staðbundin verkefni fyrir þá sem minnst mega sín í þróunar- löndunum. Á aðventu hefur söfnunarfé verið varið innan- lands. Þeir sem hafa notið góðs af þeim fjáröflunum eru: Ungl- ingaheimilið Tindar, meðferð- arheimilið á Torfastöðum, mis- þroska og ofvirk börn, alzheimersjúklingar, bágstadd- ir fyrir jólin innanlands í sam- starfi við Hjálparstarf kirkjunnar, Reykjalundur, for- eldrahús Vímulausrar æsku og krabbameinssjúk böm. Útgáfutónleik- ar Tómasar R. Einarssonar ÚTGÁFUTÓNLEIKAR á djass- klúbbnum Múlanum, á efri hæð veit- ingastaðarins Kaffi Reykjavík, verða í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Þar kynnir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari nýjan djassdisk með frumsaminni tónlist, Úndir 4, sem Mál og menning hefur nýgefið út. Diskurinn var hljóðritaður sl. haust en á honum spila með Tómasi danski trompetleikarinn Jens Winthser, saxófónleikarinn Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson píanó- leikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari. Þeir félagar, að und- anskildum Jens Winther, ætla að kynna tónlistina á Undir 4 og Einar Már Guðmundsson mun lesa nokkur ljóð sín við undirleik þeirra. Aðgangseyrir 1.200 krónur en 600 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara. -------------- Stríðsára- kvöldvaka ÁRLEG kvöldvaka Kvennasögu- safns íslands verður haldin í veit- ingastofu á 2. hæð Þjóðarbók- hlöðu, nk. þriðjudagskvöld, 5. desember, kl. 20. Kvöldvakan er að þessu sinni helguð hlutskipti kvenna á hern- ámsárunum á Islandi. Á dagskrá verða tveir fyrirlestr- ar. Herdís Helgadóttir mannfræð- ingur flytur erindi sem hún nefnir „Konur í hersetnu landi. ísland á árunum 1940-47“ og Bára Baldurs- dóttir sagnfræðingur flytur erindið „„Skemd þessi breiðist út eins og farsótt“. Ríkisafskipti af sambönd- um unglingsstúlkna og setulið- smanna í síðari heimsstyrjöld". Þær Herdís og Bára luku báðar meistaraprófi fyrr á þessu ári og eru fyrirlestrarnir byggðir á lok- aritgerðum þeirra. Þá munu Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja nokk- ur þekkt stríðsáralög. Kvöldvakan er öllum opin og að- gangur ókeypis. -------♦-♦-♦------ Fjalla-Eyvind- ur í Lista- klúbbnum DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhú- skjallarans annað kvöld verður helguð Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikritið er nú komið út hjá JPV-forlagi í nýrri gerð sem dr. Jón Viðar Jónsson hefur unnið með hlið- sjón af lokagerð verksins á dönsku. Hefur verkið aldrei áð- ur birst í þeirri mynd á íslensku fyrr. í dagskránni mun dr. Jón lýsa tilurð skáld- verksins, sem hann hefur rannsa- kað ítarlega. Guðrún S. Gísladóttir (Halla) og Sigurður Skúlason (Kári) leiklesa kafla úr verkinu. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Ljóðaflutningur: Hjalti Rögn- valdsson og Guðrún Þ. Stephen- sen. Dagskráin hefst kl. 20:30. Húsið opnað kl. 19:30. Aðgangseyrir kr. 800 en kr. 500 fyrir skólafólk og klúbbfélaga. Jóhann Sigurjónsson Nýjustu vísindi í húðmeðferð Kristalslípun er áhrifarík tækni sem snyrtifræðingar og læknar nota til að lagfæra húðskemmdir og hrukkur. Meðferðin hentar ekki síður körlum en konum og veitum við fúslega ráðgjöf á stofunni. HÚÐ og NUDD Húðmeðferðar- og nuddstofa WORLD CLASS Austurstræti 17-5. hæð Sími 562 6200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.