Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
yon-2000
Sunnudagur 3. desember
HÁSKÓLABÍÓ KL. 14
Reykjavík vorra daga
Hin merka heimildarmynd Óskars
Gíslasonar frá 1947 hefurnú verið
endurgerð og verður sýnd í fullri
lengd. Liður í Stjörnuhátíö Menning-
arborgarinnar.
IÐNÓ KL. 15
Perlan
Perlur og skínandi gull er leik- og
danssýning Perlunnar- Leikfélags
þroskaheftra, sem fagnar íár 17 ára
afmæli sínu. Dagskráin samans-
tendur afsex atrióum íleikstjórn Sig-
ríðar Eyþórsdóttur og í dansstjórn
Láru Stefánsdóttur. Liðurí Stjörnu-
hátíð Menningarborgarinnar.
BORGARBÓKASAFN OG GRÓFAR-
HÚS FRÁ KL. 14.30
Bókasveifla I
Bækur eftir unga höfunda verða
kynntar kl. 15 og á undan, eöa kl.
14.30, munu Magga Stína ogKristín
Björk Kristjánsdóttir leika og syngja
fyrirgesti oggangandi. Sjón flytur
stutt inngangserindi að lestri þeirra
Hjartar Magnússonar, Steinars
Braga, Mikaels Torfasonar og höf-
unda skáldsögunnar Dísar, þeirra
Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýjar
Sturludóttur og Silju Hauksdóttur.
Auk þess verður lesiö úr þýðingu El-
ísu Bjargar Þorsteinsdóttur á skáld-
söguJudith Hermann, Sumarhús
seinna.
IÐNÓKL20
Medea - Lokasýning
Magnþrunginn fjölskylduharmleikur
um blinda ást, botnlaust hatur, svik,
afbrýði, hefndogmorö. Nýleikgerð
eftir Ingu Lísu Middleton, Þóreyju
Sigþórsdóttur og Hilmar Oddsson,
byggð á samnefndum harmleik eftir
gríska skáldið Evrípídes. Hópurlista-
manna úr ólíkum áttum sameinar
krafta sína í nýstáriegri glímu við leik-
hús í Ijósi margmiðlunar. Leikstjóri er
HilmarOddsson.
Mánudagur 4. desember
LISTAHÁSKÓLINN SÖLVHÓLSGÖTU 13 í
LEIKLISTARSAL
KL. 15-17
Listamenn í skólum
Uppskeruhátíð verkefnis Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur. Á menn-
ingarborgarári hafa margir litlir
listamenn í grunnskólum borgar-
innar fengið að njóta sín við fjöl-
breytta skapandi list undir leið-
sögn fullorðinna listamanna.
Árangurinn af starfinu verður sýni-
legur í skóium borgarinnar um
ókomna framtíö. Þátttakendur í
þessu stóra verkefni skipta hundr-
uðum þegar allt er talið, lista-
menn, kennarar og nemendur.
Stuttmyndir, leikþættir og teikni-
myndir sem nemendur hafa unnið
með listamönnum verða kynnt á
uppskeruhátíðinni. Liður í Stjörnu-
hátíð Menningarborgarinnar.
BORGARLEIKHÚSIÐ KL. 20.30
Megas - söngskemmtun
Megas, ásamt hljómsveit, flytur úr-
val afbestu lögum sínum auk laga
af nýútkominni hljómplötu. Hljóm-
sveitin er skipuð þeim Jóni Ólafs-
syni, Guðmundi Péturssyni, Har-
aldi Þorsteinssyni, Birgi
Baldurssyni, Stefáni Má Magnús-
syni og gestum. Liður f Stjörnuhá-
tíð Menningarborgarinnar.
J ólasýning
Smiðjunnar
Gunnlaugur Blöndal
Karólína Lárusdóttir
Jóhann Briem
Þorvaldur Skúlason
Einnig verk eftir:
Kjarval
Karl Kvaran
Jón Engilberts
Mugg
Hafstein Austmann
Valgarð Gunnarsson
Sigurbjörn Jónsson
Tolia
Hauk Dór
Pétur Gaut
Hörpu Björnsdóttur
SMIÐJAN
INNRÖMMUN
Innrömmun - Art gallery
Ármúla 36, sími 568 3890
Opið í dag sunnudag
kl. 15.00 til 18.00
Myndlistarsýning í Listhúsinu
MYNDLISTARSÝNING Sigurrósar
Stefánsdóttur verður opnuð í
VeisluGalleríinu í Listhúsinu í
Laugardal, á morgun, mánudag.
Yfirskrift sýningarinnar er „Góð-
ur farvegur" og á að lýsa sýn mynd-
listamannsins á tengingu mannsins
við hina ýmsu farvegi nátturunnar.
Flest málverkin eru unnin
sumarið 2000 og einnig nú í haust
og tengist sýningin afmæli lista-
mannsins sem var 30. nóvember s.l.
Sigurrós útskrifaðist úr málun-
ardeild Myndlistaskólans á Akur-
eyri vorið 1997 og frá þeim tíma
hefur hún unnið við listsköpun og
haldið nokkrar einkasýningar.
Heimasíða Sigurrósar er:
www.simnet.is/bjornsson
Opið alla daga kl. 9-19. Lokað á
sunnudögum.
Sýningin stendur til 27. desem-
ber.
Sigpirrós Stefánsdóttir við eitt verka sinna.
Þóra Einarsdóttir.
Tdnleikar
í Kristskirkju
CARITAS á íslandi heldur
styrktartónleika í Kristskirkju,
Landakoti, í dag, sunnudag, kl.
16.30.
Flytjendur eru Þóra Einars-
dóttir, sópransöngkona, Gunn-
ar Kvaran, sellóleikari, Daði
Kolbeinsson, óbóleikari, Úlrik
Ólason, orgelleikari, og Vox
Feminae undir stjórn Margrét-
ar J. Pálmadóttur.
Á efnisskránni eru m.a. verk
eftir Þorkel Sigurbjömsson,
Orlando di Lasso, Franz Schu-
bert, J.S. Bach, W.A. Mozart,
Sigvalda Kaldalóns o.fl.
Caritas á íslandi hefur um
árabil staðið fyrir tveimur fjár-
söfnunum á ári, löngufostu og
aðventu. Á lönguföstu hefur
Caritas verið með fjáröflun fyr-
ir staðbundin verkefni fyrir þá
sem minnst mega sín í þróunar-
löndunum. Á aðventu hefur
söfnunarfé verið varið innan-
lands. Þeir sem hafa notið góðs
af þeim fjáröflunum eru: Ungl-
ingaheimilið Tindar, meðferð-
arheimilið á Torfastöðum, mis-
þroska og ofvirk börn,
alzheimersjúklingar, bágstadd-
ir fyrir jólin innanlands í sam-
starfi við Hjálparstarf
kirkjunnar, Reykjalundur, for-
eldrahús Vímulausrar æsku og
krabbameinssjúk böm.
Útgáfutónleik-
ar Tómasar R.
Einarssonar
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR á djass-
klúbbnum Múlanum, á efri hæð veit-
ingastaðarins Kaffi Reykjavík, verða
í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.
Þar kynnir Tómas R. Einarsson
kontrabassaleikari nýjan djassdisk
með frumsaminni tónlist, Úndir 4,
sem Mál og menning hefur nýgefið
út. Diskurinn var hljóðritaður sl.
haust en á honum spila með Tómasi
danski trompetleikarinn Jens
Winthser, saxófónleikarinn Jóel
Pálsson, Eyþór Gunnarsson píanó-
leikari og Matthías M.D. Hemstock
trommuleikari. Þeir félagar, að und-
anskildum Jens Winther, ætla að
kynna tónlistina á Undir 4 og Einar
Már Guðmundsson mun lesa nokkur
ljóð sín við undirleik þeirra.
Aðgangseyrir 1.200 krónur en 600
krónur fyrir námsmenn og eldri
borgara.
--------------
Stríðsára-
kvöldvaka
ÁRLEG kvöldvaka Kvennasögu-
safns íslands verður haldin í veit-
ingastofu á 2. hæð Þjóðarbók-
hlöðu, nk. þriðjudagskvöld, 5.
desember, kl. 20.
Kvöldvakan er að þessu sinni
helguð hlutskipti kvenna á hern-
ámsárunum á Islandi.
Á dagskrá verða tveir fyrirlestr-
ar. Herdís Helgadóttir mannfræð-
ingur flytur erindi sem hún nefnir
„Konur í hersetnu landi. ísland á
árunum 1940-47“ og Bára Baldurs-
dóttir sagnfræðingur flytur erindið
„„Skemd þessi breiðist út eins og
farsótt“. Ríkisafskipti af sambönd-
um unglingsstúlkna og setulið-
smanna í síðari heimsstyrjöld".
Þær Herdís og Bára luku báðar
meistaraprófi fyrr á þessu ári og
eru fyrirlestrarnir byggðir á lok-
aritgerðum þeirra.
Þá munu Ellen Kristjánsdóttir
og Eyþór Gunnarsson flytja nokk-
ur þekkt stríðsáralög.
Kvöldvakan er öllum opin og að-
gangur ókeypis.
-------♦-♦-♦------
Fjalla-Eyvind-
ur í Lista-
klúbbnum
DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhú-
skjallarans annað kvöld verður
helguð Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann
Sigurjónsson.
Leikritið er nú
komið út hjá
JPV-forlagi í
nýrri gerð sem
dr. Jón Viðar
Jónsson hefur
unnið með hlið-
sjón af lokagerð
verksins á
dönsku. Hefur
verkið aldrei áð-
ur birst í þeirri
mynd á íslensku fyrr. í dagskránni
mun dr. Jón lýsa tilurð skáld-
verksins, sem hann hefur rannsa-
kað ítarlega.
Guðrún S. Gísladóttir (Halla) og
Sigurður Skúlason (Kári) leiklesa
kafla úr verkinu. Leikstjóri er
Inga Bjarnason.
Ljóðaflutningur: Hjalti Rögn-
valdsson og Guðrún Þ. Stephen-
sen.
Dagskráin hefst kl. 20:30. Húsið
opnað kl. 19:30.
Aðgangseyrir kr. 800 en kr. 500
fyrir skólafólk og klúbbfélaga.
Jóhann
Sigurjónsson
Nýjustu vísindi í húðmeðferð
Kristalslípun er áhrifarík tækni sem
snyrtifræðingar og læknar nota til að
lagfæra húðskemmdir og hrukkur.
Meðferðin hentar ekki síður
körlum en konum og veitum við
fúslega ráðgjöf á stofunni.
HÚÐ og NUDD
Húðmeðferðar- og nuddstofa
WORLD CLASS
Austurstræti 17-5. hæð
Sími 562 6200