Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 21
Heimskona og hvunndagshetja
Ung kvaddi Ragna Bachmann æskuslóðir sínar í braggahverfinu Kamp
Knox með erfiða reynslu að baki og hélt út í heim, þar sem kún kynntist
spennu og hættum hins ljúfa lífs. I Svasílandi og á Sri Lanka, á Jótlandi og í
Jóhannesarborg, í Belgíu og Botsvana, í Reykjavík og víðar rataði hún í
ótrúlegar raunir en fann jafnframt dýpstu gleði. Saga skemmtilegrar og
kjarkmikillar konu sem hefur notið glæsileika ævintýranna, látið ginpast af
blekkingum þeirra og sjónhverfingum, leyst hinar bitru þrautir og hlotið að
launum dýrmæta reynslu og þroska. Oddný Sen hefur skrifað reisubók
Rögnu Bachmann á afar lifandi og nærfærinn hátt.
Veröld átaka og andstæðna
örstutt frásögn úr fornum ritum verður Iðunni Steinsdóttur
uppspretta að áhrifamiklu skáldverki um baráttu mæðra, feðra,
dætra og sona í vægðarlausri veröld átaka og andstæðna - veröld
allra tíma. Haustgríma er ekki saga um glæstar hetjur sem ríða um
héruð, heldur um ffamtíðarhallir sem hrynja til grunna á einu
andartaki og sterkar tilfinningar. Mikil örlög eru stvmdum fólgin í
fáum orðum.
Öldin fímmtánda - glæsileg
viðbót við Aldirnar
Öld sægreifa, kvenskörunga, ribbalda og
ríkismanna. Bókaflokkurinn Aldirnar er löngu
orðinn sígildur enda hefur hann átt drjúgan þátt í að
vekja og efla áhuga þjóðarinnar á sögu sinni.
Aðalsmerki Aldanna er hin aðgengilega framsetning
efnisins. Að þessu sinni kemur út Öldin fimmtánda.
Fimmtánda öldin hefur í vitund margra verið
sveipuð dulúð og jafnvel kölluð myrka öldin. í raun
réttri var hún öld stórbrotinna andstæðna,
viðburðaríkur tími hatrammrar valdabaráttu og
auðsöfnunar en jafnffamt þokka og reisnar. Með
ffumlegum og ffæðilegum efnistökum sýnir Óskar
Guðmundsson hve fjölskrúðugt og spennandi
tímabil fimmtánda öldin var.
díiinuislrcrb t&hibi
\