Morgunblaðið - 03.12.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUÐAGUR 3. DESEMBER 2000 23
verðbréfasúpu og var lengi að losa
mig út úr henni. Þá var eigið fé sjóðs-
ins upp urið.
Ég gekk í það verk að lána út pen-
ingana og koma upp veltu. Menn voru
með góðar tekjur hér, Einar var með
þrjá til fjóra báta á síld, og sjómenn-
imir gerðu það gott. Menn fóru að
taka lán til þess að byggja sér hús og
byggðin færðist hingað upp eftir.
Smátt og smátt náði ég í viðskipti
flestra fyrirtækjanna, nema þess
stóra, en Einar hafði þó alltaf áhuga á
sparisjóðnum og synir hans voru hér
með sín persónulegu fjármálavið-
skipti. Svo gerði ég nokkuð af því að
kaupa víxla sem iðnfyrirtæki fengu
írá EG. Þá kom bæjarsjóður Bolung-
arvíkur með öll sín viðskipti.
Ég hélt fast um alla þræði og sá til
þess að öll viðskipti skiluðu tekjum.
Ég reyndi að haga mér eins og góður
kaupmaður, hafa álagninguna í lagi
og selja sem mest. Sparisjóðurinn
tapaði ekki krónu af sínum útlánum
fyrstu 26 árin sem ég var sparisjóðs-
stjóri. Síðan kom verðtryggingin og
ég keypti verðtryggð spariskírteini
frá upphafi til að eiga sem varasjóð og
fékk góða ávöxtun. Ég kom eigin fé
Sparisjóðsins upp í rúm 50% af eign-
um þegar mest var en það var næst
hæsta eiginfjárhlutfall allra fjármála-
stofnana í landinu á þeim tíma. Síðan
hefur ýmislegt breyst, efnahags-
reikningurinn stækkað og menn eru
ekki að tala um slíkar tölur í dag.“
Þótt Sparisjóður Bolungarvíkur
hafi tapað verulegum fjármunum á
síðustu árum vegna erfiðleika at-
vinnufyrirtækja í Bolungarvík og víð-
ar á Vestíjörðum, hefur sjóðurinn
ávallt verið rekinn með hagnaði. Segir
Sólberg að Sparisjóður Bolungarvík-
ur hafi skilað hagnaði á hverju einasta
ári þau 39 ár sem hann stýrði honum.
Stofnaði Samband sparisjóða
Sólberg Jónsson var aðalhvata-
maðurinn að stofnun Sambands ís-
lenskra sparisjóða. „Þegar ég tók við
sparisjóðnum fór ég á stúfana að leita
mér upplýsinga sem að gagni mættu
koma í rekstrinum. Kom þá í ljós að
sparisjóðimir höfðu ekki með sér nein
samtök. Síðar hringdi ég til Jónasar
Magnússonar í Eyrasparisjóði á Pat-
reksfirði og í son hans, Sigurð, sem
var að taka við og ræddi málið við þá.
Við Sigurður sendum bréf til allra
sparisjóða landsins og spurðumst fyr-
ir um það hvort áhugi væri á að stofna
samtök. Það reyndist vera. Við feng-
um Friðjón heitinn Sveinbjömsson
hjá Sparisjóði Mýrasýslu í Borgar-
nesi í lið með okkur til að boða til
fundar. Leiddi þetta til þess að Sam-
band íslenskra sparisjóða var stofnað
27. aprfl 1967.“
Sólberg var samfleytt í stjóm Sam-
bandsins frá upphafi og til aðalfundar
í október síðastliðnum en hann hafði
þá látið af störfum sparisjóðsstjóra.
„Stofnun sambandsins reyndist vel og
hefur verið gagnleg fyrir sparisjóð-
ina. Mikil uppbygging varð í for-
mannstíð Baldvins Tryggvasonar
sem réð Sigurð Hafstein sem fram-
kvæmdastjóra. Þá eignuðust spari-
sjóðimir Kaupþing og stofnuðu
Tölvumiðstöð sparisjóðanna, Spari-
sjóðabankann, SP-fjármögnun og Al-
þjóða líftryggingafélagið. Við höfum
tekið virkan þátt í þessari uppbygg-
ingu. Nú em þessi félög orðin verð-
mæt, eins og sést í verði hlutabréfa
Kaupþings eftir að það fór á almenn-
an hlutabréfamarkað, og em með
mörg hundrað manns í vinnu.“
Hallar undan fæti
Uppbygging Bolungarvíkur er ná-
tengd sögu fyrirtækja Einars Guðf-
innssonar. Staðurinn óx með fyrir-
tækjunum. Áfallið varð því mikið
þegar Einar Guðfinnsson hf. lenti í
erfiðleikum og var að lokum lýst
gjaldþrota. Sólberg Jónsson fylgdist
náið með aðdraganda þessara at-
burða og þurfti að taka afleiðingum
þeirra sem framkvæmdastjóri fjár-
málastofnunar. Hann hefur sínar
skýringar á ófömnum.
„Ég tel að þegar Einar dó, 1985,
hafi verið farið að halla undan fæti í
rekstrinum. Fyrirtækið var stórt og
með fjölbreytta starfsemi í anda Ein-
ars. En það var mjög skuldsett.
Sólberg er stoltur af þátttöku Sparisjóðs Bolungar-
víkur í uppbyggingu smábátaflotans og nýtur þess að
fylgjast með sjómönnunum. Hér er hann að spjalla við
Þorieif Ingólfsson við löndun úr rækjubátnum Þjóðólfi
ÍS-86 sem þennan dag hafði brugðið sér á þorskveið-
ar vegna þess að rækjuvertíðin var ekki hafin.
Frekar dýrt var að
vera með fyrirtæki
hér, staðurinn lengi
einangraður og hafna-
raðstaða léleg þótt
hún hafi farið batn-
andi. Byggð var sfld-
arverksmiðja en þá
hvarf sfldin. Síðar hef-
ur komið í Ijós að erfitt
er að vera með slíka
verksmiðju hér, hún
væri einfaldlega betur
komin á stað sem hefði
betra aðgengi að hrá-
efninu. Þetta var dýr
framkvæmd og allt
fjármagnið tekið að
láni. Og á sama tíma
var verið að fram-
kvæma margt annað.
Fyrirtækið var
framsækið og sífellt að
reyna eitthvað nýtt.
Það hóf að flytja sfld af
miðunum til lands á
sérstökum skipum,
gerði tilraunir með
skelveiðar og rækju.
Þetta var allt gert fyr-
ir eigin fjármuni, þá
fengust litlir styrkir til
slíkrar þróunarvinnu.
Þá reyndust dýr þau
einkunnarorð Einars
sem synir hans höfðu
einnig að leiðarljósi,
að allir skyldu fá
vinnu.
Nú getur maður lit-
ið yfir þennan tíma og
betur metið ýmsa at>
burði úr fjarlægðinni.
Ég hef verið að velta
því fyrir mér hvort
það hafi verið rétt
ákvörðun hjá Einari
að gera þrjá syni sína
að jafn háttsettum yf-
irmönnum í fyrirtæk-
inu. Hvort það hafi
verið nægilegt pláss
fyrir þijá hæfileika-
ríka og metnaðarfulla
framkvæmdastjóra. Fyrirtækið var
með fjölþættan rekstur, útgerð,
fiystihús, saltfiskverkun, sfldar-
vinnslu og mikla verslun. Hver stjóm-
aði sínum hluta og allir höfðu þeir
mikinn metnað fyrir sínu starfi. Það
varð til þess að unnið var að uppbygg-
ingu á mörgum sviðum samtímis og
mikið steypt. Framkvæmdimar vom
að miklu leyti fjármagnaðar með láns-
féogþaðtókí.
Þótt Einar ætti bátana á móti for-
mönnunum og hefði hlutafélagsform
á útgerðunum og frystihúsinu var
eignarformið aldrei nýtt eins og gert
er í dag, til þess að afla fyrirtækjun-
um aukins eigin fjár. Hlutafélögin
stóðu með upphaflegu hlutafé og
aldrei var greiddur út arður. Menn
fengu vinnu en Einar tók aldrei neinn
arð út úr fyrirtækjunum enda eyddi
hann engu sjálfur. Hann flutti enga
fjármuni í burtu, notaði þá alla fyrir
staðinn.“
Sólberg segir að allar eignir dánar-
bús Einars Guðfinnssonar í fyrirtækj-
unum í Bolungarvík hafi tapast í
gjaldþrotinu. „Eignir manna hér vom
bundnar í húsum, sumir áttu hlut í bát
og kannski eitthvert sparifé í sparis-
jóðnum. Menn áttu því yfirleitt fyrir
íbúð í Reykjavík ef þeir vildu flytja
þangað við lok starfsævinnar. Nú er
svo komið að húsin em lítils virði
vegna þess að ekki er hægt að selja
þau. Það er grátlegt að eftir allt þetta
strit sé ævistarfið nánast einskis
virði.“
Konumar slitu sér út
Sólberg leggur í þessu sambandi
áherslu á að störf kvennanna í þorj>
unum hafi oft verið vanmetin. „A
sjöunda áratugnum, þegar erfiðleikar
vom í sfldveiðum, var farið að koma
með meiri afla hér að landi. Það varð
til þess að við fundum ekki fyrir nið-
ursveiflu atvinnulífsins, þegar sem
flest fólk flutti til Svíþjóðar og hinna
N orðurlandanna.
Kvenfólkið fór út á vinnumarkað-
inn í auknum mæli, strax og þær vom
búnar að koma bömunum upp. Alltaf
var verið að tala um að bjarga hráefni
...og endurnýjaðu kraftana fyrir hátíðarnar.
Sérstök aðventuslökun í Bláa lóninu sunnudaginn 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, frá
kl. 13:00 til 17:00. Af því tilefni bjóðum við: axla- og herðanudd í Bláa lóninu, kynningu og
15% afslátt af Blue Lagoon húðverndarvörum og glæsilegan kaupauka. Dekraðu við þig og
slakaðu á í Bláa lóninu.
Opið allo daga órsins % 420 8800 % lagoon@bluelagoon.is % www.bluelogoon.is