Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ og konumar tóku virkan þátt í því. Það var ekki lítil vinna sem lögð var á herðar þeirra. Þegar atvinnulífið var dauft fyrir sunnan og lítið að gera þótti sjálfsagt að frændfólkið sendi unglingana hingað. Þeir voru teknir inn á heimilin, endurgjaldslaust, og gátu unnið eins og þeir vildu. Margir komust áfram í námi út á þetta. Þess vegna finnst manni sárt þegar fólk talar þannig um erfiðleika okkar núna að það sé bara sjálfum okkur að kenna að sitja uppi með verðlausar eignir. Unga fólkið sem var hér skilur það áreiðanlega að ákveðinn aðdrag- andi var að þessari stöðu. Við héldum að það væri til heilla fyrir þjóðfélagið að við kæmum okkur hér fyrir og sköpuðum verðmæti. En ég var að vekja athygli á fram- lagi kvennanna. Þær tóku unglingana inn á heimilin og þjónuðu þeim, ásamt eigin bömum, samhliða vinnu í frysti- húsinu. Vinnan og heimilið gekk fyrir og þær vom ekki að hugsa um heÚsu- rækt eða utanlandsferðir, eins og ungu konumar í dag. Enn jókst á þeim álagið þegar togaramir komu. Tekinn var upp einstaklingsbónus og þá bættu þær enn við. Þær fengu aldrei frið, þurftu að vinna alla daga, og hreinlega slitu sér út,“ segir Sól- berg. SársaukafulK gjaldþrot Gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf. var sársaukafullt fyrir Bolvíkinga á ýmsan hátt. Það hafði víðtæk fjár- hagsleg áhrif í bæjarfélaginu og varð til þess að atvinna minnkaði og fólki fækkaði í bænum, auk þess tilfinn- ingalega áfalls sem bæjarbúar urðu fyrir. Sólberg segir að febrúar 1993 hafi verið skelfilegur mánuður. „Landsbankinn lokaði á þá, leyfði þeim ekki að vera með greiðslustöðv- un áfram. Ef fyrirtækið hefði fengið sex til sjö mánuði til viðbótar hefði það komist á réttan kjöl. Þá var kvót- inn opinberlega orðinn að söluvöru og fyrirtækið átti aftur fyrir öllum sínum skuidum og vel það.“ Afleiðingamar urðu sársaukafullar og enn er ekki séð fyrir endann á erf- iðleikunum. „Bolvíkingar höfðu treyst á þetta fyrirtæki og vom ekki undir það búnir að standa á eigin fótum. Jafnframt töpuðu minni fyrirtækin sem höfðu þjónað því stóra, jám- og tréiðnaðarfyrirtæki og verslanir, miklum fjármunum. Það var því ekki nóg að stærsta fyrirtæki staðarins færi á höfuðið, minni fyrirtækin fóra líka á hliðina, sum rúlluðu yfir um og önnur hafa aldrei náð sér aftur.“ Sólberg segir að Sparisjóður Bol- ungarvíkur hafi tapað nokkram fjár- munum við gjaldþrotið þótt hann hafi ekki verið viðskiptabanki EG. Hins vegar hafi sparisjóðurinn átt víxla og kröfur á fyrirtækið sem hann hafi keypt af viðskiptavinum sínum. Spar- isjóðurinn hafi verið búinn að byggja upp afskriftasjóð og ráðið vel við áfallið. Þó er ekki séð fyrir endann á öllum þáttum, að sögn Sólbergs, því sjóðurinn leysti til sín húsnæði, meðal annars verslunar- og skrifstofuhús EG, og það hefur ekki verið hægt að selja nema að litlu leyti. „Hrinan sem fylgdi í kjölfar gjaldþrotsins, erfið- leikar og gjaldþrot viðskiptafyrir- tækjanna, lenti með nokkram þunga á okkur og við eigum enn nokkrar húseignir sem við þurftum að leysa til okkar.“ Bærínn átti ekki að yfírtaka útgerðina Bolungamkurkaupstaður beitti sér fyrir stofnun útgerðarfélagsins Ósvarar til að halda áfram rekstri togaranna Dagrúnar og Heiðrúnar, með aðstoð sparisjóðsins, og lögðu margir einstaklingar og fyrirtæki einnig fé í fyrirtækið. Tókst að halda báðum toguranum og kvóta þeirra í plássinu. Einstaklingar eignuðust frystihús og bræðslu. Og nú var Sparisjóður Bolungarvíkur skyndi- lega einn með alla ábyrgð á atvinnuiífi staðarins. Sólberg telur að það hafi verið mis- ráðið hjá bæjarstjóminni að stofna Ósvör og taka þar með yfir stærsta atvinnufyrirtækið. „Það voru alltaf uppi kröfur um að allt yrði óbreytt frá því Einar rak fyrirtækin, allir fengju vinnu. Það var erfitt að komast út úr þeirri hugsun. Sveitarstjómarmenn geta ekki séð um rekstur atvinnufyr- irtækja og það er ekki hlutverk þeirra. Til þeirra era gerðar margs „Egtelað betra hefði veríð að einstaklingar hefðu tekið yfir útgerðina eftir gjaldþrotið. Þeir hefðu náð að halda öðrum togaranum, að minnsta kosti. Það hefði verið farsælla að hafa þetta íþeirra höndum.“ staklingar hefðu tekið yfir útgerðina eftir gjaldþrotið. Þeir hefðu náð að halda öðrum togaranum, að minnsta kosti. Það hefði verið farsælla að hafa þetta í þeirra höndum,“ segir spari- sjóðsstjórinn fyrrverandi. Gaman að vinna með sjómönnunum Mikil breyting hefur orðið á bæjar- félaginu og atvinnuháttum frá því fyr- irtæki Einars Guðiinnssonar vora í blóma. Að vísu er rekin rækjuvinnsla í frystihúsinu en aðeins með fáu fólki miðað við það sem áður var á þeim vinnustað, auk þess sem mikil óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins í kjöl- far gjaldþrots Nasco, sem rak fyrir- tækið á undan þeim aðilum sem þessa dagana eru að festa kaup á verksmiðj- unni. Atvinnulífið byggist að mestu á þremur smáum frystihúsum og út- gerð tveggja báta. Einnig era gerðir út nokkrir bátar á innfjarðarrækju í Isafjarðardjúpi auk smábátanna sem verið hafa aðalvaxtarbroddurinn í at- vinnulífinu. Sólberg segist stoltur af því að hafa vita hvað þeir væra að gera. Sjálfur hef ég haft óskaplega gaman afþví að vinna með þessum mönnum. Eg fer oft niður á höfn á morgnana, þegar þeir eru að fara út, og spjalla stundum við þá þegar þeir era að landa á kvöld- in.“ Of mikið lagt upp úr því að stækka Sólberg telur að ýmislegt jákvætt sé að gerast í Bolungarvík og bærinn eigi góða framtíð fyrir sér. Það verði þó á öðrum grunni en byggt hafi verið á til þessa. „Við höfum lagt of mikið upp úr því að stækka bæinn, alveg frá því Einar Guðfinnsson var að byggja upp sín fyrirtæki og bæjarfélagið. Bakslagið hefur orðið til þess að raun- veralegur fjöldi íbúa hér er nú kom- inn niður undir það sem var þegar ég kom heim aftur eftir spítalavistina á Vífilsstöðum. Hins vegar er allt of mikið húsnæði til, bæði íbúðar- og at- vinnuhúsnæði. Ég tel að til greina komi að mölva niður eitthvað af þessuum húsum, til dæmis félagslegu hér í bæjarfélaginu og er þannig mik- ilvægur vinnustaður. Við þurfixm að gera betur í því efni.“ Sparisjóður Bolungarvíkiu- var í fréttunum fyrr á árinu vegna gagn- rýni á hugmyndir formanns stjómar Byggðastofnunar um að fela honum innheimtustörf fyrir stofnunina. „Við höfum annast rekstur Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur í þijátíu ár og staðið okkur í því. Við buðumst til að taka að okkur innheimtu fyrir Byggðastofnun enda treystum við okkur vel til þess og höfum sýnt að við getum annast hana á ódýran hátt. Það skiptir engu máli hvar þessi verk era unnin. Ég á því erfitt með að skilja allan þann djöfulgang sem varð út af hugmynd- um um flutning eins til þriggja starfa út á land,“ segir hann. Töluverð gerjum er á fjármála- markaðnum. íslandsbanki og FBA hafa sameinast og stefnt er að sam- einingu Landsbankans og Búnaðar- bankans. Þá hafa sparisjóðir verið að sameinast, meðal annars fjórir spari- sjóðir á Vestfjörðum. Sólberg segir að §l|§*í|8§s|St Sólberg iónsson fyrir framan glæsilegt hús Sparísjóðs Bolungarvíkur. Morgunblaðið/HalldórSveinbjömsson „Bolvíkingar höfðu treyst á þetta fyrirtæki og voruekkiund- ir þaðbúnirað standa á eigin fótum. “ konar kröfur og hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við rekstrar- lega hagsmuni fyrirtækja. Það er skoðun mín að þátttaka bæjarins hafi aðeins verið frestun á því að atvinnu- lífið hér færi á botninn og gæti farið að byggja sig aftur upp og ég held að margt í þróuninni síðan hafi rennt stoðum undir það.“ Bæjarstjómin seldi eignarhlut sinn í útgerðinni til Bakka hf. í Hnífsdal og tók Aðalbjöm Jóakimsson við stjóm fyrirtækisins. Urðu miklar deilur um þetta í bænum. Bakld byggði upp frystihúsið en lenti í rekstrarerfið- leikum og sameinaðist síðar Þorbimi hf. í Grindavík og allur kvóti fyrirtæk- isins hvarf úr bænum. í kjölfar kvót- ans og skipanna fóru sjómennimir, stéttin sem hafði byggt upp Bolung- arvík nútímans. „Bærinn losaði sig frá þessu gegn ákveðnum loforðum. Eftir að hann seldi Aðalbimi hefur þróunin orðið í gegnum sölu á hlutabréfum og ekkert viðnám verið hægt að veita. Það hefur ekkert verið að marka loforðin, ekki eitt einasta loforð, og ekki frá neinum af þeim aðilum sem að þessu hafa komið. Það má kannski segja nú að loforðin hafi aldrei getað staðist. Þró- unin hefur birst okkur í sparisjóðnum þannig að frá 1993 hefur reksturinn verið á níu kennitölum," segir Sól- berg. Hann telur að unnt hefði verið að halda kvótanum í bæjarfélaginu, að minnsta kosti hluta hans, ef öðravísi hefði verið staðið að málum í upphafi. „Ég tel að betra hefði verið að ein- fengið tækifæri til að aðstoða við upp- byggingu smábátaflotans í Bolungar- vík. „Þetta era ungir og frískir menn, skipstjómarmenn af toguranum, og atvinnumenn fram í fingurgóma. Ég kynntist þessu fyrst í Súgandafirði þegar við sameinuðumst sparisjóðn- um á Suðureyri. Þar hefur þróast merkilegt samfélag sem byggist á út- gerð smábáta og þar hafa trillukarlar orðið stóreignamenn. Manni finnst það stundum afturför að við skulum vera famir að sækja sjóinn á smábátum í þessu veðravíti sem hér er fyrir utan. Én sjómennim- ir segja mér að þeir fái betri upplýs- ingar en áður þar sem veðurfræðinni hafi farið mikið fram og hafi yfir að ráða nákvæmum staðsetningartækj- um. Ekki má gleyma því að þeir era á svo hraðgengum bátum að þeir geta komið sér til og frá á skömmum tíma. Smábátamir hafa leyst úr læðingi mikla atorku og þróað héma sérstakt samfélag. Þeir hafa náð góðum ár- angri, eins og aflaskipstjóramir fyrr á öldinni. Á síðasta ári fór sex tonna bátur yfir 800 tonna afla og raunar einnig árið áður. Það er ótrúlegur ár- angur. Til gamans má geta þess að þegar ég annaðist bókhald fyrir út- gerðir Einars Guðfinnssonar vora stóru bátamir, 150 til 250 tonna skip, að fiska 500-700 tonn á vetrarvertíð. Við voram orðnir nánast kvótalaus- ir og höfum þurft að kaupa til okkur kvóta fyrir smábátana og eram búnir að ná í þónokkrar aflaheimildir. Spari- sjóðurinn hefur tekið þátt í því, meðal annars með því að taka erlend lán. Það hefur hann getað í krafti góðrar eiginfjárstöðu. Utlánaaukning spari- sjóðsins stafar eingöngu af því að við höfum orðið að kaupa kvóta til þess að geta farið á sjó. Peningamir fara til kvótaeigenda sem flytja þá úr landi. Ættu stjómvöld ekki að athuga þenn- an þátt í óhagstæðum greiðslujöfnuði þjóðarinnar við útlönd? Þetta hefur gengið vel og við höfum ekki orðið fyrir neinum skakkafóllum. En ég lánaði ekki hveijum sem rildi kaupa bát eða kvóta, menn urðu að íbúðimar sem engin not era fyrir. Það vora mikil mistök að byggja þessar félagslegu íbúðir. Ríkið bauð upp á hagkvæm lán og iðnaðarmenn vora sífellt að suða í bæjarstjómar- mönnum að standa sig eins og menn og nýta þessi lán eins og aðrir gerðu, til að skapa verkefni og byggja upp bæinn. Þeir létu að lokum undan þótt engin þörf væri fyrir þetta húsnæði nema rétt á meðan framkvæmdimar stóðu yfir. Á meðan spennan var sem mest komu iðnaðarmenn til að taka þátt í uppbyggingunni og þeir fluttu í félagslegu íbúðimar. En þegar vinnan minnkaði fluttu þeir í burtu og íbúð- imar stóðu tómar eftir. Sama er að segja um atvinnuhúsnæðið. Það var byggt allt of mikið á stuttum tíma og engin not eru fyrir hluta þess í dag. Betra hefði verið að byggingarnar hefðu dreifst yfir lengri tíma þri kröf- umar breytast stöðugt. Það verður áfram erfitt að búa hér. Ég hef þó trú á framtíðinni enda er fólkið harðduglegt. Við þurfum að fá að nýta þær auðlindir sem standa okkur næst, fiskimiðin hér úti fyrir. Við kunnum að veiða og verka fisk og eigum að halda okkur rið það. Ekki þýðir að fá alltaf aðkomufólk þegar einhveijir toppar verða, enda er það þri miður oft fólk sem orðið hefur undir í lífinu annars staðar og klárar sig ekkert betur hér. Við verðum að byggja á heimamönnum og halda okk- ur rið þá stærð sem grannurinn skap- ar. Ef fyrirtækin dafna í höndum ein- staklinganna þróast bærinn af sjálfu sér.“ Sparisjóðir þurfa að sameinast Sólberg ákvað að láta af störfum í vor, eftir tæplega fjögurra áratuga starf sem sparisjóðsstjóri. Sonur hans, Ásgeir, var ráðinn í starfið. Eft- ir þennan langa og góða starfsferil er eðlilegt að málefni sparisjóðanna séu gamla sparisjóðsstjóranum ofarlega í huga. „Við höfum alltaf getað sinnt okkar fólki. Við eram sveigjanlegri en bankaútibúin og sneggri til ákvarð- ana. Þá skapar þessi rekstur tólf störf ákveðin ógn stafi af sameiningu rið- skiptabankanna. Sparisjóðimir verði að svara þri með meiri samvinnu sín í milli, samruna í stærri einingar og betri nýtingu á eigin fé sínu. Atvikin hafa hagað þri svo að Sparisjóður Bolungarvíkur tekur ekki þátt í stofnun Sparisjóðs Vest- firðinga og þótt ákveðin samrinna sé hafin milli þessarra tveggja spari- sjóða, meðal annars yið stofnun sam- eiginlegs útibús frá íslenskum verð- bréfum, telur hann ekki víst að þeir sameinist á næstu áram. „Vestfirsku sparisjóðimir era mjög háðir sjávar- útvegi sem er sveiflukenndur at- vinnuvegur. Ég teldi að mörgu leyti betri skiptingu ef Sparisjóður Bol- ungarvíkur og til dæmis Sparisjóður Mýrasýslu í Borgamesi rynnu sam- an. Við eram með sjávarútveginn sem gefur góðar tekjur en er áhættu- samur og þeir era með landbúnað og iðnað sem sveiflast öðra vísi. Þetta gæti vegið hvort annað upp. Með þessu móti gætum rið líka náð betur til okkar fólks í Reykjavík. Fjölmarg- ir Bolvíkingar sem flutt hafa til Reykjavíkur hafa haldið tryggð rið okkur og rið þurfum að þjóna þeim.“ Meira í Leirufirði Sólberg var nýlega orðinn 65 ára þegar hann lét af störfum sparisjóðs- stjóra 31. ágúst síðastliðinn. Hann fékk hjartaáfall á síðasta ári og' segir að það hafi ýtt undir ákvörðun um að hætta nú. Hann hefur alltaf unnið mildð og segir að álagið hafi aukist þegar sparisjóðurinn tók yfir megin- hluta atrinnulífsins. „Maður á aldrei trygga æri en ég ætlaði mér aldrei að verða ellidauður i þessu starfi. Ég get haft margt fyrir stafni,“ segir Sól- berg og neitar þri ekki að hann hafi áhuga á að eyða meiri tíma í sumar- landinu í Leirufirði. „Ég tel mig hafa skilað af mér traustum sparisjóði sem hefur á sér gott orð. Og ég tel að ýmsir möguleik- ar séu í stöðunni og nýir stjómendur geti unnið vel úr þeim,“ segir Sólberg Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.