Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Asdís
BJORN INGIHRAFNSSON || bingi@ mbl.is.
Þróun mæliaöferöar, sýnataka melatóníns ogframkvæmd magnmælingar
Afhverju staf-
ar skammdegis
þunglyndi7
Vísindamaðurinn
NAFN: Ragnhildur Þóra Kðradóttir, f.
1975.
FORELDRAR: Sigrún Magnúsdóttir,
kaupmaðurog borgarfulltrúi, f. 1944
og Kári Einarsson, rafmagnsverk-
fræðingurog kennari, f. 1938.
MAKI: Massimiliano Polli málari, f.
1968.
BARN: Melkorka Elea Polli, f. 2000.
MENNTUN: Grunnskólapróf frá Lang-
holtsskóla 1991. Stúdentspróf frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1995. BS-próf í lífefnafrædi frá Há-
skóla íslands 2000.
Magn melatónins í munnvatni yfir sólarhringinn
Hópur skammdegisþunglyndra (SAD) er hér sýndur með bláu og
hópur þeirra sem ekki þjáist af skammdegisþunglyndi er sýndur með
rauðu. I hvorum hópi fyrir sig eru 5 einstaklingar og eru hóparnir
paraðir með tilliti til aldurs, búsetu og kyns. Marktækur munur er á
milli hópanna p > 0,001. Staðalfrávik er einnig tilgreint.
0“l-------------1------------1--------------1----------1"
12:00 18:00 24:00 8:00 12:00
ARKTÆKUR
munur hefur
fundist á mela-
tónín-framleiðslu
íbúa á Suður-
landi eftir því
hvort þeir hafa einkenni sk. skamm-
degisþunglyndis eða ekki. Þeir sem
eiga við slíkt þunglyndi að stríða
framleiða að meðaltali um 2,4 sinn-
um meira af melatóníni en aðrir og
kann þetta að varpa nýju Ijósi á or-
sakir þessa árstíðabundna sjúkdóms
sem herjar á milljónir manna víða
um heim, þar af um þrjátíu þúsund
Islendinga.
Þáttur melatóníns ekki
kannaður marktækt áður
Teymi íslenskra vísindamanna
hefur á undanfömum árum unnið að
rannsókn á skammdegisþunglyndi
hér á landi, en rannsóknir hafa sýnt
að þrátt fyrir legu landsins og oft og
tíðum kalda og dimma vetur er tíðni
skammdegisþunglyndis hlutfalls-
lega lægri hér á landi en búast
mætti við, eða 10-11%. Teymi þetta,
sem samanstendur af prófessorum í
lífeðlis- og lífefnafræði, læknum og
geðlæknum, hefur m.a. unnið grein-
ingarlista sem sendir hafa verið til
valins hóps íslendinga, annars veg-
ar á Suðurlandi og hins vegar á
Vestfjörðum, þar sem talið er að
talsverður munur sé á birtuskilyrð-
um á viðkomandi svæðum á vissum
tíma ársins.
Þáttur melatóníns, efnisins sem
ræður því hvort mann syfjar eða
ekki, í tengslum við skammdegis-
þunglyndi hefur hins vegar ekki ver-
ið kannaður marktækt áður. Ekki
fyrr en ung vísindakona, Ragnhildur
Káradóttir, tók sér það verkefni á
hendur, undir handleiðslu prófes-
soranna Jóhanns Axelssonar og
Guðmundar G. Haraldssonar, að
þróa mæliaðferð til að greina seytun
efnisins í munnvatni, safna saman
sýnum úr nægilega stóru úrtaki ís-
lendinga, annars vegar þeirra sem
glíma við skammdegisþunglyndi og
hins vegar þeirra sem finna ekki fyr-
ir slíku, og vinna síðan niðurstöður
úr rannsóknum sem á eftir fylgdu.
Þunglyndið leggst þungt á
sjúklinga og aðstandendur
Óhætt er að segja að þessar nið-
urstöður hafí vakið mikla athygli,
jafnvel heimsathygli, enda er
skammdegisþunglyndi sjúkdómur
sem kastljósið hefur beinst að í æ
meiri mæli á síðari árum, ekki síst á
Vesturlöndum. Svo virðist sem fólk
búi við skerta birtu nokkum hluta
ársins eftir því sem fjær dregur mið-
baug og verði fyrir vikið fyrir áhrif-
um skammdegisþunglyndis, eða
vetrarþunglyndis. Sjúkdómur þessi
lýsir sér í miklum drunga og nánast
algjöru orkuleysi; fórnarlömb fara
„niður“ sem kallað er í nóvember
hvert ár og koma ekki „upp“ aftur
fyrr en nokkru eftir áramót, jafnvel
ekki fyrr en í mars.
í niðursveiflunni eiga skammdeg-
isþunglyndir oft í miklum vandræð-
um með að sinna skyldum hvers-
dagsins, mæta þannig stopult eða
jafnvel ekkert til vinnu og eru til lít-
illa hluta nytsamlegir á heimilum
sínum. Fyrir vikið leggst sjúkdóm-
urinn jafnan þungt á fjölskyldur við-
komandi, vini og vinnufélaga - fer
ekki framhjá neinum í nánasta um-
hverfí. Til að bæta gráu ofan á svart
er ekki talið að hefðbundin þung-
lyndislyf slái á einkenni sjúkdóms-
ins, nema þá að afar takmörkuðu
leyti, og er frekar mælt með sér-
stökum lömpum. Annað ráð er að
dvelja erlendis í sólríkari og heitari
löndum meðan „svartasta skamm-
degið“, eins og það er kallað, gengur
yfir.
Þegar Ragnhildur hófst handa við
rannsóknina lá fyrst fyrir að afla sér
fræðilegrar þekkingar á heppilegri
aðferð til að greina melatónín. Fram
að þessu hefur slíkt venjulega verið
gert með töku blóðsýnis á sjúkra-
húsi eða rannsóknarstofu, en
markmið Ragnhildar og íslenska
rannsóknarteymisins var að finna
einfaldari sýnatöku sem væri þá
jafnframt mun ódýrari og skjótvirk-
ari aðferð.
Aðferðin numin í Finnlandi
Á daginn kom að með sk. RIA-
mælingu má greina melatónín í
munnvatni með tiltölulega einfaldri
sýnatöku. Hins vegar er um afar
sértæka aðferð að ræða og aðeins
vitað um fáar tilraunir á þessu sviði
á vegum finnska vísindamannsins
dr. Olli Vakkuri.
Næsta skref var að ákveða hve-
nær sólarhringsins sýni yrðu tekin
og hve oft á dag. Þegar því var lokið
var ákveðið að 30 manna úrtak,
fengið úr gögnum fyrri rannsókna
rannsóknarteymisins, hentaði vel til
þessa verkefnis.
í kjölfarið var samband haft við
lækna á Suðurlandi og óskað eftir
samstarfi við þá. Reyndust flestir
fúsir til samstarfs og í upphafi árs
1999 var hafist handa við sýnatöku.
Var þátttakendum gert að spýta
munnvatni í tilraunaglas, fjórum
sinnum á sólarhring, og frysta sýnið.
Ók Ragnhildur alls fjórum sinnum
austur fyrir fjall og safnaði sýnun-
um saman, auk þess sem hún ræddi
við þátttakendur og lækna. Þegar öll
Svo virðist sem fólk
búi við skerta birtu
nokkurn hiuta ársins
eftir þvi sem fjær
dregur miðbaug og
verði fyrir vikið fyrir
áhrifum skammdegis-
þunglyndis, eða
vetrarþunglyndis.
sýnin lágu svo fyrir tók vísindakon-
an sér ferð á hendur til Finnlands,
þar sem hún nam hina vandasömu
aðferð af dr. Vakkuri á lífeðlisfræð-
istofnun háskólans í Oulo.
„Hann bauð mér að koma til Finn-
lands, læra aðferðina og miðla síðan
íslensku vísindafólki af þeirri
reynslu. Það var ómetanieg reynsla
og mjög dýrmæt, enda hafði tvívegis
verið gerð tilraun til að framkvæma
mælingar af þessu tagi hér á landi,
en það mistókst í bæði skiptin,“ seg-
ir Ragnhildur.
Hún vill taka sérstaklega fram að
þátttakendur í rannsókninni hafi
staðið sig með mikilli prýði og sýnt
mikinn samstarfsvilja, sem nú hafi
skilað sér. Fyrirfram hafi ýmsir lýst
efasemdum um trúverðugleika
rannsóknar sem byggðist á svo
virkri þátttöku einstaklinga í úrtaki,
en allt hafi hins vegar gengið eins og
í sögu.
Dreymt um að verða
taugalífeðlisfræðingur
Ragnhildur segir að frá unga aldri
hafi hún látið sig dreyma um að ger-
ast taugalífeðlisfræðingur. Hún við-
urkennir að öllu sérhæfðari verði
framtíðardraumar líkast til ekki, en
af einhverjum ástæðum hafi hún
löngum látið heillast af heilanum og
starfsemi hans.
„Mér finnst einkum spennandi og
athyglisvert að velta upp sambandi
heilans og sálarinnar," bætir hún
við. „Descartes kallaði heilaköngul-
inn (e. pineal gland) þriðja augað og
að það tengdi saman hugsunina og
líkamann. Heilaköngullinn framleið-
ir einmitt heilahormónið melatónín,
það fyrirbæri sem er framleitt á
nóttunni og segir okkur að fara að
sofa. Framleiðsla þessa efnis eykst
yfir veturinn hjá öllum spendýrum,
en fram að þessu hafa ekki komið
fram ótvíræðar niðurstöður sem
tengja það beinlínis við skammdeg-
isþunglyndi."
Ragnhildur var í sumarvinnu hjá
Jóhanni Axelssyni fyrir fáum árum,
þegar hún kynntist rannsóknum
hans og fleiri á skammdegisþung-
lyndi hér á landi. Fyrir hvatningu
hans tók hún að vinna að hluta rann-
sóknarinnar og ekki leið á löngu áð-
ur en nemandinn var sjálfur farinn
að skipuleggja og stjórna eigin und-
irrannsókn með tilheyrandi sýna-
töku, úrvinnslu og fræðimennsku.
„Það er óhætt að segja að Jóhann
hafi sýnt mér mikið traust og fyrir
það er ég ákaflega þakklát. Það er
ekki á hverjum degi sem ungum vís-
indamanni gefast tækifæri til að
skipuleggja svo metnaðarfulla rann-
sókn nánast frá grunni. Þetta er
eitthvað sem ég mun aldrei gleyrna."
Ragnhildur dvelur þessi misserin
við öllu hlýrri aðstæður en ríkja hér
á Fróni nú um stundir, nefnilega í
þeirri frægu borg Flórens á Italíu.
Fyrr á þessu ári eignaðist hún
stúlkubarn og dvelur nú ásamt sam-
býlismanni sínum í heimalandi hans
í fæðingarorlofi.
„Næst tekur við doktorsnám. Það
er á hreinu að vísindin verða mitt
ævistarf," segir Ragnhildur Kára-
dóttir.