Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf.
SAUÐAFIÐLUR OG SMÆL-
INGJAR Á JÓLABORÐIÐ
VJÐSKDrn A3VINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf. á
Kópaskeri, fæddist í Laxárdal í Þistilfirði árið 1954 og ólst þar
upp. Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri
árið 1972, lærði síðan húsasmiði á Kópaskeri og tók sveinspróf
1975. Hann starfaði við smíðar hjá Trésmiðju Kaupfélags
Norður-Þingeyinga og var deildarstjóri hennar 1980-89.
Garðar starfaði í eitt ár hjá fiskeldisfyrirtækinu Árlaxi, vann
síðan við smíðar þar til Fjallalamb hf. var stofnað í ágúst 1990.
Hann var ráðinn framkvæmdastjóri og hefur stýrt fyrirtækinu
síðan. Garðar er kvæntur Iðunni Antonsdóttur og eiga þau
ljögur uppkomin börn.
Ingólfur Þórsson kjötvinnslustjóri aðgætir Hólsfjallahangikjötið.
Eftir Guðna Einarsson
JALLALAMB hf. á
Kópaskeri hefur sér-
hæft sig í sauðfjárslátr-
un og framleiðslu mat-
vara úr kindakjöti.
Fyrirtækið hefur skapað sér sér-
stöðu á íslenskum matvælamarkaði
með þróun nýstárlegra vöruteg-
unda. Auk hins rammíslenska
Hólsfjallahangikjöts er boðið upp á
vörur sem bera nöfn eins og Höfð-
ingi, Æringi, Smælingi og Sauða-
fiðla. Þessar vörur eru sumar
framleiddar úr lambakjöti, en aðr-
ar úr kjöti af veturgömlu fé og full-
orðnu.
Forsaga stofnunar Fjallalambs
hf. er að Kaupfélag Norður-Þing-
eyinga varð gjaldþrota 1988. Kaup-
félagið hafði þá ekki rekið slátur-
hús í eitt ár heldur hafði sláturfé
verið ekið til Húsavíkur. Kaupfélag
Langnesinga rak sláturhús á Þórs-
höfn sem var orðið úrelt og var
lagt niður. Þegar svo var komið
náðist samstaða á meðal bænda í
Norður-Þingeyjarsýslu, austan
Jökulsár og austur að Langanes-
strönd, um stofnun Fjallalambs hf.
Að sögn Garðars eru allir sauðfjár-
bændur á svæðinu, um 80 talsins,
hluthafar og eiga þeir flestir hlut í
hlutfalli við innlegg sín. Fjallalamb
hf. fæst eingöngu við slátrun sauð-
fjár enda nánast engin önnur kjöt-
framleiðsla á svæðinu og engin
mjólkurframleiðsla að sögn Garð-
ars. „Það má segja að Norður-
Þingeyjarsýsla sé hreint sauðfjár-
ræktarsvæði."
Ekta sauðahangikjöt
Hjá Fjallalambi hf. starfa að
jafnaði 18 til 20 starfsmenn. Til
samanburðar má nefna að á Kópa-
skeri búa um 170-180 manns. Með-
an á sláturtíð stendur fjölgar
starfsmönnum upp í um fnnmtíu.
Venjulega er slátrað um 25 þúsund
fjár, þar af er um einn tíundi full-
orðið fé. Fjallalamb hf. hefur hvatt
bændur til að framleiða veturgamla
sauði. Garðar segir að á hverju ári
komi talsvert af þeim til slátrunar.
Hrútlömbin sem valin eru í þetta
eldi eru oft rýr og verðlítil smá-
lömb sem eru gelt að hausti. Þau
þroskast vel og eru orðin væn að
ári. Garðar segir að greitt sé fyrir
þetta kjöt eins og dilkakjöt og
þetta því hagkvæmt fyrir bændur.
Þessi framleiðsla hefur skapað
Fjallalambi hf. nokkra sérstöðu á
markaðnum. „Þetta hefur gert okk-
ur kleift að bjóða upp á ekta sauða-
hangikjöt af veturgömlu, segir
Garðar. „Þetta hangikjöt þykir sér-
staklega gott. Það er bragðmikið
en heldur mýkt lambakjötsins. Þeir
sem byrja að borða þetta leita eftir
því aftur. Viðskiptavinahópurinn er
því afskaplega tryggur."
Samhliða þessari framleiðslu er
Fjallalamb hf. einnig með hangi-
kjöt af völdum fullorðnum ám. Að
sögn Garðars hefur það einnig náð
miklum vinsældum. „Það er ódýr-
ara en annað hangikjöt, vöðvamikið
og bragðmesta kjötið. Þetta er það
hangikjöt sem er líkast gamla kofa-
reykta kjötinu. En það þarf að
sjóða það töluvert lengur en annað
hangikjöt. Ég segi minnst þrjá
tíma, en aðrir sjóða það skemur.“
Vel hangið hangikjöt
Kjötið hjá Fjallalambi er kald-
reykt í nútíma reykofnum. Við
reykinguna er notuð blanda af
sauðataði og íslensku birki. „Við
teljum að reykingaraðferð okkar
hafi meiri áhrif á sérstakt bragð
hangikjötsins okkar en reykurinn
sjálfur. Við gefum reykingunni
góðan tíma. Kjötið er látið hanga á
milli þess sem kveikt er undir og
það látið þorna. Eftir reykinguna
er það síðan látið hanga í nokkra
daga áður en það er selt. Fyrir vik-
ið teljum við að það standi undir
nafninu hangikjöt, en sé ekki bara
saltað og reykt kjöt.“ Garðar segir
að kjötið sé pækilsaltað og lögð
áhersla á að það verði ekki of salt.
Það sé helsta umkvörtunarefni
vegna hangikjöts, að það sé of salt.
Eins og vænta má er desember
aðal sölutími hangikjöts. Fjalla-
Nokkrir réttir
afmatseðli
Fjaílalambs hf
Hólsfjallahangikjöt
Bragðmikið, pækilsaltað og
hægreykt við blöndu af taði og
íslensku birki.
Sauðahangikjöt
Valiðkjötaffullorðnum kindum.
Bragðmikið og vöövafyllt.
Helgarsteik - Kryddaður fram-
partur, tilbúinn í ofninn.
FORRÉTTIR
Höfðingi
Reyktur sauðahryggvöðvi.
Æringi
Grafinn sauðahryggvöðvi.
Smælingi
Reykt sauðalund.
Græníngi
Sauöalund reykt með
grænu kryddi.
Sauðafiðla
Reykt og kryddað sauöalæri
sem látið er hanga í 7-9 vikur.
Hrátt hangikjöt
Hangikjöt sem er sérverkað
til að boröast hrátt.
Svlð - með gamla bragðinu.
Ufrarpylsa og blóðmör -
eftirfornfrægri uppskrift.
Hangiálegg, kæfa, rúllupylsa
Auk þess flestar algengustu
vörurúrlambakjöti.
lamb hefur markaðssett hangikjöt
sitt sem Hólsfjallahangikjöt. Nafn-
ið tengist landshorninu og var
hangikjöt af Hólsfjöllum rómað
fyrir vænleik og gæði. Nú til dags
er ekki margt fé á Hólsfjöllum, en
þeim fáu kindum, sem þaðan koma
til slátrunar, er slátrað hjá Fjalla-
lambi. Garðar segir að Fjallalamb
hafi átt svolítið í vök að verjast
vegna þess að aðrir framleiðendur
hafa markaðssett kjöt undir líku
nafni. Að minnsta kosti hafi fólk
hringt til Fjallalambs og kvartað
þegar eitthvað þótti að kjöti keppi-
nauta!
Fjallalamb hf. hefur flutt óunnið
og lítið unnið dilkakjöt til Færeyja
og Japan. Fyrirtækið er einnig í
samstarfi við Sláturfélag Suður-
lands, sem á hlut í Fjallalambi hf.,
um útflutning á dilkakjöti. Slátur-
félagið flytur út dilkakjöt á góða
evrópska markaði og Fjallalamb
lætur þá hafa innanlandsverkað
kjöt í staðinn. „Þannig njótum við
góðs verðs í útflutningnum og get-
um skilað bændum hærra afurða-
verði en ella,“ segir Garðar. „Þetta
gerum við vegna þess að sláturhús-
ið okkar er ekki með ESB-vottun.
Við gætum því ekki náð jafngóðu
verði til bænda nema með þessum
samningi við Sláturfélagið."
Forvitnilegir réttir og fornir
Garðar sagði að töluverð áhersla
hefði verið lögð á að þróa nýstár-
legar vörur hjá Fjallalambi hf. og
ekki síst að velja þeim nöfn sem
vekja athygli kaupenda. „Við höf-
um reynt að nota gamlar hefðir við
þessa vöruþróun, til dæmis í for-
réttunum, þar sem hangikjötsreyk-
urinn spilar stórt hlutverk. Einnig
sú vitneskja að það var nánast sið-
ur hér um slóðir að skera sér sneið
af hangilærinu áður en það var sett
í pottinn. Þetta gaf manni þá hug-
mynd að það væri gaman að þróa
forrétti út frá hangikjötinu. For-
réttimir eru úr bestu vöðvum ær-
kjötsins.“
Að sögn Garðars er gömul hefð
fyrir sláturgerð á Kópaskeri og var
þar framleitt slátur fyrir Samband-
ið meðan það var og hét. Hjá
Fjallalambi hf. er gert slátur sam-
kvæmt sömu uppskrift. Meðal ann-
ars er boðið upp á langa keppi sem