Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 37
MINNINGAR
+
Elskulegur faðir minn og afi okkar,
ÁRNI KRISTJÁNSSON
(Arne),
Vindási,
Reykjavegi 52A,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðju-
daginn 5. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Rósa Árnadóttir,
Ingimar Þór Þorsteinsson,
Árni Jökull Þorsteinsson,
vinir og vandamenn.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓHANN STEFÁNSSON,
Rangárseli 20,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 21. nóvember á Landsþítal-
anum við Hringbraut.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Oddný Ásmundsdóttir,
Ásmundur Jónsson, Kristinn Jónsson,
Jón Þ. Stefánsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓSKAR ARNAR LÁRUSSON,
Bragagötu 35,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 23. nóvember, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
5. desember kl. 13.30.
Þórhalla Guðnadóttir,
Lárus Ýmir Óskarsson, Ásta Böðvarsdóttir,
Helga Guðrún Óskarsdóttir, Trausti Júliusson,
Halla Björg Lárusdóttir, Hjalti Már Þórisson,
María Þórólfsdóttir,
Edda Lárusdóttir,
Finnur E. Fenger,
Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir,
Óskírður Hjaltason.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁGÚSTA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hrísmóum 4,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn
5. desember nk. kl. 10.30.
Jón Guðmundsson,
Þóra Valg. Jónsdóttir, Einar Steingrímsson,
Anna Björg Jónsdóttir, Garðar Guðmundsson,
Ólafur Helgi Jónsson, Ásdís Geirsdóttir,
Jóna Jónsdóttir, Óskar Örn Óskarsson,
Ágúst Haukur Jónsson, Þórunn Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DÓRA JÓHANNESDÓTTIR,
Safamýri 81,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Ingi Þorbjörnsson,
Guðmunda Kristinsdóttir, Sigurður Elli Guðnason,
Sigríður Hanna Kristinsdóttir,Finnbogi Finnbogason,
Hannes Kristinsson, Rósa Sigríður Gunnarsdóttir,
Þóra Kristinsdóttir
og barnabörn.
VIGFÚS
ÓLAFSSON
+ Vigfús Ólafsson
fæddist á Raufar-
felli undir Eyjafjöll-
um 13. aprfl 1918.
Hann lést 25. október
síðastliðinn. Hann
fluttist til Vest-
mannaeyja með for-
eldrum sínum fimm
ára gamall og bjó
lengst af í Eyjum.
Eftirlifandi kona
Vigfúsar er Ragn-
heiður Jónsdóttir.
Synir þeirra eru Ól-
afur, rafmagnsverk-
fræðingur, og Berg-
steinn, hann tók próf frá
Sjómannaskóla íslands, svein-
spróf í smíðum en hefur jafnframt
lagt stund á bókmenntafræði.
Vigfús tók próf frá Kennara-
skóla Islands 1938.
Kenndi við barna-
skólann í Eyjum til
ársins 1959, tók þá
við skólastjórn í V-
Eyjafjallaskóla á
Seljalandi. Varð
skólastjóri Gagn-
fræðaskólans á
Hellu 1962. Árið
1964 tók hann stú-
dentspróf frá Laug-
arvatni. Fór aftur út
í Eyjar 1974 sem
skólasljóri Gagn-
fræðaskólans og
gegndi því starfi til
1980. Veturinn 1976-77 fékk hann
orlof til frekara náms við kenn-
araháskóla í Noregi.
Utför Vigfúsar fór fram í kyrr-
þey.
Kennari minn og síðar samkenn-
ari í Vestmannaeyjum, Vigfús Ól-
afsson, er nú látinn. Þessar línur
eru skrifaðar til að minnast óvenju-
legs leiðbeinanda og sagnamanns
sem hreif nemendur með sér og
opnaði jafnvel böldnum strákum
heima sem skildu þá eftir kjálkasíða
í stundarlok með spurn í augum. Is-
lendingasögur voru Vigfúsi náma
sem hann sótti í. Þurr Islandssaga
eins og hún var lögð upp fyrir nem-
endur á þessum árum, með enda-
lausum höfðingja- og biskupanöfn-
um, ártölum og staðaheitum, var
ekki mjög uppörvandi. Nemendur
stóðust eða féllu á prófi eftir því
hvort þeir höfðu einurð eða hæfi-
leika til að læra þulur. Innihald
sagnanna, áhrifavaldar og örlög
skiptu minna máli. Allt í einu kemur
kennari sem skynjar íslenska sögu,
er upptekinn af fornsögunum og
hefur hæfileika til að hrífa nemend-
ur með sér inn í atburðarás sem
fyrir mörgum var áður leiðinda-
stagl. Vigfús stendur enn ljóslifandi
fyrir mér þar sem hann fer blað-
laust með kafla úr Egilssögu. Sögu-
hetjan situr öndvert konungi, dreg-
ur sverð til hálfs úr slíðrum eða
rennir því aftur í skeiðin með smell,
lyftir brúnum í hársrætur eða lætur
þær síga á kinn. Eins og góður
sögumaður var Vigfús prýðilegur
leikari. Fyrir mér var Egill Skallag-
rímsson þar lifandi kominn enda
var kennarinn brúnamikill og svip-
sterkur. A uppvaxtarárum Vigfúsar
var óalgengt að Vestmannaeyingar
færu til framhaldsnáms. Efni al-
mennings voru takmörkuð og flestir
urðu að byrja að vinna fyrir sér
þegar skyldunámi lauk. Líklega
hefur hugur Vigfúsar alltaf staðið
til mennta. Almennt kennaranám
hefur ekki fullnægt þeirri löngun.
Þegar hann er 46 ára gamall ræðst
hann í að taka stúdentspróf á Laug-
arvatni. Varla þarf að taka fram að
þarna var um utanskólanám að
ræða, ekki hægt að hlaupa frá
skyldum og engum námslánum að
að hverfa. Þeir sem til þekkja vita
að þetta er ekki heiglum hent.
Skemmst er að segja frá því að
„öldungurinn" dúxaði í nokkrum
greinum og fara margar sögur af
því hve frumlega hann leysti við-
fangsefnin. Hann hlaut 1. einkunn á
prófinu og aðeins tvær einkunnir
stóðu undir 9. A þessum árum þótti
ógætilegt að gefa nemanda 10 í ein-
kunn, þess vegna fékk hann 9,9 í
sögu. Vigfúsi var fleira vel gefið.
Hann var ágætur skákmaður og á
tímabili keppnismaður í þeirri list.
Sagan segir að skáksveit Reykvík-
inga, með þáverandi skákmeistara
fslands, Eggert Gilfer, í broddi
fylkingar, hafi heimsótt Vest-
mannaeyinga þar sem kvisast hafði
út að í Eyjum væru liðtækir skák-
menn. Tefldar voru tvær umferðir
og lauk þeim með yfirburðasigri
heimamanna en það fór ekki hátt.
Vigfús kenndi mér aftur undir
landspróf og þá mannkynssögu.
Það var tilhlökkunarefni að mæta í
sögutíma. Kennarinn okkar hefur
örugglega þurft að endurlesa fræð-
in sem hann tileinkaði sér á náms-
JÓN
PÉTURSSON
+ Jón Pétursson
fæddist í Mikla-
garöi í Eyjafjarðar-
sveit 3. ágúst 1915.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 28. október
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Akureyrarkirkju 2.
nóvember.
Elsku Jón afi minn.
Það er erfitt að
hugsa til þess að ég á
aldrei eftir að koma í
heimsókn til þín í
Austurbyggðina. Fréttinni um að
nú værir þú farinn var erfitt að
kyngja, en ég hugga mig við þær
góðu minningar sem
ég á um þig. Allar
þessar minningar
koma fram núna og
mér hlýnar í hjartanu
og ég hugsa til þín með
gleði og þakklæti.
Lífið gengur sinn
gang og þetta er leiðin
sem við eigum öll eftir
að fara. Það hlýtur að
vera gleðilegt fyrir þig
og Auði ömmu að hafa
fundið hvort annað aft-
ur, því þú hlýtur að
hafa saknað hennar
mikið.
Allar þær góðu stundir sem við
áttum með þér, þegar við vorum
börn eru mér mikils virði. Eftir að
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
árunum en svo lifandi voru þessar
stundir að ég man iðulega eftir um-
ræðum og ívitnunum í síðasta sögu-
tíma hjá Fúsa þegar við vorum
komin fram á gang eða hittumst eft-
ir skóla. Þegar við Vigfús kenndum
við barnaskólann stilltum við því
þannig til að við vorum saman á úti-
vöktum í frímínútum. Það var til
þess tekið hve viljugir við vorum að
standa okkar plikt, hvernig sem
viðraði, en staðreyndin var sú að
þama gafst gott tækifæri til að
deila geði og hugmyndum. Ekki
man ég hvernig það kom til en iðu-
lega snerust umræðurnar um heim-
spekileg efni. Fúsi var hugmynda-
smiður með afbrigðum og
bollaleggingum hans fylgdi léttleiki
sem ýtti undir mig að taka þátt í
leiknum. Þetta kallaði hann listina
að ráða lífsgátuna. Samborgarar
okkar voru teknir fyrir og þeim val-
in einkunn eftir því hvernig þeim
gekk. Gefin voru fjögur stig en það
kom í ljós að margir frammámenn í
bæjarfélaginu komust ekki einu-
sinni á blað. Eitt stig fengu Amer-
íku-Geiri og Gölli Valdason fyrir að
syngja Ramóna, tvíraddað um mið-
nætti á Þorláksmessu með klökkva í
rómnum. Vigfús var vel á sig kom-
inn líkamlcga, grannur en bæði þol-
inn og sterkur. Ég man eftir honum
um tvítugsaldur æfa hlaup inni í
Botni, hlaupa þar nokkra hringi og
taka svo strikið upp á Klif. Þetta
gerði hann daglega meðan hann bjó
sig undir keppni í þriggja og fimm
km hlaupi. Nafn hans er á þessum
árum á afrekaskrá. Svo ólatur og
fjölhæfur sem Vigfús var hlaut
hann að veljast til foringja. Hann
var formaður íþróttabandalags
Vestmannaeyja fyrstu fimm árin og
hafði lengi afskipti af íþróttamálum.
Hann var meðlimur í Akoges, fé-
lagsskap sem fáar fréttir fóru af en
beitir sér fyrir menningarmálum í
Eyjum.
Snemma á ferli mínum í kvik-
myndum lauk ég við heimildarmynd
um hvali. Vigfús skrifaði grein um
myndina. Það kom mér ekki á óvart
hve vel hún var stíluð og hve leik-
maðurinn var næmur á kvikmynda-
formið og klippingar, en hitt örvaði
mig til dáða hve honum fannst mik-
ilvægt að heimildarmyndagerð væri
gert hærra undir höfði svo að þessi
„nýja sagnaritun“ yrði nýtt í ríkari
mæli. Þannig veit ég að hann hvatti
nemendur sína þegar honum fannst
þeir vera a réttri braut.
Ég kveð með þessum orðum eft-
irminnilegan kennara og skemmti-
legan félaga.
Fjölskyldu hans og systkinum
votta ég samúð mína.
Páll Steingrímsson.
við fluttum til Danmerkur var alltaf
gaman að koma til íslands og heim-
sækja þig. Ég á eftir að sakna þess
þegar við hringdum í þig og heyra
þig segja: „Sæl og blessuð heillin
mín“. Ég minnist þess með gleði
hvernig ég gerði „kúnstir á borðinu
hans afa“ og hversu gaman við
Gústav höfðum af því þegar þú
fórst í gæsir með okkur á ganginum
í Kaupfélagshúsinu.
Minningarnar eru margar um þig
og þær eru mér dýrmætar. Kunn-
átta þín um íslenska landafræði og
bókmenntir var einstök, og ég man
hversu mikils virði það var þér að
við myndum ekki gleyma sögu
landsins, þegar við fluttum út.
Þegar ég hugsa til þín koma allar
fallegu minningarnar um þig upp
og það gleður mig að hafa átt svo
elskulegan og góðan afa. Minning-
arnar um þig eru mér mikilvægar
og þær eiga alltaf eftir að lifa í huga
og hjarta mínu. Ég hugsa til þín
með gleði og kærleika og það þýðir
mikið fyrir mig að þú hafir prýtt líf
mitt með þessum fallegu minning-
um.
Elsku mamma mín, þú og systk-
ini þín hafið misst mikið, en hugsum
um allar þær góðu stundir sem við
höfum átt með afa, hvað hann hefur
það gott núna hjá ömmu.
Fallegar minningar um góðan
pabba, afa, langafa og langalangafa
eru dýrmætar og þær getur enginn
tekið frá okkur.
Þín
Auður María.