Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 39 MINNINGAR víðlesinn og ótrúlega vel að sér um málefni fjarlægra þjóða. Þau hjónin höfðu bæði yndi af ferðalögum og má segja að það hafi verið einn helsti munaður sem þau létu eftir sér um dagana. Það var held ég ekki auðvelt fyrir tengdaföður minn að fylgja straumnum og flytja suður eins og sagt er. Hann hafði óbilandi trú á að dreifbýlið mundi halda velli gagnvart þéttbýlinu. Fyrr eða síðar mundi stór hluti fjöldans sem þjappaði sér saman á einu horni landsins sjá að sér og snúa aftur á landsbyggðina. Það var hans trú að fyrr eða síðar yrði ekki vinna fyrir allt þetta fólk á Reykjavíkursvæð- inu. Þarna greindi okkur á og við áttum margar rökræður sem tengdust breyttum kröfum í þjóðfé- laginu og hvað skapaði aukna hag- sæld fólks. Burt úr Reykjavík stefndi alltaf hugurinn og þá var líka gott að eiga sælureit við Hreða- vatn þangað sem hægt var leita er sólin hækkaði á lofti og dvelja helst sumarlangt. Gestur helgaði fjöl- skyldunni fagra laut í múlanum upp af vatninu þar sem sést vítt yfir vatnið og sveitirnar í Borgarfirðin- um með Skarðheiðina fjærst í suðri. Þarna hóf hann bygg ingu lítils sumarhúss 1954. Efnin voru ekki mikil á þeim árum, en sumarhúsið var síðar stækkað og segja má að alltaf hafi verið uppi áætlanir um breytingar og endurbætur allt til síðasta dags. Þær stundir sem gáf- ust til dvalar í sumarhúsinu voru allt of fáar meðan starfsskyldur kölluðu. Er þeim lauk gafst færi á að dvelja þar lengur. Með fyrstu vordögum var gamli jeppinn ræstur og höfðu Borgnesingar það sem við- mið um vorkomuna þegar guli „Scoutjeppinn" fór að sjást í ferð- um. Síðustu árin höfum við hjónin og okkar fjölskylda átt margar góð- ar stundir með þeim Gesti og Guju við Hreðavatn en í skjóii þeirra höf- um við byggt okkur sumarhús við hlið þeirra. Gestur var mjög hugs- andi maður og í huganum tel ég hann alvörugefin meðan annir dagsins hvíldu á honum, en á seinni árum sérstaklega þegar hann naut þess að vera kóngur í ríki sínu við Hreðavatn, var létt yfir honum. Þarna kynntist ég honum best. Hann þekkti lífríki vatnsins og Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI.S I'R/i ri »15 • 101 RI VKJAVÍK Dnvn) htgcr Óltifnr l Ilfimirsij. I ’ifimu stj. I)ifimirslj. LÍK KISTUVIN N USTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR sagði það þyrfti að veiða svo fiskur- inn gæti vaxið. Þetta eru jú algild fræði í fiskiræktinni í dag. Ég held að honum hafi fundist tengdasonur- inn ekki nægilega ötull við neta- veiðina og láta sumarhúsasmíðina hafa forgang. Á sinn hógværa hátt hvatti hann mig til að sinna veiðinni betur eftir sinn dag. Ég er ekki í vafa um að Gestur hefur nú verið kallaður til starfa á víðlendum veiðilendum eilífðarinnar. Síðustu árin voru honum erfið því líkaminn vildi ekki hlýða kalli hugans og framkvæmdaþrá. Þá eins og alltaf naut hann góðrar umönnunar eigin- konu og barna. Minningin um far- sælan dánumann mun lifa í mínum huga og annarra sem honum voru samferða. Viðar Þorsteinsson. Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinntíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Þessi sannindi boðar predikarinn okkur dauðlegum mönnum og komu þau mér í hug þegar ég, aðfaranótt sunnudagsins 26. nóvember, frétti að tengdafaðir minn, Gestur Krist- jánsson, væri látinn. Kynni okkar Gests hófust fyrir hartnær tuttugu árum, þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Guðríðar í fylgd með Heiðu dóttur þeirra. Ferðirnar upp í Borgarnes urðu brátt tíðar enda var gott að koma þangað. Gestur var vandaður maður til orðs og æð- is. Hann var réttsýnn og unni sann- leikanum, illmælgi og köpuryrði heyrði ég aldrei af hans munni. Það er eftirsjá að fólki sem prýtt er slík- um eiginleikum, af hinum á þessi heimur meira en nóg. Hann hafði ákveðnar skoðanir og gat verið fastur fyrir, ef á þær var deilt, en slíkur ágreiningur risti aldrei djúpt og gleymdist jafnharðan. Gesti þótti afar vænt um æskuslóðir sín- ar, Hreðavatn í Borgarfirði, og þar undi hann hag sínum best. Það var eins og hann yngdist og hresstist við að dvelja þar upp frá og taka til hendinni, því alltaf mátti eitthvað starfa, við sumarbústað, bát og net. Ófáar ferðir fórum við saman til veiða og enginn var fróðari en Gest- ur um helstu fiskislóðir í vatninu, enda bjó hann þar að áratuga reynslu. Að Hreðavatni höfum við Heiða og drengirnir ósjaldan lagt leið okkar þegar færi gefst á sumr- in, og svo mun vonandi verða áfram. Þar verður nú hins vegar tómlegra eftir fráfall Gests. Áfram lifir þó minningin um góðan dreng og á þann stað sem honum var kær- astur mun okkur í fjölskyldunni jafnan þykja gott að koma. Jón Kári Jónsson. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavflc sími: 587 1960, fax: 587 1986 + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR, Árskógum 6. Auður Böðvarsdóttir, Sigurður Elísson, Pétur Böðvarsson, Guðbjörg Úlfsdóttir, Margrét Böðvarsdóttir, Sigurgeir Sveinbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, MAGNA BALDURSSONAR, Einarsnesi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til laekna og hjúkrunarfólks deilda A3 og A7 Landspítalanum Fossvogi. Brynhildur Þorgeirsdóttir, Vala Magnadóttir, Nanna Magnadóttir, Gísli S. Jensson. Þökkum innilega vináttu og samúð vegna andláts og útfarar VALGARÐS ÞORKELSSONAR. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigurður H. Valgarðsson. Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkaeru, ÁRNÝJAR ÓLÍNU ÁRMANNSDÓTTUR, Grenigrund 24, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Dval- arheimilinu Flöfða og A-deildar Sjúkrahúss Akraness. Guð geymi ykkur öll. Freysteinn B. Barkarson, Monika Freysteinsdóttir, Ingunn Ástvaldsdóttir, Vilberg Guðmundsson, Ármann Stefánsson, Ásta Vilbergsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Börkur Jónsson og aðrir aðstandendur. + Fljartans þakkir sendum við öllu því góða fólki, sem lagði okkur lið við leitina og auðsýndu okkur hlýhug og samkennd við hið sviplega andlát elskulegs sonar okkar, bróður, mágs og unnusta, EINARS ARNAR BIRGIS, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi. Biðjum guð að blessa ykkur öll og ástvini ykkar. Aldís Einarsdóttir, Birgir Örn Birgis, Guðrún Hulda Birgis, Kristján Þór Gunnarsson, Birgir Svanur Birgis, Ragnheiður H. Ragnarsdóttir, Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir, Halldóra S. Hallfreðsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Heimir Logi Gunnarsson, Díana Dröfn Ólafsdóttir, Guðmundur Karl Reynirsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, FRIÐRIKS P. DUNGAL. Fjölskyldan þakkar sérstaklega starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Eirar kærleiksríka umönnun. Hildigunnur Johnson, Rafn Johnson, Páll Dungal, Auður Jónsdóttir, Edda Dungal, Finnbogi Guðmundsson, Hjördís Bjömsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Brynhildur Björnsson, Helga Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU HÁKONÍU STURLUDÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sölvi Sölvason, Guðrún K. Þorsteinsdóttir, Andrés Sigurbergsson, Dís Aðalsteinsdóttir, Hlynur Sigurbergsson, Ingibjörg Sigmarsdóttír, Ragnar Sigurbergsson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR BJARNADÓTTUR, Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir góða umönnun. Valgerður Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Rafn Skarphéðinsson, Bjami Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.