Morgunblaðið - 03.12.2000, Page 59

Morgunblaðið - 03.12.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 59 Menningar- borgin Megas Morgunblaðið/Sverrir Megas heldur tónleika I Borgarleikhúsinu á niánudagskvöldið. ÞAÐ er staðreynd, hrein og klár, að Megas er ekki á meðal ástsælustu söngvara þjóðar- innar, í þröngum skilningi þess orðs, því um- deildur hefur hann verið alla tíð. En ástsæll er hann mörgum engu að síður. Þeir sem hafa umfaðmað tónlist Magnúsar Þórs Jóns- sonar eða Megasar, halda flestir því fram að hér fari snilíingur sem sé eitt fremsta söngva- og tónskáld sem þetta blessaða land hefur alið af sér. Eftir hann liggja og margar frábærar skífumar. Á bleikum Náttkjólum (1977), sem hann gerði með Spilverksmönnum, Loftmynd (1987) og Millilending (1975) eru prýðis dæmi en af nógu er að taka. Fyrir stuttu gaf hann syo út athyglisverða plötu, Svanasöngur á leiði, þar sem hann syngur einsöngslög eftir sjálfan sig, en eina tónlist- in er píanóundirleikiu- hins geðþekka hljómlistarmanns Jóns Ólafssonar. Megas ætlar að halda tónleika í Borgar- leikhúsinu á mánudagskvöldið í tengslum við stjömuhátíð menningarborgarinnar en þar verður fullskipuð sveit honum til full- tingis, þeir Birgir Baldursson (trommur), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Guðmundur Pétursson (gítar), Stefán Már Magnússon (gítar), Guðlaugur Óttarsson (gítar) og svo Jón að sjálfsögðu (píanó). Morgunblaðið innti Megas eftir ástæðunni fyrir þessum tónleikum og svaraði hann að bragði að það væri einfaldlega kominn tími á að fólk myndi heyra almennilega músík og texta. „Ég kem bara eins og bjargvættur." Hann segir þetta verða tveggja tíma tón- leika og farið verði vítt og breitt um ferilinn og það verði margt sem muni koma fólki á óvart. Tónleikamir hefjast ld. 20.30. Forsala verður í Borgarleikhúsinu. Búnir að taka út einhvem þroska? euters Robbie og Liam grafa stríðsöxina ALLT ÚTLIT er fyrir að hinni þrautseigu rimmu milli Liám Gallagher og Robbie % lokið. í viðtali á bresku útvarpsstöðinni Radio 1 sagði Robbie að þræta þeirra tveggjá ið „ákaflega kjánaleg" að þeir hefðu núna „sæst um þau efni sem okkur deilir á um“. Svo virðist sem sættimar hafi náðst þegar þessir fyrrverandi fjandmenn rákust hvor á annan úti á götu. „Við rákumst hvor á annan og það var virkilega gaman að sjá hann og ég óska þeim báðum [þ.e. Liam og kærastunni hans Nicole Appleton] alls hins besta.“ segir Williams og vitn- ar jafnframt í Liam sem sagði: „Það skiptir engu máli hvað þú heldur að þú sért eða hvað ég held að ég sé, þeir einu sem standa uppi sem sigurvegarar [í þessari deilu okkar] era æsifrétta- blöðin.“ Já, Robbie virðist hafa tekið út einhvem þroska síðan hann kom hingað til íslands um árið. Um daginn tók hann til dæmis þátt í viðburði á vegum UNICEF, Bamahjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem hann braut á táknrænan hátt niður „múr þagnarinnar" og vekja fólk til umhugsunar um eyðni og HIV. Besta jólagjöfin! HRAÐl JISTR ARSKÓt JNN v 565-9500 www.hradlestrarskolinn.is ^ ÓFE Hausverk.is EDDIE MURPHY íer KLUMPARNIR EIUGIP. UEf JJlltfeGIS E.'JGLAR Hnsargrinmynd arsins er komin. Sat tvær vikur i röð i toppsætinu i Bandaríkjunum. Með þeim sjóðheitu englum, Cameron Olai. Lucy Llu, Drcw Barrymore og grinistanum Bill Murray. Hasar og grin sqm þu átt ettir að fila i botn. Svalasta myndin i dag nppfull af sjoðheitri tónlist. ** tyv jp i>r ★ ★ kvikmyndir.ií m, =

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.