Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Guitar Islancio heitirtríó þeirra Gunnars Þóröarsonar, Björns Thoroddsens og Jóns Rafnssonar og sendi fyrir skemmstu frá sér sinn annan geisla- disk. Árni Matthíasson tók þá félaga tali og komst aö því aö upphaflega átti tríóið bara aö vera tómstundagaman. EIR FÉLAGAR Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson skipa tríóið Guitar Islancio, sem hef- ur helgað sig þjóðlaga- djass með mjúkri mið- evrópskri sveiflu. Framtakinu hefur verið geysivel tekið, eða í það minnsta seldist diskur þeirra félaga frá síðasta ári bráðvel, reyndar metsöla sé litið til þess að um var að ræða djassd- isk, og er nú annar mestseldi djassdiskur sem hér hefur komið út, næst á eftir Gling-gló Tríós Guðmundar Ingólfssonar. I kjölfar þeirrar útgáfu hafa þeir félagar lagt sífellt meiri rækt við tríóið, sem átti víst að vera hjáverkaiðja, og sendu fyrir skemmstu frá sér aðra plötu, sem heggur í sama knérunn og hin fyrri, uppfull með sveifluútsetningum á íslenskum þjóðlögum í bland við nokkur nýrri lög eftir Jón Múla, Emil Thorodd- sen og fleiri; lög sem eru á góðri leið með að verða þjóðlög ef þau eru ekki þegar orðin það. Afsprengi Ríó tríósins Þeir félagar segja svo frá tilurð tríósins að Björn og Gunnar höfðu hist í spilamennsku með Ríó tríó- inu, en Gunnar var óopinber fjórði meðlimur Ríó alllengi og Björn hljóp í skarðið fyrir hann þegar þurfti. Einu sinni sem oftar voru þeir að spjalla baksviðs á Broad- way eftir að hafa skemmt með Ríó og þá rætt það að setja saman litla gítarsveit, tríó sem myndi leika djassaða órafmagnaða sveiflu. „Þetta var fyrir fímmtán árum eða svo,“ segir Björn, „og síðan gerðist auðvitað ekki neitt.“ Þá var það einn daginn að þeir félagar hittust í hljóðveri og Björn var ekki seinn á sér að herma upp á Gunnar sam- komulagið „og eftir það varð ekki aftur snúið“. „Það má því segja að þessi sveit sé afsprengi Ríó tríós- ins,“ segir Gunnar og kímir. Þeir segjast hafa verið með ákveðna hugmynd um hvernig tónlist þeir vildu leika, en þróað hana frekar eftir að þeir fóru að spinna saman og síðan er Jón Rafnsson bættist við á bassa. „Við höfðum dálæti á sígaunasveiflu að hætti Djangos Reinhardts og hann gefur tónlist- inni sinn blæ.“ Djass- og sveiflu- vædd þjóðlög Þegar þeir Gunnar og Björn voru að para sig saman á gítarana stóð Jón Rafnsson bassaleikari einmitt í flutningum frá Akureyri til Reykjavíkur. Þegar suður var komið langaði hann að stofna hljómsveit og hringdi í Björn að bjóða honum með í sveitina. „Hann sagði já, endilega, en fyrst vil ég að þú verðir með í hljómsveit sem ég er að stofna. Enn er hljómsveit- in mín óstofnuð, en það kemur að henni síðar,“ segir Jón og er greinilega ekki að sýta það að hafa slegist í hópinn með þeim Birni og Gunnari. „Jón vantaði starf, og okkur vantaði botninn," segir Gunnar að bragði. Þegar tríóið var orðið fullskipað var byrjað að vinna saman, finna rétta stílinn og stemmninguna og Gunnar segir að þeir hafi byrjað á að æfa ýmsa „standarda". Þegar kom að því að setja saman geisla- disk fannst þeim þó ástæða til að fara nýstárlegri leið, tóku fyrir gömul íslensk þjóðlög og djass- og sveifluvæddu. Þeir segja að ekki hafí síst vakað fyrir þeim að hressa upp á íslensku þjóðlögin, enda séu þau almennt þrungin depurð og textarnir fjalli um eymd og uppgjöf. „Okkur langaði því að prófa að setja annan takt við lögin og fannst það koma afskaplega vel út.“ Þeir vinna lögin í sameiningu, taka lag fyrir á æfingum og prófa allar mögulegar útgáfur þar til þeir detta niður á þá sem þeim þykir ganga best upp. „Þá skrifum við yfirleitt niður lagið eða grind að því, en það er eins víst að þegar við förum að spila það fyrir áheyr- endur eigi það eftir að breytast talsvert." Viðtökurnar komu á óvart Eins og getið er í upphafi var fyrri disk þeirra félaga vel tekið, fékk góða dóma og seldist mjög vel. Þeir segja að salan hafi komið mjög á óvart, þeir hafi reyndar verið búnir að spila og gengið vel, en tónlistin hafi í raun margt á móti sér, ekki síst það að í henni er enginn söngur og svo selst djass almennt ekki vel. Eins og fram hefur komið átti Guitar Islancio aldrei að verða nema hliðarverkefni, enda voru þeir allir á kafi í óteljandi verkefn- um öðrum. Undirtektirnar við plötunni fyrstu og tónleikahaldi þeirra félaga voru aftur á móti svo góðar að þeim fannst þeir verða að svara eftirspurninni. „Fyrir vikið er tríóið orðið stærstur hluti af okkar starfi sem stendur og ekk- ert lát á.“ Þeir félagar segjast ekki gera sér grein fyrir því hvað það er sem hrífi fólk svo mjög við tónlistina, en Björn bendir á að hún sé þess eðlis að allir geti haft gaman af, ungir sem aldnir. „Við sáum það að minnsta kosti á tónleikum sem við héldum í Ráðhúsi Reykjavíkur að þar voru áheyrendur á öllum aldri, menn komu með börn sín og afa og ömmur.“ Gunnar segir að ekki megi skilja þetta sem svo að þeir séu að leika einhverja lyftu- tónlist, hún sé í raun gróf og lif- andi og þeir séu á tánum í hvert sinn sem þeir séu að fara að spila. „Við spilum dálítið blint og það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ Jón segir aðspurður að hann hafi ekki orðið var við neina árekstra gítarleikaranna á sviðinu, að annar vilji ekki hætta í spunan- um þegar hinn vilji komast að, „en það kemur þá ekki að sök því ég stend á milli þeirra og get gripið inn í ef þörf krefur,“ segir hann og hlær við. „Nei, annars, ef einhver fer á flug þá fljúga hinir með.“ Leitað að lögum Eins og getið er er uppistaða tónleikadagskrár Guitar Islancio íslensk þjóðlög í sveiflubúningi. Þeir segja að tónleikadagskráin sé reyndar orðin mikil að vöxtum eft- ir tveggja ára spilamennsku, þeir séu með fjörutíu lög á dagskránni og grípi til þeirra eftir því sem stemmningin krefji. Obbinn, um 60% dagskrárinnar, er íslensk þjóðlög en innan um eru svo amer- ískir slagarar og nokkur gömul og ný lög eftir þá félaga. Þeir segja að talsverður tími fari í að leita að þjóðlögum í gömlum bókum og á Landsbókasafninu, en þar sé mik- ill sjóður laga sem sé að verða að- gengilegur um þessar mundir. „Á fyrri disknum voru elstu lögin frá sextándu öld, en einnig voru lög frá sautjándu öld, lög sem maður hafði aldrei heyrt og aðeins séð á nótum,“ segja þeir og bæta við að það sé með þeirra skemmtilegustu verkum að finna þjóðlög sem eng- inn hefur heyrt jafnvel öldum sam- an og færa þau í nýjan búning. Eins og gefur að skilja vita menn engin deili á höfundum þjóð- laganna. „Amma Sigurjóns raulaði þetta lag og Sigurður sonur hans sagði afa mínum ...“ segir Gunnar og Jón bætir við að þau hafi mörg kannski verið skráð eftir minni fjórðu kynslóðar frá höfundi auk- inheldur sem mörg séu eflaust upprunalega komin að utan og hafi þar lifað nafnlaus um aldir áður en þau bárust í íslenska sveit. Enga söngvara, takk Sem þjóðlög eru flest laganna með texta, en þeir félagar hafa lát- ið sér nægja að láta gítarana syngja hingað til. Þeir segja og að ekki standi til að fá til liðs við sig söngvara og Gunnar grettir sig reyndar þegar talið berst að söngvurum. „Gunnar þekkir það að vinna með söngvurum og hann ráðlagði okkur að gera það ekki,“ segir Björn og þeir skella allir uppúr. „Nei, ég held það væri nær fyrir okkur að prófa að spila með fiðluleikara eða öðrum hljóðfæra- leikara," segir Gunnar, en þeir fé- lagar fengu til að mynda klarin- ettuleikara til liðs við sig á djasshátíð Reykjavíkur í haust. „Það væri líka kannski gaman að spila með langspili," segir hann hugsi. Þó tríóið sé orðið þurftafrekur hluti af daglegu starfi þeirra fé- laga segjast þeir vel geta hugsað sér að starfa að því lengur. „Það eru mörg verkefni framundan, verkefni sem eiga eftir að endast okkur næstu tvö ár að minnsta kosti,“ segir Jón og nefnir stórt verkefni sem þeir séu með í bígerð sem þeir vilja ekki segja frekar frá. „Við erum að skoða ýmsar hugmyndir um frekari spila- mennsku erlendis og einnig hugs- anlegt samstarf við erlenda tón- listarmenn." Lagst í ferðalög Djassinn sem þeir félagar leika er miðevrópskur og þeir segja að hefðin sé enn mjög sterk í Evrópu en hafi aldrei borist almennilega vestur um haf. „Það má segja að þetta séu hálfgerð trúarbrögð víða, til að mynda í Frakklandi og Hol- landi,“ en þeir hafa einmitt verið iðnir við að spila í Evrópu og með- al annars farið í tónleikaferð um Skandinavíu þar sem þeim var vel tekið. f sumar fóru þeir félagar svo vestur til Kanada og léku þar á djasshátíðum. „Það gekk mjög vel og efldi okkur mjög mikið. Við fundum að mönnum þótti þetta mjög spennandi tónlist.“ „Við vor- um svo allt öðruvísi en aðrir,“ seg- ir Gunnar. „Menn voru búnir að sjá píanó, bassa, trommur, gítar og svo komum við og vorum allt öðru- vísi og fólk kunni að meta það.“ Aðspurður um hvernig honum hafi gengið að komast inn í djass- inn svarar Gunnar snöggt: „Illa,“ en skellir svo uppúr svo ljóst er _að honum er ekki mikil alvara. „Ég böðlaðist í gegnum þetta,“ segir hann og bætir við að hann hafi svo sem vitað hver Django Reinhardt var. „Ég hlustaði talsvert á djass þegar ég var að byrja í tónlist og hafði gaman af, en ég þekki hefð- ina svo sem ekkert sérstaklega vel. Ég kann þó mjög vel við þetta í dag, enda er hver einasta upp- ákoma spennandi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.