Morgunblaðið - 03.12.2000, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Regine Neumann fæddist í austurhluta Prússlands árlð 1939, en varö að yfirgefa landið i sfðarl helmsstyrjöld ásamt fjölskyldu
slnni. Hún fór ung að aldri alein til til Svíþjóðar, fslands og Austurríkis og svo tll Finnmerkur í Norður-Noregi, þar sem hún flentist
og hefur búið síðan ásamt dönskum manni sínum, llstmálaranum, arkitektinum og gull- og silfursmlðnum Frank Juhls.
Silfur í landi
Samanna
Dag einn komu nokkrir Samar til þelrra
hjóna með silfurmuni og báðu þau um
að lagfæra þá. Þetta voru gripir sem ver-
ið höfðu í eigu þeirra lengi, jafnvel legið
á kistubotni í hundruð ára, og voru aðal-
lega fengnir frá Rússlandi og Vestur-Nor-
egi. Þessi beiðnl varð til þess, að Regine
og Frank héldu til Kaupmannahafnar og
lærðu gull- og silfursmíði. Efsta myndin
til vinstri sýnlr hreindýr og er ævafomt
beltisskraut, sem talið er upprunnið frá
Rússlandi. Önnur myndin er sylgja með
ýmsum táknum, m.a. hjarta, og í því og
um kring er laufblað með upphleyptum
krossi. Neðsta myndln sýnir einhverja
rjúputegund og er einnig gamalt mótíf.
Að ofan er svo vfravirkissylgja með fom-
um táknmyndum kærlelkans, tveimur
fuglum að „kyssast".
Saga Regine Neumann er ævintýri líkust.
Barn að aldri las hún íslensku fornritin og hreifst
af anda og baráttuþreki norrænu víkinganna og
ásetti sér að gerast landnemi eins og þeir. Átján
ára gömul fór hún því til Norður-Noregs, gekk í
vist hjá Sömum og kynntist þar dönskum
einbúa. í dag reka þau eitt þekktasta silfur-
smíðafyrirtæki á Norðurlöndum. Sigurður
Ægisson var á dögunum í Kautokeino og
hitti konuna að máli, sem nú heitir Regine Juhls.
KOMDU sæll og blessað-
ur,“ sagði hún brosandi á
íslensku, þegar fundum
okkar bar saman í glæsi-
legri verslun þeirra
hjóna, Silfursmiðju
Juhls, nokióni utan við sjálfan
byggðakjamann. „Ég elska ísland,“
bætti hún svo við, og augnaráðið varð
dreymandi. Ég vissi eiginlega ekki
hvaðan á mig stóð veðrið, því ekki
hafði mig rennt í grun, að þessi mann-
eskja hefði komið til Islands. En
ánægjulegt var þetta óneitanlega, að
vera heilsað svona á móðurmálinu. Af
þýskri konu, vel að merkja. Og það í
Finnmörku, miðju landi Samanna.
Þegar ég hafði náð áttum á ný, bað
ég Regine um að segja mér nánar frá
kynnum sínum af íslandi. Það kvaðst
hún fús myndu gera, en sagði jafn-
framt að það væri óaðskiljanlegur
hluti af annarri sögu og meiri.
Bækur miklir
áhrifavaldar í Irfi hennar
„Bækur hafa alla tíð verið miklir
áhrifavaldar í lífi mínu. Ég hef lesið
margt og látið heillast af því,“ hóf
Regine mál sitL „Ég er ættuð frá
Austur-Prússlandi, sem tapaðistí síð-
ari heimsstyrjöldinni. Þar hafði fólkið
mitt búið í hundruð ára, alltaf á sömu
jörðinni, Rosengard, sem er á milli
Marienburg og Elbing. Allir sem
voru af þýskum ættum urðu að yfir-
gefa landið. Afi minn varð eftir, en
svipti sig lífi þegar allir voru famir,
gat ekki hugsað sér að vera þar án
fjölskyldunnar. Okkur var því kastað
út úr landinu og tilvfijun ein réð hvar
við lentum á þýskri grund, en það
reyndist vera nærri Helmstedt, við
landamæri Austur-Þýskalands. Og
þar óx ég úr grasi.
En ég fann að þetta var ekki rétt.
Auðvitað átti ég sjálf að fá að ráða
hvar ég vildi búa. Upp úr því fór ég að
láta mig dreyma. Og í bókum kynntr
ist ég fólki sem átti heima langt í
burtu, á fjarlægum stöðum. Og ef-
laust er þetta ein ástæðan fyrir því,
að íslendingamir hafa átt jafn mikið
rúm í þjarta mínu og raun ber vitni,
allt frá því ég var 11-12 ára gömul,
því ég las einmitt íslendingasögumar
um það leyti, á þýsku. Að víkingar
skyldu fara næstum tómhentir á litl-
um bátum yfir Atlantshafið og nema
land á ókunnum slóðum og byggja
þar upp og halda síðan áfram til Am-
eríku, öll þessi saga heillaði óumræði-
lega unglingsstúlku, sem dreymdi um
að gera eitthvað svipað, að finna sér
heimili af eigin rammleik og dáðum.
Og mér fannst líklegast að helst væri
að finna ósnortið land einhvers staðar
á nyrstu slóðum.“
Var neitað um fararieyfi
til íslands
Þar kom að Regine vildi ekki halda
áfram í skóla, en í þess stað langaði
hana að fara til íslands. Þegar hún
sagði foreldrunum af þessari áætlun
varð þeim ekki um sel, þótti full gróft
af henni að ætla til þeirrar frumstæðu
og hættulegu eyjar í Norður-Atlants-
hafi, á mörkum hins byggilega heims.
Svo að ekki mátti hún það.
Hér má sjá dæmi um skartgrip! í
Túndruiínunni. Þar er m.a. horft til
þess smávaxna í náttúrunni, sem
kemur í ijós á vorin, eftir langa dvöl
undir snjóalögum Finnmerkur. En
margt annað kemur þar elnnig vtð
sögu, elns og grelna má í eyrnalokk-
unum, þar sem fyrirmyndln er svanir.
„En eftir mikla baráttu gáfu þau
mér hins vegar leyfi til að fara til Sví-
þjóðar; íbúar þess lands voru a.m.k. í
hópi siðaðra, að þeim fannst,“ hélt
Regine áfram. „Svo að það varð úr að
ég fór þangað, árið 1966. Ég man að
ég fékk vinnu á tveimur veitinga-
stöðum. Á öðrum þeirra starfaði ég
fram undir miðjan dag og á hinum
svo þaðan og fram undir miðnætti. Á
þennan hátt gat ég að lokum safnað
mér nægilegu fé til að kaupa far með
Heklu til íslands, sem ég og gerði. Ég
fékk vinnu í Reykjavík hjá einhverj-
um fiskverkunarfyrirtækjum, sem ég
man ekki lengur nöfnin á. í öðru
þeirra, sem var inni í bænum, lituðum
við ufsann rauðan og suðum niður.
Hitt var saltverkunarfyrirtæki, ekki
svo langt frá Bræðraborgarstíg 19,
þar sem ég bjó hjá Ólafi Jónssyni og
fjölskyldu. Ég man að það var
óhenyu erfitt starf og kalt að eiga við
þunga saltfiskpokana.
Síðla hausts var ég beðin um að
kenna þýsku í forföllum á Bifröst, og
það var allt annað. Yfir jólin var ég á
Akureyri en fór svo þaðan til Reykja-
víkur með fiskiskipi. Það var stormur
alla leiðina og ég hef aldrei verið jafn
sjóveik um ævina og þá. Eflaust
bjargaði það lífi mínu, að stýrimaður-
inn var svo almennilegur að lána mér
kojuna sína.“
Menningin eða náttúran?
Um vorið hélt Regine til Vínar-
borgar í Austurríki, hugðist nema þar
leiklist; ekki vegna þess að hana lang-
aði í glanslífemi eða eitthvað slíkt,
heldur vakti það fyrir henni að gefa
þeim fjölmörgu persónum, sem hún
hafði kynnst í bókmenntunum, líf.
„Ég ímyndaði mér að ég fengi að
leika í einhveiju verki eftir Shake-
speare eða Schiller eða Ibsen og þar
fram eftir götunum,“ sagði Regine.
„En þegar ég kom í leiklistarskólann,
rann það upp fyrir mér, að þessu var
dálítið öðruvísi farið en ég hafði gert
mér í hugarlund. Það eitt að fá að
taka þátt í bara einhverju leikriti
hefði út af fyrir sig verið þakkarefni,
að ekki sé meira sagt. Þama höfðu
menn ekki áhuga á bókum, heldur því
einu að skemmta, ánægjunnar vegna.
Ég hvarf því á braut og kom beina
leið hingað tíl Finnmerkur, árið 1957;
ekki til að dvelja hér um aldur og ævi,
heldur til að komast að því hvort mér
fyndist vega þyngra í lífinu, náttúran
eða menningin. Ég lagði dæmið
þannig upp fyrir mér, að Samamir
væra eina náttúraþjóðin sem eftír
væri í Evrópu, og ef ég gætí fengið að
dvelja á meðal þeirra og ráfa með
þeim um fjalllendið, takandi þátt í
vinnu og öðra, m.ö.o. lifa af og með
náttúrunni eins og þeir, myndi ég
komast að hinu sanna. Og ég var svo
heppin að fá að ganga inn í eina fjöl-
skylduna héma og láta þennan
draum rætast
Það var allt mjög frumstætt í Sam-
alandi á þeim tíma, öðruvísi en nú er.
Og ég man að í huga mér breyttist
ísland skyndilega í háþróað ríki. Hér
var búið í tjöldum. Ég gekk með
hreindýrahjörðunum um fjalllendið
eins og aðrir, og verkaði skinn, klauf
við, tjaldaði og hvað eina. Þetta var
ákaflega lýjandi, en þó mjög áhuga-
vert og gefandi, nokkuð sem ekki er
hægt að upplifa lengur. Ég var lán-
söm, kom áður en tímamir breyttust
til þess sem nú er.“
Annar skrýtínn
útlendingur í Samalandi
„Hin eiginlega ástæða fyrir því, að
ég loks valdi að búa í Finnmörku, var
bókin „Gróður jarðar“ eftir Knut
Hamsun, sem ég las 15 ára gömul eða
svo. En aðalpersóna bókarinnar er
ísak, sem er einmitt landnemi og
heiðarbúi og einyrki.
Á þessu flakki mínu á norðurslóð-
um heyrði ég einn daginn um annan
útlending í Samalandi, danskan
mann, Frank Juhls að nafni, sem bjó
einn og lifði af veiðiskap, en var einn-
ig listmálari. Hann var nokkuð eldri
en ég, fæddur 1931. Samamir hvöttu
SJÁSÍÐU 8