Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Möguleikar íslenskra fyrirtækja á erlendu íjármagni Útflutningsráð íslands gengst fyrir opnum hádegisverðarfundi föstudaginn 8. desember, kl. 12:00-13:30 í Ársal, Hótel Sögu. Gesturfundarins er sænski fagfjárfestirinn Thomas Palmbladt, aðstoðarframkvæmdastjóri Easdaq, sem sérhæft hefur sig í að fjárfesta í hugbúnaðarfyrirtækjum. Fundurinn er sérstaklega áhugaverður fyrir fulltrúa þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir erlendu fjármagni. Hádegisverðarfundurinn er haldinn í tengslum við verkefnið Venture lceland, sem nú er haldið í fjórða sinn á vegum Útflutningsráðs og Fjárfestingarstofu-almennt svið. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er samstarfs- og stuðningsaðili verkefnisins. Boðið verður upp á jólamálsverð á kr. 1.700,- I/insamlega tilkynnið þátttöku í síma 5114000 eða í tölvupósti: mottaka@icetrade.is f ^usíf J' § W/ vttmif <í«r ff svri i • . ItFIIAllTMIt 1% a ^ j§ . f % r i > i i ® M Sm yjg ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 4000 • Fax 511 4040 • icetrade@icetrade.ls • www.icetrade.is ^ ,1, - ^ ^ REYNIR HEIDE c M tTrsmiður RAYM0ND WEIL GENEVE GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN Garðar Ólafsson Á GARÐATORGI 7, VIÐ „KLUKKUTURNINN“ úrsmiður, Lækjartorgi ÖR & rjJÁSN • GARÐATORG T • GARÐARÆR • SlMI 565 9S>55 • FAX 565 9977 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hin nýja stjórn SVFR, en þar var nú kona í fyrsta skipti í framboði og náði hún kjöri. Þetta eru f.v. Þorsteinn Ólafs, Anna María Clausen, Bjarni Júlfusson, Árni Eyjóifsson, Bjarni Ómar Ragnarsson formaður, Jóhann Steinsson og Gylfi Gautur Pétursson. Snældan sækir á HIN SKÆÐA laxafluga Frances, hvort heldur er í rauðri eða svartri útgáfu, hefur loksins fengið skæðan keppinaut um mestu veiðisældina. Það er engin önnur en Snældan hans Gríms Jónssonar sem sótti að sem aldrei fyrr. Snældan hefur ver- ið föst í öðru sæti síðustu ár, en hún er víða hærri í ánum síðasta sumar en áður, hvað sem veldur. Það er hægt að sjá þetta í árs- skýrslu SVFR þar sem árnefndir fé- lagsins hafa flestar tekið saman Tilkynning til inn- og útflytjenda um rafræna tollafgreiðslu frá og með 1. janúar 2001 Með breytingu á tollalögum 1996 var sett fram sú stefnumótun að tollafgreiðsla inn- og útflutnings í atvinnuskyni yrði rafræn. Gefinn var frestur til að koma þessu í framkvæmd til 1. janúar sl. Fresturinn var framlengdur til nk. áramóta þar sem ákveðið var að kanna nýja möguleika á rafrænni tollafgreiðslu. Þeirri könnun er nú lokið og verður nýr möguleiki til rafrænnar tollafgreiðslu tekinn upp frá og með áramót- um. Samkvæmt gildandi tollalögum eiga því allir inn- og útflytjendur að hafa tekið upp rafræna tollaf- greiðslu 1. janúar 2001. Möguleikar þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu verða eftirfarandi: 1. SMT-tollafgreiðsla, eins og fjölmörg fyrirtæki hafa þegar nýtt sér. 2. Tollafgreiða með aðstoð flutningsmiðlara sem tollafgreiða rafrænt. 3. VEF-tollafgreiðsla þar sem tollafgreiðsla verður möguleg með því að tengjast vefsetri ríkistolIstjóra og senda tollskýrslu þá leið. Móttöku tollskýrslna á pappír og á disklingum verður hætt frá nk. áramótum. VEF-tollafgreiðsla er nýr valkostur sem býðst fyrirtækjum frá og með 1. janúar 2001. Til þess að geta hag- nýtt sér VEF-tollafgreiðslu þurfa þau að: • sækja um heimild til VEF-tollafgreiðslu með sama hætti og nefnt er í gildandi reglugerð um SMT-tollaf- greiðslu; • fullnægja þeim kröfum sem settar eru gagnvart þeim sem tollafgreiða samkvæmt reglugerðinni og • hafa aðgang að vefnum og nota úthlutað lykilorð vegna VEF-tollafgreiðslu. Til þess að tollafgreiða með þessum hætti þarf að fylla út tollskýrslu og sækja önnur gögn sem tengjast tollafgreiðslunni á vefsetur ríkistollstjóra, t.d. skuldfærslu aðflutningsgjalda. Innsendar skýrslur og afgreiðslur verða síðan aðgengile gar á vefsetri ríkistollstjóra. VEF-tollafgreiðsla er því ekki tengd viðskiptahugbúnaði skýrslugjafa eins og við SMT-tollafgreiðslu. Sömu kröfur eru gerðartil SMT- og VEF- leyfishafa um vörslu og aðgengi tollyfirvalda að tollskjölum í vörslu skýrslugjafa. Fyrirtækjum sem hyggjast taka upp SMT- eða VEF-tollafgreiðslu er bent á að sækja sem fyrst um heimild til þess. Útfylltum umsóknum á til þess gerðu eyðublaði ber að skila til tollstjóra þar sem umsækjandi hefur lögheimili. Nánari upplýsingar veita tollstjórar auk þess sem birtar eru upplýsingar á vefsíðu ríkistollstjóra. veffang www.tollur.is Reykjavík, 30. nóvember 2000 Ríkistollstjóri sundurliðaðar aflaskýrslur. Á svæð- um SVFR í Soginu veiddust t.d. 100 flugulaxai- af 224 laxa heildarveiði. Frances var hæst með 26 laxa, en Snældan með 25. Síðan var langt í næstu flugu sem var af ólíklegum toga, silungsflugan Peacock með 3 laxa! I Sogsskýrslunni kemur einnig fram nokkuð sem eitt sinn hefði þótt saga til næsta bæjar, enginn lax er stærri en 20 pund og stærsti lax sumarsins 17 pund og þrír 16 punda. í Norðurá voru 1144 laxar veiddir á flugu og þar af komu 408 á Frances, en áin hefur löngum verið óvinnandi vígi Francesflugunnar. Snældan var hins vegar með 142 laxa. Frances hafði einnig yfirburði í Hítará, alls 141 lax á Frances, rauða og svarta, en 42 á Snældu. í Leirvogsá voru fáir flugulaxar, aðeins 85 af 486. Saman voru Frances-afbrigðin tvö með 13 laxa, en Snældan aðra 13. Jafnt þar. Aftur eru yfirburðir í Elliðaánum þar sem Frances var samanlagt með 135 laxa og Snældan 23. At- hygli vekur að svört Frances hefur óvænta yfirburði yfir þá rauðu, eða 102 laxa. Yfirleitt er það öfugt. Snældan hefur hins vegar náð upp á pallborðið hjá sjóbirtings- veiðimönnum og í Tungufljóti var hún aflasælasta flugan með 30 fiska og voru frægar sjóbirtingsflugur á borð við Nobbler, Black Ghost og Flæðarmús í kjölfarinu. Líklega er það þyngdin sem gefur Snældunni forskotið. Fljótið er vatnsmikið og straumþungt vatn þar sem best dugar að sökkva flugunni vel. Meiri flugnveiði Fluguveiðin er mjög að aukast á kostnað maðkveiði og er þá ekki átt við að menn séu að veiða meira á flugu, heldur einfaldlega að áreig- endur og leigutakar annaðhvort banna maðkinn alveg eða stóran hluta veiðitímans. Á dögunum bætt- ust Norðurá og Hítará við ört stækkandi listann. Nú hefur heyrst að Svartá verði hrein fluguá og Mið- fjarðará að minnsta kosti að stórum hluta, þ.e.a.s. í anda Norðurár, að maðkveiði verði leyfð eitthvað fram á sumarið, en síðan ekki söguna meir. Sé þetta staðreynd, þá er list- inn yfir hreinar fluguár þessi: Haf- fjarðará, Straumfjarðará, Hrúta- fjai-ðará, Vatnsdalsá , Hofsá og Svartá, en „að mestu“ fluguveiðiár Norðurá, Miðfjarðará og Hítará.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.