Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ Islendingasamsæti í Stokkhólmi stuttu eftir veitingu Nóbelsverð- launanna. Fremri röð f.v.: Sven B.F. Jansson, Þórunn Ástríður Björnsdóttir, Sigurður Nordal, Kristín Hallberg, Halldór Lax- ness. Standandi: Peter Hallberg, Ragnar Jónsson, Ólöf Nordal, Jón Helgason og Auður Sveinsdóttir. Þórunn og Jón Helgason koma bæði við sögu í þessum kaflabrotum. Halldór og Auður með dætrum súium Sigríði og Guðnýju ungum, en Sigríður á frásögn í bókinni sen hér er birt brot úr. Síðan fórum við upp í matsal. Klukkan var þá komin á þriðja ganginn og við hungraðir. Eg hef því miður aldrei komið til Japan; mig langar nefnilega til að vita hvort þessir mestu hneigjarar heims geti skellt enni við hné af meiri list en þjónamir á ferjunni. Þeir voru eins og sjálfskeiðungar. Eg sigldi í kjölfar skáldsins fram hjá þessum hvítjökkuðu mönnum - af þeim sást ekkert nema hnakkar, bök og skór - að borði innst í saln- um. Ekki voru liðnar nema fáeinar sekúndur fyrr en allir sjálfskeið- ungarnir höfðu rétt úr sér og stóðu í biðröð við borð okkar með mat- seðla í annarri hendi og skriffæri í hinni og spurðu kverkmæltir í kór: föuR jag be pRofessoRn om pRof- fessoRns öutogRaf? Ovíst afhverju flestir ávörpuðu skáldið prófessor. Prófessorsskáldið tók þessari um- leitan vel og skrifaði nafn sitt tíu sinnum aftaná tíu matseðla. Síðan börðu þeir ennum við hné og fjar- lægðust að sinna sínum störfum sem meðal annars voru í því fólgin að sjá okkur fyrir mat og drykk. Meðan við reyndum að fá okkur bita var skáldið jafn greiðvikinn við fólk: karlbörn, kvenböm, digrir menn, horaðir menn, gamlar konur, ungar konur, öll afbrigði mannkyns- ins streymdu að borði okkar og báðu skáldið að skrifa nafn sitt. Skáldið brosti stundum, hló stund- um, baðaði út höndum, fór með spaugsyrði: Ekkert átti betur við hann en að skrifa nafn sitt í miðri máltíð. Miður líkaði þetta manni við næsta borð. Hann var blár í fram- an, Ieikari að iðn, pínulítill að vexti og hét Max Einhversson (Max vita allir að er latínuafbökun og þýðir stærstur). Þessi ágæti maður ku vera afskaplega vinsæll í Svíþjóð og danir halda að þeir geti strítt svíum með því að leggja hann undir sig; er hann því elskaður af öllum blöðum dönskum. Max þessi hafði þjálfað hægri hönd sína með stöðugum nafnaskrifum í mörg ár og var þaulvanur að vera miðdepill eftir- tektar. Honum leist ekkert á að ein- hver útskerjabúi norðan úr Atl- antshafi sem ekkert hafði afrekað nema skrifa bækur og fá púður- verðlaun væri honum yfirsterkari. En hvað sem veslings maðurinn gerði var til einskis: Hann gólaði í þá þjóna sem lengst var í, talaði mjög hátt við fylgdarmann sinn, spígsporaði sífellt um gólf. Ekkert dugði svo þegar eftir voru tíu mín- útur af ferðinni setti hann upp sól- gleraugu svo hann gæti huggað sig við að hafa farið huldu höfði yfir sundið. Þá var jarðlífið fagurt Bamabam Halldórs Kiljans, Auður Jónsdóttir rithöfundur, ræðir við Sol- veigu Jónsdóttur. - Nú heyri ég mig spyrja eins og fávísa konu í ölæði: þótti þér Hall- dór vera meiri Dani í háttum en ís- lendingur? Solveig kippist við og horfir svo undrandi á mig að mér svelgist nán- ast á súkkulaðinu. Síðan svarar hún byrst: „Nei, það dytti mér aldrei í hug. Hann var alþjóðlegur en fyrst og fremst íslendingur. Ekki Dani eða Frakki eða Englendingur.“ Svo sér hún aumur á mér og rómurinn mildast. „Hann hafði reyndar til- einkað sér margt heimsmannslegt - en það hafa svo sem margir íslend- ingar gert.“ - Var Jón Helgason jafn mikið fyrír „stælinn“ og Halldór vinur hans? „Nei, hann fór bara í þau föt sem að honum voru rétt.“ Á þessu augnabliki langar mig að vera eldri og vitrari en raunin er og fyllist vissu um að ég hafi ekkert vit á umræðuefninu, jafnvel þótt skáld- ið hafi verið afi minn. Ég reyni samt að halda andlitinu meðan Sol- veig hristir höfuðið og spyr full efa- semda hvort okkur miði nokkuð áfram með viðtalið. „Segðu mér, er hægt að koma með eitthvað í svona minningasafn án þess að það verði leiðinda lofrolla?" - Já, já, fullyrði ég, fáum okkur bara meira kaffi og súkkulaði og þá fara kjaftakvarnirnar í gang. Þá brosir hún lúmskt, lætur sig hafa vitleysisganginn og segir: „Ég held að pabbi hafi hreinlega ekki gefið útlitinu nokkurn gaum. Hann hóf alla morgna með því að kalla niður til mömmu: „Ásta, hvar eru sokkarnir mínir?“ Sokkarnir voru ávallt á sama stað og höfðu verið á þeim stað í öll þau ár sem við bjuggum á Kjærstrupsveginum. Samt svaraði mamma alltaf undur þolinmóð: „I skápnum undir súð- inni.“ Solveig hlær og endurtekur: „I skápnum undir súðinni. Það var raunar öndvegis staður; þar gaut kötturinn einu sinni. Hann valdi sér nýstraujaðar skyrturnar hans pabba sem hæfilegan gotstað fyrir vel siðaðan kött.“ Síðan sýpur hún smá kaffilögg, leggur bollann aftur á borðið og bætir við: „Pabbi vissi nákvæmlega jafn vel og mamma hveiju hún myndi svara. Því svarið var aldrei annað.“ Smám saman komast samræð- urnar á gott skrið og beinast út og suður. Eg hafði engar tilbúnar spumingar meðferðis en Solveig er full sagna, fróðieiks og minninga svo brátt týni ég stund og stað. „Kunningsskapur mömmu og Halldórs var miklu eldri en kunn- ingsskapur pabba og Halldórs því mamma var frá Grafarholti í Mos- fellssveit og afi þinn frá bæ aðeins ofar í dalnum. Mamma og Halldór voru sem sagt sveitungar. Hún var einum 6-7 árum eldri en hann og þær Guðrún systir hennar höfðu þekkt og fylgst með Dóra í Laxnesi frá blautu bamsbeini. Þess vegna hafði mamma alltaf tilfinningu fyrir honum eins og hann væri yngri bróðir hennar. Mamma var á æsku- ámm sínum kölluð Ásta en þegar hún fór að reskjast vildi hún aðeins nota Þórunnamafnið. Halldór mátti þó alltaf kalla hana Ástu, enda hefði hvomgt þeirra kunnað við að hann kallaði hana annað.“ -Hvar kynntust Jón og Halldór? Solveig dregur seiminn og rifjar upp frásögn móður sinnar af fyrstu kynnum þessara tveggja manna með skemmtilegum útúrdúr: „Einu sinni var mamma að hlusta á Thor Vilhjálmsson lesa smásögu í útvarp- inu um stúlku sem var í fyrsta sinn í ástarstandi við einhvem strákling og sá svo eftir öllu saman; settist inn á kaffistað og sat þar og herpti tæmar innan í skónum vegna von- brigðanna sem hún hafði orðið fyrir um nóttina með gaumum. Mömmu líkaði sagan vel og hún kom henni til að minnast að hún hafði einu sinni gert slíkt hið sama á landa- móti í Kaupmannahöfn. Það var þegar Dóri litli frá Laxnesi kom labbandi yfir stórt gljáfágað dans- gólf með kurteisislegri heimsmann- ssveiflu til að heilsa þeim systram, Guðrúnu og mömmu - og líkast til pabba mínum í fyrsta skipti. Til að sýnast eldri en hann var, hafði hann sama dag keypt sér montprik og þykk spangargleraugu með rúðu- gleijum sem stimdi á í krista- lkrónubirtu salaríns. Mamma skelfdist mikið við þennan óvænta útgang. Og eins og stúlkan í sögu Thors kreppti hún, af helberri hræðslu, tæmar fast saman þann óratíma, sem það tók Halldór að komast að borðinu þar sem þau sátu og biðu hans. Mamma kveið að pabbi yrði óþægilegur við þennan ungæðislega uppáhaldssveitunga sinn því að Jón Helgason átti það nú til að vera stríðinn og það ekki síst ef hann fann minnsta snert af hégóma. Frá mömmu bæjardyrum séð hófust kynni Halldórs og pabba þama á landamótinu en Halldór segir allt öðmvísi frá þeirra fyrstu kynnum í minningabókinni sinni Ungur eg var. Samkvæmt þeirri frásögn hittust þeir pabbi niðri í bæ á stúdentaknæpunni Himnaríki áð- ur en þeir hittust þarna - og það getur svo sem vel verið. Þó held ég nú að mamma hafi sagt réttar frá og þeir hafi hist þama fyrst. Pabbi og Halldór urðu strax miklir mátar því þeim gekk frá allra fyrstu stundu vel að ræða saman, enda þótt þeir væra svona ólíkir á yfir- borðinu. Pabbi var frekar stór og ekkert að hugsa um sitt ytra útlit en Halldór var nettur, snyrtilegur og hafði gaman af því að hafa sig til og vera fínn. Þeir vora ákaflega ólíkir hið ytra en ekki innra og ræddust við í léttum gárangatón sem einkenndi ætíð samtöl þeirra, enda þótt þeir töluðu oft um grút- alvarleg mál.“ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 B 29 Stökktu til Kanarí um jólin frá kr. 49.985 ut 17. des. Heim 26. des. Síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að komast í sólina um jólin á verði sem ekki hefur sést fyrr. Um jólin er 20 - 25 stiga hiti á Kanarí, ffábært veðurfar og þú getur notið jólanna á Kanarí og áramót- anna heima á Islandi. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin um jólin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 49.985 Verð kr. 59.930 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flug og skattar. 17. dcsember, 9 nætur. M.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 17. desember, 9 nætur. Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Grófarhús R» BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Bókasveifla í Borgarbókasafni Aðalsafni, Tryggvagötu 15 s: 563 1717 i : Dagskráin er unnin í samvinnu við Reykjavík menningarborg 2000 Sunnudagur 3. desember kl. 14:30 Ung og efnileg Tónlistarflutningur: Kristín Björk Kristjánsdóttir og Magga Stína Sjón flytur inngangsspjall og kynnir Lesið verður úr eftirtöldum bókum: Hjörtur Marteinsson: AM 00 Steinar Bragi Guðmundsson: Turninn Judith Hermann: Sumarhús seinna í þýöingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur Mikael Torfason: Heimsins heimskasti pabbi Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir: Dís Veitingar m BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍK.UR wwwi.winiHilwwaiz.ciim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.