Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 6
6 D ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Heimasigur Hamars LEIKMENN Hamars f Hveragerði er enn ósigraðir í vetur á heima- velli - liðið lagði Val/FJölni á sunnudagskvöldið, 84:78. Ham- ar fékk þó að hafa fyrir sigrinum og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem úrslitin réðust á æsíspennandi lokasekúndun- um. Það má líkja Val við sofandi risa með alla þessa menn innan- borðs, en sem betur fer fyrir heimamenn rumskaði hann að- eins í þetta sinn. W Eg held að heimavöllurinn hafi unnið þetta, við unnum leikinn alténd ekki. Þeir hafa greinilega æft vel í fríinu og Her- . bert átti stórleik. Valberg Við vorum seinir í skrífar gang og kannski ekki búnir að æfa nógu vel í þessu hléi og það eru ýms- ar ástæður fyrir því. Við verðum bara að halda áfram að vinna heima- leikina og þá kannski styttist í að við vinnum á útivelli,“ sagði Pétur Ingv- arsson, spilandi þjálfari Hamars eft- ir leikinn. Þrátt fyrir að þá Bjarka Gústafs- son, Brynjar K. Sigurðsson og Hjört Þ. Hjartarsson hafi vantað í lið Vals/ Fjölnis átti liðið skínandi leik og góðan möguleika á sigri. Það var þó greinilegt að liðið vantaði þá í síð- asta leikhluta en leikmenn voru orðnir mjög þreyttir eftir erfiðan leik. Þá er það gleðiefni fyrir gestina að Herbert Arnarson hefur fundið fjölina sína en hann skoraði 30 stig í leiknum, tók 10 fráköst og átti 2 stoðsendingar og var yfirburðamað- ur í liði Vals/Fjölnis, en hann hefur að meðaltali verið með 10 stig í leik eftir að hann kom til liðsins. Mikil harka var í leiknum frá fyrstu mínútu og erfiðlega gekk að koma boltanum í körfuna til að byrja með. í lok fyrsta leikhluta var stað- an 18:17 fyrir Hamar. Hamar átti góðan sprett í upphafi annars leik- hluta þar sem þeir breyttu stöðunni í 27:20. Vöm Hamars virkaði þar vel og voru þeir Ægir Jónsson, Hjalti Pálsson, Skarphéðinn Ingason og sérstaklega Chris Dade að skila sínu hlutverki vel. Síðan riðlaðist leikur Hamars gjörsamlega. Valur/Fjölnir með Brian Hill undir körfunni og Herbert fyrir utan minnkuðu mun- inn aftur og komust yfir 34:35. Þá kom upp mjög umdeilt atvik. Valur/ Fjölnir átti innkast þegar 3 sek. voru eftir, Pétur Ingvarsson stal boltanum og skoraði en þar sem klukkan í húsinu fór of snemma af stað rann leiktíminn út áður. Dóm- arar tóku þá ákvörðun að endurtaka innkastið, sem er réttur dómur en kannski harður. Það fór þannig í endurtekningu að í staðinn fyrir að staðan væri 40:37 fyrir Hamar var brotið á Herberti í þriggja stiga skoti. Hann hitti síðan úr öllum þremur vítunum og breytti stöðunni í 38:40 fyrir gestina. Þriðji leikhluti var mjög tíðinda- lítill, liðin skiptust á forskoti til að byrja með. Um miðjan leikhlutann náði Hamar 5 stiga forskoti og höfðu þeir fjögurra stiga forystu er síðasti leikhluti hófst. Upphaf fjórða leikhluta einkennd- ist af mistökum á báða bóga. Þá hrukku Hamrarnir skyndilega í gang og skoruðu þeir níu stig á móti engu og það var ekki fyrr en hann var hálfnaður að gestirnir settu loksins niður körfu. Hamar hélt for- skotinu nokkuð örugglega í nokkrar mínútur en þeir hugsuðu of mikið um að halda fengnum hlut í lokin og hleyptu Val/Fjölni skyndilega aftur inn í leikinn. Herbert skaut þeim aftur inn, en framtak hans dugði ekki - heimamenn fögnuðu sigri. í liði Hamars var Chris Dade langbestur með 36 stig, en í liði Vals/ Fjölnis var það Herbert sem bar höfuð og herðar yfir samherja sína. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Sigurðsson, sem lék vel með Þórsliðinu, sækir að körfu Kef Ivíkinga - Guðjón Skúlason reynir að stöðva hann. Guðjón sýndi gamal- kunna takta á Akureyri KEFLVÍKINGAR þurftu að hafa talsvert fyrir því að sigra Þórs- ara á Akureyri sl. sunnudag en lokatölur í fjörugum leik urðu 104:98 gestunum í vil. Þar með haida Keflvíkingar toppsætinu í efstu deild körfuboltans og eru með 16 stig en Þórsarar sitja fastir með sín 6 stig og eru í 9. sæti. Þurfa þeir nú að herða róðurinn til að komast í hóp átta efstu liða og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en vissulega er enn mikið eftir af deildar- keppninni. Þórsarar voru sterkari í byrjun og komust m.a. í 20:13 og 25:15. Sigurður Sigurðsson hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna og Oðinn As- geirsson var líka seigur. Calvin Davis og Magnús Gunn- arsson voru mest áberandi hjá Kefl- víkingum í fyrsta leikhlutanum og fyrir tilstilli þeirra minnkuðu gest- irnir muninn. Staðan var 29:27 að loknum fyrsta hluta. Heimamenn fóru aftur vel fram úr en Magnús og Guðjón Skúlason skutu Keflvíkingum inn í leikinn og gestirnir komust yfir, 38:41. Guðjón sýndi gamalkunna takta fyrir utan þriggja stiga línuna og Keflvíkingar héldu forystunni en Þórsarar neit- uðu að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt stig fyrir leikhlé, 50:51. Besti maður vallarins í fyrri hálfleik var Guðjón Skúlason en hann gerði 18 stig. Arfaslök byrjun Þórs í þriðja leik- hlutanum tók spennuna úr leiknum í bili. Keflvíkingar skoruðu 10 stig á móti engu stigi heimamanna og fóru Guðjón og Calvin Davis á kostum. Staðan 50:61. Þórsarar tóku á sprett, m.a. fyrir tilstilli tæknivíta og minnkuðu muninn í 57:61 en Keflvíkingar hrukku þá aftur í flug- gírinn og Albert Óskarsson tók góða rispu. Staðan 59:71 og Þórsarar virt- ust frosnir. Þeir hittu illa og töpuðu boltanum oft og í lok 3. hluta voru þeir komnir 15 stigum undir, 70:85. Þórsarar eru þekktir fyrir að detta niður í síðasta leikhlutanum en nú virtust þeir hafa tekið út slæma kaflann og mættu ljóngrimmir í lokabardagann. Þeir gerðu 7 stig í röð og alls 10 á móti 2 í upphafi fjórða leikhluta. Magnús Helgason fann fjölina sína og lék eins og engill á þessum kafla og Þór minnkaði muninn í 85:90. Þá tók Calvin Davis til sinna ráða og skoraði tvisvar í röð en heimamenn börðust enn og spennan náði hámarki í stöðunni 96:100. Óðinn Ásgeirsson var óhepp- inn að hitta ekki úr góðu færi. Calvin skoraði þess í stað fyrir Keflavík og tók síðan varnarfrákast og var það ekki síst honum að þakka að gestirn- ir fóru heim með sigur í farteskinu. Calvin Davis og Guðjón Skúlason léku sérlega vel og skoruðu samtals 58 stig eða ríflega helminginn af stigum Keflvíkinga. Clifton Bush var jafnbestur Þórsara en Sigurður Sigurðsson, Magnús Helgason og Hermann Daði Hermannsson áttu góða spretti. Óðinn Ásgeirsson hef- ur oft leikið betur. Þórsarar hafa þó bætt sig frá síðustu leikjum en það dugði ekki gegn toppliðinu. Stefán Þór Sæmundsson skrífar -ingar lagðir Guðrún Vala Elísdóttir skrífar IR-ingar sóttu ekki gull í greipar Borgnesinga sl. sunnudagskvöld, Skallagrímur vann 89:71 og var leikurinn fyrir heimamenn hin besta skemmtun þar sem sigurinn var aldrei í hættu nema í þriðja leikhluta. Leikurinn fór ró- lega af stað en strax varð Ijóst að Skallagrímur hafði undirtökin bæði í sókn og vöm. Sigmar Egilsson skoraði 7 mikilvæg stig strax í fyrsta leikhluta. í öðrum leikhluta gekk allt upp hjá Skallagrími þar sem þeir skor- uðu margar þriggja stiga körfur á sama tíma og ÍR ingar reyndu að beita bæði pressuvöm og svæðis- vöm sem engan veginn gekk upp. Þarna náðu Skallagrímsmenn að komast í 50:25. í þriðja leikhluta voru Skalla- grímsmenn mistækir, sendingar þeirra mistókust og þeir spiluðu óagað sem gerði ÍR-ingum kleift að komast aftur inn í leikinn. Þegar fjórði leikhluti hófst var einungis átta stiga munur. Það var maður leiksins; Warren Peebles sem sá til þess að IR komst ekki áleiðis gegn góðri liðsheild Borgnesinga. Af öðr- um leikmönnum Skallagríms má nefna góða innkomu Finns Jónsson- ar í vöminni auk þess sem Alexand- er Ermolinslgi var mjög drjúgur í fráköstum. Cedrik Holmes var best- ur í liði ÍR-inga bæði í stigaskorun sem og fráköstum sem voru alls 13. Aðspurður sagði Eiríkur Önund- arson, leikmaður ÍR, að leikurinn hefði verið lélegur af þeirra hálfu og að vörnin hafi verið hrikaleg, sér- staklega í fyrri hálfleik og þar hafi heimamenn lagt grunninn að sigrin- um. Eiríkur var sáttur við þriðja leikhlutann „en svo fómm við að slaka á og héldum að þetta kæmi af sjálfu sér,“ sagði hann. í heildina litið taldi Eiríkur að þeir hefðu van- metið andstæðingana. Þjálfari og leikmaður Skallagríms Alexander Ermolinski var sérstak- lega ánægður með þenna þriðja sig- ur Skallagríms í deildinni og hve Warren Peebles náði sér vel á strik sem lofar góðu upp á framhaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.