Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 D 5 KNATTSPYRNA Hermann Hreiðarsson stekkur hátt upp og skorar glæsilegt mark með skalla gegn Manchester City á Maine Road. Um daginn vann liðið meira að segja á Maine Road í Manchester, þar sem það hafði tapað sjö af síð- ustu átta leikjum. Raunar aðeins unnið fjórum sinnum í 29 viður- eignum. „Árangur okkar á útivelli er frá- bær, fimm sigurleikir,“ segir Bur- ley. „Það er eðli okkar að þakka. Við fellum okkur ekki við eitt stig. Við leikum til sigurs í hverjum ein- asta leik - okkar stíll snýst um að sækja.“ Mark í 24 leikjum í röð Það segir maðurinn satt. Það er engin tilviljun að Ipswich hafði fyr- ir leikinn við Derby gert mark í öll- um úrvalsdeildarleikjum sínum fimmtán. 23 að tölu. Hafði að sönnu ekki skotið púðurskotum í 24 deild- arleikjum í röð. Það er ekki slæmt! Og Burley hyggst ekki breyta um kúrs. „Við eigum eftir að tapa leikjum, jafnvel illa. Hjá því verður ekki komist í jafn sterkri deild og úrvalsdeildinni. Það dregur aftur á móti ekki úr okkur kjarkinn. Ef maður mætir til leiks skjálfandi á beinunum, verður vaðið yfir mann.“ Mörkin hafa líka komið úr öllum áttum, eins og sagt er, ótrúlegustu menn lagt lóð sitt á vogarskálina, ekki síst varnarmenn. Markakóng- ur liðsins frá í fyrra, David John- son, er til að mynda ekki kominn á blað. „Mér er slétt sama hverjir skora mörkin en það er ánægjulegt að vörnin og miðjan leggi sitt af mörkum líka, það er ekki hægt að ætlast til þess að framherjarnir séu á skotskónum um hverja helgi.“ Gengið er gott en í hamrinum háa er allra veðra von. Það veit Burley. „Staðan eins og hún er í dag skiptir engu máli. Það er loka- staðan sem gildir." Hann líkir úrvalsdeildinni þó ekki við maraþonhlaup, eins og mörgum er tamt, heldur sprett- hlaup. Og þar eru piltarnir hans þegar komnir í mark. „Þetta er eins og spretthlaup. Ef ég er sann- færður um að náunginn á næstu braut sé fljótari en ég hef ég áhyggjur. Nú hafa strákarnir hins vegar att kappi við þá bestu og vita að það er ekkert að óttast. Þeir hafa úthýst óttanum. Þannig á það að vera.“ Fyrir leiktíðina hefði Burley gert sér fjórða neðsta sætið í úrvals- deildinni að góðu. Eftir ævintýri haustsins hefur hann sett stefnuna hærra. „Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi sem leikmaður að taka þátt í Evrópukeppni og nú þrái ég að komast þangað á ný sem knatt- spyrnustjóri. Ef við höldum áfram á sömu braut er heldur engin ástæða til að ætla að við getum ekki lokið tímabilinu í hópi efstu liða.“ Burley þorir þó ugglaust ekki að gæla við sjálfa meistaradeildina - ennþá. Ipswich Evening Star Ánægðir með Hermann HLAUP Hermanns Hreiðarssonar upp völlinn með Ipswich hafa heill- að marga stuðningsmenn félagsins í vetur. Hermann hefur átt það til að „skeiða“ með boltann upp völl- inn og skapað með því usla í vörn- um andstæðinganna. Þá hefur Hermann komið inn í vítateig mót- herjanna í hornum og aukaspyrn- um og á dögunum skilaði það ára- ngri því Hermann skallaði knöttinn í netið í 3:2-sigri Ipswich gegn Manchester City. Stuðningsmenn Ipswich eru mjög ánægðir með Islendinginn og telja hann falla vel inn í liðið og þeir segja að peningunum hafi ver- ið vel varið þegar félagið keypti Hermann á 470 milljónir króna. „Ég hef alltaf tekið þessi hlaup. Ég vil sækja fram og komast inn í vítateiginn eða gefa sendingar fyr- ir markið. Það var gaman að ná loks að skora en í nokkrum leikj- um hef ég verið ansi nálægt því,“ segir Hermann Hreiðarsson. „Ipswieh er með gott lið og liðið er að spila töluvert öðruvísi knatt- spyrnu en þegar ég lék ineð Pala- ce og Wimbledon. Það er mjög góður andi í liðinu og menn tilbún- ir að fórna sér hver fyrir annan. Ég held að ég geti slegið því föstu að við föllum ekki og það er mjög góð tilfinning að vita til þess að við erum meðal efstu liða. Ég hef aldrei verið svona ofarlega í úr- valsdeildinni," segir Hermann sem er nýbúinn að koma sér fyrir ás- amt fjölskyldu sinni í íbúðar- húsnæði í Ipswich. „Við erum mjög ánægð hérna. Börnin hafa kynnst krökkum og una sér vil í hverfinu sem við bú- um í. England er ekki svo frá- brugðið Islandi nema þá helst veðrið en það er mun hlýrra hér á Englandi en heima á Islandi." Bömin hans Burieys Á TÍMUM þegar ekki er þverfótað fyrir erlendum leikmönnum á enskum sparkvöllum vekur at- hygli að þorri leikmanna Ipswich Town er breskur. Einu aðkomu- mennirnir í byrjunarliðinu á þessu hausti eru Hermann Hreiðarsson og Fabien Wilnis. Markvörðurinn, Richard Wright (23 ára), þykir af mörgum líklegur til að taka upp landsliðs- hanskana þegar gömlu brýnin Da- vid Seaman og Nigel Martyn leggja þá frá sér. Hann hefur þeg- ar leikið fyrir Englands hönd. Wright er líkast til verðmætasti leikmaður félagsins í dag og hefur eftir heldur brösuga byrjun í úr- valsdeildinni vaxið af verkum sín- um. Burley teflir fram þremur mið- vörðum. Hermann Hreiðarsson (26) þarf ekki að kynna fyrir les- endum Morgunblaðsins. Mark Venus (33) er varnarmaður af gamla skólanum, fastur fyrir en seinn á sprettinum. Sterkur í loft- inu og annáluð aukaspyrnuskytta. John McGreal (28) hefur verið þriðji maðurinn í vörninni í síð- ustu leikjum. Ekki besti maðurinn á boltanum en frábær yfirfrakki. Titus Bramble (19) sló í gegn í haust en hefur verið í kælingu síð- ustu vikur. Harður tæklari, lipur ineð knöttinn og marksækinn af miðverði. Efnilegri varnarmann er vart að finna. Vængverðirnir tveir, Fabien Wilnis (30) og Jamie Clapham (25), hafa farið á kostum í vetur. Hol- lendingurinn Wilnis er fljótur og fylginn sér hægra megin og kryddar leik sinn með mörkum, meðal annars á elleftu stundu gegn Coventry í deildinni. Vinstri- vængvörðurinn Clapham er líka jafnvígur á vörn og sókn. Hefur fínt vald á fyrirgjöfum og skæður upp við markið í þokkabót. Bank- ar nú fast á landsliðsdyrnar. Fyrirliðinn, Matt HoIIand (26), ræður ríkjum á miðjunni. Kraft- mikill, dreifir boltanum vel og læt- ur fyrir sér finna. írskur landsliðs- maður. Gamla kempan Jim Magilton (31) er hið skapandi afl á miðjunni. Norður-írskur landsliðs- maður með mikla reynslu úr úr- valsdeildinni. Þriðji maðurinn á þeim slóðum, Jermaine Wright (25), ai'ftaki Kierons Dyers, hefur vakið athygli fyrir jafna leiki í vet- ur, flinkur og framsækinn. Af varamönnum má nefna Hollend- inginn Martijn Reuser (25) sem var Ipswich hvalreki á liðinni leik- tíð. Fljótur og sókndjarfur. Helsti framherji Ipswich á leik- tíðinni er Marcus Stewart (25). Hefur gert níu mörk. Sterkur, skalli góður og fyrirferðarmikill í teignum. Einnig ógnandi á lengra færi. Hefur sýnt og sannað að hann getur gert mörk í úrvals- deildinni. James Scowcroft (25) lúrir fyrir aftan Stewart. Staða sem virðist henta honum vel. Drjúgur við að leggja upp mörk en mætti skora meira sjálfur. Að- eins með tvö mörk í vetur. Richard Naylor (23) hefur lcyst fé- lagana af hólmi. Kraftmikill mið- herji með gott vald á knettinum. George Burley, hinn skoski knattspyrnustjóri Ipswich. Vonbrigði vetrarins er David Johnson (24), markakóngur Ipswich undanfarin ár. Þessi smái en snöggi framherji hefur engan veginn fundið sig í úrvalsdeild- inni. Ekki komist þar á blað og Burley lætur hann verma vara- mannabekkinn í deildarleikjum um þessar mundir. Johnson hefur þó gert þrjú mörk í deildabikarn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.