Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 8
8 D ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 D 9 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Eyjamenn stóðu í Haukunum Guðmundur Hilmarsson skrifar ÍSLANDSMEISTARAR Hauka eru ekkert á því að láta toppsætið af hendi en þeir höfðu betur gegn ÍBV, 29:26, á heimavelli sínum um helgina. Eyjamenn veittu meisturunum kröftuglega mót- spyrnu og sigur Haukanna var ekki tryggður fyrr en á lokamín- útum leiksins. Fyrsta mark leiksins lét á sér standa en það kom ekki fyrr en eftir sjö mínútur þegar Jón Andri Finnsson skoraði fyrir Eyjamenn úr vítakasti. Haukamir voru afar lengi að finna taktinn, vörn- in var frekar slök og sóknin hálfbit- laus með Halldór Ingólfsson á bekknum. Eftir stundarfjórðung skipti Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, Halldóri inn á og um leið lagaðist sóknarleikur liðsins Eyja- menn höfðu frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og leiddu eftir fyrri hálf- leikinn með einu marki, 11:12. Haukarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Þeir komust yfir í fyrsta sinn eftir fjögurra mín- útna leik en þeim gekk illa að hrista baráttuglaða Eyjamenn af sér. Leikurinn var á járnum en í stöð- unni, 26:24, varð vendipunkturinn. Eyjamenn misstu Mindaugas Andriauksas út af með rautt spjald og í stað þess að minnka muninn í eitt mark brunuðu Haukamir upp og náðu þriggja marka forskoti og þar með var ljóst í hvað stefndi. Það voru greinileg þreytumerki á liði Haukanna og sá kraftur og hraði sem einkenndi liðið framan af móti sást lítið. Evrópuleikir Hauka hafa eðlilega haft sitt að segja en eins og liðið lék í þessum leik virk- aði það á hálfri ferð. Rúnar Sig- tryggsson var mjög traustur. Hann gerði fáar skyssur og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum. Þor- varður Tjörvi Ólafsson og Halldór Ingólfsson léku báðir vel og vom at- kvæðamiklir í sókninni. Eyjamenn áttu í fullu tré við Haukana en gáfu eftir á lokasprett- inum. Erlingur Richardsson og Aurimas Frovolas léku best í liði IBV og þá varði Gísli Guðmundsson ágætlega í markinu. „Það er einhver þreyta í liðinu og ég veit ekki nema menn séu að bíða eftir Evrópuleikjunum gegn Sande- fjord. Við lékum alls ekki vel og töp- uðum með svipaðri spilamennsku gegn KA fyrir norðan. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri eins og maður þarf yfirleitt að gera gegn IBV. Eyjamennirnir vora að berjast vel en sóknarleikurinn hjá þeim var hálfmáttlaus og það var frekar auðvelt að spila gegn þeim í vörninni,“ sagði Rúnar Sigtryggs- son, leikmaður Hauka, við Morgun- blaðið eftir leikinn en Rúnar gerði sér lítið fyrir og skoraði síðasta mark leiksins beint úr aukakast. „ALLIR leikir á íslandsmótinu eru erfiðir og við getum ekki leyft okkur að slaka á eitt augnablik. Okkar styrkur er liðsheildin og við vitum að allir leikmenn verða að leggja sitt af mörkum til að skapa gott lið sem vinnur vel saman," sagði Maxim Fedioukine, leikmaður Fram, eftir sigurleik liðsins gegn Stjörnunni. Leikur Fram og Stjörn- unnar bauð upp á skemmtileg tilþrif og Njörður Árnason stóð sig vel í skyttuhlutverkinu hjá Fram í fjarveru Hjálmars Vilhjálmssonar. Stjarnan byrjaði leikinn illa og skoraði aðeins fjögur mörk úr 18 fyrstu sóknum liðsins á meðan Framliðið nýtti sínar sóknir betur. í hálfleik var munurinn þrjú mörk heimaliðinu í vil, 15:13, og þrátt fyrir ákafar tilraunir gestanna til að jafna héldu leikmenn Fram haus og lokatölur leiksins urðu 28:25. Leikmenn Fram voru betri í vörn og sókn þegar á heildina er litið og gerðu færri mistök en gestirnir úr Garðabænum. Anatoli Fedioukine setti son sinn Max- im í hægra hornið og Njörður var í hlutverki skyttu. Báðir leikmennirn- ir leystu sín hlutverk með sóma og Njörður gaf tóninn fyrir Fram með því að skora sex af sjö mörkum sín- um í fyrri hálfleik. Gunnar Berg Sigurður Etvar Þórólfsson skrifar Viktorsson og Guðjón Drengsson vora einnig ógnandi á vinstri vængnum og sú ógn sem þessir leik- menn sköpuðu gerði það að verkum að leikmenn Stjömunnar náðu aldrei að stoppa í götin í vörninni. Maxim Fedioukine sýndi hversu fjölhæfur leikmaður hann er með því að skora þrjú af fimm mörkum sínum með vinstri hendi og var ekki merkjanlegur munur á færni pilts- ins í skotum hans með vinstri eða hægri. Varnarleikur Stjömunnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gunnar Berg Viktorsson sendir knöttinn inn á línuna til Maxims Fedioukine. Morgunblaðið/Arni Sæberg Baráttan skilaði Mosfellingum sigri BARÁTTA og leikgleði skilaði Aftureldingu sigri á Val að Varmá á sunnu- daginn, 27:22. Þar með komst Afturelding upp í þriðja sæti í deildarinnar þar sem liðið hefur hagstæðari markatölu en hin fjögur liðin sem einnig hafa krækt í 12 stig í að lokinni fyrri umferð mótsins. Valsliðið virðist hins vegar vera í kreppu um þessar mundir eftir ágæta byrjun á íslandsmót- inu, það hélt í við Mosfellinga og rúmlega það á stundum í 45 mínútur en tapaði síðan alveg áttum. Staðan í hálfleik var jöfn, 13:13. Heimamenn byrjuðu leikinn að Varmá af miklum krafti, 5+1 vöm þeirra var sterk þar sem Hjörtur Arnar- son lék fremstur og lvar gerði leikstjómanda Benediktsson Vals> Snorra Guðjóns- skrífar son, nær alveg óvirkan. Þar með lamaðist sókn- arleikur Vals, skytturnar, Daníel Ragn- arsson og Júlíus Jónasson náðu sér ekki á strik og hornamennirnir vora tilþrifa- litlir. Á sama tíma gekk sóknarleikur Aftureldingar eins og vel smurð vél gegn 5+1 vöm Vals. Eftir tíu mínútur var staðan 6:3 og allt útlit fyrir að Mos- fellingar myndu hafa auðveldan sigur. Sú varð ekki raunin, Valsmenn náðu heldur að bíta frá sér, jafna leikinn og komst yfir fyrsta sinni, 9:8, eftir liðlega 20 mínútna leik. Munaði þar mest um að Markús Michalesson kom inn í sóknar- leik Vals. Þar fer piltur sem þorir að taka af skarið og gerir það sem hann langar til og það sem meira, hefur get- una til þess. Valsmenn skoraðu sex mörk í röð meðan allur vindur var úr heimamönnum sem virtust giipnir kæraleysi. Síðustu tíu mínúturnar var leikurinn í járnum en einhvern veginn virtist svo vera sem Mosfellingar ættu meira inn en þeir sýndu. Geir Sveinsson skipaði lærisveinum sínum í 6-0 vöm þegar sýnt var að 5+1 vörninn hreif skammt. Sjálfur lék hann stórt hlutverk í vörninni ásamt sínum forna félaga, Júlíusi Jónassyni. Breytt vörn og barátta kveikti vonir Vals í byrj- un síðari hálfleik. Tvö mörk úr hraða- upphlaupum frá Valgarð Thoroddsen komu Val í tveggja marka forystu, 16:14, og næstu mínútur voru piltamir frá Hlíðarenda með framkvæðið. Hættu- merkin í sókn þeirra vora þó enn fyrir hendi. Daníel og Júlíus réðu alls ekki við hlutverk sitt og er óhætt að segja að Dam'el hafði algjörlega tapað áttum því lengra sem leið á leikinn. Vörn Aftureld- ingar efldist við hverja raun og Reynir Þór Reynisson færðist í aukana og tók að verja allt hvað af tók. Markús kom inn í sókn Vals og skoraði 20. mark liðs- ins en eftir það áttu hann og samherjar tíu upphlaup í röð sem öll fóra í súginn. Á sama tíma fékk Afturelding byr í segl sín og leiðir skildi. Geir átti enga ása uppi í erminni til þess að snúa spilinu sér í hag, þess í stað stóðu hans menn ráð- þrota og fylgdust með Mosfellingum skora mörk eins og þá lysti. Það var allt annað að sjá til leikmanna Aftureldingar lengst af þessum leik en í mörgum fýrri viðureignum þeirra fyrr á leiktíðinni. Leikmenn hafa vilja og bar- áttu auk þors til þess að vinna. Sam- heldni liðsheildarinnar var ríkjandi og leikgleði greinileg. Vörn, markvarsla á köflum stórgóð og sóknarleikurinn fjöl- breyttur. Með þessu áframhaldi eru lið- inu flestir vegir færir. Þetta var alls ekki í fyrsta skipti á leiktíðinni sem Valsmenn standa ráð- þrota þegar leikstjómandi þeirra, er tekinn úr umferð, eða „klipptur" úr leiknum. Samt sem áður lítur út fyrir að þjálfari liðsins hafi ekki fundið lausnina við þeim vanda, hafi hún fundist er a.m.k. alveg skýrt að honum hefur ekki tekist að miðla henni til lærisveina sinna. Sóknarleikurinn verðui- fyrir bragðið einkar dapur og einhæfur þar sem ætl- ast er til þess að Júh'us Jónasson leysi allan vanda. Þótt hann sé á tíðum ekki maður einhamur er honum það algjör- lega um megn þótt hann kunni að hafa getað gert það fyrir nokkram árum. Markús komst best frá leiknum af sókn- armönnum og hefði að ósekju mátt leika stærra hlutverk í sókninni á kostnað Júl- íusar. Daníel var úti á þekju og sama má segja um Valdimar Grímsson í horninu. Ef marka má frammistöðu hans að þessu sinni fer þar leikmaður sem svo sannarlega má muna sinn fifil fegri. Valgarð skipti við Valdimar og lék lung- ann af síðari hálfleik og bætti það nokk- uð úr skák hjá gestunum. Vörn Vals var nokkuð þokkaleg lengst af en þegar á leið og krafta lykilmanna tók að þverra fjaraði undan henni með þeim afleiðingum að leikmenn Aftur- eldfingar átti greiða leið að mai’ki. Hlutskipti Aftureldingai’ og Vals er ólíkt um þessar mundii’. Hið fyrrnefnda virðist á mikilli uppleið á flestum sviðum eftir að hafa hlotið hvert brotið í ölduróti íyrstu umferðanna. Á sama er gæfta- leysi hjá Val. Þar era hins vegar reyndir skipstjórar við stýrið sem marga fjörana hafa sopið, Geir og Júlíus. Hafa þeir alla burði til þess að stýra skútu sinni fram- hjá boðum, gegnum öldurótið og út á hið lygna haf. small ekki alveg saman að þessu sinni en í stöðunni 13:7 tók Eyjólfur Bragason, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé og breytti um varnarleik úr 6:0 í 3:3. Einar Einarsson kom þá inn í vöm Stjörnunnar og á þeim kafla náði Stjarnan að minnka mun- inn í tvö mörk, 15:13. Þessi sprettur Stjörnunnar dugði skammt því leik- menn Fram náðu að lesa betur varn- artilburði gestanna í seinni hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Magnús Sigurðsson lék vel í vörn og sókn fyrir Stjörnuna og Birkir Ivar Guðmundsson varði ágætlega. Bjarni Gunnarsson var mistækur á upphafsmínútum leiksins og náði sér ekki á strik í stöðu vinstri skyttu. Það komu aðeins 2 mörk í leiknum frá leikmönnum Stjörnunn- ar sem léku fyrir utan vinstra meg- inog lítil ógnun gerði það erfiðara um vik að koma boltanum á hinn snjalla línumann Eduard Moskal- enko. Konráð Olavson lék töluvert en á langt í land með að ná fyrri getu en Björgvin Rúnarsson átti ágætis spretti en hvarf þess á milli. Sigurð- ur Viðarsson var ógnandi en hann átti ágætis leik og Einar Einarsson er greinilega mikilvægur hlekkur í varnarleik liðsins. Arnar Pétursson var aftur á móti frekar daufur og hefur oft verið meira ógnandi. Liðs- heild Fram var mun sterkari og þar á bæ voru flestir leikmenn ógnandi og gerðu varnarmönnum gestanna erfitt fyrir. Með sigrinum er Fram enn í 2. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 umferðir og tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Stjarnan er í 3. neðsta sæti með 8 stig og er aðeins einum sigri frá 8. sætinu sem tryggir farseðil í úrslita- keppnina. „Við náðu ekki að leika eins og lagt var upp með. Varnarleikur liðs- ins var slakur og þar liggur munur- inn á liðunum í þessum leik. Að mínu mati leystum við það vel þegar Fram klippti út vinstri vænginn hjá okkur og þá skapaðist rými fyrir aðra leikmenn sem við nýttum ágæt- lega en það dugði ekki til þar sem vörnin var hriplek," sagði Sigurður Viðarsson, fyrirliði Stjörnunnar. Njörður Árnason lék vel með Fram. Hér sækir hann að marki Stjörnunnar - Einar Einarsson til varnar. Jafnvígur á hægri og vinstri Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson mótsins í Það vakti undran blaðamanns að sjá Maxim Fedioukine í hægra hominu hjá Fram gegn Stjörnunni á sunnudagskvöld, enda hafði Maxim leikið í vinstra horn- inu í fyrstu 10 um- ferðum íslands- handknattleik. Ungi Rússinn lét fara lítið fyrir sér í fyrri hálfleik og skoraði þá eitt mark af línu með hægri en í seinni hálfleik fóra hlutirnir að gerast. Fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik skoraði Max- im með vinstri hendi úr erfiðum fær- um úr hægra horninu og sýndi þar tilburði sem era sjaldséðir í íslensk- um handknattleik og síðar bætti Maxim tveimur mörkum, því fyrra með vinstri úr hægra horninu og því síðara með hægri eftir hraðaupp- hlaup. Að leik loknum spurði blaðamaður Maxim hvernig stæði á því að hann væri jafnvígur á báðar hendur? „Þetta byrjaði allt saman í ein- hverjum fíflalátum hjá mér heima í Rússlandi. Pabbi, (Anatoli Fediouk- ine, þjálfari Fram), var reyndar jafnvígur á báðar og hann var alltaf að segja við mig að æfa vinstri hönd- ina. Fyrst var þetta ósköp lélegt hjá mér, samhæfingin var ekki til staðar og skotin vora slök og kraftlaus. En þegar ég var um það bil 12 ára gam- all fékk ég sérstakar æfingar frá föður mínum og framfarirnar urðu miklar á frekar stuttum tíma. Þegar þetta fór að ganga betur varð áhuginn meiri hjá mér að gera enn betur og þegar ég var valinn í ungl- ingalandslið Rússlands var ég jafn- vígur á báðar hendur. Eru einhverjir fleiri sem þú veist um sem eru gæddir þessum sama eiginleika? „Já, ég var að leika gegn einum í kvöld en það er David Kekelia, leik- maður Stjörnunnar. Við vorum sam- an í unglingalandsliðinu á sínum tíma og þar gat hann notað hægri og vinstri en ég held að hann sé búinn að gleyma hvernig á að nota hægri höndina núna. Er ekkert crfítt að leika undir stjórn þjálfara sem jafnframt er fað- irþinn? Það er mjög erfitt en við erum báðir að þroskast með aldrinum og við getum orðað það þannig að heim- ilislífið sé með ágætum og við ríf- umst ekki meira en aðrir feðgar,“ sagði Maxim og brosti jafnframt glettnislega. Sigur Fram aldrei í hættu Tíu mörk hjá Gunnari GUNNAR Andrésson skoraði 10 mörk, ekkert þeirra úr víta- kasti, er liðs hans Amictia Ziirich krækti í jafntefli við St. Otmar, 32:32, í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Leikurinn var í járnum allan tímann en það var Norð- maðurinn Roger Kjendalen sem jafnaði metin fyrir Amitica á elleftu stundu. Kjendalen er jafnframt þjálfari liðsins. „Eg er afar sáttur við frammistöðu okkar að þessu sinni. Þau eru ekki mörg liðin sem fara vinna stig frá heimavelli St. Otmar. Liðið er sterkt, er bikarmeistari og hefur auk þess leikið til úrslita um svissneska meistaratitilinn undanfarin tvö ár,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið í gær. Suhr komst í efsta sæti deildarinnar, hefúr 19 stig að lokn- um 12 umferðum, en tvær umferðir eru eftir fram að ára- mótum. St. Otmar er í öðru sæti með 18 stig en Gunnar og samherjar hafa 13 stig í 8. sæti, en sex efstu liðin komast í úr- slitakeppni sem hefst eftir áramót. Tólf lið leika í deildinni. Þau lið sem verða í sæti sjö til tólf leika við sex þau efstu í ann- arri deild. Keppnin í úrvalsdeildinni er mjög jöfn og segir Gunnar að leikurinn við Pfadi Winterthur annað kvöld sé nánast úrslita- leikur fyrir bæði lið um að komast í sex liða úrslitin. Wint- erthur er í sjötta sæti, með 14 stig. Leikurinn fer fram í Zúr- ich á heimavelli Amitica. Bergsveinn sáum HK Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður FH, hafði góð tök á leik- mönnum HK í Digranesi á laugardag, þar sem Bergsveinn varði rúmlega 30 skot en varnarleikur FH var frekar slakur framan af leiknum. Eftir ágætan fyrri hálfleik þar sem HK hafði tveggja marka forskot, 11:9, hrundi sóknarleikur HK í seinni hálfleik og fjarvera Sverris Björnssonar á þeim kafla veikti verulega sókn- artilburði HK. Páll Ólafsson, þjálfari HK, hefur tekið þann kost- inn að kalla inn tvo gamla refi og að þessu sinni var það Sigurð- ur Sveinsson sem lék í seinni hálfleik en Birgir Sigurðsson kom ekkert við sögu. Hafnarfjarðarliðið náði yfirhöndinni í lokakafla leiksins og sigraði með 21 marki gegn 15. « Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Innkoma Sigurðar Sveinssonar í lið HK breytti litlu fyrir sóknarleik liðsins og í raun furðulegt að Páll Ól- afsson skuli treysta á rúmlega fertugan, æfingarlausan leik- mann. Bæði lið vora bitlítil í sóknarleik sínum eins og lokatölur leiksins gefa . til kynna. Markverðimir Hlynur Jó- hannesson, HK, og Bergsveinn Bergsveinsson, FH, léku af eðlilegri getu og vörðu vel, en þess má geta að leikmenn HK fengu í tíu skipti bolt- ann aftur eftir að Bergsveinn hafði varið frá þeim og samt sem áður eru 15 mörk afrakstur leiksins - af- spyrnulélegt. Héðinn Gilsson og Sigurgeir Æg- isson voru í skyttuhlutverkunum í liði FH og Valur Amarsson var á miðjunni. Þeir félagar skoraðu fyrstu þrjú mörk FH með langskot- um og vora greinilega sáttir við það því þeir ógnuðu lítið sem ekkert eftir það. Guðmundur Pedersen og Hálf- dán Þórðarson vora í vinstra horni og á línu og skoraði sá fyrrnefni fimm mörkn í seinni hálfleik, flest úr hraðaupphlaupum og var besti mað- ur liðsins ásamt Bergsveini. Guð- mundur Karlsson, þjálfari FH, var oftar en ekki ósáttur við leik sinna manna, og á lokakafla leiksins var daufur sóknarleikur liðsins honum mikið hyggjuefni. Leikmenn HK vora sem svart og hvítt í fyrri og seinni hálfleik. Sverrir Bjömsson er miðpunktur sóknarleiks liðsins og eftir að hann varð fyrir meiðslum í upphafi seinni hálfleiks var vand- fundinn sá leikmaður í Kópavogslið- inu sem hreinlega vildi skjóta á markið. Samúel Árnason var þó ógn- andi í hægra horninu en var með skelfilega nýtingu á skotum sínum og Kúbverjinn, Garcia, þarf tíma og pláss til að athafna sig og hann fékk hvoragt gegn varnarmönnum FH. I heildina var leikur liðanna ekki eftir- minnilegur og greinilegt að lið HK er brothætt. Endurkoma Sigurðar Sveinsson orkar tvímælis og er í raun og vera mjög skýr skilaboð til leikmanna HK um að þeir þurfa að leggja meira á sig. Frá samkeppnis- sjónarmiðinu er það stór spurning hvort hinn almenni áhugamaður um handknattleik gefi sér tíma til að fara á leiki sem eru í þessum gæða- flokki og finni sér þess í stað eitthvað annað að gera. Það hlýtur einnig að vera áhyggjuefni fyrir þjálfara lið- anna, Pál og Guðmund, hversu slak- ur sóknarleikurinn vai’ og margt þarf að laga í þeim efnum. Með sigr- inum þokaðist FH nær toppi deildar- innar og er með 12 stig en staða HK versnaði töluvert með 9. tapleik tímabilsins og er liðið það næsta fyr- ir ofan botnlið Breiðabliks. Með þessu áframhaldi verður erfitt að sjá að Kópavogur eigi handknattleikshð í efstu deild á næsta keppnistímabili. FOLK ■ PÁLL Þórólfsson lék ekki með Aftureldingu gegn Val á sunnudag- inn. Páll tognaði í aftanverðu vinstra læri í bikarleiknum við FH í síðustu viku og hafði ekki jafnað sig þegar á hólminn var komið á sunnu- daginn. ■ PETR Bamrauk, harðjaxlinn í liði íslandsmeistara Hauka, gat ekki leikið með sínum mönnum gegrf ÍBV. Bamrauk fékk flensuna og hef- ur verið rúmfastur í nokkra daga. Þetta var aðeins þriðji leikurinn á 10 ára ferli Bamrauks með Haukum sem hann missir af. ■ KA var með 10 leikmenn 22 ára og yngri í leiknum gegn ÍR og notaði 7 þeirra. Aðeins Litháarnir tveir og þeir Erlingur Kristjánsson og fyrir- liðinn Sævar Árnason era eldri. Aldursforseti liðsins, Erlingur Kristjánsson, er 22 árum eldri en sá yngsti, hinn sextán ára gamli Arnór Atlason, sem lék talsvert með. ■ HJÁLMAR Vilhjálmsson lék ekki með Fram gegn Stjörnunni þar sem hann var staddur í Kanada í tengsl- um við atvinnu sína. Hjálmar verð- ur klár í slaginn í næsta leik liðsins þar sem lið FH mætir í Safamýrina. ■ MAGNÚS Arnar Arngrímsson var í leikmannahópi Fram að nýju eftir meiðsl en hann kom ekkert við. sögu í leiknum gegn Stjörnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.