Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Einkasjúkrahúsin hafa gott orð á sér, þjónustan er til fyrirmyndar, en fólk er tregt til að borga Einkasjúkrahúsid Hamiet í Kaupmannahöfn. Nordfotx) Sjúkdómar reyndust léleg fj árfesting REKSTUR einkarekinna sjúkrahúsa í Danmörku er dapurleg saga gjaldþrota, eigendaskipta og hálf- tómra sjúkradeilda. Einkasjúkrahús hafa verið gríðarlega umdeild frá upphafí og eru deilurnar um þau ekki í nokkru samræmi við umfang- ið. Árið 2000 eru aðeins 150 sjúkra- rúm á tíu einkareknum sjúkrahúsum en til samanburðar má nefna að rúmlega 22.000 sjúkrarúm eru á sjúkrahúsum reknum af hinu opin- bera. Þetta kemur fram í úttekt sem Dagens medicin gerði fyrir réttu hálfu ári. Lítið hefur breyst frá þeim tíma, nema hvað fjöldi þeirra sem fær sér sérstaka sjúkra- og veikinda- tryggingu hefur aukist gríðarlega og búist er við að það muni er fram líður skila sér til einkasjúkrahúsanna. Ekkert er þó gefið í þessum efnum eins og reynslan hefur sýnt en fyrir um mánuði var sagt frá því að erf- iðlega gengi að stytta biðlista þar sem margir neituðu að gangast und- ir aðgerðir á einkasjúkrahúsum þótt ríkið borgaði. Ástæðan er sú að fólk vill ekki leggjast inn á spítala fjarri heimilum sínum ef það hefur nokkra von um að komast á sjúkrahús nær, þótt það kosti bið. Þegar fyrsta einkarekna sjúkra- húsið var opnað í Danmörku árið 1989 stóðu um 150 reiðir mótmæl- endur við hliðið. Innandyra á Mennaid Clinic í Ebeltoft á Jótlandi voru aðstæður eins og á fínasta hót- eli, hópur fjársterkra að- ila stóð að baki og gerði sér vonir um hagnað inn- an tveggja til fjögurra ára. Tveimur árum síðar voru blikur á lofti og eftir fimm ára barning var sjúkrahúsinu lokað vegna þrots. Þar með var Mermaid Clinic tákn um nýja atvinnugrein sem reyndi að hagnast á sjúkdómum þrátt fyrir geysilega andstöðu og tókst ekki Tíu ára reynsla Dana af einkareknum sjúkrahúsum er sú að nær ómögulegt virð- ist að þéna á sjúklingum. Af tíu einka- sjúkrahúsum í Danmörku skilar aðeins eitt hagnaði, skrifar Urður Gunnarsdóttir, en bætir við að menn telji hins vegar enn að þetta kunni að breytast, ekki síst vegna gríðarlegrar aukningar sjúkra- og veik- indatrygginga undanfarin ár. Einkasjúkra- húsin voru stjórnvöldum þyrnir í augum gjald- ætlunarverkið. Tíu árum síðar eiga einkareknu sjúkrahúsin enn í mikl- um fjárhagsörðugleikum, gjaldþrot- in eru allnokkur og umfangið í litlu samræmið við það sem menn sáu fyrir sér í upphafi tíunda áratugar- ins. Tíu einkasjúkrahús eru starfandi, það stærsta með 50 sjúkrarúm, hin með frá 28 sjúkrarúmum og niður í fjögur. Hugmyndir um ný einkarek- in sjúkrahús fyrir krabbameins- sjúklinga í útjarði Kaupmannahafn- ar og taugadeild á Fjóni hafa verið lagðar á hilluna. Níðstöng um danska heilbrigðisstefnu Þegar Mermaid Clinic var opnað voru uppi háværar raddir einkum á _________ vinstri vængnum um að verið væri að kippa stoð- unum undan einum mik- ilvægasta þætti velferð- arsamfélagsins; jöfnum aðgangi að sjúkrahúsum. Með tilkomu einka- sjúkrahúsa myndu bestu læknarnir yfirgefa opinberu sjúkrahúsin vegna gylliboða um hærri laun og að þeir sem hefðu efni á, fengju fyrsta flokks meðferð, hinir yrðu að láta sér þriðja flokks meðferð nægja. Gengu deil- urnar svo langt að jafnaðarmaðurinn Torben Lund, sem síðar varð heil- brigðisráðherra, kallaði einkareknu sjúkrahúsin „níðstöng um danska heilbrigðisstefnu. Borgaralegu flokkarnir töldu einkasjúkrahúsin hins vegar af hinu góða þar sem peningarnir ættu að fylgja sjúklingunum alla leið inn á sjúkrahúsin, ef þeir kysu svo. Þá myndu einkasjúkrahúsin skapa holla samkeppni fyrir opinberu sjúkra- húsin. Einkasjúkrahúsin voru stjórn- völdum í upphafi þymir í augum en á síðasta ári skutu þau hins vegar upp kollinum í fjárlögum ríkisstjórnar- innar þar sem segir að bíði sjúkling- ar sem þjáist af lífshættulegum sjúk- dómum lengur en sex vikur eftir meðhöndlun, eigi þeir rétt á því að leita til einkasjúkrahúsa í Danmörku eða erlendis og senda sveitarfélag- inu reikininginn. Jafnaðarmenn segjast enn andvíg- ir einkasjúkrahúsunum en afstaða almennings hefur breyst smám sam- an. Árið 1983 voru aðeins 36% Dana fylgjandi því að leyfa einkasjúkrahús en árið 1991 voru yfir 60% því fylgj- andi samkvæmt skoðanakönnunum Gallup, sem hefur ekki kannað málið síðan. Reynslan sýnir að fjöldi fólks sem hefur verið á biðlistum hefur kosið að gangast undir aðgerðir á einkasjúkrahúsum, og fjöldinn sem kaupir sér sérstakar sjúkratrygg- ingar hefur aukist gríðarlega. Aðeins eitt skilar hagnaði Einkasjúkrahúsin tíu sem eftir eru, sérhæfa sig á ólíkum sviðum og virðist svo sem þar liggi vonin um að þeim takist að lifa af. Stærst er Hamlet-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn sem hefur gengið í gegnum gjaldþrot, endurskipulagn- ingu og yfirtöku á öðru einkasjúkra- húsi í Skorping. Fimmtíu sjúkrarúm eru á Hamlet og er verst lét nam tapið á rekstrinum um 140-220 millj- ónum ísl. kr. á ári. Fjársterkir aðilar standa að spítalanum og hafa þeir ítrekað komið til aðstoðar. Nú hefur tekist að draga úr tapinu, sem var um 62 milljónir ísl. kr. á síðasta ári og er búist við að það verði um 40 milljónir á þessu. Um 25% tekna Hamlet eru vegna aðgerða sem hið opinbera greiðir. Sjúkrahúsið hefur einbeitt sér að skurðaðgerðum en hyggst nú beina sjónum sínum að tauga-, lungna og hjartalækningum. Sjúkrahúsið í Skprping hefur orð- ið gjaldþrota og ítrekað skipt um eigendur. Það var um tíma rekið sem deild í Hamlet en var selt að nýju á síðasta ári. Framkvæmdastjórinn er vongóður um að betri tímar fari í hönd, ekki síst eftir að spítalinn tryggði sér 400 aðgerðir á augndreri sem hið opinbera greiðir fyrir sjúklinga á Norður- Sjálandi. Hjartamiðstöðin í Varde er rekin af sömu aðildum og ráku hjarta- miðstöð Kaupmanna- hafnar sem vai-ð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Yfirlæknirinn segir afkomuna )xjá- kvæða en vildi ekki gefa upp hver hún væri er Dagens Medicin leitaði upplýsinga. Sjúkrahúsið hefur tekjur sínar einkum af aðgerðum sem sveitarfélagið í Ribe greiðir. Molholm-sjúkrahúsið í Vejle er eina einkarekna sjúkrahúsið sem ekki hefur átt í fjárhagsörðugleik- um. Það hefur verið rekið með hagn- aði sl. 6 ár, síðasta ár nam hann um 5 milljónum ísl. kr. Ástæða þess er sögð rekstrarformið en Molholm er rekið sem litlar sjálfstæðar einingar. Hver læknir ber ábyrgð á þeiri vinnu sem hann framkvæmir og er greitt íyrir afköst. Þá eru ónefndar stofnanir sem sinna íþróttameiðslum eða eru sér- hæfðar á annan hátt. Bendir flest til þess að framtíðin liggi í sérhæfingu, t.d. á sviði fegrunaraðgerða og bækl- unaraðgerða. „Ástæða þess að sjúkrahúsin standa illa er einkum tvíþætt, fólk er ekki reiðubúið að borga fyrir aðgerð- ir ef það getur fengið þær ókeypis, og einkahúsin eru ekki af réttri stærð. Flest eru of stór og hafa ekki sérhæft sig nægilega. Hamlet er gott dæmi um þetta og Molholm- sjúkrahúsið besta dæmið um hvað þarf að gera til að reksturinn gangi upp segir hagfræðingurinn Kjeld Moller Pedersen, sem sérhæft hefur sig í heilbrigðismálum, í samtali við Morgunblaðið. Segir hann sjúkra- húsin hafa gott orð á sér, þjónustan sé til fyrirmyndar og góðir læknar hafi valist til starfa. Fólk sé hins veg- ar enn tregt til að borga fyrir. Breytingar í vændum? Margir hafa spáð því að staða einkasjúkrahúsanna muni breytast til batnaðar á næstu árum vegna aukins fjölda þeirra sem fái sér sér- stakar sjúkrahús-, sjúkdóma- og að- gerðatryggingar, sem greiða sjúkra- legu og aðgerðir að stórum hluta eða að fullu. Þar með hafi menn ráð á því að komast hjá biðlistum. Nú þegar hafa yfir 23.000 manns keypt sér sjúkrahúsatryggingu, sem greiðir aðgerðir og sjúkralegu að fullu, um 750.000 manns hafa keypt sjúdóma- tryggingu sem tryggir sjúklingum hálfa til tveggja milljóna kr. greiðslu fyrir sjúkdómsmeðferð. Til saman- burðar má geta þess að fyrir fimm árum voru um 3.500 Danir með slíka tryggingu. Þá er nær hálf milljón Dana með tryggingu er greiðir um 85% kostnaðar við aðgerð á einka- sjúkrahúsi. Enn sem komið er hafa einka- sjúkrahúsin þó ekki fundið íyrh- áhrifum trygginganna. Finn Dam- gaard Pedersen, yfirlæknir Hamlet- sjúkrahússins segir það ekkert laun- ungarmál að sjúkrahúsið gæti aukið afköst sín um 50% ef nóg væri að gera. Hann er þó vongóður um að einkasjúkrahúsin muni vinna á þar sem þau geti boðið betri þjónustu, nokkuð sem muni skipta meira máli en peningar er til kastanna komi. Erfitt er að fullyrða um áhrif einkasjúkrahúsa á rekstur opin- berra sjúkrahúsa en vissulega hafa orðið breytingar á rekstri þeirra síð- arnefndu, sem hafa t.d. sparað mikl- ar fjárhæðir með því að bjóða út hreingerningar. Hins vegar hefur ræstingafólk mótmælt ákaft enda hefur vinnuálag þess í mörgum til- fellum margfaldast. Lögum um sjúkrahús hefur verið breytt, frá 1993 hefur sjúklingum til dæmis verið í sjálfsvald sett á hvaða sjúkrahúsi þeir eru meðhöndlaðir. Nú þegar opinberu sjúkrahúsin eru í samkeppni við einkasjúkrahúsin um aðgerðir greiddar af hinu opinbera hafa þau orðið að taka sig á, segir Signild Vallagarda, lektor í heil- brigðisþj ónusturannsóknum. Þá eru þeir sem telja að það sé einfaldlega ekki markaður fyrir einkasjúki'ahús í Danmörku en Kjeld Mpller Pedersen er ekki sam- mála því og segir biðlista á sjúkra- húsum því til sönnunar. Markaðurinn hafi hins vegar ekki enn náð jafn- vægi og geri það vart fyrr en eftir fimm ár eða svo. „Ástæðan fýrir því að sjúkratryggingarnar skila sér ekki til sjúkrahúsanna þeg- ar í stað er einfaldlega sú að flestir sem taka þær eru við góða heilsu og munu í fæstum tilfellum þurfa á sjúkravist að halda fyrr en eftir mörg ár. Hver læknir ber ábyrgð á sínu og fær greitt fyrir afköst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.