Morgunblaðið - 17.12.2000, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NýbyggingáhorniTúngötuog Aðalstræti 16 Hús landfógeta Nýtt hús f mynd Fjaiar- ísafold flutt úr Austur- Aðalstræti 10 Elsta hús Reykjavíkur
Aðalstrætis verður reist 2000 1796-1828, endurbyggt 2001 kattarins verður reist 2002 stræti, endurbyggt 2000 upphaflega byggt um 1766
AÐALSTRÆTIÐ
OG GÖTIMYND ÞESS
Minjavernd var svo breytt í hluta-
félag snemma á þessu ári í eigu rík-
isins og sjálfseignarstofnunarinnar
Minjar (sem gömlu Torfusamtökin
standa að). Síðar á árinu gerðist
Reykjavíkurborg hluthafi í félaginu,
þannig að þeir eru nú þrír. Þetta er
skattlaust hlutafélag enda fer ágóð-
inn allur í starfsemina. Reykjavíkur-
borg lagði inn í félagið sem sitt fram-
lag homlóðina Aðalstræti 2,14,16 og
18, sem og Túngötu 2 og 4. Þar er
einmitt álitið að gamli Reykjavíkur-
bær hafi staðið í upphafi, þar er að
finna leifar af landnámshúsi.
Endurnýja á elsta hluta
Aðalstrætis 16
Eitt af verkefnum Minjavemdar á
næstu ámm er að vinna að götu-
myndinni í Aðalstræti. Afangi í því er
bygging hótelsins sem rætt var um í
upphafi.
Við hugsum okkur að endurnýja
elsta hluta hússins Aðalstræti 16,
sem snýr að götu og nær afturundir
álmuna sem gengur til norðurs.
Þetta hús á sér langa og merka sögu,
eitthvað af íyrstu hæðinni er frá dög-
um Innréttinganna. Húsið sem snýr í
norður-suður verður rifið, það er
ekki talið hafa varðveislugiidi. Ný
hús verða reist í kringum gamla hús-
ið sem endurbyggt verður, en mun
standa nokkuð sjálfstætt. Það verður
tengt nýbyggingunum með gleryfir-
byggingum. Það mun mynda mið-
punktinn í þessari húsaheild. Hvað
snertir Fjalaköttinn þá er ekki ætl-
unin að endurreisa hann í upphaf-
legri mynd á sínni gömlu lóð, þótt
Hörður Agústsson hafi mælt það hús
allt upp á sínum tíma og séð til þess
að bjargað var ýmsum hlutum úr því
sem fóru upp á Árbæjarsafn. Það á
hins vegar að reisa hús á lóðinni Að-
alstræti 14, sem mun sækja útlits-
mynd sína að hluta tU Fjalakattarins
og er það gert vegna götumyndar-
innar. Gaflarnir sem snúa eiga út að
götunni taka mið af húsunum sem
þarna voru áður, sem fyrr sagði
Fjalakettinum og einnig Uppsölum.
Aðalstræti var öldum saman
aðalgata Reykjavíkur
Haustið 1994 komu fulltrúar frá
Reykj avíkurborg fyrst að máli við
Minjavernd til þess að spyrjast fyrir
um hvort við treystum okkur til þess
að taka það húsið Aðalstræti 16 til
endurbyggingar á svipuðum for-
sendum og húsin á Bernhöftstor-
funni. Við mátum það svo að ekki
væri raunsætt að endurbyggja það
hús eitt og sér án þess að það hefði
einhverja stærri heild sér til stuðn-
ings með útlit þeirra húsa sem stóðu
við götuna á hennar gullaldartíma að
leiðarljósi. Aðalstæti var aðalgata
Reykjavíkur og það var augljóst að
ekki yrðu til frambúðar lausar lóðir
í fréttum hefur komið
fram að til stendur að
byggja hótel í kringum
Aðalstræti 16. Guðrún
Guðlaugsdóttir ræddi
við þá Þorstein Bergs-
son og Skarphéðin
Steinarsson, fram-
kvæmdastjóra og for-
mann Minjaverndar hf.,
um þessar framkvæmd-
ir og hugmyndir þeirra
félaga um Aðalstræti og
götumynd þess
Til stendur að endur-
byggja Aðalstræti 16 og
byggja hús á homi Að-
alstrætis og Túngötu og
hafa þarna 73 her-
bergja hótel. Það er Minjavemd hf. í
félagi við Þyrpingu hf. sem stendur
að þessum framkvæmdum með til-
styrk Reykjavíkurborgar sem tekið
hefur að sér að framkvæma og kosta
fomleifarannsóknir á lóðinni en þær
verða að fara fram áður en fram-
kvæmdir geta hafist. Hótelið sem
byggt verður upp verður með því yf-
irbragði sem var á húsum Aðalstræt-
is á íyrri hluta 20. aldar. „Til dæmis
mun forhlið Fjalakattarins verða
endurbyggð," sögðu þeir Þorsteinn
Bergsson framkvæmdastjóri og
Skarphéðinn Steinarsson formaður
Minjavemdar hf. í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins fyrir skömmu
uppi á lofti í Humarhúsinu, veitinga-
húsi sem rekið er í einu af hinum
gömlu húsum Bernhöftstorfunnar.
„Minjavernd varð til úr Torfusam-
tökunum er þau gengu í apríl 1985 í
samstarf með fjármálaráðuneytinu
og Þjóðminjasafninu um uppbygg-
ingu hér á Torfunni og rekstur þar,“
halda þeir félagar áfram. „Torfusam-
tökin höfðu frá 1972 sýnt mikið fmm-
kvæði á sínum tíma í þessum málum,
sem þó var umdeilt. Torfusamtökin
hófu uppbyggingu á þessum húsum
af eigin ramleik en 1985, þegar um-
rætt samstarf kom til, var gerður
langtíma leigusamningur um húsin.
Ríkið átti öll húsin á Torfunni og
stofnuð var sjálfeignarstofnun sem
hlaut nafnið Minjavemd. Tekjur af
rekstri fóru í að greiða niður lán og
halda við húsunum, sem og sinna
ýmsum öðrum verkefnum sem
Minjavemd hefur haft á sinni könnu.
Skarphéðinn Steinarsson og Þorsteinn Bergsson fyrir framan Aðalstræti 16
Morgunblaðið/Ásdís
Saga Aðalstrætis 16
Á lóðinni Aðalstræti 16 stóð eitt af
fyrstu húsum Innréttinganna.
Þegar hús verksmiðjanna höfðu
verið reist aftur eftir brunann
1764 var lóskurðarstofan á þessum
stað. Hún var timburhús sem sneri
göflum austur og vestur. Þetta var
grindarhús með múrsteinum og
grágrýti í grindinni, ein hæð með
háu risi. Þak og veggir voru klædd
tjörguðum borðum. Gluggar voru
sagðir með ensku gleri, átta til _
sextán rúður í hverjum þeirra. I
vesturenda lóskurðarstofunnar
var stórt herbergi sem tók yfír
fulla breidd hússins, sem var 11,5
alin og 28,5 alin á lengd. í austur-
hluta hússins var stórt eldstæði
með reykháfi yfir. Við austurgafl
hússins voru tvö herbergi.
Árið 1791 eignaðist maddama
Margrethe Angel húsið og rak hún
þar veitingasölu. Hún ræktaði lóð-
ina við húsið og seldi garðávexti,
slíkt hafði ekki áður tíðkast. Hún
fékk 1792 verðlaun danska Land-
búnaðarfélagsins fyrir garðrækt.
Árið 1796 keypti stjórnin húsið
fyrir landfógetabústað og bjuggu
þrfr slíkir í því. Þá var húsinu
breytt nokkuð. Á jarðhæð var íbúð
fógeta en skrifstofa hans í risinu,
þar bjuggu líka tveir starfsmenn
hans. Þegar Rasmus Frydenberg
tók við húsinu af P.M. Finne land-
fógeta Iátnum árið 1805 kvartaði
hann undan því við stjómina að
fjósalykt bærist um húsið sem þá
var talið bcsta ibúðarhús bæjarins.
Bréfi hans fylgdi greinargóð
tcikning af herbergjaskipan húss-
ins. Árið 1813 fór fram ítarleg
skoðunargerð og virðing á húsinu,
sem þá var í hörmulegu ástandi,
skakkt og bjagað, þakið lekt og
gólfin fúin. Árið 1818 er húsið enn
skoðað og var það enn (slæmu
ástandi þrátt fyrir nokkrar við-
gerðir. Þegar U.C. Ulstrup varð
land- og bæjarfógeti árið 1828
flutti hann að Aðalstræti 9. Þá
varð Aðalstræti 16 barnaskóli, sá
fyrsti í Reykjavík. Enn var það í
lélegu ástandi. Árið 1848 eignaðist
Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóð-
ólfs húsið og bjó þar með fjöl-
skyldu sinni. Heimili þeirra var
eitt helsta menningarheimili bæj-
arins á þeim ti'ma. Hann og Hólm-
fríður Þorvaldsdóttir kona hans
létu bæta húsið mikið og lengja
það til vesturs. Árið 1876 keyptu
bræðurnir Eyjólfur og Páll Þor-
kelssyni gullsmiðir Aðalstræti 16.
Hans Andersen klæðskeri eign-
aðist það árið 1889 og bjó fjöl-
skylda hans þar í rúma sjö áratugi
og breytti því mikið og stækkaði.
Fyrir um hundrað árum fékk það
svipað útlit og það hefur enn í dag
þótt gerðar hafi verið breytingar á
gluggum og dyrum jarðhæðar.
Aðalstræti 16 er eitt þeirra stóru
timburhúsa sem byggð voru í
mörgum áföngum en heillegt þó.
Ekkert verður sagt afdráttarlaust
um aldur hússins en það á þó tví-
mælalaust rætur sínar að rekja til
Innréttinganna. Helstu útlits-
einkenni þess eru um hundrað ára
gömul. Útskorið timburskraut við
þakbrún og á kvisti ásamt lágum
þakhalla gefaþessu gamla húsi í
hjarta bæjarins nýklassískan svip.