Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 28

Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 28
28 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hnattbar Góð tækifænsgjöf húsgögn Ármúla 44 sfml 553 2035 □P Dagurinn í dag er tileinkaður eiginmönnum og kærustum! Úrval af jólagjöfum handa henni. Silkináttfatnaður og nærfatnaður, sloppar, heimagallar o.m.fi. Munið gjafakortin! Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473. IÓLAKIÓLAR jólakápur - loðkápur, fyrir þær litlu. Þumalína, s. 551 2136. Samningur um landgræðslu í Þjórsárdal undirritaður Stærsta uppgræðslu- og skógræktarverk- efni Islandssögunnar Morgunblaðið/Arni Sæberg Þorvaldur Þorvaldsson, stjórnarmaður í Skógarsjóðnum og Jón Loftsson Skógræktarstjóri undirrita samninginn. SKÓGARSJÓÐURINN og Skóg- rækt ríkisins hafa undirritað samning um umfangsmikla land- græðslu og endurheimt landgæða í Þjórsárdal. Verkefnið er fjármagn- að af fjármálastarfsemi Skógar- sjóðsins en einnig verða sjóðir sótt- ir til fyrirtækja sem fengin verða til liðs við þetta viðamikla skóg- ræktarverkefni en þess má geta að landflæmið sem græða á er 1300 hektarar. Samningurinn tekur til 17 ára og nemur áætlaður kostnaður við uppgræðsluna 127 milljónum sem gerir hann að stærsta einstaka uppgræðslu- og skógræktarverk- efni sem ráðist hefur verið í hér á landi, að sögn Þórðar Þórðarsonar, stjórnarmanns Skógarsjóðsins. „Sú kostnaðaráætlun gerir ráð fyr- ir að verkefnið taki 17 ár en við gerum hins vegar ráð fyrir að vinna þetta á mun skemmri tíma,“ segir Þórður. Markmið samningsáætlunarinn- ar er að stöðva sandfok og jarð- vegsrof á svæðinu fyrir árið 2005, klæða gróðri allt land sem með sæmilegu móti er hægt að græða upp og stuðla með fjölþættum landbótaaðgerðum að gróðurfram- vindu sem leiðir til myndunar kjarrgróðurs og skóga. Verkáætl- un þessi er byggð á aðstæðum og niðurstöðum rannsókna á land- svæðinu en jarðvegur í Þjórsárdal er rýr og fokgjam, hefur litla vatnsheldni og er því afar erfiður fyrir landnám plantna. Því er ljóst að endurheimt landgæða þar er ferli sem mun taka langan tíma en hafist verður handa næsta vor með sáningu lúpínu og melgresis sem og að planta skjólbeltum til að hefta sandfok og koma í veg fyrir frekara jarðvegsrof. Að sögn Þórð- ar var bjartsýnin um að samningar tækjust reyndar slík að frumvinn- an hófst þegar á haustdögum þeg- ar töluvert magn lífræns úrgangs var flutt á svæðið. „Síðan gerum við ráð fyrir að byrja af fullum kröftum næsta vor.“ Gerð verður úttekt á árangri starfsins að hausti 2002 og áætl- unin endurskoðuð í framhaldi af þvi. Fyllri úttekt verður unnin 2005 og árangur metinn. Nákvæmar landupp- lýsingar í flughermi IceSim ehf. hefur gefið út Island 2000, viðbótarlandslag fyrir Flight SimulatorTM 2000 frá Mcrosoft. Landslagið er unnið upp úr raun- gögnum frá Landmælingum fslands með hæðarpunktum gefnum á 90 metra millibili. Þessar upplýsingar eru mun nákvæmari en í fyrri út- gáfum og voru útbúnar með því að vinna úr gögnum frá gervitunglum þar sem fleiri en ein mynd af sama Iandsvæðinu eru notaðar til þess að reikna út hæð þess. í tilkynningu frá IceSim segir, að gögnin séu svo nákvæm, að hægt sé að nota þau við kortagerð. Þetta skapi áður óþekkt gæði í flug- hermum með íslensku landslagi og nú sé auðveldlega hægt að fljúga sjónflug um landið með gott landa- kort við höndina og þekkja helstu staðhætti. Þessu til viðbótar fylgja pakk- anum 20 flugþrautir, sem hafa verið unnar af fslenskum einka- og at- vinnuflugmönnum, og hafa verið settar upp í fsland 2000 á hinum ýmsu stöðum á landinu. Þær gefa mönnum kost á að hefja flug í ís- lensku landslagi á ýmsum flugvélum með uppsett raunveruleg veðurskil- yrði. Hverri þraut fylgir lesning þar sem stungið er upp á flugleið eða þraut, sem hægt er að framkvæma. Þá fylgja pakkanum 40 aðflugs-, lendingar- og blindflugskort frá Flugmálasljórn íslands. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Netinu, http://www.sim- netás/icesim. Upplýsingafulltrúi Landsvírkjunar um frétt á CNN urn Kárahnjúkavirkjun Segir alls ekki rétt eftir sér haft ÞORSTEINN Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, gagnrýnir frétt sem birtist á fréttavef CNN fyrir skemmstu og Morgunblaðið greindi frá sl. sunnudag. Ummæli sem höfð eru eftir honum í frétt- inni hafa vakið athygli og er hann m.a. spurður út í þau á vefritinu Connect- ingPower, helsta fagtíma- riti orkufyrirtækja í heim- inum. í fréttinni er greint frá áformum um Kárahnjúka- virkjun á Austurlandi og m.a. haft eftir Þorsteini að hann viðurkenni að hann sjái ekki fyrir sér hvemig íslendingar eigi að fylla þau 500 störf sem skapast verði álverið að veruleika. Atvinnuleysi á íslandi sé aðeins um 2% og álverið verði því að mati hans að reiða sig á erlent vinnuafl. „Þama er alls ekki rétt eftir mér haft og hlýtur að vera einhver misskilnmgur á ferðinni,“ segir Þorsteinn við Morgunblaðið. „Fyrir nokkra hringdi í mig mað- ur að nafni Tony Snape og kynnti sig sem sjálfstætt starfandi blaðamann. Ég reyndi að aðstoða hann eft- ir megni, meðal annars með því að veita honum upplýsingar um áform um virkjanaframkvæmdir og byggingu álvers, en það fór fjarri að ég væri með ein- hveijar bollaleggingar um starfsmannamál í álverinu. Slíkt er enda ekki í verka- hring Landsvirkjunar," segir Þorsteinn. Hann gagnrýnir einnig að í fréttinni hafi komið fram að Landsvirkjun hyggist stífla 11 ár og þver- ár vegna virkjunarfram- kvæmdanna. Hann segir að það sé vægast sagt orðum aukið, enda séu margar lækjarsprænur orðnar að ám með slíkum útlegging- um. „Sumt í þessari frétt er þannig ýmist misvísandi eða beinlínis rangt. Það kemur ekki á óvart þegar sögð era þau deili á blaða- manninum að hann sé á snærum WWF, samtaka sem era yfirlýstur and- stæðingur virkjunarfram- kvæmda á Austurlandi," segir Þorsteinn ennfremur. Ferðamála- stjóri með í stefnumótun FERÐAMÁLARÁÐ Evrópu hefur ákveðið að vinna að stefnumótunar- verkefni hvað varðar ýmis sameig- inleg framtíðarmarkmið aðilanna og þróun innan samtakanna í ferðamál- um. Á fundi ráðsins í nóvember var kosin fjögurra manna stjórn verk- efnisins. Magnús Oddsson ferða- málastjóri var valinn í hópinn ásamt ferðamálastjóram Sviss, Frakk- lands, Spánar og Bretlands. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu í tæp tvö ár og á árunum 1995-1997 var hann for- maður verkefnissjórnar sem stýrði vinnu við gerð heijdarstefnumótunar í ferðaþjónustu á íslandi. 15 ár frá bví athvarf fvrir börn 02: unfflinsra var stofnað í Rauðakrosshúsinu Fleiri leita að- stoðar vegna heimilisaðstæðna GESTUM í Rauðakrosshúsinu, at- hvarfi fyrir böm og unglinga, hefur íjölgað um 30% á síðustu fimm árum og þar af hefúr orðið langmest aukn- ing pilta á aldrinum 16 til 18 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Hauks Hauksson- ar, unglingafulltrúa Rauðakross- hússins, sem kynnt var á blaða- mannafimdi af tilefni 15 ára afmælis athvarfsins sem sett var á laggimar 14. desember 1985. í rannsókninni var gestum skipt í þijá hópa eftir félagsaðstæðum þeirra, s.k. heimanfama gesti sem eru þeir unglingar sem ekki var vís- að að heiman heldur fóra sjálfvilj- ugir, heimanrekna unglinga sem vísað hefur verið að heiman og heimalausa en í þann flokk falla þeir sem koma úr leiguhúsnæði, úr vímu- efnameðferð eða í fylgd lögreglu og hafa ekki verið í tengslum við fjöl- skyldu sína í töluverðan tíma. 91,1% heimalausra er hvorki í vinnu né skóla Heimanfamir era 58,1% þeirra sem sækja athvarfið, heimanreknir 20,1% og heimalausir 16,6%. Haukur segir áberandi mun á þessum hópum þar sem staða heimalausra sé mun verri en hinna hópanna. Ógnvænlegt hlutfall heimalausra, eða 76,6%, neytir ólög- legra fíkniefna á móti 28,6% heim- anfarinna og 37,1% heimanrekinna. Það er einnig umhugsunarvert að líta á þátttöku heimalausra í þjóð- félaginu þar sem 91,1% þeirra era með öllu iðjulausir, þ.e. era hvorki í skóla né vinnu. Tæpur helmingur heimanfarinna og heimanrekinna er í sömu stöðu. Á síðastliðnum 15 áram hafa 1749 gestir fengið gistingu í Rauðakross- húsinu og þúsundir bama og ung- linga til viðbótar leitað þar stuðn- ings og ráðgjafar þegar eitthvað bjátar á. Sjö gistirými era í húsinu og sagði Edda Hrafnhildur Bjöms- dóttir, forstöðumaður hússins, þau oft hafa verið fullnýtt í haust og jafn- vel þurft að koma fyrir dýnum fyrir næturgesti. Edda sagði þau böm og unglinga sem húsið sækja í síaukn- um mæli koma vegna erfiðra heim- ilisaðstæðna og eigi í flestum tilfell- um ekki í nein önnur hús að venda. „Hér mætum við þeim á þeirra for- sendum og virðum á hlutlausan hátt þeirra þarfir og hvemig við getum hjálpað þeim til sjálfshjálpar." Sum- ir þeirra sem leita í athvarfið dvelja þar í fáeina daga - aðrir jafnvel í nokkra mánuði. Rauðakrosshúsið er opið allan sól- arhringinn alla daga vikunnar. Vegleg afmælisgjöf „Helst vildum við að það væri ekki þörf fyrir svona aðstöðu en það era enn götuböm í Reykjavík og þau þurfa að eiga sér samastað," sagði Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formað- ur Rauða kross íslands, og minnti einnig á þann gríðarlega fjölda ís- lenskra unglinga sem af einhverjum ástæðum flæmast frá námi þar sem um 40% Ijúka engum prófum. Staða þessara unglinga og framtíð er því að sögn Önnu afar óljós. Sigfús Sigfusson, forstjóri Heklu, færði Rauðakrosshúsinu bíl að gjöf í tilefni afmælisins, en Hekla hefur allt frá árinu 1990 séð athvarfinu fyrir bílakosti og er nýi bíllinn sá íjórði í röðinni. Anna Þrúður þakk- aði fyrir höfðinglega gjöf og lýsti gleði sinni vegna þeirrar „einstöku velvildar sem við höfum notið frá svo mörgum“. í tengslum við Rauðakrosshúsið er einnig rekin símaþjónusta, Trún- aðarsíminn. Á þeim þrettán áram sem símaþjónustan hefur verið í gangi hafa tæplega 60 þúsund manns hringt í hana. „Þetta era sím- töl frá bömum og unglingum um öll möguleg áhyggjuefni þeirra en einn- ig símtöl frá foreldrum sem leita ráða vegna bama sinna,“ sagði Edda. Frá opnun hafa gestir getað eytt jólahátíðinni í Rauðakrosshúsinu og hafa þeir alltaf verið einhveijir sem hafa nýtt sér þann kost. Forráða- menn Rauðakrosshússins eiga held- ur ekki von á að breyting verði þar á í ár, það séu því miður alltaf böm og unglingar í íslensku samfélagi sem eiga sér engan annan samastað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.