Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 25
ur verið um leyfi á á Austfjörðum.
Taldi hann ekki vera hættu á ferð-
um ef rétt væri að staðið.“
Það er talað um að laxalús drepi
jafnt gönguseiði sem villtan lax.
„Laxalús tengd fiskeldi er ekki
vandamál í dag. Það má oft sjá í
rökum manna gegn fiskeldi að laxa-
lús muni ganga af villtum laxi dauð-
um. Slíkar staðhæfingar eru lýs-
andi fyrir málflutning þeirra sem
ekki til þekkja en hafa sig óspart
frammi í fjölmiðlum. Mikil framfor
hefur átt sér stað í þróun lyfja gegn
laxalús. Þetta hefur leitt til þess að
baráttan gegn lúsinni er á allt öðru
stigi í dag en hún var fyrir nokkr-
um árum. í Noregi eru kröfur um
hámarksfjölda kynþroska kvenlúsa
á eldisfisld 1-2 á hverjum laxi. Við
höfum sett okkur það markmið að
engin kynþroska lús finnist á fiski.
Er það raunhæft markmið og í takt
við það sem gerist í stærstu laxeld-
isfyrirtækjum Noregs. í því slát-
urhúsi sem ég rek er varla að finna
nokkra lús á þeim fiski sem þar
kemur inn. Ástæður þess eru vel
skipulagðar og samhæfðar afiúsun-
araðgerðir sem framkvæmdar eru
á hverju svæði fyrir sig.
Annar misskilningur sem þrá-
staglað er á er sníkillinn G salaris.
Menn hafa lýst ótta sínum við að
hann berist með tUkomu sjókvía-
eldis í vUltan laxastofn. Sníkillinn
er ferskvatnssníkill sem lifir ekki í
söltum sjó og er heldur ekki að
finna á íslandi."
Þörungablóma fyrst
lýst í Biblíunni
Það er líka talað um gífurlega líf-
ræna mengun og eitraðan þörunga-
blóma sem strádrap eldislax á
Austfjörðum á sínum tíma?
„Slíkum þörungablóma var fyrst
lýst í Biblíunni fyrir daga fiskeldis.
Það atvik á Austfjörðum sem verið
er að vitna tU verður ekki skýrt
með mengun frá fískeldi. Menn
blanda oft saman búsifjum í fiskeldi
við mengun frá fiskeldi. Þekktast
er dæmið um áföll í fiskeldi vegna
þörunga var þegar eitraðir þörung-
ar bárust með leysingavatni frá
Þýskalandi upp að ströndum Nor-
egs. Mikið var rætt um þau áföll
sem drápu 1% norskra eldislaxa.
Aðrir fiskar gátu betur forðað sér.
Ekki er hætta á að umhverfið
verði fyrir neikvæðum áhrifum
vegna fyrirhugaðs eldis. Ekki er
ástæða til að óttast umhverfis-
mengun í Berufirði þar sem dýpt
fjarðarins er ákjósanleg og straum-
ar góðir. Helsta mengun frá fisk-
eldi er næringarefnalosun sem eru
köfnunarefni og fosfór. Engin
dæmi eru um ofgnótt næringarefna
hér við land og því er ekki ástæða
til að óttast vandamál tengd nær-
ingarefnamengun. Berufjörður er
opinn, breiður og djúpur. Þynning-
arhraði þar er mikill og lítil hætta á
ofnæringu, uppsöfnun næringar-
efna eða súrefnisþurrð og í hann
berst í dag óverulegt magn efna frá
annarri starfsemi. í Berufirði er
straumþunginn 6-7 cm/sek og þyk-
ir það verulega góður straumur.“
Það er ennfremur mjög algengt
að heyra rifjað upp hin fjölmörgu
gjaldþrot í fiskeldi á sfnum tíma og
að menn hafl greinilega ekki lært
af reynslunni.
„Menn hafa lært af reynslunni
bæði hér og í Noregi. Það má ekki
gleyma því að fyrir 10 til 12 árum
urðu 60% eldisstöðva í Noregi
gjaldþrota. Eftir það, þegar stærri
fyrirtæki komu inn í greinina með
stóraukið fjármagn, hófst uppbygg-
ingin á ný og nú er fiskeldi blóm-
lega rekinn atvinnuvegur. Það er
mikilvægt að fyrirtæki sé vel í
stakk búið fjárhagslega til að tak-
ast á við viðfangsefni af þessari
gerð. Einnig er mikilvægt að
byggja á bestu þekkingu, tækni og
reynslu sem völ er á. Þetta er sú
leið sem við förum nú.
Fyrir mér sem menntuðum fiski-
fræðingi og fiskeldismanni eru
sportveiðar og fiskeldi ekki tvö
andstæð fyrirbæri sem þarf að
stilla upp hvoru á móti öðru heldur
tvær greinar sem geta vel dafnað
hlið við hlið.“
Hvað heldur þú að gerist næst?
„Ég veit það ekki. Ég vona að
sjálfsögðu að ákvörðun Skipulags-
stofnunar, sem byggð er á áliti
fjölda fagmanna, verði staðfest með
úrskurði umhverfisráðherra."
Bók er best vina
Sköðið
Bókatíðindin „
Félag íslenskra
bókaútgefenda
FERSKI • FRflfilftNOI • FRUMLEGT
Thai Choice
Toppurinn frá
Tælandi
Suöurlandsbraut 6 • s. 568 3333
219. ooo.-stir.
Sígilt sófasett
Opið laugardag 10 - 18 og sunnudag 14-16
HUSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKCIRVEGI 66 HAFNARFIRÐI SlMI 565 4100
íþróttir á Netinu
GEFÐU HENNI ÁSKRIFT
AÐ VELLÍÐAN
ALLA MÁNUÐI ÁRSINS
EINU SINNII MÁNUÐI FYRIR AÐEINS
6.900 KR. SKIPTIÐ, ÁSKRIFTARVERÐ