Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ 4 38 SUNNUDAGUR17. DESEMBER 2000 MINNINGAR + Móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR, Brúarlandi, Mýrum, sem lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtudaginn 7. desember, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju mánudaginn 18. desember klukkan 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er góðfúslega bent á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi eða Hjartavernd. Helga Brynjúlfsdóttir, Borge Jónsson, Ólöf Brynjúifsdóttir, Páll Sigurbergsson, Ragnheiður H. Brynjúlfsdóttir, Haukur Arinbjarnarson, Halldór Brynjúlfsson, Ásta Sigurðardóttir, Brynjóifur Brynjúlfsson, Fanney Einarsdóttir, Guðbrandur Brynjúlfsson, Snjólaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Þ. Brynjúlfsson, Ásdís Baidvinsdóttir og fjölskyldur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, og langamma, JÚLÍANA VIGGÓSDÓTTIR, Þangbakka 8, Reykjavík, lést fimmtudaginn 14. desember. Útförin verður auglýst síðar. Kristín Andrésdóttir, Valdimar Haraldsson, Árelía Þ. Andrésdóttir, Leífur Rósinbergsson, Lára Halla Andrésdóttir, Sæmundur I. Þórðarson, Viggó Andrésson, Sigríður Björk Þórisdóttir, Andrés Jón Andrésson, Finnur Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar ástkæri, ÆVAR GUÐMUNDSSON lögmaður, Malarási 9, Reykjavík, er látinn. Guðrún Jóhannesdóttir, Eva Margrét Ævarsdóttir, Kolbeinn Árnason, Jóhannes Ragnar Ævarsson, Ingólfur Vignir Ævarsson, Sólrún Ársælsdóttir, Guðmundur Freyr Ævarsson, Emil Freyr Guðmundsson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, REGÍNA BENEDIKTA THORODDSEN, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 6. desember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjörgæsludeildar Land- spítalans við Hringbraut. Smári Karlsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, LOGA EINARSSONAR fyrrv. hæstaréttardómara, Miðleiti 7, Reykjavík. Oddný Gísladóttir, Ýr Logadóttir, Hrund Logadóttir, Sigríður Logadóttir, Hilmar Vilhjálmsson og barnabörn. JÓNÍNA RAGNHEIÐUR GISS URARDÓTTIR + Jónína Ragnheið- ur Gissurardóttir fæddist að Hvoli í Ölf- usi 12. júní 1913. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnar- firði 5. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Gissur Gottskálksson, bóndi og sjómaður á Hvoli, og Jórunn Gislína Snorradóttir, hús- freyja. Systkini henn- ar voru Svanhildur, f. 18.6. 1901, d. 1984, húsmóðir í Reykja- vík; Gottskálk, f. 4.7.1902, d. 1964, bóndi á Hvoli; Kristín, f. 6.4. 1904, d. 1981, bjó og starfaði í Reykjavík; Salvör, f. 25.5. 1905, d. 1937, hús- freyja í Reykjavík; Guðrún, f. 21.1. 1915, d. 1999, húsfreyja í Reykja- vík og Guðmundur Snorri, f. 19.7. 1918, d. 2000, byggingameistari í Reykjavík. Jóm'na giftist Jóni Benjamín Einarssyni, skipstjóra, f. 13.3. 1913, hinn 29.5. 1941. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, sjómað- ur og Guðríður Sigurðardóttir í Flatey á Breiðafirði. Jón Iést árið 1969. Böm Jónínu Ragnheiðar og Jóns Benjamíns eru: 1) Hrefna, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, f. 8.2. 1942, gift Ríkharði Áma- syni, símsmíðameist- ara, f. 1939. Þau eiga þtjá syni, a) Jón Ragnar, f. 1965, kvæntur Katrínu Jó- hannsdóttur, b) Áma Inga, f. 1969, og c) Sævar Þór, f. 1971, í sambúð með Lám Jónsdóttur. Barna- böm Hrefnu og Rík- harðs em sex. 2) Ein- ar, lögfræðingur, f. 29.9. 1944, kvæntur Valgerði M. Karls- dóttur, f. 1949, bankastarfsmanni, þau eigatvö börn. a) Karl, f. 1975, í sambúð með Önnu Maríu Bjarna- dóttur og b) Jónínu Ragnheiði, f. 1980. Áður var Einar kvæntur Hlm Aðalsteinsdóttur, f. 1946. Þau eiga einn son Jón Benjamín, f. 1969. Jónína ólst upp á Hvoli, fluttist 1930 til Reykjavíkur og bjó þar síð- an þar til hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1993. Hún vann við verslunarstörf þar til hún gifti sig. Eftir það helgaði hún sig böm- um og heimili. Hún tók talsverðan þátt í félagsmálum var m.a. ein af stofnendum kvenfélagsins Öldunn- ar. Útför Jóm'nu Ragnheiðar verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 18. desember og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Hestvagn þokast eftir slóðinni til Eyrarbakka úr Ölfusinu á góðviðris- degi. Þar er á ferð Gissur bóndi á Hvoli, á vagninum sitja tvær yngstu dæturnar á ullarpokunum, smátelp- ur, þær Guðrún og Jónína. Þetta er fyrsta ferð þeirra út í veröldina og allt sem þær sjá vekur forvitni og undr- un. A Eyrarbakka fá þær sætabrauð og súkkulaði hjá kaupmanninum og pabbi þeirra segir glettinn á svip að þær verði að klára kökuskammtinn annars verði kaupmaðurinn fjúkandi reiður. Heyskapur á engjum í sumri og sól þar sem margt fólk keppist við að ná heyinu saman og Jónína, langt innan við fermingu, fer fyrir hey- bandslestinni heim að Hvoli. Skóla- ganga Hvolskrakkanna að Sandhóli sem var ærin vegalengd og vaða þurfti ána á leiðinni sem gat verið kulsamt enda gúmmístígvél ekki komin til sögunnar. Fyrsta ferðin til Reykjavíkur þá 12 ára á hestbaki í fylgd föður síns, sem rak þangað slát- urfé og gist var á Árbæ sem þá var langt fyrir innan bæinn. Þetta eru örfá minningabrot Jón- ínu tengdamóður minnar frá æskuár- unum í sveitinni. Þar sem gott fólk býr þar er gott að vera. Jónína ólst upp í stórum syst- kinahópi við gott atlæti. Gissur faðh- hennar sótti sjóróðra ásamt búskapn- um, einkum til Þorlákshafnar þar sem hann var formaður á áraskipum margar vertíðir. Oft var safnast sam- an við orgelið og spilað og sungið en Gissur var um árabil organisti í Kot- strandarkirkju. Húsmóðirin, Jórunn, var hæglát hlý kona, fróðleiksfús og hafði yndi af lestri bóka en til þess gafst lítill tími á annasömu heimili. Leiðin að heiman lá til Reykjavíkur 1930 þegar Jónína var 17 ára. Fyrstu árin vann hún hjá mági sínum Guð- mundi R. Magnússyni bakarameist- ara, manni Svanhildar. Þar var fram- leitt sælgæti ásamt besta ijómaís bæjarins fyrr og síðar, að sögn kunn- ugra. Seinna vann Jónína við af- greiðslustörf í sælgætisbúð á Hótel Heklu sem stóð í hjarta bæjarins við Lækjartorg. Þá héldu þær systur, Kristín, Guðrún og Jónína, saman heimili. Jafnframt vinnu stundaði Jónína nám í kvöldskóla og einn vet- ur sótti hún kennslu hjá Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi í esperantó sem þá átti að verða nokkurs konar alheimstungumál. Ung að árum lærði hún eins og hin systkinin að leika á orgel og um tíma lagði hún stund á fiðlunám. Frá þessum árum átti Jón- ína góðar minningar og frá ferðalög- um hér innanlands í sumarleyfum með vinkonum sínum. A þessum árum kynntist Jónína verðandi manni sínum, Jóni Benja- mín Einarssyni, sem hafði nýlokið námi í stýrimannaskólanum en áður aflað sér vélstjóraréttinda. Þau giftu sig 1941 og bömin fæddust, Hrefna 1942 og Einar 1944. Jón stundaði sjó- mennsku alla tíð á togurum og fiski- skipum og var skipstjóri árum sam- an, seinast hjá Hafrannsóknastofnun á fyrsta sérsmíðaða íslenska hafrann- sóknaskipinu, Árna Friðrikssyni. Nærri má geta að hlutverk sjó- mannskonunnar hefur oft verið erfitt á fyrstu búskaparárunum, skip oft vanbúin og miklar hættur fylgdu sigl- ingum til Englands á stríðsámnum. Um tveggja ára skeið á ámnum 1955-1957 bjó fjölskyldan í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Jón vann á vegum Sameinuðu þjóðanna sem leiðbein- andi við fiskveiðar. Oft þurfti Jón að dvelja að heiman við störf sín, einkum við Svartahaf, og þá reyndi á húsmóð- urina, en á þessum tíma vom miklar róstur í landinu, uppþot og hemaðar- ástand í Istanbúl og útlendingar ekki óhultfr. Þama kynntist fjölskyldan nýjum háttum og siðum en þau ferð- uðust mikið um landið og var gaman að heyra sögur frá þessum tíma. Hjónaband Jónínu og Jóns var afar farsælt. Þau bjuggu fyrst á Hring- braut 109 en eftir Tyrklandsárin á Laugateigi 6. Bæði vora glaðlynd og félagslynd og áttu stóran hóp ætt- ingja og góðra vina sem mikið sam- band var við en það var á meðan mað- ur var manns gaman og fyrir daga sjónvarpsins. Það var mikið áfall þegai- Jón lést við störf sín á hafi úti árið 1969, að- eins 56 ára gamall, en hann var virtur og vinsæll skipstjóri og öllum harm- dauði er til þekktu enda öðlingsmað- ur á alla lund. Eftir lát eiginmanns síns bjó Jón- ína áfram í íbúð þeirra, en fyrir tæp- um átta árum fluttist hún að Hrafn- istu í Hafnarfirði þar sem hún lést hinn 5. desember sl. Langri ævi er lokið. Það er löng leið frá æskudögunum í Ölfusinu þeg- ar lífið snerist um að hafa í sig og á, á sama hátt og forfeðumir langt aftur í aldir, og fram á tækniöld nútímans. Þrátt fyrir áföll í lífinu átti Jónína góða ævi. Hún naut fram til þess síð- asta góðrar sjónar og heyrnar og undi sér löngum við lestur bóka. Hún hafði til að bera umhyggju og hjarta- hlýju sem ávann henni ást, traust og vináttu samferðamanna. En fyrst og fremst nutu bömin hennar og síðar bamabömin óskiptrar ástar hennar og umhyggju. Jónína var glaðvær og glæsileg kona, bar sig ávallt eins og drottning og hélt reisn sinni til hins síðasta. Hún hafði lag á að gera gott úr öllum hlutum og sjá bjartari hliðar tilverannar. Mjög kært var milli systkinanna, einkum milli systranna Svanhildar, Guðrúnar og Kristínar, en Salvör lést langt um aldur fram. Jónína er síðust af systkinunum frá Hvoli til að kveðja. Að leiðarlokum vil ég þakka Jónínu allar velgjörðir við mig og bömin mín, betri tengdamóður og ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Við munum sakna hennar um ókomin ár en minn- ingin um hana verður ekki frá okkur tekin. Við huggum okkur við að hún á góða heimvon enda trú hennar á Guðs ríki og endurfundi ástvina stað- föst. Hver veit nema hún sitji núna ásamt systram sínum á hestvagnin- um hjá Gissuri á Hvoli á hlykkjóttum slóða á leið til óþekkts áfangastaðar? Valgerður M. Karlsdóttir. Amma mín, Jónína Ragnheiður Gissurardóttir, er farin yfir móðuna miklu eftir 87 ára líf á þessari jörð og ég er viss um að hún kveður okkur sátt við allt. Hún var mjög stórbrotin kona og yndisleg persóna, hin fullkomna amma. Hún var þessi gamla góða þjóðlega amma sem sagði sögur, kenndi mér sögu þjóðarinnar, kenndi mér bænir og ljóð, gaf ungum dreng heilræði til nota á lífsins hálu braut. Oft gleymdust heilræðin og ég hlaut slæmar byltur, en þau vora samt til staðar og rifjuðust upp svo ég náði fótfestu á ný. Hún var hvorttveggja í senn, sveitakona alin upp í Ölfusi á fyrri hluta aldarinnar og heimskona sem ferðaðist víða, þessar tvær per- sónur rannu saman í eina heild og mótuðu heilsteypta manneskju sem hafði það dýpsta og næmasta innsæi sem éghef kynnst. Þegar ég var yngri áttum við sam- an margar yndislegar stundir á Laugateignum þar sem hún sagði mér svo margt frá sjálfri sér og gamla tímanum. Þar var líka alltaf svo mikil kyrrð og friður, ég heyrði tifið í pijónunum hennar og gömlu góðu „Gufuna" í eldhúsinu, ég fékk mjólk að drekka og borðaði kleinur. Ef drenginn vantaði eitthvað var ekki talið eftir sér að útvega það, sama hvað það kostaði og var þá ekki alltaf spurt að nytsemi þrátt fyrir með- fædda nýtni en fyrir allt þetta virði ég hana og þakka Guði fyrir að hafa fengið öll þessi ár með henni. Að lokum vil ég biðja algóðan Guð um að blessa okkur öll sem eftir lifum og veita okkur styrk í sorginni. Ég er viss um að himnafaðirinn hefur tekið barni sínu opnum örmum og gefið henni stað hjá sér, nú dvelur hún hjá hjartkærum eiginmanni og systkin- um sem öll era farin yfir móðuna miklu. Hvíl í friði, amma mín, og Guð blessi þig. Jón Ríkharðsson. Mig langar til þess að minnast ömmu minnar Jónínu Ragnheiðar Gissurardóttur í örfáum orðum. Hún amma mín var allt það besta sem hægt var að hugsa sér í einni ömmu, hún sagði mér sögur á meðan ég sat í kjöltu hennar. Hún fór með okkur bræðurna í búðina, í bæinn og heim til Stínu frænku, þar fengum við kók sem ekki mátti vera í flösku heldur í glasi. Ég, litli strákurinn, var nú ekki allt of hrifinn af því en fékk engu um það ráðið nema í örfáum tilfellum, en þangað var samt alltaf jafn gaman að koma. Við héldum okkar jól hjá henni þar til ég varð unglingur, hún var allt- af boðin og búin að taka við mér, bæði þegar ég vildi koma eða var settur í pössun hjá henni, enda fann ég fyrir miklu öryggi hjá henni. Já, hún amma vildi allt fyrir mig gera enda hugsa ég um hana með miklum hlý- hug. Ég vil þakka þér fyrir allt elsku amma mín._ Árni Ingi Ríkharðsson. • Fleiri miimingiirgreinar um Jón- ínu Ragnheiði Gissurardóttur bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.