Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 6
Benedikt Gröndal: loFTVOG íslenzkra stjórn- jtríála er fallandi þessa dag- ana. Hún boðar stþrm, sem mun næða um sjálft lýðræðis skipulag þjóðarinnai'. Lands- :menn greinir á um kosninga- Jiætti tl a'lþingis, og er tíðinda að vænta aí þeirn sökum. Jafhrétti borgaranna um stjórn landsins er gamalt bar- átíumál Alþýðuflokksins. — Hann félsk kosningariféttinn færðan úr 35 og 25 árum í 21. Hann fékk til handa fátækl- ingum' og styrkþegum sama pólitíska rétt og auðmenn áð- ur höfðu einir, Og fiokkurinn átti mikinn þátt í því, að hlut- fallskosningar voru teknar upp í Reykjavík 1920. Þá 'komst Jón Baldvinsson á þing og gerðist foru'stumaður bar- áttunnar fyrir fullkomnu rétt læti í kosningaskipan, Hann vildi ekki aðeins tryggja, að jþingmannatala hinna ýmsu fiokka væri í sem fýllstu sam jræmi við kjósendafjölda iþeirra, heldur einnig girð.a fyrir, að minnihlutinn gæti borið meirihlutann ofurliði «m úrslit mála. Takið eftir Jjessum orðum Jóns Baldvins- sonar, sem hafa verið kjarninn í stefnu Alþýðuflokksins í jkjördænfamálinu í 40 ár: að Hyggja að minnihluti -geti ekki borið meirihluta ofurliði í afgreiðslu mála, Þótt ótrú- legt kunni að virðast, eru enn ti} íiokkar og menn í þessu landi, sem berjast lyrir slíku kosningakerfi. Alþýðuflokkurinn flutti frumvarpiði um breytingu kjördæmaskipunarinnar 1942, og nú hefur flokkurinn enn einu sinni hrundið málinu af .stað. Innanflokks má segja, að samþykkt fulltrúaráðsins hér í Reykjavík hafi anarkað thna imótin, og flokkurinn hóf sókn út á við formlega með sam- þykkt flokksþingsins í nóvem 'bermlánuði. Þar var stefnan mörkuð og dregnar. höfuðlin- ur fyrir þann kafla mlálsins, sem nú er að gerast: Fá kjih" dæmi er stór með uppbóta- sætum. Hlutfallskosningar í öllum kjördæmum. sp!á á þessu augnabliki. Undan farnar vikur hafa farið fram samtöl milli flokka um málið, en það eitt get ég sagt, að Al- þýðuflokkurinn mun standa að frumivarpi um málið. innan skamms. Ef kommúnistar styðja það í einhverri viðun- andi mynd — þá nær það fram BENEDIKT GRÖNDAL ritstjóri flutti ræðu um kjördæmamálið á aðal- fundi Fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík á mánudags- kvöldið. Þ'essi ræða birtist hér með. Er þar gerð grein fyrir helztu atrið- um málsins, eins og mál- ið liggur fyrir í dag. að ganga og tvennar kosning- ar Verða í sumar, sennilega liinar fyrri í Iok júní að vanda. Ef kommúnistar styðja málið ekki, en taka saman höndum við Framsókn um að fella það — munu þeir fá að standa skil á þeirri framkomu í kosning- um engu að síður. En þá verð- ur kjördæmamálið stöðvað að sinni. Um hvað er rætt? Hvað gera kommúnistar? • Sjálfstæðisflokkur- . IfJIN 'tók þegar undir þessa í stefnu og bauö saœvinnu um lausn málsins á grundvelli hennar. Kommúnistar létu lík : lega um áramótin, en hafa síð- | us :u vikur varla írinnzt á mál ; ið og virðist eins og nú standa j sakir, ómögulegt að átta sig á j því, hvað þeir kunna að gera : á þingi. Komím'únistar eiga ; ailt sítt fylgi í þéttbýlinu, þar ; sem 10—20 kjósendur þarf á •móti hverjum einum í Óala- í sýslu eða á Seyðisfirði. Það ! væri hámark í pólitísku sið- j- leysi, ef kommúnistar notuöu { þetta mál sem pólitíska brask vöru. t Framsóknarfiokkurinn held | ur sig enn við öndverða stefnu í og virðist hafa alit aðrar hug- f mýndir um þingræðislég maimréttindi en hinir flokk- \ arnir. j Um framgang- kjördæma- ‘ mélsíns á þingi ér ógeriegt að Á ÞESSU - STIGI málsins virðist líklegast, að kjördæmi verði átta, ef breyting nær fram að gánga: Reykjavík, Reykjanes, með Gullbringu- Kjósasýslu og Hafnarfirði, Miðvesturland með Borgai’- firði, Mýrum, Snæfells- og Hnappadalssýslu og Dölurn; Vestfirðjr með Barðaströnd, ísafirði og ísafjarðarsýslum á- samt Strandasýslu: VésfNorð urland með Húnavatnssýslum, Skagá'firði og Siglufirði; Aust Norðuríand með Eyjafírði, Akureyri og bingeyjasýslum biáðum; Austurland með Múla sýslum, Seyðisfirði og Austur Skáftafellssýslu; Suðurland með Vestur Skaftafeiissýslu, Rangárþingi^ Árnessýslu og Ve s t n i a n n a ey j u m. Önnur atriði, sem þarf að á- kveða við meöferð málsins, eru, hve marga þingmenn hvert kjördæmi skuli fá, hve mgrgir uppbótc'iþingmenn skuli vera, livernig úthluta skuli sætum á framboðslist- um, hverníg úthlutá skuli upp bótasætum milli flokka og inn an flokka og sitthvað fleira. Þær deilur, sem þegar hafa risið um þessi mél, eru í raun inni tvenns konar: Annars vegar er deilt um það, hvernig skipta skuli land inu í kjördæmi, hvort þau skuli vera stór eða smlá, hvort halda skuli gömlum kjördæm- um eða ekki. Hins vegar er deilt um það, hvernig kjósa skuli í kjördæm unum, hlutfallskosningu eða meiriihlutakosningu. Þegar alþingi var endur- reist 1345, ákváðu Danir í Kaupmannahöfn, að kjör- dæmx skyldu vera sýslurnar. Þessi skipan var svo óraun- hæf þá þegar, að í einni sýslu varð ekkert úr kosningu þingmanns fyrstu þingin. Sýslurnar með sýslumönn- um höfðu verið beinagrindin í því embættismannakerfi, sem Danir notuðu hér á landi til að halda valdi sínu yfir þjóðinni, kúga 'hana undir dönsk lög og tils'kipanir og inniheimta tekjur konungs- af þessu hans skattlandi. Það vár því eðliiegt, að þeim dytti ekki annað kjördæmakerfi í hug. Margbreytt sýsluskipti Á 114 ÁRUM 'hafa verið gerðar 10 breytingar á þess- um kjördæmium. Stundum 'hafa tvær sýslur verið sam- einaðar í eitt kjördæmi. Sýsl- ur hafa verið færðar milli kjör dæma. Oft hafa sýslur verið bútaðar sundur í fleiri kjör- dæmi. Kjördæmi Jóns Sigurðs sonar er til dæmis þrjú kjör- dæmi í dag. Á öðrum sviðum hefur farið enn verr fyrir sýslunum. Þær hafa verið sam einaðar undir einn sýslumann tvær éða fleiri, þær eru gerðar að hluta úr- stærri heildum' í mörgu tilliti. AÍH er þetta eðlilegt. Það er ekki von að sú afbökun af hinum fornu vorþingum, sem Danix^ notuðu til að kúga þjóð- ina öldum saman, standist breytingar nútímans. Sam- göngur, byggð, atvinnuhættir, allt þjóðlíf ér gerólíkt. Gamlir farartálmar eru úr sögunni. Auðvitað verður að breyta sýsluskiptingunni fyrr eða síð ar og það er fráleitt afturliald að telja það goðgá að fylgja öðrupx reglum um kjördæma- skiptingu. Þetta skildu jafnvel fram- sóknarmehn, þegar þeir settu lögin 'um Búnaðarþing. Þá var landinu skipt í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosn- ingum. Þetta skil'du þeir og’ aðrir fyrir tveirn árum, þegar sett voru lög um kirkjuþing. Þar eru fá kjördæmi en stór með 3—4 prófastdæmum 1 hverju kjördæmi. Af þessu er augljóst, að höf uðröksemdin gegn því að end- urskipu'leggj a kjördæmaskipt ingu landsins eftir nútíma að- stæðum er markleysa. Það er nauðvörn í þessu máli að draga Gunnar og Njál fram og slíá á þá viðkvæmu streng'i. sem eru ást þj óðarinnar á for- tíðinni. Á söguöld þótti hentugt og skynsamlegt að goðoröin sam einuðusl iþi’jú og þrjú um vor- þing, þar sem dómar vorú yfir þau' sett. Á sama hétt er nú tínii til þess kominn, að sýsl- urnar gömlu sameinist um ný kjördæmi, sem lúta lögmlálum nútíma aðstæðna og uppfylla þarfir xxútímamánna. Það er fjarstæða að tala um sjálfstaéði byggðanna í þessu sambandi. Það voru hrepp- arnir, sem sköpuðust strax á söguöld og sj'álfstæði hérað- anna byggðist á þeim. Sýsl- urnar ‘og sýslumenn urðu tæki' konungsyaldsins — oft Gallar Jitlu kjördæmanna IIL ER SÚ LEIÐ, sem sumir framsóiknarmenn táepa á, aS halda öllum gömlu kjördæm- unum en búa til ný og fjölga í öðrum til að veita þéttbýlinu réttláta fulltrúatölu á þingh Á þ'essari leið eru auglj.ósir annmarkar. Til fullkomins réttlætis við Seyðisfjörð þyrfti Reyikjavík að fá um' 70 þingmienn. Það væri fráleitt að fjÖlga þingmönnum stöðugt e£tir siíkum reglum, þeir væru þá orðnir nokkur hundr- uð nú þegar. Og litlu kjördæm in hafa mikla galla. í litlum kjördæmum eru of miklir möguleikar til að beita áhrifum fjármagns,yfirráðum fyrix’tækja eða atvinnu fólks- ins. Því stærri sem atvinnu- fyrirtæki verða, eins og nú gerist mjög, því hættulegra er þetta. f litlum kjördæmum er kynning manna svo nláin, að váfasamt er, hvort unnt er að hafa kosningu fullkomlega leynilega. Það erhægt að setj- ast svo að einstaklingum, að skoðanaí'relsi þeirra sé hætta búin. Reynslan sannar þetta. í litlúmi kjördæmum er hætt við, að þingmiémx verði alltof bundnir áf þröngum hreppasjónarmiðum á kostn- að þjóðarlheildarinnar.. Stjórn arskráin varar við þessari hættu, en reynslan af alþingi síðari árin hræðir. Þetta er mjög hættulegt fyrir stjórnar- Framhald á 12. síðu. gegn sjálfstæði hreppanna. 11 llll llllllllllllllllllll IIIIIII llllll II llil II llllllllll IIIIII llllllllllllllllllllllllllllllllllillll 1111(111 III! III llll IIII llllllllllll 111111! 111111111111111111111II1111111111111111i11111111*111111II11111111111111111 ( Þar sm Méses ( sá runnan j brenna. BáNDARÍSKIR fornleifa | fræðingar hafa fundið merki | lega býzantíska gripi í grísku | klaustri nálægt Sinaifjaíli. | 250 kílómetra suðxxr af | Súez er klaustur þeilagrar | Katrínar, élzta klaustur í | grísk-kaþólskum sið. Það var i stofnsetí af Justianusi Mikla | garðskeisara á sjöttu öld og | valinn staður þar, senx arf- § sögnin sagði að Móses hefði | séð runnann brenna, í hlíð- | um hins 1700 metra háa | SínaifjaÍls. Segja Bandarík.jamenn- Irnir, að gripir þeir, s.em fundust í klaustrinu, séu ó- metanlegir fyrir þá, sem leggja fyrir sig býzantínska listsögu. Klaustrið sjálf hef- ur varðveitzt bptur en nokk- ur önnur kirkja jafngömul utan Soffíukirkjunnar í Ist- anbúl. Viðir hennar eru al- gerlega ófúnir og er talið, að hið þurra loftslag eyðimerk- urinnar eigi ríkastan þátt { því, og einnig að Múham- meðstrúarmenn hafa alltaf | borið hina mestu vii’ðingu = fyrir þessu klaustri og munk | um þess og segir sagan að | Múhammeð hafi eitt sinn | notið gestrisni þeirra og því | hafi fylgismenn hans alltaf | haldið vérndarhendi yfir því. | Yfir altari klausturkirkj- | unnar hangir geysístórt | mósaikverk, sem sýnir um- | myndum Krists,' en rúmlega | 2000 íkon eru í klausti’inu. | ’IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||,||||||||||||||||||||||||,|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||,||||||||||||||||||||||||I|m|||) $ 5. maiz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.