Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 12
við þann fjölda kjósenda, sem hefur greitt þeim atkvæði. Ræða Benedikfs Gröndals OlafsfjörSur Framhald af 7. síðo. gera menn sér vonir um að afli glæSíst á ný fyrir Norð- tirlandi vegna útfærslu fisk- veiðitakmarkanna. Nýr bátur kom til Ólafs- fjarðar á fyrra ári og bærinn hefur sótt um tvo nýja 70— 100 tonna báta og einn 250 tonna bátanna. KaupstaSur- inn á þriðjung í togaranum Norðlendingi á móti Sauðár- króki og Húsavík, en Ólafs- firðingar telja sig þurfa að vei'a eina um togara til þess að geta séð hraðnystihúsinu á staðnum fyrir nægilegu hrá efni. Getur það unnið úr 50 íonnum af fiski á dag og í því geta unnið 50—80 manns. H:raðfrystihúsið rekur fiski- m j öls verksmiðj u og síldar- bræðslu, sem bræddi síðastl. sumar 15000 mál síldar og get ur einnig unnið úr karfa. Auk hraðfrystihússins, sem er í eigu hlutafélags, er á Ólafs- ‘ firði fiskverkunarhús f einka- eign, sem saltar og vélþurrk- ar. Er af þessu Ijóst, að að- . staða er fyrir hendi til að taka á móti miklu meira fiskmagni en undanfarin ár hefur borizt tii bæjarins. BÁTABRYGGJAN IíENGD. Aðstaða til vetrarútgerðar mun gerbreytast við fyrirhug aðar endurbætur á höfninni. Undirbúningur að Iengingu bátabry gg j unnar hófst í haust og hefur á Skagaströnd verið steypt ker, sem ætlunin er að sökkva að vori og leng- ist bryggjan þá um 15 metra. Við það skapast Mægilega ör- tigg kví fyrir bátakostinn, sem til er. Þá hefur einnig verið unnið að því a'ð auka hryggjurýmið og í haust var miklu grjótmagni ekið að garðinum. Ætlunin er að stækka hafnarbakkanm og at- hafnasvæðið svo þar skapist rúm fyrir nýtt síldarsöltunar- plan. Örstutt frá höfninni er ein bezta grjótnáma landsins, sem reynzt hefur eins og gull- náma í þessu tilfelli, eins og bæjarstjórinn komst að orði. Gekk verkið því furðu vel. TÖLUVERT UM NÝBYGGINGAR. Töluvert hefur verið um nýbyggingar húsa í Ólafsfirði •að undanförnu þó að íbúatal- an hafi staðið í stað um ára- bil. Landsímahús var byggt síðastliðið sumar og unnið hef ur verið að smíði tveggja hæða verbúðar. Um þessar mundir er unnið að uppsetn- íngu véla til gerilsneyðingar mjólkur og mun mjólkursam- lag taka til starfa í þessum mánuði. MUn það verða minnsta mjólkursamlag lands ins. Þá eru sömuleiðis þó nokk- ur íbúðarhús í smíðum og má ■&f því ráða, að íbúarnir eru bjartsýnir þrátt fyrir at- vinnuleysi og ýmsa erfiðleika síðustu ára. Frto. af 7. síðu. an hug á að mqguleikar á flug vallargerð verði, athugaðir gaumgæfilega, ef vera kynni að loftleiðin reyndist heppi- Ieg lausn á samgönguerfið- Ieikunum. Fraxnhald af 6. siða. far og festu landsmlála í heila. í litlum kjördæmum geta flokksstjórnir í Reykj avík átt við fáa álhrifamenn og því ráð ið miklu eða öllu um framboð o. fl. í stærri kjördænmm er við fleiri menn að eiga og þetta erfiðara. í litlum kjördæmum verður að kjósa meirihlutakósningu. Reynslan hefur sýnt, að þá getur flokkur fengið meiri- hluta þingmanna í landnu, — þótt hann hafi minnihluta at- kvæða. Þetta gerðist hér á landi 1931, er Framsókn fékk meirihluta þingmanna, 21 af 36, en hafði aðeins 35,9% at- kvæðanna- . Þetta eru nokkrar þeiri’a röksemda, ,sem valda því, að Alþýðuílokkurinn er mótfall- inii litlum kjördæmum og á- kvað á síðasta flokksþingi sínu að berjast fyrir fáum kjör- dæmum en stórum. Það er tvímælalaust heillavænlegra fyrir þjóðina og framtíð stjórn arfars í landinu. I : i ;; 1 ’ ‘í Kostir stórra kjördæma BeNDA MÁ Á eftirfarandi kosti við stór kjördæmi: Stór kjördæmi veita þing- mönnum yfirsýn yfir marg- vÆslega atvinnuhætti og að- stæður. Þeir þurfa að hugsa um ólíka og fjölþætta hags-1 muni. Niðurstaðan verður þjóðinni hollari en smákjör- dæmas j ónanmiðin. Stór kjördæmi gera kjós- endum kleift að snúa sér til margra þingmanna úr mörg- um flokkum. Fólk hefur því meiri möguleika til sambands við þingmann en nú. Stór kjördæmi hljóta alltaf að eiga einhvern þingmann, sem styður ríkisstjórn og hef- ur samband við hana .Aðstaða kjördæma batnar frá því sem nú er, því kjördæmi getur verið afskipt, ef þingmaður þess er lengi í stjórnarand- stöðu, þar sem honum ber að halda uppi gagnrýni á ráð- herra. Stór kjördæmi leiða til þess, að hver flokkur myndar sérstök flokkssamtök fyrir hvert kjördæmi og ráða þau samtök framboði o. fl. 'Slík samtök (8 á landinu) geta frekar myndað eðlilegt jafn- vægi á móti flokksstjórnunum í höfuðstaðnum en smáhópar í smákjördæmum. Flokksvald mun því minnka en ekki auk- ast. Stór kjördæmi gera það miklu erfiðara að hafa áhrif á kosningar með yfirráðum fjármagns, fyrirtækja eða at- vinnu. Stór kjördæmi leiða til tví- sýnnar kosningabaráttu og því munu frambjóðendur ekki geta vanrækt hinar smæstu byggðir. Því verður afskekkt- um byggðarlögum án efa veitt meiri umhyggja en t. d. í nú- verandi kjördæmum, þar sem einn flokkur er öruggur um sigur kosningu eftir kosn- ingu og þarf lítið fyrir að hafa. Allt þetta styður þá ákvörð un, sem Alþýðuflokkurinn tók í nóvember, að berjast fyrir stórum kjördæmum. Það er sagt, að þingmenn í stórum kjördæmum mundi skorta þekkingu og kunnug- leika til að þjóna kjördæmum sínum. í þessu sambandi má minna á, að Um langt skeið höfðum við landskjörna þing- menn, sem fólkið kaus hlut- fallskosningu um allt landið. Þessir þingmenn hefðu, sam- kvæmt kenningunni, átt að vera allra manna ókunnug- astir og því ófærir til þing- setu. En ég spyr: Voru menn eins og Hannes Hafstein, Sig- urður Eggerz, Guðmundur Björnsson, landlæknir, Jón Þorláksson, Jón Baldvinsson eða Jónas Jónsson — óþarfir eða óhæfir þingmenn? Þetta voru nokkrir hinna lands- kjörnu þingmanna. Ég kem nú að seinna deilu- efninu, hvort kjósa skuli hlut- fallskosningu eða meirihluta- kosningu í þeim kjördæmum, sem ákveðin verða. Það hljómar ósköp vel, að láta þann mann vera kjörinn, sem flest fær atkvæði, en hina fallna. Þetta er einfalt og virðist við fyrstu sýn ekki óréttlát. Okkur er bent á, að þetta kerfi sé notað með góð- um árangri í Bretlandi og Bandaríkjunum. Slíkt kerfi sem þetta — ein menningskjördæmi venjulega — getur dugað sæmilega í stórum löndum, þar sem órétt læti á einum stað jafnast á öðrum, þar sem einmennings- kjördæmi hafa 30—60 000 kjósendur og eru 4—600 tals- ins. Við skulum gera okkur grein fyrir fjöldanum. Ef ís- land væri hluti af Bretlandi, væri landið allt tvö kjördæmi. Jafnvel í þessum stóru lönd um kemur fyrir hróplegt mis- rétti. Forsetar hafa verið kjörnir í Bandaríkjunum, þótt andstæðingar þeirra hefðu fleirf atkvæði einstaklinga. Flokkar hafa fengið meiri- hluta á brezka þinginu, þótt andstæðingar þeirra hefðu fleiri atkvæði. Hættulegt kerfi fámennri þjóð I FÁMENNINU hér á landi mundi þetta kerfi hafa hrapa- legar afleiðingar, sem þjóðin gæti aldrei þolað. Það kom fyrir 1931, að Framsóknar- flokkurinn fékk hreinan meirihluta á þingi með aðeins 35,9% atkvæða, en Sjálfstæð- isflokkurinn minnihluta þing- manna með 45% atkvæða. Þetta ástand gat ekki staðizt. Eftir rúmlega eitt ár féll sú stjórn, sem byggð var á slík- um meirihluta og flokkurinn sundraðist. . Þetta kerfi hefur þann eig- inleika, að það getur gert lít- inn meirihluta að stórum meirihluta, og þess vegna nota Bretar og Bandaríkjamenn það. En það getur líka gert minnihluta að meirihluta, eins og hér hefur komið fyrir. Með því að halda í gömlu kjör dæmin -eru líkurnar á slíku mjög miklar. Þess vegna hafa flestar meginlandsþjóðirnar og allar Norðurlandaþj óðirn- ar hafnað þessu kerfi. Þess vegna tókum við upp hlut- fallskosningar í tvímennings- kjördæmum og uppbótasæti. Slíkt kerfi er fásinna við ís- lenzkar aðstæður. Hlutfallskosningar eiga að tryggja það, sem Jón Bald- vinsson talaði um, að minni- hluti geti ekki kúgað meiri- hluta. Hlutfallskosningar í nokkurn veginn jöfnum kjör- dæmum eiga að tryggja flokk- unum þingmenn í Uutfalli Fjölgun flokkanna BenT er á það, sem alvar- legan galla á hlutfallskosn- ingaskipulaginu, að það ýti undir smáflokka, og eru jafn- an tilnefnd tvö dæmi þess: Þýzkaland o gFi’akkland. Bæði eru þessi dæmi ýkt. í Þýzkalandi milli heimsstyrj- aldanna var gengið út í þær öfgar, að hafa óákveðna tölu þingmanna, en láta flokkana fá mann fyrir hverja 60 000 kjósendur og hafa bæði hér- aðslista og landlista til frek- ari jöfnunar. Með þessum ýkj um hlutu að rísa upp smá- flokkar. Eftir styrjöldina hafa Þjóðverjar girt fyrir þessa hættu með því að leyfa eng- um flokki að fá þingmann, nema flokkurinn hafi 5% allra greiddra atkvæða í land inu. í ríkinu Bayern er tak- markið hærra eða 10%. Það getur vel komið til greina að setja einhver slík mörk hér á landi til að forðast myndun smáflokka. í 5 manna kjöi*- dæmi kemur það af sjálfu sér að þar þarf upn undir 20% atkvæða til að koma að manni, oe mætti því setja ein- hveria hindrun, 5—8 eða jafn vel 10% — fvrir Reykiavík. Sama mætti gera um úthlut- un uppbótasæta, þótt smá- flokkar fái bá þingmenn, sem án hindi'unar kæmust að. Þetta nefni ég hér sem dæmi um þær ráðstafanir, sem gera má til að hindra smáflokka. Við skulum gera okkur ljóst, að slíkar hindr- anir eru strangt tekið and- stæðar fullkomnu réttlæti, en þær eru nauðsynlegar til þess að fyrirbvggja öngþveiti í stjórnmálum og auka líkur á því. að þingkosningar leiði til mvndunar sterkra ríkis- stjórna, en það er einmitt til- gangur þeirra. Múlavegur Framhald af 7. siðu. Ólafsfjarðar og Dalvíkur er um það bil 18 kílómetrar. BJARTSÝNIR. Þegar fréttamaður Alþýðu blaðsins ræddi við nokkra Ólafsfirðinga, sem unnu að vegarlagningunni síðastliðið haust, gerðu þeir sér vonir um, að vegurinn gæti með ríf- legum fjárveitingum hins op- inbera og eðlilegri hlutdeild hans í benzínskatti komizt í ökufært ástand á þremur til fjórum árum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að lagning Múlavegar kostaði 5—6 milljónir króna. Þó að ef til vill verði ekki framhald á frekari fram- kvæmdum að sinni, telja menn norður þar, að vegurinn fyrir Múlann sé framtíðar- lausnin á samgönguerfiðleik- um Ólafsfjarðax'kaupstaðar. Sjóferð (Framhald af 5. cíðra) lætin í veðrinu, norðan áttin búin að vera, í áttspánni sipáði hann sam& suð-austan hvaiss- viðrinu. Róum, ja, þið skuluð vera um borð fyrir miðnættið. Um orsök sjoslysa Framliald af 10. síðu. einnig þriggja ára, erlendis byggðum, að athuga salemis- rörið og kom þá í ljós, a'ð skrúfugangurinn við síðuna var uppurinn og hefði því mátt búast við óstöðvandi leka þá og þegar. Öll munu þessi skip hafa fengið lögboðnar skoðanir að> undanförnu og af eigendum ekkert til sparað að hafa allt mál, að minnsta kosti að sinnx, en þess væri óskandi að í fram tíðinni væri meiri gaumur gefinn að óhöppum á sjó þó þau kosti ekki mannslíf, þvi af þeim má allajafna mikið læra. Páll Þorbjörnsson„ Leiðir allra, sem ætla aS kaupa eða selja BÍL liggja til okkar Bílasalan Klapparstíg 37. Sími 19032. Keflvíkingar! Suðumesjamenn! Innlánsdeild Kaupfélags Suðumesja greiðir yður hæstu fáanlega vexti af innstæðu yðar. Þér getið verið ömgg um sparifé yðar hjá os*, Kaupfélag Su9urnesjay Faxabraut 27. Sandblásfur Sandblástur og málmhmf un, mynztrun á gler o@ legsteinagerð. S. Helgason. Súðavogi 29. Sími 36177. Samúðarkori Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavarnadeild- um um land allt. í Reykjavík £ Hannyrðaverzl. Bankastræti Verzl. Gunnþórunnar Halldórs- lóttur og í skrifstofu félagsins„ Grófin 1. Afgreidd í síma 14897. Heitið á Slysavarnafélagið. —- !»að bregst ekki. HúsnæSismiélunin Bíla og fasteignasalan Vitastíg 8A. Sími 16205. Minningarspjöld D. A. S. téU fajá Happdrættt DAS, Vest- jxwerí, támi 17TST — Veiðarfæm «araL VerOanda, símt 13786 — ajömannaaóíagt Rejixjavíkur^ afcni 11916 — GuOm. Andrés- sywi guUainið, Lmxgavegí 5®., sðmi 18709. — í Hafnarfirði f Pósthúeinu, 6Ími 50267. LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Steindóra Sími 1-15-80 Sifreiðastöð Reykjavíkiir Sími 1-17-20 %2 5- mavz 1959 ~ Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.