Tíminn - 25.11.1965, Síða 16
Ætluðu í leikhús um kvöldið
kvöldið, ég, konan mín og Jó-
hann sonur minn. Var ég bú-
inn að kaupa miða handa okk-
ur, en þegar ég sá að það
mundi dragast að Jóhann kæmi,
sem var svo sem ekki mjög
óeðlilegt, skilaði ég miðanum
hans og skrifaði skilaboð á miða
sem ég setti inn í herbergið
til hans. Við vorum svo ekki
búin að vera heima nema í um
það bil fimm mínútur eftir leik
húsferðina þegar okkur var til-
kynnt að leit væri hafin að
honum.
Á þessa leið komst Þorsteinn
Löve múrarameistari, Sigtúni
35, að orði, er fréttamaður
Tímans ræddi við hann i kvöld.
Og hann hélt áfram
— Jóhann kom hingað til
okkar á laugardagskvöldið um
klukkan níu og fékk lánaðan
hjá mér kíki, sem hann hafði
með sér á skytteríið daginn
eftir, en að öðru leyti vissum
við ekkert um ferðir hans fyrr
en tveir mjög alúðlegir lögreglu
menn, Guðbrandur hét ann-
ar þeirra, komu til okk-
ar eftir leikhúsferðina,
og sögðu okkur að leit væri
hafin að Jóhanni. Þeir komu
mjög vel fram, og tilkynntu
þetta á mjög viðfelldinn hátt
Því það er ekki sama hvernig
komið er að fólki undir slík
vonina77
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
— Við ætluðum að fara þrjú
saman í leikhús á sunnudags-
Þorsteinn Löve
Mesta leit að einum manni
MB-KJ-, Reykjavík, miðvikud.
Svo sem sagt hefur verið frá
í fréttum þá týndist Jóhann
Löve á sunnudaginn, og sást síð
ast til hans þá um morguninn
klukkan ellefu. Allt frá því á
sunnudagskvöldið hefur verið
leitað að Jóhanni á Skjaldbreið
og stóru svæði þar í kring.
Hafa um fjögur hundruð leit-
armenn tekið þátt í leitinni á
jörðu niðri og auk þess voru
notaðar tvær þyrlur og margar
flugvélar til Ieitar úr lofti.
Bjarki Elíasson lögregluvarð-
stjóri hafði með höndum stjórn
teitarinnar hér í Rcykjavík. en
aðalleitarstjóri austur við
Skjaldbreið hefur Magnús Þór-
arinsson úr Flugbjörgunarsveit
inni verið, og fjölmargir ein-
staklingar sem stjórnað hafa
einstökum hópum og einstökum
þáttum Icitarinnar. Þeir fjögur
hundruð cinstaklingar, sem leit
að hafa á jörðu niðri, eru ým-
ist í Flugbjörgunarsveitinni,
Hjálparsveitum skáta í Reykja-
vík og Hafnarfirði, Björgunar-
sveit Ingólfs i Reykjavík, lög-
reglumenn, nemendur frá Laug
arvatni, eða þá sjálfboðaliðar,
sem gefið hafa sig fram til leit-
arinnar, cins og hópar úr Borg
arfirði og af Akrancsi. Einn stór
þáttur í leitinni hafa vcrið hin
ir fjölmörgu fjallabílar með
talstöðvar, en í gegn um þær
hefur öll stjórn þessarar miklu
leitar farið fram. Mun óhætt að
segja, að aldrei áður hafi verið
gerð svo umfangsmikil Ieit að
einum manni hérlendis, enda
mun leitarsvæðið allt vera ná-
lægt 1000 ferkílómetrum að
stærð.
Eins og fyrr segir var það
þyrla frá varnarliðinu, sem
fann Jóhann, og leiðangurs-
stjóri í þyrlunni var Jóhannes
Briem, formaður björgunar-
sveitar slysavarnadeildarinnar
Ingólfs í Reykjavík. Jóhannes
skýrði blaðinu í dag frá ferð-
inni í stuttu máli.
— Við lögðum af stað um
Framhald á bls. 14
„Ég missti aldrei
MB—Reykjavík, miðvikudag.
Þau gleðitíðindi bárust til Reykjavíkur fyrir hádegið í morgun, að Jóhann Löve,
lögregluþjónn, væri fundinn og við sæmilega heilsu. Það var þyrla frá varnarliðinu,
sem fann Jóhann og gat lent rétt hjá honum og flutt hann að dyrunum á Landsspít-
alanum í Reykjavík, þar sem læknar tóku hann til rannsóknar strax. Jóhann er furðu
lítið kalinn, þó eitthvað á fótum, en enn er of snemmt að fullyrða um meiðsl hans.
Blaðamenn Tímans fengu að ræða við Jóhann smástund á Landsspítalanum og var
hann þá vel málhress, en eðlilega nokkuð máttfarinn.
, Eg missti aldrei vonina“ sagði
Jóhann. ,,Eg fann það alltaf á
mér, að ég myndi finnast, þótt
ekki liti vel út í gær, þegar ég
sá vélamar vera að leita á öðru
svaeði en ég var á. Það sem mest
háði mér undir lokin var hungr
ið og máttleysi út frá því en ég
var búinn með nestið, áður en
ég villtist á sunnudaginn “
Enginn vafi er á því, að það
sem fyrst og fremst bjargaði
Jóhanni, var það, að hann missti
aldrei vonina á að hann fyndist
og rósemi hans þá tvo og hálfan
sólarhring, sem hann var einn á
ferli í hríðarveðri og frosti, Öll
um ber saman um, að hann hafi
hegðað sér eins skynsamlega og
unnt var, eftir að hann á annað
borð var orðinn villtur, hann
gaatti þess að ofreyna sig aldrei,
en hélt sem mest kyrru fyrir,
fullviss þess að fyrr eða síðar
myndu leitarmenn koma á þær
slóðir, sem hann var á, þar eð
hann vissi að hann gat ekki verið
kominn mjög langt frá þeim
stað, er menn vissu síðast af
honum á.
— Við ætluðum að hittast við
bílinn um miðjan dag á sunnu-
dag. Hann var rétt vestan við
Tindaskaga, og við Kristleifur
Guðbjörnsson vorum á rjúpna
veiðum uppi i Skjaldbreið, eins
og komið hefur vist fraan í frétt
um. Eg var ekki vel búinn, en
þó sæmilega. Eg var i þykkum
bómullarfötum innst, síðum nær
buxum og tvennum skyrtum.
Eg var í gúmmistígvélum og
tvennum sokkum. Að ofan var
ég i skinnjakka, sem var mjög
Framhaid a bls 15
um kríngumstæðum sem þess
um. Við biðum svo og vonuð
um auðvitað allt það bezta, en
ég verð að segja það eins og
er, að ég var orðinn vonlitill
í morgun. En svo bárust okkur
þessar gleðifréttir, og það er
kannski enn gleðilegra vegna
þess að hann er andlega heill,
og þessir hrakníngar hafa ekki
truflað hann. Jóhann er svo til
nýkominn í lögregluna, en er
Framh á bls L4
Jóbann komlnn um borð í þyrluna, dúðaður í teppi, og sjúkraliði
fylgist með honum.
JóHann Löve á Landsspítalanum í gærkvöldi (Tímamynd K. J.)