Alþýðublaðið - 04.04.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1959, Blaðsíða 4
1» Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- eon. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- eon. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgrei'ðslu- eimi: 14900. Aösetur: AlþýöuhúsiS. Prentsmiöja Alþýðubl. Hverúsg. 8—10. 'ar Á ÍSLAND að vera hlutlaust? Þessari mikilvægu spurningu var í eina tfð ' sjálfsvarað, þegar ekki varð komizt út hingað i'rá ' 'næstu löndurn nema með siglingu yfir þúsund mí'lna sjó. Fjarlægðin éin gerði hlutleysisyfirlýs- inguna frá 1918 óumdeila. Nú er fjarlægðin úr sögunni. Flugvélin hefur minnkað vegalengd til annara landa í nokkurra klukkustunda ferð. Tæknin hefur fært ísland 1 þjóðbraut og hjá þeirri staðreynd getur íslenzka þjóðin ekki komizt. Hernaðarleg þýðing landsins er meiri en nokkru sinni, jafnvel þótt hægt sé að skjóta eldflaugum umhverfis hálfan hnöttinn. Við- komur hinna stærstu farþegaflugvéla sanna þetta; ,'kafbátafloti Sovétríkjanna í Norðurhöíum sannar það einnig og svo gera ferðir amerísku kjarnorku- 'kafbátanna undir póiarísinn. Afleiðingin af þessari óumdeilanlegu hern- aðarlegu þýðingu íslands er sú, að það er með ölíu óliugsandi, að landið verði láíið afskipta- laust, ef til heimsstyrjaldar dregur. Sé landið óvarið í þessari aðstöðu, munu styrjald- 1 araðilar heyja kapphlaup til að ná því á sitt vald, • og slíkt kapphlaup gæti leitt til átaka um land- ið og hörmulegra örlaga fyrir þjóðina. Sviss og Svíþjóð hafa þá landfræðilegu að- stöðu, að styrjaldaraðilar mundu líklega láta þau afskiptalaus, eins og í siðustu heimsstyrjöld. Á því ' einu byggist hlutleysi þessara ríkja. Það væri að 4 stinga höfðinu í sandinn, ef íslendingar héldu, að 3 þeir gætu gert sér vonir um ölíkt. Hlutlaust og varnarlaust ísland mundi bjóða sig fram sem vígvöll í nýrri heimsstyrjöld. Þess : vegna hafna ísiendingar hlutleysinu og taka í þess stað þátt í samvinnu hinna frjálsu þjóða til að varð- í veita friðinn og fyrírbyggja nýja heimsstyrjöld. * Þetta verður aðeins gert með því að sýna afl á rnóti afli til að fyrirbyggja, að árásaraðilar hreyfi sig í áratug hefur þetta telcizt. Vonandi tekst það næstu ' áratugi og um langa framtíð. Það eru fleiri rök fyrir því, að íslendingar hafna hlutleysi. Þegar voldug öfl í heiminum hreiða út einræði, ofbeldi og kúgun, hlekkja heil- ar þjóðir, fótum troða frelsi einstaklinga og kæfa hverja óháða rödd, getur enginn maður verið hlutlaus. Slíkt er að styðja kúgarana. Frjálsir, hugsandi menn hljóta að taka afstöðu og sú afstaða gctur aðeins verið á einn veg: að fylkja liði með öðrum frjálsum mönnum og stöðva sókn ofbcldis og einræðis. Þetta hefur íslenzka þjóðin gert. Yíirgnæfandi meirihluti hennar vi‘11 standa með öðrum frjálsum þjóðum og leggja fram á sína vísu skerf til barátt- omnar fyrir frelsinu. Þetta munu íslendingar halda J áfram að gera í þeirri einjLægu von, að styrjaldir verði fyrirbyggðar og betri tímar séu framundan fyrir hinar kúguðu þjóðir, sem þrá að endur- heimta í friði frelsi sitt. i ,1 íljf MARGIR munu sennilega segja, að útlitið sé ekki sér- lega uppörvandi: að lifa í , skugga kjarnorku- og vetnis- sprengjunnar, með stórkost- leg vígbúnaðarútgjöld um ó- fyrirsjáanlega framtíð til að varðveita valdajafnvægið og forða heiminum frá vitfirr- ingu kjarnorkustyrjaldar. Er þá engin ljósglæta framund- an? Getum við ekki með samningum tryggt okkur betri og meira mannsæmandi tilveru? Að sjálfsögðú e.igum við áð semja. Vesturveldin hafa allt af verið fús til sarnninga, og þau hafa alltaf samið, í von urn að finna betri lausn á ‘vandamálunum, og Vestur- veldin munu hér eftir se.m hingað til verða fús til að semja, meðan nokkur von er til að ná einhverjum jákvæð- um árangri. En einnig hér verðum við að vera á verði, sýna gætni og rasa ekki um ráð fram. Við verðum að fara skref fyrir skref með varúð og raunsæi. Þó.tt tortryggnin sé hyldjúp eftir ótal svik Rússa, valdarán þeirra, van- efndir, undirferli og bak- jiiiiiiiiiiiiiUiiiiiiiiimiiiiiiiiMiiiimiiniimiiiiiiiHHiint f CHRISTAN A. R. I [ CHRISTANSEN ræðir j I í þessari grein um i i möguleikan á því að = i varanlegur friður verði 1 [ tryggður mannkyninu. I 7 r .iiiiimiiiiiiui 11111111111111111111111111111111111111111111111111 n tjaldamakk, þá verðum við að hafa hugfast, að ekki er til nein töfraformúla, sem í einu vetfangi leysi öll vandamál. En við megum aldrei sofna á verðinum, aldrei láta and- stæðinginn komast aftan að akkur. Við verðum að vera ár- vakrir og forsjálir frá byrj- un, stíga eitt skref í einu, tryggja okkur ábyrgð og gagnkvæman afslátt, þegar það er naúðsynlegt. Þetta get- ur verið tímafrekt, og það krefst mikillar og umhvggju- samlegrar vinnu að byggja upp á ný gagnkvæmt traust þjóða á milli, eftir allt sem gerzt hefur, en það er ekki til neinn gagnvegur til ör- yggis. Meginerfiðleikinn er einmitt sá, að við berum ekki — og getum ekki borið —■ traust til hins aðilans. Það er einmitt þessi skortur á trausti, þessi gagngerða ó- vissa, sem skapað hefur á- standið eins og það er, knúið fram Atlantshafsbandalagið og vígbúnaðinn vestan járn- tjalds. Við höfum verið hrædd ir, og við erum hræddir. Við getum ekki allt í einu varp- að frá okkur ótúanum og fyllzt trúnaðartrausti aftur, aðeins vegna þess að hinn aðilinn brosir ísmeygilega og biður um vináttu okkar. Við getum ekki trevst orðunum einum. Það er alltof mikið í húfi til bess. Við verðum að sjá at- hafnir. Það sem í húfi er fyr- i.r okkur er frelsi, sjálfstæði, manngildi okkar, já. gervöll tilvera okkar sem þjóðar. FRIÐSAMLEG SAMBÚÐ OG AFNÁM STALÍN- ISMANS. Margir eru þeirrar skoð- unar, að við eigum að vera d.iarfari, leggja meira í hættú, sýna meira traust, og þeir bsnda á breytinguna, sem orð ið hefur á stefnu Rússa eftir Framhald á 10. síðu. iw llilllg§§; t Hi ■ •í *' •'DL' Á x;?-■ ; KORTIÐ til vinstri sýnir, livernig kommúnisminn og herir Sovétríkjanna flæddu vestur yfir Evrópu í sta’íðs- lok. Einir allra stórvelda gerðu Rússar landvinninga í styrjöldinni. Þeir innlim- uðu landsvæði, sem er sex sinnum stærra en ísland og hefur 24 milljónir íbúa. — Þar voru margar, sjálfstæð- ar smáþjóöir, Eistar, Lettar og Lithaugalandsmenn. Þar voru Finnar, Pólverjar og Rúmenar. Við þetta bætast leppríkin, þar sem lítið brot þjóðarinnar, sem fylgir kommúnistum, hefur feng- ið öll völd í sk jóli raúða hers ins. Allt þetta gerðu Rússar gráir fyrir járnum á sama tíma, sem lýðræðisríkin af- vopnuðust eftir styrjöldina í trausti þess, að Sameinuðu þjóðirnar mundu tryggja heimsfriðinn. En það dugði ekki til. Þegar Tékkóslóvak ía var kúguð og Rússar reyndu að liremma Vestur- Berlín, var nóg komið. Hin- ar frjálsu þjóðir gripu til eina ráðsins, sem Rússar skildu: að byggja upp jafn- mikinn herstyrk og þeir til að þeir hikuðu við frekari útþenslu. Þetta hefur dugað. í áratug liefur sókn Rússa vestur um Evrópu verið stöðvuð. 4 4. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.