Alþýðublaðið - 04.04.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.04.1959, Blaðsíða 10
von Framhald af 4. áífik. dauða Stalíns. Nýir menn hafa tekið völdin, og kjörorð þeirra er friðsamleg sambúð. Friðsamleg sambúð er — enn sem komið er — aðeins orð. Við getum ekki ve^iað örlögum okkar á tvö orð. Ung verjar tóku Rússa á orðinu, þegar Krústjov hóf hið svo- kallaða afnám stalínismarís oq talaði um hinar mörgu leiðir til sósíalismans, um jafnrétti allra ríkja o. s. frv. Við höfum orðið vitni að því, til hvers bað leiddi. Um af- nám stalínismans á albióðleg- inn vettvangi hefur alls ekki* verið að ræða. Mennirnir, sem fordæmdu hinn dauða einræðissegg og lýstu honum sem samvizkulausum. gersam lega siðlausum og hálfgeggj- uðum harðstióra, þeir hafa ekki látið af hendi einn buml unv af bví landi, sem hann lagði undir sig. og ekki gefið neinu því þióðarbroti frelsi, sem hann svældi undir sig með fantabrögðum sínum. Hitt er annað mál. að í So- vétríkiunum og öðrum ríkj- um Austur-Evróou hófst eft- ir dauða Stah'ns bróun, sem við settum a ðfvlgiast gaum- gæfilega með. Hvert sú þró- un leiðir. vitum við ekki enn þá, en bað er hugsanlegt, að hún verði smám saman til þess að skana skilvrði afslönn unar og þá jafnframt betri albióðlegra viðskinta. Eins og öil önnur mannfélög er rússneskt bióðfélag líka báð lögmáli brevtingarinnar. Eft- ir öllnm sólarmerkjum að dæma er bað einmitt nú statt á mikilvægu breytingarstigi. Mörg tákn, sem ekki verða rakin hér. benda til að svo sé. En ástandið er enn sem kom- ið er óljóst og framvindan ó- ráðin; enn sitia nánustu sam- verkamenn Stalíns við völd. Það verður ekki fvrr en nýia kynslóðin hefur tekið öil völd in í sínár bendur og hin diún- rættu þjóðfélagsöfl. sem Stal- ín reyndi svo ákaft að upp- ræta með ógnarstjórn sinni, hafa fengið að verka um skeið, bað verður ekki fvrr, sem við siáum hvert stefnir. Ef til vill mun þróunin þá, Dr. Hallgrímur Helgason: Minninprsjóður dr. Urbancic FYRIR. réttu ári, hinn 4. apríl 1958, andaðist dr. Vic- tor Urbancic, hljómleikastjóri og tónskáld. Hafði hann þá starfað hér á landi í samfellt 20 ár og unnið mörg nývirki í þágu íslenzkra tónmennta, svo að mikill missir var að fráfalli hans og illbætanlegur. Heilameinsemd mun hafa orð ið honum að aldurtila. Félagsskapur' sá, sem einna nátengdastur var dr. Urban- bæði í Sovétríkjunum og öðr- um heimshlutum, beinast inn á friðvænlegri brautir. Kann- ski mun draga úr árásarhug og valdafíkn rússneskra köm- múnista. kannski mun land- vinningábvlgjan bro+na og fjara út. Betri lífskjör í So- vétríkjunum verði ekki eins altekin af hugmyndinni um alheimsbvltinguna og kyn- slóð Stalíns og yngri sam- verkamanna hans var og er. Það er auglióst, að nú brydd- ar á ákveðnum friálsræðis- tilhneigingum meðal yngri menntamanna í Sovétríkjun- um. Við vitum bara ekki. hve öflugar hessar tilhneigingar eru, né hvort þær verða ofan á. Eins og stendur er ástand- ið a. m. k. óráðið og illt að spá um bróun bess. Enn eru hand gegnir þiónar Stalíns við völd, og við höfum séð, að þeir eru óhræddir við að beita valdi sínu. ef beir telja sér á einhvern hátt ógnað. Það stendur yfir óigutíð, sem gpfur leitt af sér eitthvað gott. En við verðum að vera viðbúnir umhleypingum, skiótum sviptingum og ó- bægilegum uppgötvunum. Þess vegna megum við alls ekki láta af hendi neitt af bví öryggi. sem við höfum skap- að okkur með mikilli fvrir- höfn, og við verðum að var- ast ævintýrin. Við verðum að sýna stillingu og bolinmæði, vera jafnan reiðubúnir að reyna samningaleiðina, en blunda aldrei á verðinum. Aflanishafsbandalagið Fi’amhaid at 8. síðu. Tilgangur Atlantsihafsbandalagsins var fyrst og fremst sá, að sameina ihinar frjálsu þjóðir og samhæfa landvarnir 'þeirra, þannig aðstyrkur þeirra yrði svo miikill, að Sovétrík- in legðu ekki til atlögu. Þetta hefur tekizt og sókn 'kom(mún- isrnans í Evrópu Ihefur verið stöðvuð. Með loftbrúnni til Berlínar settu hinar frjálsu þjóðir fyrst hnefann í borðið gagnvart Rússum, þegar þeir ætluðu að hremma Vestur- Berlín. Nú, 10 árum síðar, er Vestur-Berlín enn frjáls og velmegun borgarlnnar slík, að kommúnistar þola v.arla að leyfa fólkinu í Austur-Þýzkalandi aðhorfa á það. Atlantshiafsbandalagið er annað og meira en hernaðar- 'bandalag. Það er samtök þjóða, sem eru skyldar um margt irjenningarlega og efnahagslega, og eiga framar öllii sameig- inlega hugsión frelsisins. Þa5 hefur gengið hægar að koma á fullnægjandi samvinnu þessara þjóðia á efnahagssviði og deilumál eins og Kýpurmálið og landlhelgismál íslendinga eru opin sár á þessu samstarfi. Þessi mál — svo alvarleg sem þau eru — sýna þó, að inpan þessa bandalags Ihafa þjóð- irnar frelsi til sjálfstæðra skoðana og sjálfstæðrar stefnu, en það er meira en sast verður um’ Ispmmúnistaríkin í laustri. Og hver mundi í dag Ihugsa umi fullveldi á Kýpur eða fisk- veiðilandlhelgi á Norður-Atlantshafi, ef Rússar hefðu feng- ið að v-aða óhindrað vestur yfir Evrópu? Hver ihefðu orðið örlög miannkynsins í þeirri styrjöld, semi tþ-á hefði Ihafizt fyrr eða síðar? Oa hvar væri ful'lveldi smíáþjóðanna og frelsi borgaranna í Vestur-Evrópu, -ef Atlantshafsbandalagið hefði ek.ki komið til sögunnar? Þetta er íhin stóra mynd, sem ekki má gleyma. Þetta er það ómetanlega sögulega 'hlutverk, sem Atlantshafsbanda- lagið hefur gegnt á síðasta áratug'. cic, var Þjóðleikhúskórinn. Með ágætu söngfólki þessa kórs hafði hann unnið marga sigra og lifað fjölmargar á- nægjustundir í hópi þess. Formaður kórsins, Þor- steinn Sveinsson, brást þá líka fljótt við og sýndi þakk- læti söngfélagsins með því að boða til fundar strax dag inn eftir andlát dr. Urbancic og gangast fyrir því, að stofn aður yrði sérstakur sjóður, sem bærj nafnið: Minningar- sjóður dr. Urbancic, hljóm- sveitarstjóra Þjóðleikhússins. Þetta gerðist 5. apríl 1958. Söngfólkið lagði þá begar fram fé til stofnunarinnar. Ákveðið var í reglugerð að veita árlega, á afmælisdegi dr. Urbancic, 9. ágúst, helm- ing sjóðsupphæðar til styrkt- ar lækni, er legði stund á framhaldsnám erlendis, með heila- og taugaskurðlækning- ar að sérgrein. í fyrsta sinni hlaut á liðnu ári úthlutun, kr. 4200,00, Guðmundur Tryggvason, sem nú nemur grein sína í Svíþjóð. Til tekjuöflunar fyrir sjóð- inn hefur kórinn ráðgert að halda á ári hverju einn kon- sert til minningar um dr. Ur- bancic. Á þessum vetri hefur það þó farizt fyrir vegna ann- ríkis sinfóníuhljómsveitar- innar, en í þess stað flutti Þjóðleikhúskórinn með hljóm sveit Ríkisútvarpsins, 29. marz í útvarninu, 79. kantötu Johanns Sebastian Bachs, „Drottinn er vor sól og skjöld ur“. Skal meginhluti af bókn un til kórsins, kr. 4700,00, leggjast í sjóðinn. Þessi kantata Bachs er helguð siðtabótarhátíðinni, og er textahöfundurinn ókunn- ur. Hún einkennist af sigur- hreim og traustblandinni bæn í öllum sex köflum. Sérlega fagur er dúettinn .,Ó, guð, yf- irgef oss aldrei framar“, sem Evgló Viktorsdóttir og Hiálm ar Kjartansson sungu smekk víslega. Alt-sóló flutti af miög góðum næmleik Sigurveig HjaRested, í aríunni „Guð er vor sól og skjöldur", en bess- ir sólistar eru allir úr kórn- um. Söngstjórn var í örugg- um höndum hiá Róbert Abra- ham Ottóssvni. Páll ísólfsson annaðist kostgæfilega kon- tínúóleik á orgelið ásamt Ernst Doboritsch á celló, en óskeikulir einleikarar voru Biörn Guðjónsson og Jón Sig urðsson á trompet og Ernst Novtmsn á flautu. Þióðieik- húskórinn söne þrjá kafla kantötunnar með vandaðri framsögn og prýðilega sam- felldum hlióm, en hins vegar hefði unntakan getað verið befri. bví að tónsporið var misbétt. Var mikil ánægja að h^ýða á þetta verk og eins á Ralskan barok-konsert, sem hliómsveitin flutti á undan kantötunni undir stiórn Anto litséh. Skaði var að bví, að ekki skvldi hæst að hlusta á pfnissk’’ána í kirkiu eða í hljómleikasal (þó ekki í bíói). Hliómgæði geanum útvarp og bátalara s+andast aldrei sam- anburð við beinan lifandi flutning. í nóvember síðastl. efndi Tónskáldafélag ísiands til hiiómieika með verkum eftir dr. Urbancic. Voru fluttar tónsmíðar teknar upp á seg- ulband. Viðeigandi væri nú að minnast fyrstu ártíðar dr. Urbancic með því að útvarpa uppteknu efni sem næst dán- ardegi höfundarins. Með því væri stigið spor til þess að bæta fyrir sumt, sem í lif- anda lífi var vangjört við þennan merka tónlistarmann, en hann var einhver gagn- menntaðasti maður, sem unn- ið hefur að eflingu íslenzks músíklífs um tveggja áratuga skeið. Minning slíkra manna skal í heiðri höfð. Og Minn- ingarsjóður Þjóðleikhúskórs- ins er varanlegur minnisvarði um mætan og mikilhæfan kunnáttumann. Fyrir svo ó- venjulegt en þó í rauninni sjálfsagt framtak ber að þakka Þjóðleikhúskórnum af heilum hug. Dr. Hallgrímur Helgason. Dansleikur í kvöld kl, 9. KJír-sextettinn ásamt Elly Vilh|álms og Ragnari Bjarnasyni. .. Gestir mega reyna hæfni sína í dægvtr- lagasöng. Aðgöngumiðasala kl, 4—6. Tryggið ykkur miða tímanlega. IÐNÓ. TILKYNNING FRÁ Sorpeyðingarsföðinni. Á tímabilinu 1. apríl til 30. september er tekið á móti úrgangi, sem hér segir: Alla virka daga frá M. 7.40—23.00. Á helgidögum frá kl. 14.00—18.00. Hafa ber sámráð við starfsmenn stöðvarinnar um losun, Sérstbk athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úr,- gang á aðra staði í bæjiarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, semi gerast brotlegir í þessu efni. Soi’peyðingarstöð Reykjavíkurbæjar, Ártúnshöfða, Faðir okkar, JÓN SIGURÐSSON járnsmíðameistari, Laugavegi 54, landaðist 2. þessa mán. Börnin. Þökkum innilega sýnda samúð vegna andláts ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR. Ingjaldur Þórarinsson, börn og tengdabörn. 4. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.