Alþýðublaðið - 11.04.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.04.1959, Blaðsíða 6
m Sannkalíaður Don Juan TVEIR menn sátu yfir glasi og spjölluðu um kven- hyllina og ellina. Annar ságði: — Hann afi minn er gott dæmi um hinn eilífa Don Juan. Kvenfólkið var vit- laust í hann allt til hins síðasta. — Og vildi hann nokkuð með það hafa? — Hvort hann vildi! Og eftir hvern nýjan sigur tálg aði hann rauf í göngustaf- inn sinn. Það fór alveg með hann fyrir rest. •— Kvenfólkið? — Nei. Einn daginn lét stafurinn undan, þegar hann hallaði sér fram á hann! & var staðráðinn í að standa sig eins og stríðshetja allt til hins síðasta. Þegar faðir hans kom heim, gekk Jón- as teinréttur og upplitsdjarf ur til hans með einkunna- bókina fyrir aftan bak og sagði: — Pabbi! Húmorinn er olían í lífsmaskínunni. Án hans hikstar niaskínan og höktir. Engin byrði er svo þung, — ekkert áfall svo sárt, að hláturinn geti ekki gert það léttbært. Eftir stutta þögn í Iægri tón: — Hérna er einkunna- bókin mín. 5AMTÍNINGUR + í NÁGRENNI við borg- ina Asti á Ítalíu hafa verkamenn nýlega fundið 10 metra langa beinagrind, sem dýrafræðingar álíti að sé af stærstu forsögulegu hafuglu (ichtysaurus), sem hingað til hafi fundizt. Ichtusaurus hafði skrokk ekki ólíkan og fiskar hafa, höfuð eins og marsvín og sundfit. ☆ ÍAVÍÍÍÍ LEIKARINN frægi, Alec Guinness, var aðlaður hér á dögunum, eins og flestir muna. Þessar myndir . voru teknar rétt fyrir athöfnina, þegar Guinness var að hnýta á sig slaufuna. Og hann gerir það með tilheyrandi svip- brigðum, sem við þekkjum svo vel úr kvikmyndum hans. JÓNAS litli kom heim með einkunnabókina sína, og hún var vægast sagt ekki góð. Þetta var um miðjan dag og óðum leið að því, að pabbi hans kæmi heim og sæi bannsetta bók- ina. . En Jónas var feiðubúinh að taka örlögum sínum og + RITHÖFUNDURINN Frederick L. Collins gaf vini sínum eitt sinn eftir- farandi ráðleggingu: — „Mundu, að það eru til tvær manntegundir í þess- um heimi. Önnur segir: „Jæja, þá er ég kominh,“ um leið og hún stígur inn í herbergið. Hin segir hins vegar: „Nú, þarna ertu þá!“ — Og sú síðari er ævi'nlega betri!“ ☆ FYRIRTÆKI í New York hefur búið til sjón varp, sem hægt er að koma fyrir í bifreiðum, svo að far þegarnir missi ekki af sjón- varpsþáttunum sínum, þótt þeir aki spölkorn í bifreið milli húsa! ☆ EFTIRFARANDI samtal átti sér stað gegnum síma í slökkvistöðinni í Taipei! — Eldur! Eldur! t— Hvar? — í húsinu mínu. — Já, en hvar? — í eldhúsinu. — Já, en hvernig getum við komist til yðar? — Hafið þér ekki bruna- bíl, mannfjandi? ★ BRETAR hafa mikið dálæti á leikjum. Þeir hafa tekið upp svo til alla leiki, sem þekkjast í ver- öldinni. Um leið og einhver þjóð tekur þeim fram í leik, þá leggja Bretar hann nið- ur og byrja að stunda ann- an. Péter Ustinov. fiiiiiMiiHiiiiiiimiiiiiitmiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiimHifiiiiiiiiifiinsmHituiiiiiniuiiiiuiiiiiumiiiiKuiiiiiiiuiiMiiiiMiimiiiuiitiuiifiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiHlliiiuiiiiimiiimmtiiiiiiiiiiKniuiiiiiiiiiimiuiiiiiiuiiitiiiiiiiiiini r. 1 GÆR fór fram í Tokyo brúðkaup Akihito pring og Michiko Shóda, sem ér áf borgaralegum ættum, ,;eins og kunnugt er. Þetta jap- áiiska ástarævintýri héfur ýerið: mjög til umræðu i blöðum að undanförnu, og skal því vikið að nýjustu fréttum af brúðkaupinu. Ung hjónaefni og busi- nessmenn í Japan færðu sér brúðkaupsdaginn vel í nyt. Hjónaefni í Japan giftu sig unnvörpum í þeirri trú, að deginum fylgi blessun og hamingja. Hér sannast ve.1 hjátrú Japana, því að hing- að til hefur aprílmánuður þótt óheppilegur til gift- ingar þar í landi, af því að þá blómgast kirsuberjatrén og blóm þeirra lifa fögru lífi, — en stuttu. Hjónbands miðlarar voru á sífelldum þönum dagana fyrir brúð- kaupið, og fregnir herma, að þeim hafi tekizt að láta ótrúlegasta fólk gifta sig. Sérstök brúðkaupshrað- lest var höfð í stöðugum ferðum frá Tokyo og suður á bóginn — og fjöldi brúð- hjóna notfærði sér þetta glæsilega tækifæri. Sams konar brúðkaupskimono og frú Shoda gifti sig í voru til sölu í fataverzlunum og stóðu stutt við, — runnu út eins og heitt smjör. Verðið á þeim var allt frá 55$ og upp í 1930$, eftir því hve efnið var dýrt. Fornafn brúðarinnar, Mi- chiko, er eins algengt kven mannsnafn í Japan og Guð- rún eða Sigríður hjá okkur. Nú hefur þetta nafn orðið enn algengara og Iiafa aldr- ei fleiri stúlkubörn verið skírð því. Næturklúbbur í Ginza, sem er Broadway þeirra í Tokyo, hefur skipt um nafn og heitir hér eftir „Miohiko-klúbburinn“. í gær var sérstök hátíðarsýn- ing, þar sem naktar meyj- ar dönsuðu með tennisspaða í hönd, — en brúðhjónin hittust fyrst á tennisvelli, eins og áður hefur verið skýrt frá. Nokkur dagblöð í Japan hafa látið í Ijós óánægju sína yfir öllum þessum hamagangi 1 sambandi við brúðkaupið. Eitt blað sagði til dæmis: „Við verðum að muna, að aðrar þjóðir munu dæma okkur eftir hegðun okkar,“ — og fleiri blöð tóku í sarna streng. En ríkisstjórnin er hins vegar í hæsta máta ánægð. Hún hefur látið gefa út sér- stök frímerki í tilefni dags- ins með myndum af brúð- hjónunum. Tónlist hjá tannlæknum SÁLFRÆÐINGAR og tannlæknar liafa sameigin- lega fundið upp nýtt ráð til þess að gera tannlækningar sársaukaminni en verið hef ur. Ráðið er einfalt: að láta sjúklingum í té heyrnartól, sem er í sambandi við plötu spilara. Áður en tannlækn- ingin hefst, spyr læknirinn um tónlistarsmekk sjúfc- lingsins og leikur síðan það, sem hann óskar helzt eftir. Uppfinningamennirn- ir segjast gera þetta fyrst og fremst til þess að sjúk- lingarnir heyri ekki urgið í spólunni, því að einmitt það geri menn skelkaða og valdi þeim þjáningum og ó- þægindum. Þetta nýja ráð hefur ver- ið reynt á 200 sjúklingum. 63 % sögðust ekke fundið til. Hinir söj vísu hafa fundið ti hefði tónlistin dreií um og verið til mik ★ ^ í KIRKJU no Skotlandi hang farandi orðsending aðarfólksins: — Þeir, sem hafa að vana að stinga samskotabaukinn í fyrir peninga, eru lega beðnir að se1 eigin tölur í baukir ekki tölurnar, ser eru á kirkjubekkin LEYNDARDOMUR . MONT EVEREST SUNDIÐ, sem þeir Bob og Franz sigla eftir, endar í djúpu gili. „Stökktu af!“ hrópar Bob. „Og hjálpaðu mér að draga, Frans! Við skulum reyna að láta þá villast.“ — Frans skilur ekki vel, hvað Bob á við, en fylgir þó fyrirskipun hans. Báturinn skilur ef för í jörðinni. Þei bátinn að brúnínn fellur hann niður brotnar, þegar han: jg 11. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.