Alþýðublaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 2
"i 6ocðíío'ooc'ðcoa'ö1ol5Lo'c*o*oVtfa'flcTS&qaa"sí þriðjudíigus* írrVARPIÐ: 19 Þingfréttir. 20.30 Daglegt mál. 20.35 Minnzt 200. ártíðar Jóns iÞorkelssonar rektors í Skál Rolti. 22.10 Upplestur: „Á strandsiglingu", smásaga •eftir Jóhann Hjaltason (höf ■undur les). 22.30 íslenzkar <áanshl j ómsveitir: Svavar Gests og hljómsveit hans ' eikur. ★ > AFMÆLISFAGNAÐ sinn heldur Kvenfélag Hall- grímssóknar í Framsóknar- húsinu nk. miðvikudag. Svo eem að venju verður þar ýmislegt til skemmtunar. Heimilt er félagskonum að taka með sér maka sína og -aðra gesti, meðan húsrúm •leyfir. Allar nánari upplýe- ingar veitir skemmtinefnd- in í eftirtöldum. símum: 12501, 12297 og 17007. KAFNFIRÐINGAR! Kven- áél. Hringurinn heldur hinn 4rlega bazar sinn föstud. 8. xnaí kl. 8.30 í Sjálfstæðis- húsinu og verður þar að vanda margt eigulegra rnuna. Allt, sem fél. ásko.tn ast, fer til þess að greiða xueð Bumardvöl fátækra hafnfirzkra barna, Konur, fjölmennið á bazarinn og •gerið góð kaup xun leið og (ijið styrkið gott málefni, Stjórnin. ★ DANSK KVINDEKLUB held ii r afmælisfund í kvöld, . iþriðjudaginn 5. maí, í Tjarn . arkaffi kl. 8.30. BEÉFASKIPTI. Blaðinu hef- ur borizt bréf frá tveim pilt um í Hong Kong, sem óska . eftir að komast í bréfa- I samband við íslendinga, á i líku reki, væntanlega. — l 'iUtanáskriftir: Monty Lee, 54, Village Rd„ 2nd Fl„ Happy alley, Hong Kong. ! Hann er 18 ára, áhugamál: ; frímerkjasöfnun, dægurlög - og kvikmyndir: ! Paul Poon, 320, King’s Rd„ 4th Fl„ North Point, Hong Kong. Þessi er 16 ára og hefur á- í tlxuga á frímerkjasöfnun, . myntsöfnun og kvikmynd- KVENFÉLAG Háteigssókn- &r. — Fundurinn í kvöld íellur niður vegna inflú- enzunnar. U.VENFFLAG Laugarnes- sóknar. Fundur verður • þriðjudaginn 5. maí kl. 8.30 f fundarsal kirkjunnar. Vesímannaeyingur fékk íbúðina í happdrætfi DAS f GÆR var dregið í 1. fi. Happdrættis D.A.S. og að þessu sinni um 20 vinninga. 1. vinningur 3ja herbergja i- búð, fullgerð að Hátúni 4 2. hæð kom á nr. 6110 í umboð- inu Vestmannaeyjum. Eigandi er Stefán Helgason, verkstjóri, Bogaslóð 23, Vestmannaeyjum. 2. vinningur Opel Record * fólksbifreið kom á nr. 18783 í aðalumboðinu Vesturveri. Eig- andi er Svavar Benediktsson, stýrimaður á m.s. Júní, Hafnar- firði, Brekkugötu 14, Hafnarf. 3. vinningur Moskvitch fólks bifreið kom á nr. 20317 í um- boðinu Seyðisfirði. Eigandi er Jóhann Jónsson, kennari, Seyð isfirði. Fjórði til tuttugasti vinn- ingur eru húsbúnaður eftir eig- in vali vinnenda. 4. vinn. fyrir kr. 20.000,00, nr. 37789. Aðalumboð Vestur- veri. 5. vinningur fyrir kr. 15. 000,00, nr. 44162. Aðalumboð Vesturveri. 6. vinningur fyrir kr. 15.000,00, nr. 5497. Umboð Hafnarfjörður. 7. vinningur fyrir kr. 12.000,00, nr. 16541. Umb. Akureyri. 8. vinn. fyrir kr. 12.000,00, nr 43105. Aðal- umboð Vesturveri. 9. vinning- ur fyrir kr. 12.000,00, nr. 7947. Aðalumb. Vesturv. 10. vinn. fyrir kr. 12.000,00, nr. 49178. Umb. Hreyfill. 11. vinn. fyrir kr. 10.000,00, nr. 35679. Aðal- umboð Vesturveri. 12. vinning- ur fyrir kr. 10.000,00, nr. 17000. Umboð Sauðárkrókur. 13. vinn ingur fyrir kr. 10.000,00, nr. 29971. Aðlaumb. Vesturveri. 14. vinningur fyrir kr. 10.000,00 nr. 19333. Aðalumb. Vesturv. 15. vinningur fyrir kr. 10.000, 00, nr. 50519. Umboð Hvamms- tangi. 16. vinningur fyrir kr. 10.000,00, nr. 48833. Umboð Hella. 17. vinningur fyrir kr. 10.000,00, nr. 13053. Umboð Eldur í vélarhúsi í Krísuvík. SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarð- ar var kvatt út til Krýsuvíkiir kl. 14.30 síðastliðinn. sunnudag. Var háþrýstibifreið send á vett vang og var ’hún ekki nema 20 mínútur að aka til Krýsuvíkur. Kviknað hafði í vélalhúsi, þar sem geymdar eru Ijósavélar. Var töluverður reykur og eldur milli þilja, er slökbviliðið kom á vettvang. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á um það bil hálftíma. Skemmd- ir urðu aðallega á vesturgafli, sem brann svo til alveg. Vélun- um tókst hins vegar að bjarga. Hafnarfjörður. 17. vinningur fyrir kr. 10.000,00, nr. 11638. Umboð Vesturveri. 19. vinning ur fyrir kr. 10.000,00, nr. 30934. Umboð Grenivík. 20.. vinning- ur fyrir kr. 10.000,0, nr. 52154. Aðalumboð Vesturvéri. Eigendur minni vinninga verða látnir vita í dag. Allir miðar í happdrættinu seldust upp, eins og ætíð hefur verið frá því happdrættið tók til starfa. Þeir miðar, sem losn uðu á seinasta happdræltisári seldust víðast hvar upp á ör- fáum dögum, og er enn mikil eftirspurn eftir miðum, sem ekki er unnt að fulínægja fyrr en e. t. v. í 2. flokki. áðalfundur Mál arameislara- félagsins. AÐALFUNiDI Málarameist- arafélags Reykjavíkur er ný- lokið. Formaður félagsins, Jón E. Ágiústsson, flutti starfs- skýrslu félagsins. Gat formaður þess xmeðal annars, að þetta starfsár hefði verið eitthvert umsiúfamesta í sögu félagsins. Á árinu opnaði félagið skrif- stofu fyrir stanfsemi sína í húsi Múrarafélagsins við Freyjugötu 27. Stjórn félagsins skipa: Jón E. Ágústsson formaður, Sæmundur Sigurðsson varafor- maður, Kjartan Gíslason ritari, Ólafur Jónsson gjaldikeri, Valdi mar Hannesson aðst.gjaldkeri. Félagsmenn eru nú 100 aS tölu. Rafeindatæki mikil- væg í geimför VÍÐ bandaríska fyrirtækið Radio Corporation of Ame- rica hefur verið stofnuð sér- stök stjörnu- og rafeindarann- sóknardeild, sem mun hafa það verkefni með höndum, að gera tilraunir með smíði og framleiðslu r.afeindatækja, sem notuð verða í geimför framtíðarinnar. I tilkynningu fyrirtækisins um þetta segir m. a„ að mikið reyni á rafeindavísindi nú, „þegar geimöld er að hefj- ast“, .... „vegna þess að það er aðeins með rafeindum að hægt verður að hafa samband við mönnuð og mannlaus far- artæki, sem send verða út í geiminn“. FYRSTA söngmót barna- skólanna í Reykjavík verður haldið í Austurbæjarbíói á uppstigningardag, 7. maí. Verð ur það að líkindum fjölmenn- asta söngmót, sem haldið hef- ur verið hérlendis, því að þar koma fram um 350 ungir söngv arar og tvær hljómsveitir, sem annast undirleik. Til söngmóts þessa er stofn- að að tilhlutan fræðsluráðs Reykjavíkur og söngnámsstjór ans, Ingólfs Guðbrandssonar, en söngkennarar barnaskól- anna hafa annazt undirbúning þess lengi vetrar. Þátttakend- ur í mótinu eru allir stærri barnaskólar Reykjavíkur. Kór Austurbæjarskólans syngur undir stjórn Guðrúnar Þor- steinsdóttur, kór Breiðagerð- isskólans undir stjórn Hannes- ar Flosasonar, kór Langholts- skólans undir stjórn Stefáns Þengils Jónssonar, kór Laug- arnesskólans stjórnar Kristján Sigtryggsson, kór Melaskólans Guðrún Pálsdóttir og kór Mið- bæjarskólans Jón G. Þórarins- son. Sungið er ýmist með eða án undirleiks, píanóleikarar eru Erla Stefánsdóttii’, Kristjana Pálsdóttir og Sigurður Jóels- son. Miðbæjarskólinn sendir einnig hljómsveit, sem leikur undir sönginn. ÁRTÍÐ HENDELS. Á efnisskrá söngmótsins eru alls 28 lög, bæði íslenzk og er- lend, íslenzk þjóðlög og ætt- jarðai’lög, keðjusöngvar og sí- gild erlend lög, m. a. lög eftir J. S. Baeh, G. N. F. Hendel, Mo- zart, Franz Schubert o. fl. 14. apríl s. 1. voru 200 ár liðin frá dauða tónskáldsins G. F. Hen- dels og er þess minnzt á mót- inu með því að kór Laugarnes- skólans syngur kór úr óratórí- unni Judas Makkabeus og í lok- in syngja kórarnir sameinaðir með undirleik strokhljómsveit- ar lag úr óperunni Bérénice eftir Héndel. Hljómleikarnir í Austurbæj- ‘ 1 arbíói hefjast kl. 1,15 e. h. S uppstigningardag og verða end urteknir sama dag kl. 3 e. h. Sala aðgöngumiða hefst í bíó- inu á morgun. I VERÐLAUNASAMKEPPNI IJM SÖNGLÖG. Mót þetta bei* vott um vax- andi áhuga á tónmennt og söng hjá æsku höfuðstaðarins og xná því telja þetta fyrsta mót merk an atburð í íslenzkum skóla- málum. Því vill fræðsluráð Reykjavíkur minnast þess með því að efna til samkeppni með- al íslenzkra tónskálda um ný, íslenzk sönglög við alþýðu- hæfi. Gáfu menntamálaráð- herra og borgarstjóri góðfús- lega leyfi til að veita 10 þús. kr. í verðlaun og eftir úrskurði dómnefndar verða þau veitt fyrir beztu lögin, sem berast í þessari keppni, en henni lýk- ur 1. sept. n. k. — Nánar verð- ur skýrt frá keppninni hér i blaðinu síðar. Röðull íók Riðri, skrúfan skemmdisl. TOGARINN „Röðull“ var að fara frá Hafnarfirði .30. apríl sl„ er hann tók'niðri, skömmu eftir að hann hafði lagt frá. Kom hann þegar að aftur og var froskmaður fenginn til að athuga skemmdir. Varð hann var við skemmdir á skrúfu og var þá ákveðið að taka skipið í slipp í Reykjavík. Mun hann hafa farið upp í gær og verða þá skemmdir á skipinu rann- sakaðar til hlítar. - 1 LONDON, 4. maí (Reut- er). — Sir Winston Churc- hill flaug til Washington í dag til viðræðna við Eis- enhower forseta. Óstaðfestar fregnir herma, að læknar bafi ráð- ið hinum 84 ára gamla fyrr verandi forsætisráðherra frá því að takast þessa ferð á hendur. Þetta er fyrsta heimsóks Churchills til Washington síðan 1954. Bandaríski amhassador- inn í London fylgdi hon- urn á flugvöllinn ög kvaddi hann með orðunum: „Guð fylgi þér“. FLOKKSFÉLAGAR FUJ-félagar, Reykjavík. FÉLAG ungra jafnaðar- nianna í Reykjavík minnir meðlinii sína á að sækja miða á afmælisfagnað SUJ í Lídó annað kvöld, miðvikudag. Miðar afhentir á skrif- stofu félagsins, Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu, í dag kl. 9—12 og 1—7. Sími 1-67-24. Tryggið ykkur miða áð- ur cn það verður um sein- an. V I Dregið verður á mánudag í 5. flokki um 896 vinningaað upphæð kr. 1.155.000,00. Aðeins þrfr heilir endurnýjunardagar eflir. j 5. maí 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.