Alþýðublaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞrótfir ) Urslifaieikur K.R. og Fram 0 K.R. siiiff@aari5 hlaut J Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ var, fór fram úrslitaleikur ReykjavíkurmótsÍMs, miHi KR og Fram. Leiknum lauk án þess að mark yrði skorað. Hinsveg- ar sigraði KR í mótinu og hlaut 7 stig, Valur 6, Fram 5, og Þrótt ur og Víkingur sitt stigið hvor. LEiKSLOKIN bera með sér 'að umi jafnan leik hefir verið að ræða. Eins og í fyrri leikjum þessara félaga, var leikur þeirra oft dágóður úti á vellinum', en Þegar að því kom að reka enda- hnútinn á sóknaraðgerðirnar, með markskoti, reyndust þeir, ' sem til þess mynduðu sig oftast ekki vandanumi vaxnir. Ekki var það vegna þess að tækifæri ekki. biðust til að reyna skot- fimjna, en tilburðirnir við fram kvæmdna, var þannig að knött- urinn hafnaði. annað hvort á hæga-gang hjá markverðinum eða þá að hann þrumaði hátt yf- ir. FYRRI HÁLFLEIKUR. Taugaóstyrkur beggja liða leyndi sér ekki í upplhafi og hélst reyndar meginlhluta þessa hálfleiks. KR var þó það betur sett, að jafntefli nægði til að sigra í mótinu, eins og kom á daginn. En Fram hafði og full- an hug á að jafna metin og sýna á ótvíræðán hátt hvers þeir méttu sín, ekki hvað síst eftir ófarirnar fyrir Val á dög- unum. Hvorugu liðinu tókst í þessum hálfleik að ná því fram, sem þeir í raun. og veru geta bezt. Mistök í spyrnum og sendingum voru áberandi. Oft- ar en einu sinni kom það fyrir að liðsmenn beg.ja, sendu knött inn beint af augunn, til mót- herja í krampakenndri fljót- færni. Mörk beggja voru því sjaldanst í neinni hættu í þess um hálfleik. ! • íj ' r. • SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Þessi há'lfleikur var oft miklu betur leikinn, en sá fyrri og meira í ætt við keppni, en áður. Niú korr^sst þó miörk beggja í beina hættu. Eins og t. d. þegar Þórólfur Beck mið- heji KR, áftti snemma í leiknum allgott skot rétt fram hjá marki og Gretar, v. innherji Frarn — snöggan skalla á KR-markið, en beint á Heimi, sem1 varði ör- ugglega. 1 þessum hálfleik var og oft sótt og varist af kappi, á báða bóga. Á 15. minútu var nnark KR í verulegri hættu eftir skot Skúla Nielsen, sem Heimi tókst samt að verja, en nauðuglega. Eins átti Ellert .Sdhram ágætan skall.a' rétt y'fir þverslá Frarn- marksins. En mesta markhætt- an í leiknumi, var samt á 34. mdnútu eftir hornspyrnu KR, semi Óskar Si^urðsson, sém1 inn kom. fyrir Gunna Guðmanns- son, rétt fyrir iok fyrri hálf- leiks, tók, en Þórólfur skallaði mjög vel úr og beint á markið. Markvörður Fram hafði enga möguleika á að verja skallann, en Það gerði aftur á móti Guð- mundur Guðmundss. b?ycvörð- ur með ágætum, er hann skall- 1 aði frá af línu. Er aðeins tvær í mínútur voru efti af leiknum', fékk Gretar ágætt tækifæri á KRmarkið eftir innvarp en skaut hátt yfir. Uppúir útspyrn- unni gerðu svo KR-ingar harða hríð að Fram, enda var nú hver síðastur. Lauk þeirri sókn, með Myndin er af KR-Iiðinu, sem' varð Reykjavíkurmeistari 1959 í knattspyrnu. Fremri röð frá vinstri: Örn Stein- sen, Óskar Sigurðsson, Þór ólfur Beck, Hreiðar Arsæls-' n, Gunnar Guðmannsson Helgi Jónsson og Reynir Þórðarson. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Jónsson, Þorsteinn Kristjánsson, Hörður Felixs son, Ellert Schram, Garðar! Árnason, Bjarni Felixsson,' Heimir Guðjónsson, ÓIi B.; Jónssbn, þjálfari. Lengst til vinstri er Sig ;urður Halldórsson formáður knattspyrnudeildar KR. ■ (Ljósm.: Guðjón Einarsson). Hreiðar Ársælsson lék í fyrra- kvöíd 100. leik sinn í meistara- flokki KR. skoti í mark frá Þórólfi Beck, en úr rangstöðu. En hér gilti ekki sú speki að betra sé að veifa röngu tré en engu, og leiknum lauk eins og fyrr segir með jafntefli, núlli gsgn nú'lii. Bæði eru lið þessi allvel leik andi úti á vellinum', eins og fyrr segir, en hjá báðum brást skotfimin þegar mest reið á. í liði Fram var áberandi bezti maðurinn, miðframjvörðurinn, Rúnar, sem. var einn snjallasti maðurinn á vellin’/mi þetta kvöld. Er enginn vafi á að' Rún- ar er nú, einn okkar bezti mið- framvörður, öruggur í spyrn- um, ágætur að skalla og traust- ur í stöðvun mótherja. Þórólfur Beck átti þar við örðugan að etja. Vörn Fram er sterkari hluti liðsins og tókst yfirleitt vel að hemja framlínu KR, sem á und'anförnum leikjum hefur sýnt meiri árangur, en að þessu sinni. Annars var KR-Iiðið og er furðu jafnt, og í heild er það öðrum liðumi hér í borg jafnleiknara, svo þess yegna er það vel að þessum sigri komið, Einn leikmanna Þess, Hreiðar Ársælsson bakvörður, lé'k þarna sinn 100. leik í meistaráflokki. Gerði hann stöðu sinni nú, sem endranær góð skil. Gretar Norðfjörð dæmdi leik inn, yfirleitt vel. o Að leikUoknum afhenti for- maður ÍBR, Gísli Halldórsson, sigurvegurunumi verðlaunagrip inn með stuttri ræðu. Gat hann Þess m. a. að þetta væri 41. Reykjavíkurmótið x knatt- spyrnu og í 19. sinn semi KR færi með sigur af hólmii. Lokastaðan í mótinu varð þessi: 1. KR 4 3 1 0 11:0 7 st. 2. Valur 4 3 0 1 8:4 6 st. 3. Fram 4 2 1 1 12:3 5 st. 4. Þróttur 4 0 1 3 3:10 1 st. 5. Víkingur 4 0 13 1:18 1 st. E. B. r usn ENNÞÁ er heimsmet Kus- netsovs til umræðu meðal frjáls íÞróttamanna um heim allan. Þetta er frábært afrek og Rúss- inn sýnir miklar framfarir. Franska íþróttablaðið L’Eq- uipe heldur því frami, að Kus- .netsov geti náð 9000 stigum í tugþraut á þessu ári eða næsta, en það er nú kannske . heldur mikil bjartsýni. Til gamans birtast hér beztu afrek Kusnetsovs í tugþrautar- greinunum', en þeim hefur hann náð á ýmsum tímum: 10.5 — 7,49 — 14,68 — 1,89 — 48.6 — 14,4 — 50,35 — 4,30 — .72,64 — 4:50,0. Þessi afrek gefa 9030 stig í tugþraut, en allir vita, að erfitt er að keppa í 10t greinum á 2 dögum og ná; sínu bezta í öllumi. Að lokumi skal þess getið, að j Rússar bgi Bandaríkjamenn munu þreyta landskeppni 18. o« 19. júlí nk. og.fey keppnin fram 1 í Filadelfiu. Þá mun Kusnetsov | og Rafer Johnson Þreyta ein- vigi og mikið má vera ef ekkl verður sett heimsmet þá. Uddebom 16,44 SÆSNSKI kastarinn Erik Ud- debom tók þátt í sínu fyrsta móti á þessu ári um helgina og varpaði. kúlu 16,44 m og kast- aði kringlu 50,46 m. Á öðru móti kastaði Arvidsson kringl- unni 50,85 m, sem er bez'ft gx-' angur Svía í ár. 'jmiiimiiiBiitiimmiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiutmtimiitiiiiiH s a 1 14 hafa varpaS m. eða tengra. EM í körfuknatí- leik í Islanbul. ALLS rnunu 17 þjóðir taka þátt í Evrópumeistaramóti í körfuknattleik, sem fer fram að þessu sinni í Istanþul, Tyrk- landi. Tyrkir hafa vandað mjög til alls undir.búnings mótsins. Skýrt verður frá úrslitum 'hér á síðunni strax og þau berast. Það sem af er þessu áiri [ hafa 14 Bandaríkjamemi = varpað kúlunni lengra en 17 I metra. Sýnir það stórkost- i lega breidd í þessari banda- i rísku íþróttagrein. Hér koma í nöfnin og afrekin: : Dallas Long : Bill Nieder ! P. O’Briesn I Davis ; Butt ; Humphreys | Erwin jFrye ■ i Winters ; McKeever i McComas | G. Johnson í Silvester ! Shine 19,25 m 19.13 m ; 19.02 mj 18,59 m; 1%19 mi 17,83 m ! 17 (58 m ; 17,32 m ; 17,30 m ; 17,28 m ; 17,24 m ' 17,21 m 17.14 m 17,13 m Vinnuveitendasðmband íslands Áðalfundur Vinnuveífiendasambands íslands hefst á movgun, fimmtudaginn 28. maí kl. 2,30 e. h. og stendur hamxsj til laugardagsins 30. maí. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Hamars h.f., Hamarshúsinu ví’ð Tryggvagöíu í Reykjavík. Dagskrá samkvæmt sambandslögum. Víihnuveitendasamband íslands. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og vin- arhug við andlát og jarðarför VALDIMARS ÞÓRÐARSONAR verkstjóra, •frá Brekkuholti. Fyrir hönd barna og systkina Slgríður Þorgrímsdóttir. Maðurinn mínn ............ ÁRNI SIGURÐSSON trésmiður Hverfisgötu 38 HafnarfSrði, andaðist í St. Jóseps- spítala þi’iiðjudaginn 26. þ. m. Sylvía ísaksdóttir. Alþýðublaðið — 27. maí 1959 infntTttmtrrr!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.